Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 49 MINNINGAR Langholtskirkja Safnaðarstarf Vöfflukaffi á konudag í Langholts- kirkju VTÐ messu í Langholtskú’kju á sunnudaginn kl. 11 syngur Kammer- kór Langholtskirkju undir stjóm Jóns Stefánssonar. Eftir messuna munu karlar bjóða konum í vöfflukafíi í tilefni konudags, og ef nóg verður til (sem vonandi verður) fá karlamir einnig að bragða á góðgætinu. Allir eru vel- komnir. Bamastarfið verður á sínum stað kl. 11 í safnaðarheimilinu. Kvennakirkjan í Digranes- kirkju KVENNAKIRKJAN heldur guðs- þjónustu í Digraneskirkju í Kópavogi sunnudaginn 20. febrúar kl. 20:30. Umfjöllunarefni messunnar er gleðin og mátturinn. Elínborg Sturludóttir guðfræði- nemi prédikar. Einnig verðm- þess minnst að nýlega vora sjö ár liðin frá stofnun Kvennakirkjunnar. Kór Kvennakirkjunnar leiðir almennan söng undir stjórn Aðalheiðar Þor- steinsdóttm-. A eftir verður aftnælis- kaffi í safnaðarheimilinu. Mánudaginn 21. febrúai’ kl. 17:30 hefst námskeið í Þingholtsstræti 17. Námskeiðið nefnist Gleðin ogmáttur- inn í trúnni sem þú varst skírð til. Þar er stefnt að því að kenna þátt- takendum að gleðjast yfir því sem er þeim sífellt nærri. Á sex samveru- stundum verður fjallað um gleðina, sorgina, ritlistina, litina og samtaka- máttinn, undir leiðsögn kvenna úr Kvennakirkjunni. Nánari upplýs- ingar í síma Kvennakirkjunnar: 551 3934. Kvennadagur í Seltjarnar- neskirkju Á KONUDAGINN, sunnudaginn 20. febrúar, verður messað í Seltjarn- ameskirkju kl. 11:00 f.h. eins og endranær. Undanfarin ár hefur skap- ast sú hefð að kvenfélagið Seltjöm á Seltjamarnesi hefur tekið þátt í messunni með lestri á bænum, ritn- ingariestrum og aðstoð við altaris- göngu. Eftir messuna sjá kvenfélags- konur um hádegisverð í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem allir kirkjugestir era hjartanlega vel- komnir. Hádegisverðurinn kostar kr. 500 og rennur andvirði hans allt í sjóð sem styridr íbúa á Seltjamamesi sem verða fyrir tímabundnum áföllum í lífinu. Seltimingar era hvattir til að koma til kirkju þennan dag og taka með sér gesti og njóta helgi kirkjunn- ar og þeirrar andlegu uppbyggingar sem þar er hægt að fá og auk þess styrkja gott málefni. Heimsókn í listasafn Einars Jónssonar Á NÆSTA fræðslumorgni í Hall- grímskirkju, sunnudaginn 20. febr- úar, verður farið í Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar. Safnast verður saman í anddyri safnsins kl. 10 stund- víslega. Hrafnhildur Sehram, for- stöðumaðm- safnsins, mun fylgja þátttakendum um safnið og fræða þá um list Einars. Einkum verðm- staldrað við trúarleg tákn í list hans. Öllum sem skoðað hafa verk Einars Jónssonar er Ijóst hve trúarleg við- fangsefni vora honum hugleikin og má þar til dæmis nefna Kristsmynd- ina sem stendur í Hallgrímskirkju, Minnismerki Hallgríms Péturssonar, Páskaliljuna og Bæn sem stendur í garðinum við safnið. Kl. 11 hefst síðan guðsþjón- usta og bamastarf að venju í kirkjunni. Kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfírði NK. sunnudagskvöld kl. 20 verður kvöldvaka við kertaljós í Fríkirkjunni í Hafnarfirði með fjölbreyttri dag- skrá í tali og tónum en slíkar kvöld- vökur era haldnar einu sinni í mánuði. Yf- irskrift kvöldvökunnar að þessu sinni er ástin, vináttan og hjónabandið. Það er Örn Amarson sem leiðir tónlistar- flutning og undh’leik ásamt Ingu Dóra Hrólfsdóttur sem leikur á flautu og Guðmundi Pálssyni bassaleikara. Sönginn leiða ásamt Erni þau Benedikt Ingólfsson og Kristín Ema Blöndal. Einar Eyjólfsson ftíkirkju- prestur, Sigríður Valdimarsdóttir djákni og Sigríður Kristín Helgadóttir guð- fræðingur flytja stuttar hugleiðingar um yfirskrift kvöldvökunnar, ástina, vináttuna og hjónabandið. Þessar mánaðarlegu kvöldvökur Fríkirkj- unnar hafa verið afar vel sóttar og fólk virðist njóta þess að geta átt notalega stund við kertaljós, íhugun og fallega tónlist í kirkjunni sinni. All- ir era hjartanlega velkomnir. Einar Eyjólfsson Neskirkja: Félagsstarf aldraðra kl. 12:30. Sr. Fjalar Siguijónsson iyrrv. sóknarprestur í Hrísey segir á sinn skemmtilega hátt frá mannlífi í eynni. Fram verður borin tvíréttuð máltíð. