Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 67. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sendur heim með alnæmi Sjálfstæðissinninn Chen Shui-bian kjörinn forseti Taívans Kveðst vilja friðmælast MÓSAMBÍKBÚINN Joao Joawe er með alnæmi á lokastigi. Hann ligg- ur á sjúkrahúsi í Maputo, höfuð- borg Mósambík, en læknar segjast brátt þurfa að senda hann heim því nota þurfí rúmið undir aðra sjúk- linga. ■ Þöglar hamfarir/Bl við kínversk stjórnvöld Taipei. Reuters, AFP, AP. CHEN Shui-bian, sem hefur aðhyllst sjálfstæði Taívans, fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum í landinu Morgunblaðið/RAX í gær og batt þar með enda á rúmlega hálfrar aldar valdatíma flokks þjóð- emissinna, Kuomintang. Kínversk stjómvöld höfðu ítrekað hótað stríði ef Taívanar kysu forseta sem aðhyllt- ist sjálfstæði en kjósendurnir virtu hótanimar að vettugi. Chen lýsti því yfir eftir sigurinn að hann vildi friðmælast við kínversk stjórnvöld og bauðst til að fara til Kína í því skyni. Hann bauð einnig Jiang Zemin, forseta Kína, og Zhu Rongji forsætisráðherra að heim- sækja Taívan. Hann ítrekaði hins vegar að hann myndi ekki fallast á skilmála kommúnistastjórnarinnar í Peking fyrir sameiningu Kína og Taívans. Kínversk stjómvöld sögðust ætla að fylgjast með yfirlýsingum og að- gerðum Chens en sögðu að úrslit kosninganna breyttu ekki þeirri „staðreynd" að Taívan væri óaðskilj- anlegur hluti Kína. Kínverjar myndu aldrei fallast á að Taívan yrði sjálf- stætt ríki. Chen, sem var frambjóðandi Lýð- ræðislega framfaraflokksins, fékk um 39% kjörfylgi og James Soong, óháður frambjóðandi, var í öðra sæti með 37%. Lien Chan, forsetaefni Kuomintang, fékk aðeins 22,9% at- kvæðanna. Chen Shui-bian, sigurvegari kosninganna. Um 100.000 manns söfnuðust sam- an við höfuðstöðvar Lýðræðislega framfaraflokksins í Taipei til að fagna úrslitunum. Chen var hlynntur því að Taívan lýsti yfir fullu sjálfstæði en hefur fall- ið frá þeirri stefnu. Hann lýsti því yfir í kosningabaráttunni að hann hygðist hvorki efna til þjóðaratkvæða- greiðslu umsjálfstæði né breyta stjómarskránni og fána landsins. Þróunin ræðst á næstu dögum Viðbragða kínversku stjórnarinn- ar við sigri Chens var beðið með mik- illi eftirvæntingu í gær. Stjómmála- skýrendur í Hong Kong töldu að þróunin í samskipt- um Kína og Taívans gæti ráðist af yfirlýs- ingum Chens á næstu dögum. „Kínverjar lýsa ekki yfir stríði strax,“ sagði Ma Lik, þingmaður Hong Kong á kínverska þinginu. „Éghyggað næstu skref Chens verði mjög, mjög mikilvæg. Hann verður að fullvissa Kínverja um að hann hyggist ekki lýsa yfir sjálfstæði og vilji bæta samskiptin við þá.“ Stjóm Taívans setti her landsins í viðbragðsstöðu vegna hótana Kín- verja þótt margir stjórnmálaskýr- endur lýstu þeim sem eintómu orða- skaki. Vinstrisinnað dagblað í Hong Kong sagði að kínverski herinn hefði sent orrastuþotur, skriðdreka og 60 liðsflutningavagna að borginni Fuzhou í Fujian-héraði í suðaustur- hluta Kína. „Þetta er aðeins gert til að efla stríðsviðbúnaðinn en ekki til að hefja hernaðaraðgerðir," hafði blað- ið eftir heimildannanni í