Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 11
nijTA Típ/iTnaQM MORGÚNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRÍÐJÚ'dÁGUR 4.'Ápr’ÍL 2000 fí ÍÍ 5 Miklirpen- ingar fyrir I siguráEM ILJÓST er að þátttaka í Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í Hollandi og i Belgíu í sumar verður landi því sem sigrar mikil peningaleg lyftístöng. Sigur á mótinu gefur sambandi því sem vinnur 700 milljónir króna og síðan bætast við um 120 milljónir vegna auglýs- inga. Því er tíl mikils að keppa og þó lið falli út eftír riðlakeppnina fær hver þjóð eftír sem áður 280 milljónir frá UEFA fyrir þátttökuna. niiiiiwiiiniiMii iiii iiiii iimiuiBi FOLK ■ HEIÐAR Helguson lék ekki með Watford gegn Everton á laugardag- inn vegna meiðsla í nára og Egil Olsen, stjóri Wimbledon, ákvað að láta Hermann Hreiðarsson bíða einn leik í viðbót með að byrja að spila á ný eftir hnéaðgerðina í síð- asta mánuði. ■ IVAR Ingimarsson missti af leik Brentford gegn Wigan í 2. deild vegna meiðsla og í 1. deildinni fengu íslensku leikmennimir hjá Walsall ekki tækifæri gegn Bamsley. ■ BJARKI Gunnlaugsson lék síð- ustu 10 mínútumar með Preston sem gerði jafntefli, 0:0, í Blackpool og jók með því forystu sína í 2. deild- inni. Guðmundur Benediktsson, Þórður Guðjónsen, og Kristján Finnbogason hafa leikið í Belgíu. Kristján er kominn heim. Guðmundur Rosen- borg sigurstrang legast MEISTARALIÐIÐ Rosen- borg þykir sigurstrangleg- asta liðið til þess að vinna norska meistaratitilinn, að mati netblaðsins Nettavisen. Keppni í norsku úrvalsdeild- inni hefst 9. aprfl og hefur blaðið hrundið af stað óformlegri skoðanakönnun um hvaða lið ber sigur úr býtum á mótinu. 33% les- enda, samkvæmt niðurstöðu þess á fimmtudag, töldu að Rosenborg færi enn með sigur af hólmi. 23% töldu að Brann, undir stjórn Teits Þórðarsonar, gæti unnið mótið en önnur lið fengu mun færri atkvæði. Islendingaliðið Lillestrem, með Rúnar Kristinsson, Indriða Sigurðsson og Grét- ar Hjartarson í fararbroddi, fékk 7% og er í þriðja sæti. Onnur Islendingalið í úr- valsdeild eru: Stabæk sem Pétur Marteinsson Ieikur með, Tromso sem Tryggvi Guðmundsson leikur með og Viking sem Rikharður Daðason og Auðun Helga- son leika með, en liðinu er spáð 10 sæti deildarinnar. Að mati Nettavisen munu nýliðarnir í Start og Bryne falla aftur niður en annar nýliði, Haugesund, leika við lið í 1. deild um laust sæti í úrvalsdeild. var bjarg- vættur Geel GUÐMUNDUR Benediktsson og Þórður Guðjónsson skoruðu mikil- væg mörk fyrir félög sín í belgísku knattspyrnunni um helgina. Guð- mundur var hetja Geel sem sigraði Harelbeke, 3:2, en hann skoraði jöfnunarmark og lagði upp sigurmark á lokakafla leiksins. Genk komst á sigurbraut á ný eftir slæmt gengi að undanförnu og gerði Þórður sigurmarkið gegn Lokeren. Guðmundur kom inn á sem vara- maður gegn Harelbeke þegar 15 mínútur voru liðnar af síðari hálf- leik og hann gerði útslagið fyrir Geel á síðustu sex mínútum leiksins. Lið hans var þá 1:2 undir en Guð- mundur jafnaði metin á 84. mínútu þegar hann fékk sendingu utan af kanti, lék á varnarmann og þrumaði boltanum frá vítapunkti upp í þak- netið, 2:2. Þegar tvær mínútur voru komnar framyfir leiktímann átti Guðmund- ur hörkuskalla eftir fyrirgjöf. Mark- vörður Harelbeke varði en hélt ekki boltanum og Jef Delen skoraði sig- urmarkið með skalla af marklín- unni, 3:2. „Eg var staðráðinn