Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 29
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Bandarísku læknanemarnir halda heim á leið í dag, en þeir hafa verið
hér í rúma viku og gist hjá Hjálpræðishernum.
Bandarískir læknanemar á íslandi
Heilbrigðiskerfíð
yfírgripsmikið
HÓPUR bandarískra læknanema
frá Wisconsin-háskóla í Madison
hefur dvalið á Islandi í rúma viku til
að hitta íslenska læknanema og
kynna sér heilbrigðismál. Heim-
sóknin er á vegum Háskóla íslands
og landlæknis.
Jón Atli Árnason, læknir og
kennari við háskólann í Madison, og
Don S. Schalch, prófessor í læknis-
fræði, komu með hópnum og hafa
verið honum til halds og trausts.
Jón Atli sagði að nemendurnir
væru hérna í vorleyfinu sínu, þeir
hefðu skoðað margt og nýtt tímann
vel. Þau Mark Flanum, 37 ára
læknanemi á 4. ári, og Rebecca
Redman, 23 ára læknanemi á 3. ári,
tóku undir orð Jóns Atla.
„Við hittum landlækni á sunnu-
daginn og hann kynnti okkur ís-
lenska heilbrigðiskerfið og hvernig
það hefur þróast í gegnum árin.
Síðan hittum við íslenska læknan-
ema, heimsóttum hjúkrunarheimili
aldraðra, unnum með sérfræðing-
um á spítölunum, heimsóttum ís-
lenska erfðagreiningu og skoðuðum
næturlífíð, sem er ótrúlegt,“ sagði
Flanum. „Það er greinilegt að Is-
lendingar vinna mjög mikið og
skemmta sér einnig mjög mikið.“
Schalch bætti því við að þau hefðu
líka farið í sund og hafði greinilega
mikið dálæti á íslenskum sundlaug-
um.
Hópurinn dvelur hjá
Hj álpræðishernum
Þau Redman og Flanum voru
bæði mjög jákvæð gagnvart ís-
lenska heilbrigðiskerfinu.
„Miðað við hvað þetta er fámennt
land finnst mér í raun ótrúlegt hvað
kerfið er yfirgripsmikið. Hér er séð
um einstaklinginn alveg frá því
hann fæðist og þar til hann deyr,“
sagði Redman.
Prófessor Schalch sagði að kerfið
í Bandaríkjunum væri allt öðruvísi.
„Þar þurfa menn að tryggja sig sér-
staklega og af 250 milljónum eru 40
milljónir manna án heilbrigðis-
tryggingar."
Hópurinn hefur dvalið hjá Hjálp-
ræðishernum í hjarta Reykjavíkur-
borgar og virtust nemendurnir vera
nokkuð ánægðir með gistinguna og
kannski ekki síst staðsetninguna.
Hópurinn fer heim til Bandaríkj-
anna í dag og kváðust þau Flanum
og Redman hafa skemmt sér mjög
vel, en sögðu veðrið hér vera afar
skrítið.
Morgunblaðið/Kristmn
Læknanemarnir Rebecca Redman og Mark Flanum sögðu kynni sín af
íslenska heilbrigðiskerfinu vera mjög jákvæð. Frá vinstri: Redman,
Flanum, Jón Atli Árnason, kennari og læknir við Wisconsin-háskóla í
Madison, og Don. S. Schalch, prófessor í læknisfræðum við háskólann.
Skógræktarnam-
skeið fyrir áhugafólk
SKÓGRÆKTARFÉ LAG Islands
gengst í vor fyrir skógræktarnám-
skeiðum fyrir áhugafólk. „Þessi
námskeið eru sérstaklega áhuga-
verð fyrir sumarhúsaeigendur og
aðra sem ráða yfir ræktunarsvæð-
um og vilja sjá skjótan árangur
ræktunarinnar.
Fyrirlesari á námskeiðunum er
Björn Jónsson fyrrv. skólastjóri
Hagaskólans, sem hefur mikla
reynslu af skógrækt. Hann hefur
náð mjög góðum árangri í ræktun
á jörð sinni austur í Landbroti, þar
sem nú er að vaxa upp fallegur
skógur á stóru svæði,“ segir í
fréttatilkynningu.
