Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ
,10 C FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000
BÍÓBLAÐIÐ
aNRNMHMHHHHHHHMHMMHHMMMMHMMMMHMMHMMHHMMHMHMHMHMMMHSMMMHMHMHMMMHMHMHMIMMMMN^^
Frumsýning Regnboginn, Sambíóin Álfabakka og Borgar-
tbíó Akureyri sýna myndina Hinn hæfileikaríka Ripley eða „The
Talented Mr. Ripley“ með Matt Damon og Gwyneth Paltrow.
%
a
a
Leikarar:
TOM Ripley (Matt Da-
mon) þráir hið kæruleys-
islega unaðslíf í fallegu
landslagi Ítalíu á ofan-
verðum sjötta áratugn-
um, líf hinna ríku, líf for-
réttindastéttarinnar.
Hann lifir ekki slíku lífi.
Það gerir Dickie Green-
leaf (Jude Law) hins veg-
ar.
Þegar faðir Dickies,
sem er auðugur skipa-
smiður, biður Tom Ripl-
ey að gerast sendisveinn
sinn og fara suður til
Ítalíu að hitta Dielde og
reyna að fá hann til þess
að snúa aftur til Banda-
ríkjanna, gera Dickie og
kærastan hans, Marge
Sherwood (Gwyneth Pattrow), sér
enga grein íyrir til hvaða ráða sendi-
sveinninn er tilbúinn að grípa til
þess að öðlast þann munað sem þau
lifa í. Það er betra í hans huga að
þykjast vera einhver annar en hann
er en að vera algjört núll og nix.
Þannig er sagan í nýrri mynd leik-
stjórans Anthony Minghellas, Hinn
hæfileikaríki Ripley, sem frumsýnd
er um helgina með þeim Matt Da-
mon, Gwyneth Paltrow ogJude Law
í aðalhlutverkum. Mlnghella gerir
sjálfur handritið sem hann byggir á
sögu eftir Patricia Highsmith. Með
önnur hlutverk fara Jack Daven-
port, Philip Seymour Hoffman og
Jude Law og Gwyneth Paltrow: Leika bandarískt par á Ítalí
James Rebhorn. Hinn hæfileikaríki
Ripley er fyrsta myndin sem Mingh-
ella gerir eftir að hann sendi frá sér
Óskarsverðlaunamyndina Enska
sjúklinginn og var margt af tækni-
fólkinu sem vann með honum að
þeirri mynd á bak við myndavélina
við gerð Ripleys. Má þar nefna fólk
eins og klipparann Walter Murch,
kvikmyndatökumanninn John Sea-
le, búnaingahönnuðinn Ann Roth og
tónsmiðurinn Gabriel Yared.
Anthony Mlnghella segist strax
hafa fengið áhuga á að kvikmynda
sögu Highsmith þegar hann las hana
fyrir nokkrum árum en hún er ein af
nokkrum þar sem Ripley þessi kem-
Matt Damon, Gwyneth Paltrow,
Jude Law, Jack Davenport, Philip
Seymour Hoffman og James
Rebhorn.
Leikstjóri:
Anthony Minghellas
(Truly, Madly, Deeply, Mr. Wonderful,
The English Patient).
ur við sögu. „Hugmyndin
um að einhver sé tilbúinn að
skipta algerlega um pers-
ónu til þess að verða einhver
annar en í miðpunkti sög-
unnar,“ er haft eftir Ming-
hella. „Þessi knýjandi þörf
er sprottin af óánægju með
sitt eigið sjálf, jafnvel sjálfs-
hatri.“
Og áfram heldur Ming-
hella: „Flest okkar, held ég,
verðum óánægð með okkur
sjálf á einhverjum tíma-
punkti í lífi okkar, finnum til
vanmáttakenndar, erum
ekki ánægð með hlutskipti okkar og
vildum að við værum einhver annar.
Þetta er nokkuð sem við getum öll
skilið og samsamað okkur við og það
var þetta sem í rauninni heillaði mig
í sögunni."
Myndin var tekin á níu ólíkum
tökustöðum á Ítalíu og þurfti kvik-
myndahópurinn að leggjast í mikil
ferðalög um landið en kvartaði ekki
undan náttúrufegurðinni. Matt Da-
mon og breski leikarinn Jude Law
komu fljótlega til greina í aðalhlut-
verkin en fyrst og fremst skrifaði
Minghella handritið með Gwyneth
Paltrow í huga. „Hún var sú fyrsta
sem ég réð,“ er haft eftir honum.
