Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 38
■68 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkaer eiginkona mín, móöir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Sigga í Bót, Lindasíðu 4, Akureyri, sem lést þriðjudaginn 14. mars, verður jarð- sungin frá Glerárkirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Halldór Árnason, Anna Gréta Halldórsdóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Þórey Ólöf Halldórsdóttir, Kristþór Halldórsson, Ása Björk Þorsteinsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson, Margrét Harpa Þorsteinsdóttir, Freydís Ágústa Halldórsdóttir, Jóhann Skírnisson, Elma Dóra Halldórsdóttir, Kristján Freyr Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐBJÖRG SIGRÍÐUR PETERSEN „Bauký", Sogavegi 72, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 21. mars kl. 13.30. Emil Petersen, Ásdís Emilsdóttir Petersen, Adolf Hólm Petersen, Ásdís Ósk Jóelsdóttir, Stefán Petersen, Erla Gígja Garðarsdóttir, Hólmfríður Björg Petersen, Atli Sturluson, Guðbjörg Sigríður, Hörður, Emil Hjörvar, Víðir Smári, Bryndís Freyja, Hans Emil og Emilía Björg. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT P. EINARSDÓTTIR, Hrafnistu, áður Kambsvegi 31, Reykjavík, sem andaðist föstudaginn 10. marz sl., verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 21. marz kl. 13.30. Birgir Eyþórsson, Þóra Sigurjónsdóttir, » Þórarinn Eyþórsson, Sigríður Eiríksdóttir, Steinþór Eyþórsson, Eiríka Haraldsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, bróðir okkar og mágur, SVEINN GUÐMUNDSSON, Hátúni 10B, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. GUÐMUNDUR BERGÞÓRSSON + Guðmundur Bergþórsson fæddist í Miðhúsi í Norðfirði hinn 25. júní 1922. Hann lést á heimili sínu að Bogahlíð 18, Reykja- vík, hinn 13. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Arni Bergþór Hávarðs- son, f. 24 júlí 1884, d. 28 ágúst 1971 og Stefanía María Magnúsdóttir í Sand- vík, f. 12 janúar 1891, d. 7 mars 1935. Guðmundur fór eftir lát móður sinnar f fóstur um nokkurt skeið til móðurbróður síns Ármanns Magn- ússonar og Hallberu konu hans á Tindum. Systkini Guðmundar voru: Ari Magnús, f. 9.9 1913, d. 26.1 1986; Stefán Halldór, f. 30.11 1914, d. 1.12 1952; Hávarður, f. 2.2 1921, d. 7.4 1997 og Óla Björg, f. 31.8.1923, d. 29.1.1999. Fyrri kona Guðmundar var Bjarnþóra Ólafsdóttir. Börn Elskulegi tengdafaðir, nú hefur þú kvatt þennan heim og haldið á vit hins óræða, sem þú svo oft reyndir að henda reiður á í þínu lifandi lífí. Líklegast ertu að heilsa upp á Ellu þína núna sem þér þótti svo óskap- lega vænt um og Hæja , Boggu, Stefán Halldór og Ara. Um leið hef- ur þú samt áhyggjur af Öllu þinni sem létti þér svo sannarlega lífið og lundina eftir lát Ellu þinnar. Okkar kynni voru kannski ekki löng í árum talið, en kynni okkar voru þó nokkuð náin, bæði innileg og stormasöm eins og okkar var von og vísa. Þú hafðir mjög fastmótaðar og ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum eins og ég, og þegar þeir pólar mætast var oftar en ekki rök- ræður sem enduðu oftast í faðmlagi og hlýjum orðum í garð hvors ann- ars, þrátt fyrir að við værum oft á öndverðum meiði um umræðuefnið hverju sinni. Þó kom það fyrir að við skildum ekki sátt í orðum og athöfn- um og mátti þá skilja fyrir nær- stadda að við værum ósátt við hvort annað, en sem betur fer var raunin ekki sú. Símtölin okkar á milli, og hvíslið í hvors annars eyra voru ávallt innileg og heiðarleg, sem ég met mikils í dag. Þú tókst mér opn- um örmum þegar ég kynntist Stef- áni þínum og gafst mér strax rúm í hjarta þínu. Þú hikaðir ekki eitt and- artak við að kynna þig sem afa fyrir dóttur minni af fyrra hjónabandi og komst fram við hana sem slíkur. I dag kveður hún þig hinstu kveðju sem sannan afa sinn. Við Stefán eignuðumst eitt kraftaverk saman í nóvember síðastliðnum. Þú íylgdist vel með öllu því ferli sem þar átti sér stað og vonaðir jafn innilega að allt gengi að óskum eins og við. Okkur varð svo sannarlega að ósk okkar þegar dóttir okkar og afastelpan þín kom í heiminn. Þín síðasta heimsókn til okkar var einmitt í desember síð- þeirra eru: 1) Óskírð- ur, f. 13.9. 