Björn nefnir námskeiðið „Skóg-
rækt áhugamannsins" og segir svo
í upphafi fræðsluefnis námskeiðs-
ins: „Við setjum okkur það
markmið að upp vaxi 2-5 metra
hár trjágróður á 10 árum (mishár
eftir tegundum) og högum aðgerð-
um okkar þannig að svo megi
verða. Sá sem hefur krefjandi
markmið gengur öðruvísi að verki
en sá sem enga viðmiðun hefur.“
Fyrirhuguð eru þrjú námskeið
með Birni núna í vor, en það fyrsta
verður haldið dagana 21. og 23.
mars, klukkan 20.30-23.00. Nánari
upplýsingar fást hjá Skógræktar-
félagi íslands,
Ótrúlegt tilboð til
INIDORM
60.
TTiIi
Kynningartilboð á PORTOFINO II
15.000 kr AFSLÁTTUR á mann í vorferðina 2-31.maí
4 vjkur á 44,300 Irr,
M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára á Portofino II með
15.000 kr.kynningarafslætti á mann í vorferð 2-31 maí
4 vikur á 59,700 kr,
M.v. 2 fullorðna á Portofino II með 15.000 kr
kynningarafslætti á mann í vorferð 2-31 maí
Lækkaðu ferðakostnaðinn um 5.000 krónur með EURO/ATLAS áavísun
Brottfarir til Benidorm alla miðvikudaga í sumar
Verðdæmi f rauðar brottfarir 28/6, 5/7, 12/7. 30/8 oq 6/9
Gemalos
11 Verðkr. 36,300
Edimar
Verðkr. 31,500
Portofino
11 Vcrdkr. 37.900
Vikuferð, m.v. Hjón með 2 börn Vikuferð, m.v. 4 fullorðna og 4 börn Vikuferð m.v. Hjón með 2 börn
I óra er 7.000 í vikuferð og 11.000 í 2ja vikna eða lengri ferðir, böm yngri en 2ja ára greiða 4.000 kr i vikuferð og 7.000 i 2- 3 vikna ferðir
Innifalið: Flug, gisting. Ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjóm. Ekki innifalið: flugvallarskattar fullorðnir 2500 kránur og böm (2-llára) 1890 kránur.
QATLAS'*
EUROCARD. 1 mmmá
Odýrt - ódýrt - ódýr
London
16.200
^ www.ferd.is ^þn/vse^
Kaupmannahöfn 14.800
Flugvallarskattar og alferðagjald
er ekki innifalið, London: 3.720
Kaupmannahöfn: 3.505
<-JJ0As SWrv
FERÐASKRIFSTOFA _
REYKJAVÍKUR
Aðalstræti 9 - sími 552-3200
m
fídmtíómboiQln
Vellíðan
og vaxtarverkir
Byggðarþróun höfuóborgarsvæðisins
22.3.
Reykjavíkurborg býður til ráðstefnu um FRAMTÍÐARBORGINA,
skipulagsmál, byggðarþróun og búsetuskilyrði á höfuðborgar-
svæðinu á komandi árum. Til umræðu verða mál sem brenna
á fólki; samgöngur, umhverfismál og samvinna við nærliggjandi
sveitarfélög í framtfðinni, auk þess sem rýnt verður í þjónustu-
hlutverk borgarinnar, rekstur hennar og stjórnun.
a *% m Ráðstefnan verður haldin íTjarnarsal Ráðhússins miðvikudaginn
Kl. ■ 0"4 ■ 22. mars nk. kl. 18:00-21:00. Boðið upp á hressingu.
Framsögumenn: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
Ellert B. Schram forseti ÍSÍ
Ómar Ragnarsson fréttamaður
Thelma Halldórsdóttir
lögfræðingur Neytendasamtakanna
Fundarstjóri: Stefán jón Hafstein
Pallborð: Ellert B. Schram, Egill Helgason,
jónína Bjartmarz, Arni Þór Sigurðsson
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Sjónvarpað verður frá fundinum á Skjá 1.
Reykjavíkurborg þakkar eftirtöldum fyrirtækjum sem kosta útsendinguna:
EIMSKIP I'SIAK
EHl |f
ISLENSK
ERFÐAGREINING
LANDS SÍMINN
*soron
V iNfiwMn iirm rhn N