Frumsýning Bíóhöllin, Kringlubíó, Stjörnubíó og Nýja bíó,
Akureyri, frumsýna spennumyndina Þrjá kónga eöa „Three
Kings“ með George Clooney, Mark Wahlberg og lce Cube
FÍáa&á r d a ga
FLÓABARDAGA er lokið og þrír
bandarískir hermenn vilja halda heim
í heiðardalinn ríkari en þeir voru.
Einn af þeim er Archie Gates major
(George Clooney), sem fer á eftirlaun
eftir tvær vikur. Annar er Troy Barl-
ow (Mark Wahlberg), sem nýlega
varð faðir. Sá þriðji er Chief Elgin
(lce Cube), sem er frá Detroit í fjög-
urra mánáða leyfi frá störfum.
Þeir komast að
því að Saddam
Hussein rændi
Kúveita heilmikl-
*’ um gullbirgðum
og þessir þrír her-
menn ásamt að-
stoðarmönnum
eiga ekki í neinu
sálarstríði þegar
þeir ákveða að
ræna því aftur frá
Hussein eftir að
þeir komast yfir
kort sem vísar leiðina. En þeir upplifa
í millitíðinni hvemig stríðið hefur far-
ið með landsmenn Husseins og
hvemig uppreisnaröfl innanlands,
*. hvött áfram af Bush Bandaríkjafor-
seta, eru barin niður og þeir verða að
endurhugsa áætlun sína.
Þannig er söguþráðurinn í banda-
rísku spennumyndinni Þremur kóng-
um eða „Three Kings" með George
Clooney, Mark Wahlberg og lce Cube
í aðalhlutverkum, en leikstjóri og
handritshöfundur er David O. Rus-
! sell. Með önnur hlutverk fara Spike
mmmmmnmmmmmmmwmmwmmmmmmmm
Jonze, Nora Dunn, Jamie Kennedyog
CHffCurtis.
Höfundur myndarinnar, Russell,
segist hafa eytt átján mánuðum í
rannsóknir á Flóabardaga og eftir-
mála stríðsins áður en hann settist
niður og skrifaði handrit myndarinn-
ar. „Það eina sem ég vissi áður en ég
lagðist í rannsóknir mínar var að við
hefðum farið til Miðausturlanda og
hrakið Saddam
Hussein frá Kúv-
eit,“ er haft eftir
honum. „Þegar ég
skoðaði málið nán-
ar komst ég að því
að Hussein var enn
við völd og George
Bush hvatti borg-
ara Iraks til þess
að rísa gegn hon-
um og sagði, við
skulum hjálpa ykk-
ur. Fólkið efndi til
uppreisnar og við gerðum ekkert til
þess að koma því til aðstoðar. Það var
sallað niður af sínum eigin her.“
Og Russell heldur áfram: „Mér
fannst að þetta gæti verið athyglis-
verður bakgmnnur í sögu um hóp af
bandarískum hermönnum sem halda
inn í þetta súrrealíska land sem írak
var eftir Flóabardaga. Þeir halda að í
Irak sé allt stoppfullt af farsímum,
lúxusbílum og stolnu herfangi frá
millunum í Kúveit og þeir vilja kló-
festa eitthvað af því. En þegar þeir
halda inn í landið blasir við þeim
Mark Wahlberg: Einn af
hermönnunum sem ætla að
auðgast á Flóabardaga.
George Clooney: Fer fyrir hópi
bandarískra hermanna í leit að gulli
f íran í myndinni Þremur kóngum.
nokkuð sem fær þá til þess að skoða
hugsinn."
„Ég hringdi í Russell og lét hann
vita að ég hefði áhuga á að leika í
myndinni hans,“ er haft eftir leikar-
anum Clooney, sem þekktastur er
fyrir leik sinn í Bráðavaktinni og
myndum eins og Batman ogRobin og
„Out ofSight“. Hann lagði talsvert á
sig til þess að hreppa hlutverkið, elti
Russell m.a. til New York til þess að
ná fundi hans, og loks gaf leikstjórinn
eftir.
HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHi
Three Kings
Leikarar________________________
George Clooney, Mark Wa-
hlberg, lce Cube, Spike Jonze,
Nora Dunn, Jamie Kennedy og
Cliff Curtis.