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Fríkirkjan Vegurinn: Samkoma kl. 20. Lofgjörð, prédikun og fyrir- bæn. Allh’ hjartanlega velkomnir. KEFAS, Dalvegi 24: Samkoma í dag kl. 14. Ræðumaður Helga R. Ár- mannsdóttir. Þri.: Bænastund kl. 20:30. Mið.: Samverastund unga fólksins kl. 20:30. Föst.: Bænastund unga fólksins kl. 19:30. Allir velkomn- ir. Ffladelfía: Trúboðsnámskeið kl. 10-17. Vakningarsamkoma kl. 20. Ræðumaður Joshua Jones frá Bandaríkjunum. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn: Kl. 13 laugar- dagsskóli fyrir krakka. Frelsið, kristileg miðstöð: Sunnu- dag kl. 17. Fjölskyldusamkoma. Prédikun Paul Tan frá Malasíu. Einn- ig verður hann í Fríkirkjunni Vegin- um kl. 20 sama dag. Þriðjudag kl. 20 biblíuskóli. Miðvikudag kl. 20: Sókn gegn sjálfsvígum, stuðningsfundur. Föstudag kl. 21: Gen-X fyrir ungu kynslóðina. títskálaprestakall: Kirkjuskólinn kl. 11 í safnaðarheimilinu í Sandgerði. Hvammstangakirlq'a: Sunnudaga- skólikl. 11. Akraneskirkja: Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjórn- andi Elín Jóhannsdóttir. ÞÓRA GÍSLADÓTTIR OG BJARNIFR. GÍSLASON + Þóra Gísladóttir fæddist á Uppsölum í Suðursveit 17. ágúst 1908. Hún lést 5. júlí 1984 og fór útför hennar fram frá Hafnarkirkju. Bjarni Fr. Gíslason fæddist á Kálfafelli í Suðursveit 22. janúar 1911. Hann lóst 17. janúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hafnarkirkju 24. janúar. Mig langar í fáum orðum að senda Þóru föðursystur minni síðbúna kveðju og einnig Bjarna móðurbróð- ur mínum sem er nýlátinn. Þóra frænka mín var fædd og uppalin á Uppsölum og Bjarni á Smyrlabjörg- um, bæirnir era austarlega í Suður- sveitinni og rennur Uppsalaáin á milli bæjanna. Þau hófu búskap sinn á Smyrlabjörgum, þar sem þeim fæddist sonurinn Bragi 1939. Með þeim í heimih vora einnig Sigurrós amma mín og Sigurjón móðurbróðir minn, en Gísli afi minn, faðir þeirra bræðra og móður minnar hafði látist 1937. Bjarni stundaði verkamanna- vinnu og sjómennsku úti á Höfn, samhliða búskapnum og fór það svo að 1944 flytja Bjami og Þóra út á Höfn með soninn Braga, og fylgdu Sigurrós amma mín og Sigurjón frændi minn þeim þangað. A þeim árum var margt Suðursveitunga að flytja til Hafnar og við þá götu sem nú kallast Höfðavegur, þar sem Bjami og Þóra reistu sér hús, og nefndu Mörk, var mai’gt Suðursveit- unga. I næsta húsi til vesturs bjuggu Ingiborg og Einar, aðeins suðvestar Jónína og Sæli, sem var frá Fá- skrúðsfirði, Pétur og Magga bjuggu í næsta húsi til suðurs. Næstu ná- grannar til austurs voru Lukka frá Norðfirði og Eymundur, innfæddur Hafnarmaður. Samgangur var mikill milli nágranna og var oft gestkvæmt hjá Þóra og Bjarna. Suðursveitung- ar kíktu gjarna við í kaupstaðaferð og vel var tekið á móti öllum og margir gistu. Við systkini mín urðum snemma fastagestir. Á sínum iyrstu búskaparáram á Höfn höfðu þau Þóra og Bjarni 1-2 kýr eins og marg- ir Hafnarmenn og kartöflur vora ræktaðar inn í landi þar sem jafn- framt var heyjað handa kúnum. Þóra vann ekki úti, frekar en aðrar hús- mæður á þessum tíma, enda var allur matur unninn og allt brauð bakað