hernum. Sjálfstæðishugmyndir Færeyinga Sagðir reikna með 50- 80 ára aðlögunartíma Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Gervihnöttum Iridium eytt New York. AP. FARSÍMAFYRIRTÆKIÐ Iridium hefur hætt leitinni að nýjum fjárfest- um og bandarískur dómai-i heimilaði því í fyrradag að eyða gervihnöttum sínum og leggja niður farsímaþjón- ustu við 55.000 viðskiptavini. Iridium á 66 gervihnetti, sem kostuðu fimm milljarða dala, and- virði 370 milljarða króna, og ráðgert er að láta þá brenna upp í gufuhvolf- inu . Líklegt er að fyrstu gervihnött- unum verði eytt innan hálfs mánað- ar. Þangað til verður takmarkaðri farsímaþjónustu Iridium haldið áfram í Norður-Ameríku og e.t.v. fleiri heimshlutum, að sögn tals- manns Motorola, aðaleiganda Iri- dium, sem rekur gervihnettina. ÞAÐ getur tekið Færeyinga 50-80 ár að ná þeim efnahagslega styrk að þeir þurfi ekki á dönsku fjárframlagi að halda. Þetta er að sögn Politiken og Jyllands-Posten útkoman samkvæmt útreikningum danska fjármálaráðu- neytisins. Þá er reiknað samkvæmt þeim forsendum, sem færeyska heimastjórnin gefur sér að þurfi að uppfylla til að Færeyjar verði sjálf- stæðar án þess að það bitni á lífsskil- yrðum Færeyinga. Fréttir danskra fjölmiðla í gær af fundi danskrar samninganefndar undir forystu Pouls Nyrups Rasmus- sens forsætisráðherra og færeyskrar nefndar undir forystu Anfinns Kalls- bergs lögmanns fjölluðu annars mest um það áfall, sem fundurinn hefði orðið Færeyingum. Ástæðan var for- senda Nyraps um 3-4 ára aðlögunar- tíma Færeyinga í stað 10-20 ára, sem Færeyingar hafa sjálfir talað um. Fyrirsögnin í Jyllands-Posten var „Nyrap ögrar Færeyingum". Allt bendir til að danska þingið standi ein- huga að baki hugmyndum Nyraps um skamman aðlögunartíma. Ólíkir útreikningar Skilningur danska fjármálaráðu- neytisins á forsendum Færeyinga er að í raun feli þær í sér að Danir gefi eftir færeyskar skuldir upp á 4,4 milljarða danskra króna, um 44 millj- arða íslenskra króna, auk þess sem Elnahagslegur ábati 3-4 milljarðar FÓRNUÐUM OKKUR FYRIR MARKAÐS- HLUTDEILDINA Danir eigi að halda áfram að leggja Færeyingum til 650 milljónir danskra króna á ári þar til þjóðarframleiðsla þeirra hafi vaxið úr núverandi 6,5 milljörðum danskra króna í 20 millj- arða. Með þessar forsendur í huga reiknar ráðuneytið með að það muni taka á milli 51 og 82 ára að ná þessum vexti. Með því að samþykkja fær- eysku forsendumar muni Danir þvi taka á sig efnahagslegar skuldbind- ingar um ófyrirsjáanlega íramtíð. Afstaða Dana felur einnig í sér að auk þess að missa framlag þeirra upp á meira en milljarð danskra króna ár- lega verða Færeyingar væntanlega að greiða sérstaklega fyrir ýmsa þjónustu, sem þeir óskuðu frá Dön- um, til dæmis á sviði mennta-, heil- brigðis-, vamar- og utanríkismála. Ovænt tilboð Nyraps kom eins og sprengja yfir Færeyjar. í viðtali við SocMurin segir Jóannes Eidesgaard að tilboð Nyrups þýði að öll fullveldis- áætlunin hafi hranið. Eidesgaard er þingmaður færeyska Jafnaðarflokks- ins, systurflokks Jafnaðarmanna- flokks Nyraps. MORGUNBLAÐIÐ 19. MARS 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.