Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 29 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Bandarísku læknanemarnir halda heim á leið í dag, en þeir hafa verið hér í rúma viku og gist hjá Hjálpræðishernum. Bandarískir læknanemar á íslandi Heilbrigðiskerfíð yfírgripsmikið HÓPUR bandarískra læknanema frá Wisconsin-háskóla í Madison hefur dvalið á Islandi í rúma viku til að hitta íslenska læknanema og kynna sér heilbrigðismál. Heim- sóknin er á vegum Háskóla íslands og landlæknis. Jón Atli Árnason, læknir og kennari við háskólann í Madison, og Don S. Schalch, prófessor í læknis- fræði, komu með hópnum og hafa verið honum til halds og trausts. Jón Atli sagði að nemendurnir væru hérna í vorleyfinu sínu, þeir hefðu skoðað margt og nýtt tímann vel. Þau Mark Flanum, 37 ára læknanemi á 4. ári, og Rebecca Redman, 23 ára læknanemi á 3. ári, tóku undir orð Jóns Atla. „Við hittum landlækni á sunnu- daginn og hann kynnti okkur ís- lenska heilbrigðiskerfið og hvernig það hefur þróast í gegnum árin. Síðan hittum við íslenska læknan- ema, heimsóttum hjúkrunarheimili aldraðra, unnum með sérfræðing- um á spítölunum, heimsóttum ís- lenska erfðagreiningu og skoðuðum næturlífíð, sem er ótrúlegt,“ sagði Flanum. „Það er greinilegt að Is- lendingar vinna mjög mikið og skemmta sér einnig mjög mikið.“ Schalch bætti því við að þau hefðu líka farið í sund og hafði greinilega mikið dálæti á íslenskum sundlaug- um. Hópurinn dvelur hjá Hj álpræðishernum Þau Redman og Flanum voru bæði mjög jákvæð gagnvart ís- lenska heilbrigðiskerfinu. „Miðað við hvað þetta er fámennt land finnst mér í raun ótrúlegt hvað kerfið er yfirgripsmikið. Hér er séð um einstaklinginn alveg frá því hann fæðist og þar til hann deyr,“ sagði Redman. Prófessor Schalch sagði að kerfið í Bandaríkjunum væri allt öðruvísi. „Þar þurfa menn að tryggja sig sér- staklega og af 250 milljónum eru 40 milljónir manna án heilbrigðis- tryggingar." Hópurinn hefur dvalið hjá Hjálp- ræðishernum í hjarta Reykjavíkur- borgar og virtust nemendurnir vera nokkuð ánægðir með gistinguna og kannski ekki síst staðsetninguna. Hópurinn fer heim til Bandaríkj- anna í dag og kváðust þau Flanum og Redman hafa skemmt sér mjög vel, en sögðu veðrið hér vera afar skrítið. Morgunblaðið/Kristmn Læknanemarnir Rebecca Redman og Mark Flanum sögðu kynni sín af íslenska heilbrigðiskerfinu vera mjög jákvæð. Frá vinstri: Redman, Flanum, Jón Atli Árnason, kennari og læknir við Wisconsin-háskóla í Madison, og Don. S. Schalch, prófessor í læknisfræðum við háskólann. Skógræktarnam- skeið fyrir áhugafólk SKÓGRÆKTARFÉ LAG Islands gengst í vor fyrir skógræktarnám- skeiðum fyrir áhugafólk. „Þessi námskeið eru sérstaklega áhuga- verð fyrir sumarhúsaeigendur og aðra sem ráða yfir ræktunarsvæð- um og vilja sjá skjótan árangur ræktunarinnar. Fyrirlesari á námskeiðunum er Björn Jónsson fyrrv. skólastjóri Hagaskólans, sem hefur mikla reynslu af skógrækt. Hann hefur náð mjög góðum árangri í ræktun á jörð sinni austur í Landbroti, þar sem nú er að vaxa upp fallegur skógur á stóru svæði,“ segir í fréttatilkynningu. Björn nefnir námskeiðið „Skóg- rækt áhugamannsins" og segir svo í upphafi fræðsluefnis námskeiðs- ins: „Við setjum okkur það markmið að upp vaxi 2-5 metra hár trjágróður á 10 árum (mishár eftir tegundum) og högum aðgerð- um okkar þannig að svo megi verða. Sá sem hefur krefjandi markmið gengur öðruvísi að verki en sá sem enga viðmiðun hefur.