Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íslendingar eyða milljónum i símatorgsþjónustu á ári hverju og markaðurinn stækkar enn: Fjögur fyrirtæki berjast um unaöinn í símanum Það væri miklu betra fyrir ykkur að fá „stunuveituna" en Rarik, Valgerður mín, þið eruð svo mikið í svoleiðis þarna fyrir norðan, góða. Verslið konudagsblómin í Blómavali iaugardag og sunnudag og fóið miða ó Engla Alheimsins sem gildir 2 fyrir 1 í Hóskólabíó mónud. 21/2 til miðv. 23/2 ó sýningar kl. 18 og 20. Gildir einnig fyrir heimsend konudagsblóm Norðurslóðadagur ■ Norræna húsinu Mannlíf og náttúra í norðri Niels Einarsson DAG er haldin í Nor- ræna húsinu í Reykjavík ráðstefna undir yfirskriftinni Norð- urslóðadagur - alþjóðleg samvinna íslendinga á norðurslóðum. Á ráðstefn- unni flytur Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra ávarp^ og opnar ráðstefn- una. Á eftir fylgja þrettán erindi. Að þeim loknum verða pallborðsumræðum um áherslur í norður- slóðasamstarfi. Niels Ein- arsson er forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stef- ánssonar sem hefur haft umsjón með ráðstefnunni og stendur fyrir henni. Hvert skyldi vera mark- mið hennar? „Markmiðið er að kynna fyrir almenningi og ræða samstarf íslendinga og rannsóknir á norðurslóð- um með sérstakri áherslu á alþjóðlega samvinnu í málefn- um norðurhjarans og hlutverki Islendinga þar.“ - Hvað verður fjallað um á ráð- stefnuninni? „Flutt verða erindi um alþjóða- samvinnu á vettvangi umhverfis- mála, sjálfbærrar þróunar og norðurslóðafræða. Komið verður víða við og til kallaðir sérfræðing- ar og fræðimenn til að fjalla um hin ýmsu málefni mannlífs og náttúru.“ - Hvað felur þessi norðurslóða- samvinna í sér? „Áherslan er á umhverfismál í breiðri merkingu þess orðs, um samskipti manna við náttúruna og samstarf þjóða á milli sem tengist rannsóknum, umhverfis- vöktun og alþjóðlegri stefnumót- un.“ - Hvert er meginverksvið Stofnunar Vilhjálms Stefánsson- ar? „Stofnun Vilhjálms Stefáns- sonar er íslensk norðurslóða- stofnun sem er ætlað innlent og alþjóðlegt hlutverk sem víkur að rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálf- bærrar þróunar og umhverfis- mála. Stofnunin heyrir undir um- hverfisráðuneytið og hóf haustið 1998 starfsemi á Akureyri. Þau verkefni, sem við vinnum hér að, tengjast í áherslu á þverfaglega og fjölþjóðlega umfjöllun um fræðiíegar og hagnýtar lausnir á viðfangsefnum sem sérstaklega tengjast norðurslóðum. Eitt at- hyglisvert fjölþjóðlegt verkefni, sem við höfum forystu í hér, er gerð upplýsingaveitu á Netinu um mannvist og umhverfi á norð- urslóðum í samstarfi við erlendar stofnanir á sviði norðurslóða- rannsókna. Veitan er hugsuð til að efla þekkingu og skilning á náttúru og mannlífi í norðri, sérstök áhersla er á að veita innsýn í daglegt líf og kjör fólks á norðurslóðum, áhrif alþjóðavæðingar og umhverfisbreytinga og við- brögð samfélaga við þeim.“ -Eru svona norðurslóðastofn- anir í mörgum löndum? „Já, norðurslóðastofnanir eru á Norðurlöndunum öllum og marg- ar í Kanada, Bandaríkjunum, Rússlandi og í raun víða um heim. Við eigum í góðu samstarfi ekki síst við systurstofnanir okkar á Norðurlöndum og í Bandaríkjun- ► Niels Einarsson fæddist á Norðfirði 1962. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 1982. BA-prófi í mannfræði lauk hann frá Há- skóla íslands 1986 og stundaði framhaldsnám 1 mannfræði við háskólana 1 Oxford og Uppsala og lauk fil.Iic. 1 mannfræði frá Uppsaiaháskóla 1998. Eftir nám hefur Niels starfað við rannsókn- ir og kennslu við HÍ og Háskól- ann á Akureyri. Nú er hann for- stöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar sem er staðsett á Akureyri. Niels er kvæntur Odd- nýju Snorradóttur verkfræðingi og eiga þau þijú börn. um, m .a. um ýmis verkefni svo sem háskóla norðurslóða sem er samstarf háskóla á norðurslóðum °g byggist á stúdentaskiptum og sameiginlegri námsskrá í norð- urslóðafræðum þar sem rík áhersla er lögð á margar fræði- greinar og samvinnu margra þjóða.“ - Hvaða efni eru það helst sem ber á góma á ráðstefnunni í dag? „Það verður fjallað þar m.a. um nýtt samstarf í norðurslóðavís- indum sem eru samstök sem for- seti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, átti hugmyndina að og er samstarfsvettvangur vísinda- manna, stjórnmálamanna og ann- arra sem hafa áhuga á málefnum norðurslóða. Það verður fjallað um samtök náttúruvísindamanna og félagsvísindamanna sem stunda rannsóknir við norðanvert Norður-Atlantshaf á umhverfis- breytingum og aðlögun samfé- laga, þar sem mikil áhersla er lögð á mannvistfræði og fomleifa- rannsóknir. Þá verður fjallað um landbúnað og samstarf þar um svo og um skógrækt á norðurhjara. Þetta er allt á dagskrá fyrir há- degi en eftir matarhlé verður Norðurskauts- ráðið og verkefni þess kynnt, tvö þeirra hafa aðsetur á Akureyri og snúast þau um verndun lífríkis á norðurslóðum og vernd gegri mengun sjávar. Önnur erindi fjalla um umhverfis- vöktun, rannsóknarsamstarf og fjármögnun rannsókna á norð- urslóðum. Þarna gefst gott tæki- færi fyrir fólk til að fræðast um stöðu Islands og stefnu í norður- slóðasamstarfi." Áherslan eráum- hverfismál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.