Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Háskólaþing í fyrsta sinn í dag i Grunnur að framsækinni umræðu um há- skólamenntun BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra væntir þess að á Há- skólaþingi, sem haldið er í fyrsta sinn í dag, takist að leggja grunn að framsækinni umræðu um menntun á háskólastiginu. Á þing- inu muni sjálfsagt vakna fjöldi spurninga, og ýmis sjónarmið koma upp, og þeim verði ekki öll- um svarað þar heldur leggi grann að frekari vinnu sem miðar að því að efla háskóiastigið. Háskólaþing fer fram í Há- skólabíói í dag og stendur frá kl. 10 til kl. 16.30. Það er haldið að framkvæði menntamálaráðuneyt- isins en að sögn Björns er þetta í fyrsta sinn sem slíkt þing er hald- ið. , „Tilgangurinn með þinginu er sá að kalla þá saman sem hafa áhuga á málefnum háskólastigs- ins,“ segir Björn og bætir við: „Mörg ný og spennandi sjónarmið hafa komið fram á síðustu áram varðandi háskólastigið enda er nú stai-fað eftir nýjum lögum, auk þess sem nýir háskólar hafa litið dagsins ljós, bæði að framkvæði einkaaðila og ríkisins. Þessi sjón- armið hyggjumst við reyna að laða fram á þinginu." í þessu skyni verða á þinginu flutt ávörp og efnt til pallborðs- umræðna, auk þess sem ýmsar háskóla-, rannsókna- og vísinda- stofnanir verða með kynningar á starfsemi sinni í anddyri Háskóla- bíós. Segir Björn að þannig eigi að geta fengist gott yiirlit yfir há- skólastarfsemi í landinu. Jafnframt segii' Bjöm að frá sínum bæjardyram séð sé Há- skólaþing ekki síst nauðsynlegt nú þar sem huga þurfi að skipu- lagi á háskólastiginu - í kjölfar þess að nýjar námskrár vora sett- ar fyrir fyrstu þrjú skólastigin, leikskólann, grannskólann og framhaldsskólann - í því augna- miði að tengja háskólastigið sem best við hin skólastigin, um leið og leitað er leiða til að dýpka og auka háskólamenntun í landinu. Var frestað vegna veðurs um síðustu helgi Upphaflega átti Háskólaþing að vera um síðustu helgi en vegna veðurs reyndist nauðsynlegt að fresta þvf þá. Dagskrá þingsins er annars með þeim hætti að eftir setningu þess mun menntamála- ráðherra flytja inngangserindi og í kjölfarið fjalla þeir Jón Torfi Jónasson, prófessor við Háskóla íslands, og Kristján Kristjánsson, prófessor við Háskólann á Akiu-- eyri, um framtíð háskóla á íslandi og hugmyndina að háskóla. Eftir hádegishlé flytja Guð- finna S. Bjamadóttir, rektor Há- skólans í Reykjavík, Runólfur Ágústsson, rekstor Samvinnuhá- skólans á Bifröst, Guðmundur Hálfdanarson, dósent við HÍ, og Magnús Bernharðsson, prófessor við Hofstra University, fyrirlestra undir yfirskriftinni: Era háskólar ítaktviðtímann? Eftir umræður flytja síðan Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla íslands, Jón Atli Benediktsson, prófessor við HÍ, Baldur Hjaltason, framkvæmda- stjóri Lýsis hf., og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, dósent við HÍ, fyrirlestur undir yfirskriftinni: Hver er þýðing háskóla fyrir sam- félagið og fyrir hverja era þeir? Að loknum umræðum og kaffl- hléi fara síðan fram pallborðsum- ræður um það hvort þörf sé á op- inberri háskólastefnu. I henni munu taka þátt Bjöm Bjamason menntamálaráðherra, Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins, Guðfinna S. Bjamadóttir rektor, Jón Sig- urðsson, forstjóri Össurar hf., Auður Hauksdóttir, lektor í heim- speki við HÍ, og Berglind Grétars- dóttir, nemandi við Kennarahá- skóla íslands. Ö Suðure; Gemlufallsheiði Jarðgöngin um Breiða- dais- og Botnsheiðar Fyrirhuguð jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, 5,1 km Uppbyggður vegur um Dynjandisheiði ilknafjöri Hrafnseyrarheiði Fyrir- huguð jarðgöng á Vest- fjörðum JARÐGÖNG í stað fjallvegar um Hrafnseyrarheiði hafa verið nokk- uð lengi til skoðunar en í langtíma- áætlun