1946, d. 13.9. 1946. 2) Ólafur B. sendibílstjóri, f. 15.9. 1947. Maki Lauf- ey S. Sigmundsdóttir ræstitæknir. Uppeld- isdóttir Ólafar og dóttir Laufeyjar er Arnheiður Melkorka. Önnur börn Laufeyjar eru: Sigurbjörn Agn- ar, og Brynhildur Sædís. 3) Steingrímur Sigurjón, starfsmaður Olíufélagsins. f. 31.7 1949. 4) Bergþór sjó- maður, f. 22.1 1952. Maki Jiraporn Yuengklang, verkakona. Jirapom á tvo syni sem búsettir em í Tæ- landi. Seinni kona Guðmundar var El- ín Jörgensen f. 10. nóvember 1924, d. 31. ágúst 1987. Börn þeirra eru: 1) Stefán, viðskiptafræðingur, f. 19.7. 1964. Maki Hlíf Ragnarsdótt- ir hársnyrtimeistari. Barn þeirra: Elín Perla, f. 19.11.1999. Fyrir átti Stefán son, Birgi Frey, f. 19.10. 1991, barn Hlífar er Anna Mjöll. 2) astliðnum til að heimsækja afastelp- una þína og líta hana augum. Mér er sérstaklega minnistætt, elsku Gummi minn, hversu glaður og ánægður þú varst þegar ég hringdi til þín og fékk samþykki þitt fyrir nafni Elínar Perlu. Þú gladdist svo innilega yfir nafngiftinni að unun var að heyra. Elsku Gummi minn, ég stikla aðeins á stóru um samskipti okkar á þessum vettvangi en okkar á milli var svo miklu dýpra og meira sem aðeins okkar er að vita. Eg kveð þig með söknuði, og hvísla að þér orðum okkar á milli, eins og okkar var lagið. Eg þakka þér fyrir tímann sem við áttum saman, og jafnframt bið þig að hvísla að Elínu þinni inni- legum kveðjum frá mér. Og ég hvísla að Elínu minni fallegum orð- um um þig. Elsku tengdafaðir, ég kveð þig á þessum vettvangi, en veit að þú fylgist vel með okkur öllum, nú sem endranær. Elsku Aila mín, þinn harmur er mikill, ég bið Drottin Guð að hugga þig og varðveita. Til ykkar bræðra Óla, Steina, Begga, Stefáns, Dóra og Kidda vil ég votta mína innilegustu samúð. Hlíf Ragnarsdóttir. Mig langar að kveðja Gumma frænda minn með nokkrum orðum. Margt kemur upp í hugann en helst þó þakkir til Gumma frænda fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina. Þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur og hann bauð mér í Þórskaffi til að ég kæmist á al- mennilega skemmtun, en ég var að- eins fjórtán ára og mátti að sjálf- sögðu ekki fara inn, en Gummi frændi talaði við yfirmann og fékk leyfi til að hafa mig með ef hann tæki ábyrgð á mér og skemmtum við okk- ur konunglega þetta kvöld. Þegar ég fór að vinna á veitingahúsi í borginni þá sá Gummi til þess að ég færi að- Ólafía Nongkran Guðmundsson, Salvör Guðmundsdóttir, Halldóra Guðmundsdóttir, Borgþór Jónsson og aðrir aðstandendur. JÓN ÖRN GARÐARSSON + Ástkær móðir okkar, amma og langamma, GRÓA BJARNFRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, Hæðargarði 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu- daginn 20. mars nk. kl. 15.00. Jarsett verður í Gufuneskirkjugarði. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Sigríður Ruth, Eva Ólöf og Ásta Benny Hjaltadætur. + Jón Örn Garðars- son fæddist í Reykjavík 8. janúar 1980. Hann lést í Reykjavík 4. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 14. Elsku Nonni, okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Við erum svo þakklátar fyrir að hafa kynnst þér og að hafa átt svona margar góðar stundir með þér. Þú varst einn elsku- legasti og indælasti maður sem við höfum kynnst og hjálpaðir okkur oft þegar eitt- hvað bjátaði á. Við munum sakna þín sárt og vonum að þér líði vel þar sem þú ert. Við vottum fjöl- skyldu þinni og ástvin- um dýpstu samúð okk- ar. Megi guð styrkja þau í þessari miklu sorg. Þínar vinkonur, Inga, Hildur og Þórunn. Halldór, bifvélavirki, f. 19.7. 