Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 71 BRÉFTIL BLAÐSINS Ar aldraðra 1999... Hjálparbeiðni frá Samtökum vegna sjálfsvíga Frá Steindóri Halldórssyni: UM þessar mundir eru samtökin að skipuleggja ferð hringinn í kring- um landið til þess að halda fyrir- lestra og safna fjármagni til að gefa út bók sem ætluð er aðstandendum sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Bókin inniheldur reynslusögur annarra aðstandanda og svör við ýmsum þeim spurningum sem vakna eftir missi ástvinar. Bókin á sér margar líkar og er þessi byggð á mörgum öðrum bók- um og greinum um sjálfsvíg sem eru skrifaðar af fólki sem bæði hafa menntað sig í viðbrögðum við sjálfsvígum, og eins fólki sem hefur reynsluna af því að missa ástvin vegna sjálfsvígs. Þær bækur sem samtökin hafa komist yfir eru bækur sem hafa komist í hendur aðstandenda í flestum löndum. Umsagnir fólks, sem lesið hefur bækur þessar, urðu til þess að samtökin sáu sig knúin til að gefa út bók á íslensku. Umsagnirnar eru úr ýmsum átt- um, allt frá læknum og sálfræðing- um til venjulegs fólks sem lesið hefur þessar bækur til þess að fá hugarró og sátt við lífið aftur. Bókin er komin í vinnslu og þeir sem tekið hafa að sér verkefnið eru fólk sem hefur misst ástvin og fólk menntað til að takast á við vanlíð- an. Bókin verður byggð á þeim bókum sem samtökin hafa komist yfir. Ytarlegt efnisyfírlit og stuttir kaflar sem gefa svör við þeim spurningum sem vakna hjá að- stendendum og þeim sem standa aðsetndendunum næst. Samtökin voru stofnuð til að opna augu fólks fyrir þeim gríðar- lega vanda sem sjálfsvíg eru. Það kann að hljóma illa, en er engu að síður staðreynd, að sjálfsvíg eru víðast hvar (t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum) önnur algengasta dánarorsök ungs fólks, en á íslandi eru þau algengasta dánarorsök ungs fólks og taka fleiri líf en krabbamein. Þegar einhver fellur fyrir eigin hendi er spurningin sem brennur á vörum allra „hvers vegna?“ Þegar þetta kemur fyrir unga manneskju er ringulreiðin jafnvel enn meiri. „Hann hafði svo mikið að hlakka til“, „hún virtist svo hamingjusöm11, „ég hafði enga hugmynd um að hann væri svona þunglyndur". Þetta eru aðeins nokkrar af þeim hugsunum sem sjálfsvíg ættingja eða vinar kallar fram hjá þeim sem eftir verða. Sektarkennd, rugling- ur, reiði og einangrun eru nokkrar þeirra tilfinninga sem vakna við þessar aðstæður. Hvert sjálfsmorð er harmleikur sem allir hlutaðeigandi taka þátt í. Eitt af því erfiðasta sem aðstand- endur lenda í er skömmin og vand- ræðagangurinn sem fylgir, fólk forðast að tala um það sem gerðist og forðast oft nána aðstandendur, einfaldlega vegna þess að það veit ekki hvernig það á að vera. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að þetta gerist ekki nema með mikilli hjálp góðra manna. Því biðjum við þig, lesandi góður, að hugsa til okkar og hafa samband ef þú getur aðstoðað okkur með þau verkefni sem fram undan eru. STEINDÓR HALLDÓRSSON, formaður. Frá Margréti Hansen: NÚ er ár aldraðra á enda og þar með margar ráðstefnur að baki svo og ótölulegur aragrúi af ályktunum frá pappírshernum, en gamla fólkið varð ekki fyrir neinum vonbrigðum, heldur ekki öryrkjar eða aðrir lág- launahópar, þetta fólk átti sér, sem sé, enga von um nokkrar betrum- bætur á kjörum sínum. Ég á í fórum mínum gamla úr- klippu úr DV frá 12. febr. ’94 eftir Hauk heitinn Helgason ritstjóra, sem ber heitið: Afnám þrísköttun- ar... Það vill svo til að þeir þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem stóðu að þingsályktunartillög- unni, þau Sólveig Pétursdóttir, Guðmundur Hallvarðsson og Vil^ hjálmur Egilsson, eru öll á núver- andi þingi. Þess vegna vil ég spyrja þau hvort þau hafi nokkur áform um að bæta úr þessu á ári aldraðra? Ég á einnig í fórum mínum aðra úrklippu úr DV frá 12.9. ’95 eftir Jónas Kristjánsson ritstjóra, sú ber heitið: Þjófar á þingi, og er einnig um skattamál. Ég vil hvetja aldr- aða, öryrkja og alla láglaunahópa til að verða sér úti um þessa hressi- legu 5 ára gömlu ádrepu, sem á vissulega rétt á að birtast enn og aftur... F.h. aðgerðahóps aldraðra, < MARGRÉT HANSEN, Ásholti 2, Reykjavík. 11B HESTOFL r / / ELANTRA ER KRAFTMESTI BILLINN I SINUM FLOKKI 1.395.000 BEINSKIPTUR Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1280 Hyundai Elantra er með 116 hestafla 16v vél sem þýðir að enginn bíll í sama stæröarflokki er jafn kraftmikill. Þar að auki er enginn á jafn góðu verði. Staðaibúnaður: ABS hemlalæsivörn, 2 loftpúðar, útvarp/kassettutæki m/4 hátölurum, samlæsingar, vökva- og veltistýri, rafknúnar rúður, bensínlok opnanlegt innanfrá, litað gler, samlitir stuðarar, stafræn klukka, tvöfaldir styrktarbitar í hurðum, snúningshraðamælir, haldari fyrir drykkjarmál, krumpusvæði, bamalæsingar, hæðarstillanleg öryggisbelti og margt fleira. HYunoni me/ra afollu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.