heima. Bjarni stundaði mest sjó- mennsku og henni tengd störf og lenti tvisvar í sjávarháska á þessum árum fyrir 1950, og var talinn af í bæði skiptin. Hefur þá verið erfitt að vera sjómannskona, rétt eins og nú. Þóra frænka mín var hæglát og hafði góða lund og var gott að vera í návist hennar. Hún leyndi á sér bæði til vits og verka. Hún var fróð og vel lesin, þótt skólagangan væri aðeins hin hefðbundna skólaganga þeirra tíma í afskekktum sveitum landsins, kannski farskóli í einhverja mánuði. En heimakennslan var þeim mun meiri. Ein af mínum fyrstu minning- um frá Höfn er þegar ég fékk að fara með þeim Þóra og Rósu ömmu inn í land til að taka upp kartöflur. Man ég alltaf hvað kartöflurnar vora vel sprottnar og fallegar. Bjarni kom svo seinnipart dagsins í uppskerana. Útgerðarsaga Braga sonar þeirra Þóru og Bjarna var að byrja á þess- um áram. Hann gat fengið skektu að láni og stundaði silungsveiðar í firð- inum. Hann hafði traustan mann með sér í þessu, sem yfirháseta, Árna Vignis, sem var 16 ára, fjóram árum eldri en skipstjóri og útgerðar- maður skektunnar. Síðan vora ýmsir gripnir með til róðra eftir því sem til féll. Aflinn var svo lagður upp hjá Einari á Hvalnesi, sem svo var nefndur þótt hann væri fyrir löngu fluttur niður á Höfn, og rak þar fisk- verkun, verslun, sláturhús og timb- urinnflutning í samkeppni við Sam- bandið og kaupfélagið. Einar valdi sér ekki keppinaut af smærri gerð- inni, enda voru bæði maðurinn sjálf- ur og hugarfar hans stór. Bjami í Mörk lifði það að sjá alla þessa aðila hverfa úr verslunarrekstri. Sumrin 1957 og 1958 dvaldi ég mánuð hvort sumai’ hjá Þóra og Bjarna. Þá var komið í lög að öll börn skyldu læra sund og voram við sem áttum heima í nærsveitum Hafnar send þangað til sundnáms í nýju sundlauginni. Finnst mér nú eins og alltaf hafi ver- ið blíðaveður þessi sumur og kannski hefur það verið. Einkum era mér kvöldin minnisstæð. Þá var ekkert sjónvarp og grannarnir á Höfðanum hittust úti sem inni, til að ræða mál- in. Þá var Höfn að byrja að taka vaxtarkippinn og uppgangur í pláss- inu. Verið var að byggja félagsheim- ilið Sindrabæ og steypa Hafnar- brautina og vann Bjarni við það ásamt Sæla sem þar var í forsvari. Annað sumarið vann Bjarni á kvöld- in við að ganga frá girðingu kringum fallegan garð sem stóð við húsið, full- ur af grenitrjám, sem spruttu ótrú- lega vel. Alltaf minnist ég þess hvað samband þeirra Rósu ömmu og Þóru tengdadóttur hennar var gott og hvað þær áttu auðvelt með að skipta með sér verkum. Þóra var lagviss og hefði sjálfsagt getað lært á hljóðfæri hefði hún átt þess kost. Eg man allt- af hvað lítill strákur var hissa eftir að hafa keypt sér munnhörpu í kaupfé- laginu og kunni ekki á hana þegar Þóra frænka hans bað um að fá að prófa og gat spilað. Bjarni frændi minn var mikill sjálfstæðismaður, eins og þeir vora margir á Höfðan- um, og var Einar á Hvalnesi þeirra raddsterkastur. Ekki voru þeir alltaf sammála Höfða-sjálfstæðismenn, en þess var ávallt gætt að léttleikinn og spaugið væru ekki langt undan. í því sambandi er mér sérstaklega minn- isstætt þegar Ingólfur Guðmunds og Kalli Guðjóns kíktu við. Sósíalistar vora heldur ekki langt undan þar sem var Benti formaður verkalýðsfé- lagsins Jökuls, einn af nágrönnum Bjama og Þóra úr Suðursveitinni. Sigurjón frændi íylgdi Benta að mál- um og starfaði í verkalýðsfélaginu. Hann talaði lítið um stjórnmál, var vel lesinn og átti gott safn bóka sem hann lánaði mér þegar ég var í heim- sókn. Eftir miðjan aldur hætti Bjarni sjómennsku, en vann við beitningu og _að fella net og yfirfara veiðarfæri. Ég var með honum í beitningaskúr