1964. Maki Guðrún Þórhallsdóttir fram- reiðslumaður. Barn þeirra: Ingi Þór, f. 19.7.1997. Elín átti tvö börn af fyrra hjóna- bandi. Þau eru: 1) Sigríður hús- móðir í Noregi, f. 2.4. 1949. Maki Ólafur Thorshamar tæknimaður. Böm Sigríðar em: Ivar, Kristinn, Elín Hanna , Eva Sóley og Silvía Lind. 2) Kristinn, búfræðingur f. 20.6. 1957. Maki Dagbjört Lára Ragnarsdóttir hárgreiðslusveinn. Barn þeirra er Ragnar Eðvarð. Börn Kristins eru: Elín Margrét, Guðmundur Bjarni, Bryndís Eir og Alexandra. Árið 1988 kynntist Guðmundur eftirlifandi sambýliskonu sinni Að- albjörgu Vigfúsdóttur, f. 1. 11. 1924. Guðmundur starfaði sem mat- sveinn til sjós mestan sinn starfs- feril og lengi vel sem bryti í milli- landasiglingum og gerðist síðan matráðsmaður hjá ýmsum opin- berum aðilum í landi, meðal ann- ars í Menntaskólanum á Laugar- vatni og síðast hjá Pósti og síma. Guðmundur tók mikinn þátt I starfi hjónaklúbbsins Káts fólks allt fram á síðasta dag. Útför Guðmundar fer fram frá Háteigskirkju á morgun, mánu- daginn 20. mars og hefst athöfnin klukkan 15. eins að vinna á sómasamlegum stað, en ég yrði að vinna almennilega því að annars hjálpaði hann mér ekki aftur að fá vinnu! Og seinna þegar ég var komin með heimili og börn þá var ekkert sjálfsagðara en að börnin mín kölluðu hann afa - hann var jú afabróðir svo það var bara gaman að vera kallaður afi. Eitthvað fannst stelpunum mínum hann samt reykja mikið og töluðu heilmikið um það en svo var það eitt sumarið að von var á Gumma í heimsókn að eldri stelpan var eitthvað að brasa og þegar betur var að gætt hafði hún sett skilti fyrir utan dyrnar sem á stóð; bannað að reykja fyrir alla nema Gumma afa! Og er ég bað um skýringar þá var sagt að hann mætti vel reykja, hann væri líka svo gamall að hann gæti ekki hætt! Mikið hló hann Gummi, en var feginn viðmóti barnanna og taldi að þó nokkuð væri til í þessu. Ég hitti hann í síðustu ferð minni til Reykjavíkur en þá var hann orðinn veikur og talaði um að hann væri orðinn þreyttur á þessu heilsuleysi. Þegar ég síðan sagði dætrum mín- um frá því að nú væri hann Gummi afi þeirra dáinn, þá höfðu þær orð á því að núna liði honum örugglega vel því að nú væri hann hjá guði. Ég veit að nú eru erfiðir tímar, en vissan um að Gumma frænda líði vel auðveldar okkur að kveðja hann. Aðstandendum votta ég samúð mína. Megi guð styrkja ykkur í sorg- inni. Hrefna Aradóttir. Um margt er þrasað og þrefað í henni veröld. Það eina sem öruggt er þegar við fæðumst, er það að við eigum öll eftir að deyja. En eins undarlegt og það er, þá erum við aldrei undir kveðjustundina búin. Mig langar að minnast hans Gumma frænda með nokkrum fá- tæklegum orðum. Frá því að ég var lítil stelpa man ég eftir honum glansandi vel til höfð- um í einkennisbúningi brytans og yfir því hvílir ennþá mikill ævintýi’a- ljómi þegar ég fékk fyrstu Barbie dúkkuna, frá Gumma frænda, sem sigldi á skipum til útlanda. Síðustu ár hef ég haft enn meira samband við Gumma, á hverju sumri hafa þau (hann og Alla) heimsótt okkur aust- ur í Neskaupstað og verið með okk- ur nokkra daga á ári hverju. Óhætt er að segja að allir hafi hlakkað til þessara daga. Við gátum setið og spjallað um heima og geima, því hann Gummi frændi gat sagt mér margt og mikið. Hann var stálminn- ugur á fólk og var mjög viljugur að rifja upp liðna tíma og eru það mér ógleymanlegar stundir. Á góðum stundum var hann einnig hrókur alls fagnaðar og áttum við, nokkur bræðrabörn og synir hans, yndis- lega kvöldstund í einni af heimsókn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.