Vegagerðarinnar kemur fram að heiðin sé lokuð um 120 daga á ári að meðaltali. Nokkrar jarðgangaleiðir hafa verið kannað- ar í gegnum árin en einna mest hafa menn horft til ganga úr 70 m y.s. í Arnarfirði í 70 m y.s. í Dýrafirði, en þau yrðu um 5,1 km að lengd eins og fram kom í blaðinu í gær. Á kort- inu má sjá hvar fyrirhuguð göng myndu liggja milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar en miðað er við að þau verði fullgerð að tíu árum liðnum. Islenskt kennslutæki fjöldaframleitt í Kína Ljósmynd/Viggó Benediktsson Viðar Ágústsson framkvæmdastjóri Hugfangs ásamt Wang Ronghua, sendiherra Kína, Ma Xiaoming og Wang Xuwei verslunarfulltrúum. VIÐAR Ágústsson, eðlisfræðingur og framkvæmdastjóri Hugfangs ehf., afhenti í gær sendiherra Kína á Islandi, Wang Ronghua, viðurkenn- ingarskjöld fyrir veitta aðstoð við að koma á og viðhalda sambandi við kínversku verksmiðjuna CASIL (China AreoSpace International Limited) en verksmiðjan hefur tekið að sér að fjöldaframleiða kennslu- tækið Ritþjálfann eftir íslenskri for- skrift. Ritþjálfinn er á stærð við lyklaborð, með litlum tölvuskjá og er m.a. ætlað að þjálfa nemendur í grannatriðum tölvunotkunar. Fyrstu 300 tækin komu til lands- ins í fyrradag og hafa öli verið seld fyrirfram til íslenski’a skóla, aðal- lega grannskóla. Viðar segir að sam- tals verði 3.000 tæki framleidd í ár og er búist við næstu sendingu til lands- ins, alls 400 tækjum, í mars. „Þetta hefur verið stór dagur og viðburða- ríkur,“ sagði Viðar við Morgunblaðið og bætti við að það væri stórt stökk fyrir fyrirtækið að fá til landsins firamleiðslu frá Kína sem hefði verið unnin undir stjórn tæknistjóra Hug- fangs, Sighvats K. Pálssonar. Hugmyndina að Ritþjálfanum á Viggó Benediktsson rafeindavirki, en hann fékk styrk frá Reykjavíkur- borg 1995 til að smíða og prófa 60 tæki til vélritunarkennslu. Sighvatur K. Pálsson rafmagnsverkfræðingur hannaði tækin og endurbætti þau síðan 1996 í ljósi niðurstaðna á próf- uninni og á síðustu fjóram áram hafa 1.300 Ritþjálfar verið framleiddir á íslandi. Flestir era þeir í notkun í um 100 grannskólum í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri að sögn Sighvats en einnig era tæki í notkun í Noregi og Póllandi. Tækin sem nú er verið að fram- leiða hafa verið þróuð enn frekar frá fyrri tækjum og hafa m.a. að geyma hugbúnað sem nýta má til æfinga í dönsku-, þýsku- og enskunámi. Þá má geta þess að tækin hafa nýst lesblindum afar vel, að sögn Viðars, sem og þeim sem á einhvem hátt eru skrifhamlaðir. Að sögn forsvarsmanna Hugfangs er á næstunni stefnt að markaðs- setningu kennslutækisins erlendis en það á sér, svo vitað sé, ekki hlið- stæðu í heiminum. Skiptar skoðanir hafa verið meðal sauðfjárbænda um drög að nýjum búvörusamningi Óttast að ung^ir menn selji ríkinu kvótann „ÉG hef áhyggjur og held að þessi samningur muni ekki bjarga sauð- fjárræktinni,“ segir Eyjólfur Gunn- arsson, sauðfjárbóndi á Bálkastöð- um í Hrútafirði, um samninga milli forystu bænda og ríkisins um sauð- fjárframleiðslu næstu sjö árin. Telur Eyjólfur nauðsynlegt að heimila frjálst framsal kvóta milli bænda en ekki er gert ráð fyrir því í þeim drögum að samningi sem nú liggja fyrir og reyna með öllum ráðum að auka aftur sölu á kindakjöti. í sauðfjársamningnum er gert ráð fyrir því að ríkið muni veija samtals 600 til 900 milljónum kr. á næstu þremur áram til kaupa á greiðslu- marki til að fækka sauðfjárbændum. Markmiðið er að minnka framleiðsl- una um 10%. Reiknað er með að greiddar verði 15 til 18 þúsund krón- ur fyrir hvert ærgildi bóndans sem vill hætta. Krafist fijáls framsals Eyjólfur Gunnarsson telur að þessi uppkaup nái ekki tilgangi sín- um. „Ég óttast að ungir menn muni helst hætta, menn sem geta farið í aðra