Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.04.2000, Blaðsíða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Rauðu djöflamir halda uppteknum hætti Rauðu djöflarnir, eins og leik- menn Manchester United eru kallaðir, virðist gjörsamlega óstöðvandi í ensku úrvals- deildinni og hefur liðið nú tíu -r.tiga forystu á Leeds. Kanad- íski markvörðurinn Craig Forr- est komst að því að það er allt annað en skemmtilegt að standa í marki gestaliðsins á Old Trafford þegar heimamenn eru í stuði eins og á laugardag- inn. West Ham náði forystunni á Old Trafford með marki Paulo Wanchope á 11. mínútu, en þar með var draumurinn búinn því leikmenn United fóru á kostum og sýndu að það er engin tilviljun að liðið er með afgerandi forystu í deildinni. Þegar yfir lauk höfðu heimamenn gert sjö mörk hjá Forrest, sem stóð í marki Hamranna í stað Shaka Hislop. Kanadamaðurinn hefur tvívegis leik- ið á Old Trafford, tapaði þar með Ipswich í mars 1995 og fékk þá á sig níu mörk. Hann hefur því fengið átta mörk að meðaltali á sig á vellinum en líkar engu að síður vel að leika á vell- inum og segist vel geta hugsað sér að standa aftur í markinu þar. A laugardaginn gerði Paul Scholes þrennu, sína fyrstu fyrir United, en fyrir fimm árum var það Andy Cole sem hrelldi Forrest hvað mest enda gerði kappinn fimm mörk í leiknum. ■ „Eg hélt satt að segja að við yrðum ekki niðurlægðir eins og þegar ég var hér með Ipswich, en annað kom á daginn," sagði markvörðurinn. Alex Ferguson var ánægður með sína menn. „Liðið lék frábærlega, einn besti leikur þess í vetur og ég er mjög stoltur af strákunum,“ sagði þjálfarinn. Þetta er stærsti sigur liðsins í deildinni síðan það vann Nottingham Forest 8:0 í fyrra. Baráttan um sæti í Evrópu- keppninni harðnar enn Á sama tíma og meistaramir fóru á kostum á Old Trafford tapaði Leeds 0:1 á heimavelli fyrir Chelsea og draumur Leedsara um meistara- ítign úr sögunni því nú eru aðeins sjö umferðir eftir og United fer varla að taka upp á því að tapa mörgum leikj- um það sem eftir er. Spennan í ensku knattspyrnunni snýst því orðið um hvaða lið komast í Evrópumótin og hvaða lið falla. Þrjú efstu liðin fara í Meistaradeild Evrópu og tvö næstu í UEFA-bikar- inn, en Evrópukeppni félagsliða og bikarhafa hefur verið sameinuð í þá keppni. Bikarmeistararnir fara einn- ig í UEFA-bikarinn. Það eru sem sagt sex ensk lið sem verða í Evrópu- keppninni á næsta tímabili. Eins og staðan er núna verða það United, Leeds (60 stig) og Liverpool (59) sem verða í Meistaradeildinni en Arsenal (57) og Chelsea (55) sækja fast og Leeds og Liverpool mega ekki við því að misstíga sig í næstu umferðum ætli liðin sér að halda Meistaradeildarsætunum. David O’Leary, knattspyrnustjóri Leeds, var vonsvikinn eftir tapið á laugardaginn: „Við lékum ekki eins og við eigum að okkur. Mér fannst Chelsea ekki leika neitt sérlega vel og leikurinn var í heild slakur og við fengum á okkur klaufalegt mark. Við áttum ekki skilið að sigra.“ Liverpool sækir stöðugt i f sig veðrið Michael Owen var í byrjunarliði Liverpool og gerði tvö mörk fyrir lið- ið og þriðja markið gerði Emile Heskey og var þetta fyrsta mark hans fyrir félagið. Gerard Houllier, knattspymustjóri Liverpool, var ángæður með leik liðsins, sem vann Coventry 3:0 á útivelli. „Mér fannst Reuters Paul Scholes fagnar þriðja marki sínum gegn West Ham. Þetta var fyrsta þrenna Scholes fyrir United. Dwight Yorke er á leiðinni að fagna kappanum en í bakgrunni er vonsvikinn vamarmaður Hamranna. við leika vel og það er mikilvægt því baráttan um sæti í Meistaradeildinni er hörð og nokkuð ljóst að við verð- um að leika vel það sem eftir er ætl- um við okkur sæti þar. Það er ekki hægt að spá neinu um hvaða lið kom- ast í deildina en ég get aðeins sagt að okkur hefur farið fram í allan vetur og ég held við höfum sýnt það í dag,“ sagði Houllier. Arsenal lenti undir er liðið heim- sótti Wimbledon en Kanu kom gest- unum yfir með tveimur mörkum fyr- ir hlé, en skömmu síðar og áður en flautað var til leikhlés var úkraínski varnarmaðurinn Oleg Luzhny rek- inn af velli og Arsenalmenn því ein- um færri allt þar til Jason Euell var rekinn út af tveimur mínútum fyrir leikslok. Arsene Wenger var ekki kátur með að Luzhny skyldi rekinn af velli og sagði