vélbátsins Helga SF 50, 1960 og 1961. Hvanneyjarskúr- inn var við hliðina og þar vora Kalli Guðjóns og Jón Sveinsson. Skúrarn- ir vora hitaðir upp með olíuofnum. Gekk oft mikið á. Bjarni og Jón sættu færis að laumast inn í skúr hvors annars og míga á ofninn. Var oft ekki líft í skúmum fyrst á eftir. Ef ekki tókst að fjarlægja gestinn frá ofninum í tíma, gat komið fyrir að menn þyrftu að hrökklast út úr skúrnum þar til loftið lagaðist. Heyrðist þá mikill hlátur úr þeim skúr, þar sem loftið var í lagi. Eftir að ég var síðast í beitningu, 1964 á Höfn sá ég þau Þóra og Bjarna lítið næstu fimmtán árin. Ég kom svo aft- ur til vinnu á Höfn 1979 og kíkti þá oft í Mörkina. Þar hafði fækkað á heimili. Sigurjón frændi minn lést fyrir aldur fram 1965 og Rósa amma 1968. Bragi sonur Þóra og Bjarna hafði flutt 1967 og stofnað sitt heim- ili. En gestrisni Merkurhjónanna var söm og áður. Þarna voru oft aldnir sem ungir sem ræddu landsmálin. Og ekki þurfti að kalla til fundar- stjóra, hann var fyrir á staðnum, hallaði sér aftur í sófa og dillaði löpp- inni. Þóra blandaði sér lítið í hinar pólitísku umræður, enda tíðkaðist það ekki á hennar uppvaxtarárum að kvenfólk hefði skoðun á slíku hvað þá léti hana í ljós. Ekki voram við Bjami alltaf sammála frekar en fyrr, en reyndum að beita rökum hvor á annan. en það reyndist mér stundum erfitt, því á vissum punkti sneri hann öllu upp í grín, og skemmti sér vel. Kom Kalli Guðjóns mér stundum til hjálpar en ekki minnkaði skemmtun- in við það. Og stundum varaði ég mig ekki. Einu sinni eftir að við Bjami höfðum átt spjall saman um lands- málin, áttaði ég mig á því eftir að ég var kominn út á götu, að ég var með happdrættismiða í vasanum sem voru kirfilega merktir Sjálfstæðis- flokknum. Atti ég að koma þeim í dreifingu. Gekk ég niður Hafnar- brautina og vissi vart mitt rjúkandi ráð. Fyrir tilviljun mætti ég þá Sig- tryggi Benedikz, útgerðarmanni, sem vai’ þá nýkominn af landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Var ég á báti hjá Sigtryggi. Sýndi ég honum mið- ana. Varð hann glaður mjög og tók við miðunum, en mér brá þegar ég fékk í staðinn hjartnæma ræðu um að hann hefði alltaf vitað að ég myndi á endanum rata í réttan flokk. Varð þá fátt um svör. I næstu heimsókn minni til Bjarna ræddum við þetta lítið og virtist hann fullur skilnings á að þetta færi ekki lengra. Þóra og Bjarni vora ekki langdvölum utan homfirskra byggða á sinni ævi. Þóra var einn vetur fyrir hjónaband á Seyðisfirði í vist á heimili Ái’na Jóns- sonar frá Múla; síðar ritstjóra og al- þingismanns. Á Seyðisfirði bjó föð- urbróðir hennar Gunnar Bjamason. Bjami dvaldi fyrir hjónaband eitt sumar á Seyðisftrði hjá Áma Vil- hjálmssyni á Hánefsstöðum. Þóra greindist með krabbamein 1984 og lést þá um sumarið. Höfn skartaði sínu fegursta þegar hún var borin til grafar. Eftir lát Þóra flutti Bjami í Skjólgarð, dvalarheimili aldraðra, en hafði jafnframt dvalarstað á heimili Braga sonar síns og tengdadóttur. Hann keyrði bíl þar til fyrir fáum ár- um. Heilsuleysi hrjáði Bjarna hin síðari ár, en hann hélt andlegri reisn til hinstu stundar. Því fólki, sem reisti sér hús á Höfn upp úr 1940 og sá þorp breytast í bæ, hefur fækkað. Ég og systkini mín þökkum þessum heiðurshjónum samfylgdina og allt sem þau gerðu fyrir okkur. Blessuð sé minning þeftra. Sigurgeir Jónsson. Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyi-ir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Gróðrarstöðin EtmHLW ♦ 1 lús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri I 'Wl| blómaverkstæði I I ISlNNAte | Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.