vinnu. En að þeir muni sitja eftir sem frekar hefðu átt að hætta, bændur sem geta ekki búið en eiga ekki kost á öðram störfum,“ segir Eyjólfur. Ef opnað yrði fyrir frjálst framsal myndi það hins vegar ger- ast, að mati Eyjólfs, að ungir dug- legir menn myndu kaupa búskuss- ana út og framleiðslan færðist í auknum mæli til þeirra landsvæða sem betur era fallin til sauðfjár- ræktar. Aðalsteinn Jónsson í Klausturseli, formaður Landssamtaka sauðfjár- bænda, segir að skiptar skoðanir hafi verið meðal bænda um það hvort leyfa ætti frjálst framsal eða ekki. Ágreiningurinn kom meðal annars fram á síðasta aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda þar sem samþykkt var sú stefna að heimila ætti frjálst framsal eftir 2004 en um þriðjungur fundar- manna greiddi atkvæði gegn því. Aðalsteinn segir að við skoðun á málinu í yfirstandandi samningavið- ræðum við ríkið hafi hann sannfærst um að ekki væri nein arðsemi í því fyrir bændur að eiga kost á að kaupa hlutdeild í beinum greiðslum, það gæti ekki borgað sig á fyrirhuguðu sjö ára samningstímabili. Menn sem hygðust fjárfesta í framleiðsluréttin- um þyrftu því að líta mun lengra fram í tímann og treysa því að samið yrði áfram á svipuðum grandvelli. „Við þurfum að semja um að koma stuðningnum til þeirra bænda sem stunda framleiðsluna en ég tel að grein sem er jafn illa stödd og raun ber vitni þurfi að nýta fjármunina á skynsamlegri hátt en að menn greiði peninga fyrir aðgang að opinberam stuðningi." Aðalsteinn segir að í samningnum sé ákvæði um að markmið hans verði endurskoðuð árið 2003 og þá unnið að nýrri stefnumörkun. Segir hann að þetta ákvæði hafi verið sett inn til að koma til móts við sam- þykkt aðalfundar sauðfjárbænda. Telur Aðalsteinn að ef þessi útttekt sýni að markmið samningsins hafí ekki náðst með uppkaupum ríkisins komi fyllilega til greina að heimila frjálst framsal. Samninganefnd bænda hefur farið fram á aukinn stuðning ríkisvaldsins við sauðfjárframleiðsluna. Eyjólfur Gunnarsson segist ekki hafa haft tækifæri til að kynna sér nægilega drög að nýjum sauðfjársamningi til þess að leggja endanlegt mat á hann. Hann segir þó að tekjur sauð- fjárbænda hafi minnkað svo mikið á undanförnum áram að ekkert annað en stóraukinn stuðningur ríkisins dugi til að þeir þrauki áfram. Það sé hin napurlega staðreynd. Stefnt er að því að tólf manna samninganefnd ríkisins og bænda komi saman næstkomandi þriðju- dag. Aðalsteinn Jónsson vonar að þá liggi fyrir hvort ríkið er tilbúið að leggja fram meiri fjármuni en áður hefur verið talað um. Aðalsteinn í Klausturseli segir að jöfnunargi-eiðsla, sem er hluti beingreiðslnanna, miðist við fram- leiðslu síðustu þriggja ára og að hún muni færa stuðninginn nær þeim sem hann stunda í dag. Einnig eru í samningsdrögunum ákvæði um að vottað framleiðsluferli sé forsenda hluta styrkjanna. Aðalsteinn segir að ekki sé búið að leysa öll mál í sambandi við gæðastýringuna og nefnir sérstaklega landnýtingar- þáttinn. Segir hann að eftir sé að takast á um þau mál. „En við kom- umst ekki hjá því að taka þennan slag. Ég tel að það sé betra að vera leiðandi í umræðunum en að láta reka sig út í þetta," segir Aðalsteinn Jónsson. Eyjólfur á Bálkastöðum óttast að verið sé að koma upp einhverju nýju bákni með vottunarkerfinu. íslend- ingar reyni alltaf að nýta sér smug- ur í kerfmu og það þurfi að koma á lögregluríki til að hafa eftirlit með þessu nýja bákni. „Samdráttur í sölu kindakjöts er þó aðalmálið fyrir sauðfjárbændur," segir Eyjólfur, „og á þeim málum er ekkert tekið í búvörasamningnum. Það er endalaust undanhald og ekki séð fyrir endann á því. Við höfum í raun ekkert við nýjan sauðfjársamn- ing að gera ef við náum ekki að selja vöruna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.