Lelkstjóri
David 0. Russell
(Spankingthe Monkey, Flirting With
Disaster).
Fegurðarsamkeppnin er í
vændum í smábænum
Mount Rose í Minnesota
og hún setur allt á annan
endann. A meðal kepp-
enda eru Becky Leeman
(Denise Richards), ger-
spilltur stelpukjáni af
moldríku foreldri og dótt-
ir gamals sigurvegara í
keppninni, Glady Leem-
an (Kirstie Ally). Helstu
hæfileikar Beckyar eru
að hafa dómara keppn-
innar góða.
Helsti keppinautur
hennar er Amber Atkins
(Kirsten Dunst) sem
dreymir um að fá að lesa
fréttir í sjónvarpi og að
komast sem lengst í
burtu frá Mount Rose og
sinni elskandi móður
Annette (Ellen Barkirí).
Þannig er söguþráður-
inn í bandarísku gaman-
myndinni Fegurðarsam-
keppninni eða „Drop
Dead Gorgeous", sem
sýnd er í Háskólabíói með
Denise Richards, Kirstie
Ally, Ellen Barkin og Kirsten Dunst.
Leikstjóri myndarinnar er Michael
Patrick Jann en handritshöfundur-
inn heitir Lona Williams.
Henni datt í hug að gaman væri að
skrifa um eldheita fegurðarsam-
keppni í amerískum smábæ, sérstak-
lega þar sem hún hafði einu sinni
tekið þátt í slíkri keppni í Minnesota.
„Það er ekki eins og ég hafi verið alin
upp til þess að taka þátt í fegurðar-
samkeppnum," er haft eftir henni,
„en eins og einn keppandinn í mynd-
inni segir, Ef þú ert sautján ára og
hefur eitthvað smávit í kollinum er
margt verra sem þú getur tekið þér
fyrir hendur."
Williams segist byggja handrit sitt
á því sem hún þekkir hafandi tekið
þátt í fegurðarsamkeppni og sum at-
riðin hafi hún sjálf upplifað. „Ég
klippti til dæmis einu sinni á borða
þegar tekið var í notkun nýtt skolp-
ræsikerfi í bænum mínum,“ er haft
eftir henni. Hún segist alltaf hafa
verið hálfutangátta í heimi fegurðar-
dísa og notað tímann til þess að fylgj-
ast með, horfa á það sem gerðist og
kynnast fyrirbærinu fegurðarsam-
keppni.
Galdurinn, segir hún, er að taka
keppni af þessu tagi ekki of hátíð-
lega. „Því alvarlegar sem fólk lítur á
Kirstie Alley í hlutverki metnaðargjarnrar móð-
ur: ígamanmyndinni Fegurðarsamkeppnin.
Drop Dead Gorgeous
Leikarar:
Kirstie Alley, Ellen Barkin, Kir-
sten Dunst, Denise Richards.
Leikstjóri:
Michael Patrick Jann
(The State á MTV).
hlutina því fyndnara verður það og
því auðveldara er að grínast með
það,“ segir hún.
Kvikmyndaframleiðandinn Gavin
Polone keypti þegar handritið af
Williams því hann sá í því skemmtun
fyrir bæði foreldra og unglinga.
„Þetta var eitt fyndnasta handrit
sem ég hef nokkru sinni lesið,“ segir
framleiðandinn. „í Bandaríkjunum
snýst allt um sigurvegara. Við viljum
eiga hetjur sem ná á toppinn og sigra
alla aðra og um það snýst í raun og
veru hver einasta fegurðarsam-
keppni."
Polone fékk leikstjórann Michael
Patrick Jann til þess að leikstýra
myndinni en hann hafði unnið við
gerð gamanþáttaröð á MTV sem hét
Ríkið. „Michael hafði virkilega góðan
skilning á því sem við vorum að
hugsa," segir framleiðandinn.
wm/mmmwmmwmmwmmmmwmwwBmmmmBwmm&ffiwmmwBwwwmwwmmmwmmsBmwmmmwi
Frumsýning Frumsýning/Háskóla-
bíófrumsýnir bandarísku gamanmyndina
Fegurðarsamkeppnina eöa „Drop Dead
Gorgeous“ meö Kirstie Alley og Ellen
Barkin í aðalhlutverkum.
Denise Richards-.Leikur eina af stúlkunum sem taka þátt í fegurðar-
samkeppninni í smábænum Mount Rose.
fegu rðarsamkeppnT