Morgunblaðið - 19.02.2000, Side 8
8 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
íslendingar eyða milljónum i símatorgsþjónustu á ári hverju og markaðurinn stækkar enn:
Fjögur fyrirtæki berjast
um unaöinn í símanum
Það væri miklu betra fyrir ykkur að fá „stunuveituna" en Rarik, Valgerður mín,
þið eruð svo mikið í svoleiðis þarna fyrir norðan, góða.
Verslið konudagsblómin í Blómavali iaugardag og sunnudag
og fóið miða ó Engla Alheimsins sem gildir 2 fyrir 1
í Hóskólabíó mónud. 21/2 til miðv. 23/2
ó sýningar kl. 18 og 20.
Gildir einnig fyrir heimsend konudagsblóm
Norðurslóðadagur ■ Norræna húsinu
Mannlíf
og náttúra
í norðri
Niels Einarsson
DAG er haldin í Nor-
ræna húsinu í
Reykjavík ráðstefna
undir yfirskriftinni Norð-
urslóðadagur - alþjóðleg
samvinna íslendinga á
norðurslóðum. Á ráðstefn-
unni flytur Siv Friðleifs-
dóttir umhverfisráðherra
ávarp^ og opnar ráðstefn-
una. Á eftir fylgja þrettán
erindi. Að þeim loknum
verða pallborðsumræðum
um áherslur í norður-
slóðasamstarfi. Niels Ein-
arsson er forstöðumaður
Stofnunar Vilhjálms Stef-
ánssonar sem hefur haft
umsjón með ráðstefnunni
og stendur fyrir henni.
Hvert skyldi vera mark-
mið hennar?
„Markmiðið er að kynna
fyrir almenningi og ræða
samstarf íslendinga og
rannsóknir á norðurslóð-
um með sérstakri áherslu
á alþjóðlega samvinnu í málefn-
um norðurhjarans og hlutverki
Islendinga þar.“
- Hvað verður fjallað um á ráð-
stefnuninni?
„Flutt verða erindi um alþjóða-
samvinnu á vettvangi umhverfis-
mála, sjálfbærrar þróunar og
norðurslóðafræða. Komið verður
víða við og til kallaðir sérfræðing-
ar og fræðimenn til að fjalla um
hin ýmsu málefni mannlífs og
náttúru.“
- Hvað felur þessi norðurslóða-
samvinna í sér?
„Áherslan er á umhverfismál í
breiðri merkingu þess orðs, um
samskipti manna við náttúruna
og samstarf þjóða á milli sem
tengist rannsóknum, umhverfis-
vöktun og alþjóðlegri stefnumót-
un.“
- Hvert er meginverksvið
Stofnunar Vilhjálms Stefánsson-
ar?
„Stofnun Vilhjálms Stefáns-
sonar er íslensk norðurslóða-
stofnun sem er ætlað innlent og
alþjóðlegt hlutverk sem víkur að
rannsóknum, upplýsingamiðlun,
ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálf-
bærrar þróunar og umhverfis-
mála. Stofnunin heyrir undir um-
hverfisráðuneytið og hóf haustið
1998 starfsemi á Akureyri. Þau
verkefni, sem við vinnum hér að,
tengjast í áherslu á þverfaglega
og fjölþjóðlega umfjöllun um
fræðiíegar og hagnýtar lausnir á
viðfangsefnum sem sérstaklega
tengjast norðurslóðum. Eitt at-
hyglisvert fjölþjóðlegt verkefni,
sem við höfum forystu í hér, er
gerð upplýsingaveitu á Netinu
um mannvist og umhverfi á norð-
urslóðum í samstarfi við erlendar
stofnanir á sviði norðurslóða-
rannsókna. Veitan er hugsuð til
að efla þekkingu og skilning á
náttúru og mannlífi í
norðri, sérstök áhersla
er á að veita innsýn í
daglegt líf og kjör
fólks á norðurslóðum,
áhrif alþjóðavæðingar
og umhverfisbreytinga og við-
brögð samfélaga við þeim.“
-Eru svona norðurslóðastofn-
anir í mörgum löndum?
„Já, norðurslóðastofnanir eru á
Norðurlöndunum öllum og marg-
ar í Kanada, Bandaríkjunum,
Rússlandi og í raun víða um heim.
Við eigum í góðu samstarfi ekki
síst við systurstofnanir okkar á
Norðurlöndum og í Bandaríkjun-
► Niels Einarsson fæddist á
Norðfirði 1962. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Egilsstöðum 1982. BA-prófi í
mannfræði lauk hann frá Há-
skóla íslands 1986 og stundaði
framhaldsnám 1 mannfræði við
háskólana 1 Oxford og Uppsala
og lauk fil.Iic. 1 mannfræði frá
Uppsaiaháskóla 1998. Eftir nám
hefur Niels starfað við rannsókn-
ir og kennslu við HÍ og Háskól-
ann á Akureyri. Nú er hann for-
stöðumaður Stofnunar Vilhjálms
Stefánssonar sem er staðsett á
Akureyri. Niels er kvæntur Odd-
nýju Snorradóttur verkfræðingi
og eiga þau þijú börn.
um, m .a. um ýmis verkefni svo
sem háskóla norðurslóða sem er
samstarf háskóla á norðurslóðum
°g byggist á stúdentaskiptum og
sameiginlegri námsskrá í norð-
urslóðafræðum þar sem rík
áhersla er lögð á margar fræði-
greinar og samvinnu margra
þjóða.“
- Hvaða efni eru það helst sem
ber á góma á ráðstefnunni í dag?
„Það verður fjallað þar m.a. um
nýtt samstarf í norðurslóðavís-
indum sem eru samstök sem for-
seti Islands, Ólafur Ragnar
Grímsson, átti hugmyndina að og
er samstarfsvettvangur vísinda-
manna, stjórnmálamanna og ann-
arra sem hafa áhuga á málefnum
norðurslóða. Það verður fjallað
um samtök náttúruvísindamanna
og félagsvísindamanna sem
stunda rannsóknir við norðanvert
Norður-Atlantshaf á umhverfis-
breytingum og aðlögun samfé-
laga, þar sem mikil áhersla er
lögð á mannvistfræði og fomleifa-
rannsóknir. Þá verður fjallað um
landbúnað og samstarf þar um
svo og um skógrækt á
norðurhjara. Þetta er
allt á dagskrá fyrir há-
degi en eftir matarhlé
verður Norðurskauts-
ráðið og verkefni þess
kynnt, tvö þeirra hafa aðsetur á
Akureyri og snúast þau um
verndun lífríkis á norðurslóðum
og vernd gegri mengun sjávar.
Önnur erindi fjalla um umhverfis-
vöktun, rannsóknarsamstarf og
fjármögnun rannsókna á norð-
urslóðum. Þarna gefst gott tæki-
færi fyrir fólk til að fræðast um
stöðu Islands og stefnu í norður-
slóðasamstarfi."
Áherslan
eráum-
hverfismál