“ Fyrirhuguð eru þrjú námskeið með Birni núna í vor, en það fyrsta verður haldið dagana 21. og 23. mars, klukkan 20.30-23.00. Nánari upplýsingar fást hjá Skógræktar- félagi íslands, Ótrúlegt tilboð til INIDORM 60. TTiIi Kynningartilboð á PORTOFINO II 15.000 kr AFSLÁTTUR á mann í vorferðina 2-31.maí 4 vjkur á 44,300 Irr, M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára á Portofino II með 15.000 kr.kynningarafslætti á mann í vorferð 2-31 maí 4 vikur á 59,700 kr, M.v. 2 fullorðna á Portofino II með 15.000 kr kynningarafslætti á mann í vorferð 2-31 maí Lækkaðu ferðakostnaðinn um 5.000 krónur með EURO/ATLAS áavísun Brottfarir til Benidorm alla miðvikudaga í sumar Verðdæmi f rauðar brottfarir 28/6, 5/7, 12/7. 30/8 oq 6/9 Gemalos 11 Verðkr. 36,300 Edimar Verðkr. 31,500 Portofino 11 Vcrdkr. 37.900 Vikuferð, m.v. Hjón með 2 börn Vikuferð, m.v. 4 fullorðna og 4 börn Vikuferð m.v. Hjón með 2 börn I óra er 7.000 í vikuferð og 11.000 í 2ja vikna eða lengri ferðir, böm yngri en 2ja ára greiða 4.000 kr i vikuferð og 7.000 i 2- 3 vikna ferðir Innifalið: Flug, gisting. Ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjóm. Ekki innifalið: flugvallarskattar fullorðnir 2500 kránur og böm (2-llára) 1890 kránur. QATLAS'* EUROCARD. 1 mmmá Odýrt - ódýrt - ódýr London 16.200 ^ www.ferd.is ^þn/vse^ Kaupmannahöfn 14.800 Flugvallarskattar og alferðagjald er ekki innifalið, London: 3.720 Kaupmannahöfn: 3.505 <-JJ0As SWrv FERÐASKRIFSTOFA _ REYKJAVÍKUR Aðalstræti 9 - sími 552-3200 m fídmtíómboiQln Vellíðan og vaxtarverkir Byggðarþróun höfuóborgarsvæðisins 22.3. Reykjavíkurborg býður til ráðstefnu um FRAMTÍÐARBORGINA, skipulagsmál, byggðarþróun og búsetuskilyrði á höfuðborgar- svæðinu á komandi árum. Til umræðu verða mál sem brenna á fólki; samgöngur, umhverfismál og samvinna við nærliggjandi sveitarfélög í framtfðinni, auk þess sem rýnt verður í þjónustu- hlutverk borgarinnar, rekstur hennar og stjórnun. a *% m Ráðstefnan verður haldin íTjarnarsal Ráðhússins miðvikudaginn Kl. ■ 0"4 ■ 22. mars nk. kl. 18:00-21:00. Boðið upp á hressingu. Framsögumenn: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Ellert B. Schram forseti ÍSÍ Ómar Ragnarsson fréttamaður Thelma Halldórsdóttir lögfræðingur Neytendasamtakanna Fundarstjóri: Stefán jón Hafstein Pallborð: Ellert B. Schram, Egill Helgason, jónína Bjartmarz, Arni Þór Sigurðsson Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sjónvarpað verður frá fundinum á Skjá 1. Reykjavíkurborg þakkar eftirtöldum fyrirtækjum sem kosta útsendinguna: EIMSKIP I'SIAK EHl |f ISLENSK ERFÐAGREINING LANDS SÍMINN *soron V iNfiwMn iirm rhn N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.