það strangan dóm, en þetta er þriðja rauða spjaldið sem leikmenn Ársenal fá í fjórum leikj- um. Mikilvægur sigur Derby f botnbaráttunni Derby krækti sér í þrjú mikilvæg stig í botnbaráttunni, lagði Leicester 3:0 í leik þar sem Stan Collymore fót- brotnaði og leikur ekki meira með Leicester á þessari leiktíð. Derby er með 31 stig í fjórða neðsta sæti, en þrjú lið falla beint. Bradford hefur 26 í 18. sæti en liðið tapaði 2:0 fyrir Newcastle á laugar- daginn. Þar á eftir kemur Sheffield Wednesday með 21 stig en leik til góða og í neðsta sætinu er Watford með 19 stig, en liðið tapaði 4:2 fyrir Everton um helgina. Fyrir ofan þau lið sem hér hafa verið nefnd til sögunnar í botnbarátt- unni eru Wimbledon, stigi fyrir ofan Derby, Southampton tveimur stigum þar á undan og Coventry hefur 38 stig og hefur leikið einum leik fleira. Collymore slapp vel STAN Collymore, knattspymumaður hjá Leicester, gekkst undir aðgerð á fæti í gær en hann fótbrotnaði í leik liðsins gegn Derby í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Að sögn sjúkraþjálf- ara Leicester var Collymore heppinn að því leyti að brotið var „hreint", og liðbönd sködduðust ekki. Collymore byijar í endur- hæfingu eftir tvær vikur og á að verða fúllfrískur á þremur mánuðum, eða mánuði áður en næsta túnabil hefst. Bayern varð fótaskortur BAYERN Munchen féll úr efsta sæti þýsku 1. deildarinnar um helgina erliðið gerði 1:1-jafntefli við Wolfsburg. Bayer Leverkus- en greip tækifærið, vann 1860 Miinchen 2:1 og komst í efsta sæti deildarinnar. Eyjólfur Sverrisson og félagar í Hertha Berlin unnu mikilvægan 2:1 -sigur á Schalke og halda í vonina um að ná Evrópusætl. Jayer Leverkusen náði loks for- ystunni í deildinni, í fyrsta sinn frá 25. september 1999. Uli Höness sagði þann 12. desember 1998 að Leverkusen myndi ekki fara fram úr Bayem Munchen næstu 100 árin, að minnsta kosti. Sjö umferðir eru eftir og liðin eiga álíka erfiða leiki fyrir höndumþað sem eftir er. Bayem Munchen, sem lék án Stefan Effen- berg sótti Wolfsburg heim, og sam- kvæmt hefðinni hefði Bayem átt að eiga léttan leik, því liðin hafa leikið sex sinnum til þessa í deildinni og Bayem unnið sex sinnum. Allt virtist stefna í ömggan sigur hjá Bayem því liðið lék mun betur framan af fyrri hálfleik og Carsten Jancker kom lið- inu í 0-1 á 29. mínútu. Þá loks vökn- uðu leikmennWolfsburg og leikurinn varð jafn og spennandi. Juskowiak jafnaði leikinn á 60. mínútu fyrir Wolfsburg og urðu það úrslit leiksins. Giovanni Elber fékk rautt spjald fyrir að hrinda leikmanni á 81. mínútu og ljóst er að leikmenn Bayem em ekki jafn yfirvegaðir og áður og hafa tapað fjölda stiga í síðustu umferðum. Leverkusen nýtti sér það að Bæj- arar vom ekld alveg með á nótunum og unnu góðan sigur á 1860 Múnchen á útivelli. Markamaskínan Ulf Kirst- en skoraði seinna mark liðsins, en áð- ur hafði Rink komið Leverkusen í for- ystu á 46. mínútu, mark Kirsten kom fjórum mínútum síðar, en Schroth náði að breyta stöðunni í 1-2 á 55. mínútu. 40.000 áhorfendur mættu á Ólympíuleikvanginn í Mtinchen og þar af vom öragglega margir stuðn- ingsmenn Bayem sem gerðu allt sem hægt var til að taka leikmenn Leverkusen á taugum. Hamburger gerði sér lítið fyrir og skellti Dortmund á útivelli. Hrun Dort- mund tekur engan endi og sldlja menn ekki hvemig eitt lið getur hrunið svona saman með alla þessa snjöllu leikmenn. Það var Prager sem kom frá Wolfsburg fyrir þetta tímabil sem gerði sigur- markið á 79. mínútu. Felix Magath heldur áfram að hala inn stig með liði sínu FrankfurL Bielefeld kom í heim- sókn og var leikurinn mikill baráttuleik- ur þar sem hvort liðið sem var hefði get- að farið með sigur af hólmi. Leikmenn Bielefeld hafa barist geysilega vel í síð- ustu umferðum og verið óheppnir. Leiknum lauk með sigri Frankfúrt 2-1. Hertha Berlin vann góðan sigur á Schalke 2-1 sem þar með tapaði sínum fjórða útileik í röð. Alves gerði fyrsta mark leiksins fyrir Beriin, en Daninn Sand jafiiaði leikinn einni mínútu fyrir leikhlé. Það var svo markahrókurinn mikli Preetz sem innsiglaði sigur Ber- línarliðsins með marki á 53. mínútu. Leikurinn var frekar daufur að mati blaðamanna en Eyjólfur Sverrisson lék með Herthu og átti ágætan leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.