í að sýna allt mitt besta því í næsta leik á undan var ég skilinn eftir sem síðasti mað- ur utan leikmannahóps klukkutíma fyrir leik, þrátt fyrir tvö mörk í fyrri hálfleik með varaliðinu kvöldið áður. Þetta gekk allt upp og það var ekki leiðinlegt að eiga þennan þátt í sigr- inum á lokakaflanum. Við höfum verið nálægt þriðja neðsta liði í langan tíma og vantað herslumun- inn, og nú náðum við þessum lang- þráða áfanga,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið eftir leikinn en með sigrinum komst Geel úr fallsæti deildarinnar. Þórður Guðjónsson skoraði sigurmark Genk sem lagði Lokeren á útivelli, 2:1. Markið gerði hann eftir hálftíma leik með skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri en^ekki var skorað eftir það. Meistarar Genk náðu með sigrinum að halda sér í efri hluta deildarinnar en þeim hef- ur gengið allt í óhaginn undanfarnar vikur. Arnar Þór Viðarsson lék allan leikinn með Lokeren sem sótti stíft í seinni hálfleik en tókst ekki að jafna metin. Litlu munaði þá að Þórður bætti við þriðja marki Genk eftir eina af fáum skyndisóknum liðsins. Bjöm aftur í KR BJÖRN Jakobsson er hættur hjá norska 1. deildarliðinu Raufoss og leikur að óbreyttu með KR-ingum í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í suinar. Björn, sem fór til Raufoss í júlí í fyrra, hafnaði fyrir skömmu þriggja ára samningi við norska félagið en ekki er loku fyrir það skotið að hann fari aftur þangað í haust. Björn lék með KR-ingum gegn Fram f Reykjavíkurmótínu á sunnudaginn. ■ BRYNJAR Bjöm Gunnarsson og Amar Gunnlaugsson léku allan leikinn með Stoke þegar liðið gerði jafntefli, 3:3, við Bristol Rovers í 2. deildinni á laugardaginn. Bjami Guðjónsson fór af velli hjá Stoke á 72. mínútu en bæði hann og Brynjar fengu að líta gula spjaldið. Ámar þótti með bestu leikmönnum Stoke og átti drjúgan þátt í einu markanna en Peter Thome skoraði þau öll. ■ GUÐJÓN Þórðarson var afar óhress með vítaspyrnu sem Stoke fékk á sig, og ennfremur mark senf dæmt var af liðinu vegna rangstöðu. Guðjón sagði við The Sentinel að það væri óþolandi að þurfa að kvarta yfir dómgæslu leik eftir leik. ■ RYAN Giggs lék ekki með Man- chester United gegn West Ham á laugardaginn vegna meiðsla en seg- ist tilbúinn í slaginn gegn Real Madrid í átta liða úrslitum meist- aradeildar Evrópu í kvöld. ■ CHELSEA setti félagsmet í leikn- um við Leeds en liðið fékk ekki á sig mark í 25. skipti á þessu tímabili. Samtvoru Gustavo Poyet, Dan Pet- rescu, Tore Andre Flo, Didier Des- champs og Marcel Desailly allir hvíldir vegna leiks Chelsea við Barcelona í meistaradeildinni ann'- að kvöld. ■ GEORGE Graham, knattspymu- stjóri Tottenham, lýsti því yfir um helgina að hann hefði engan áhuga á að kaupa Pierre Van Hooijdonk, hollenska sóknarmanninn frá Vit- esse, sem hefur skorað 21 mark í úr- valsdeildinni þar í landi í vetur. Van Hoojjdonk, sem lék með Notting- ham Forest um skeið en fór þaðan eftir miklar erjur, sagðist á dögun- um hafa mikinn áhuga á að snúa aft- ur til Englands og helst til Totten- ham. ^ UALEX Ferguson, knattspymu- stjóri Manchester United, hefur upplýst að hann hafði boðið Totten- ham 2 milljarða króna fyrir vamar- manninn Sol Campbell fýrr á þessu tímabili. Tottenham hefur hafnað öllum boðum í Campbell og reynh’ enn að fá hann til að gera nýjan samningvið félagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.