Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐIAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR •
Stjórnbúnaður
fyrir ofnhitakerfi
Verð
við allra hœíi
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000
BLAÐ C
Matsverð
ábúða
LÁN íbúðalánasjóðs taka mið af
brunabótamati, ef kaupverð eigfnar
er hærra en það, segir Hallur
Magnússon í þættinum Markaður-
inn. Þetta skiptir máli nú, þegar
verð á húsnæði hefur hækkað veru-
lega. Þegar langt er síðan bruna-
bótamat fór fram, er hugsanlega
hægt að fá nýtt mat. / 2 ►
Heimilið
flutt
I þættinum Vafrað um vefínn íjallar
Brynja Tomer um flutninga. Það er
mikið verk að flytja og ekki sama,
hvernig gengið er frá hlutunum,
þegar pakkað er niður né heldur,
þegar skipuleggja á heimilið á nýj-
um stað. Uppröðun húsgagna skipt-
ir máli og gæta þarf að lýsingu og
birtu. /12 ►
Ú T T E K T
Suður-
Mjódd
SAMKVÆMT nýrri
skipulagstillögu fyrir Suð-
ur-Mjódd, sem er að fara til
kynningar hjá Borgarskipulagi
Reykjavíkur, verður íþrótta-
svæði ÍR stækkað úr 8,7 í 12,8
hektara.
„Möguleikamir verða íjöl-
breyttari. Þama verða iþrótta-
vellir, skokkbrautir og almenn
útivistarsvæði,“ segir Þórarinn
Þórarinsson arkitekt í viðtali
hér í blaðinu í dag, en hann hef-
ur skipulagt svæðið.
Jafnframt er lagt til, að tengi-
braut til Kópavogs verði færð
þannig, að hún liggi samsíða
Reykjanesbraut í framhaldi af
Álfabakka í Norður-Mjódd um
undirgöng undir Breiðholts-
braut.
Ein aðalbreytingin sam-
kvæmt skipulagstillögunni felst
í því, að nú er gert ráð fyrir lóð-
um fyrir verzlun, þjónustu og
skylda starfsemi vestast á svæð-
inu næst Reykjanesbraut. Þar
eiga því eftir að rísa glæsilegar
nýbyggingar í framtíðinni.
„Lóðastærðir á þessu svæði
verða sveigjanlegar eftir óskum
umsækjenda," segir Þórarinn
Þórarinsson. „Svæðið hefur
þann stóra kost, að það gæti
tengzt Smárahverfínu í Kópa-
vogi um undirgöng auk þess
sem það liggur í þjóðbraut með
tilliti til Reykjanesbrautar.“
Þórarinn kveðst eiga von á
mikilli ásókn í þessar lóðir
vegna legu þeirra, enda þótt
ekkert sé hægt að segja um að
svo komnu, hvenær þær koma
til úthlutunar. / 22 ►
Byggingarvísitaian
stórstígari en áður
VÍSITALA byggingarkostnaðar
hækkaði um 2% í apríl ffá mánuðin-
um þar á undan og hefur ekki hækk-
að jafnmikið milli mánaða um árabil.
Vísitalan er nú 244,1 stig (júní
1987=100) og gildir þessi vísitala
fyrir maí.
Samsvarandi vísitala miðað við
eldri grunn er 781 stig (desember
1982 er 100). Hækkun vísitölunnar á
þriggja mánaða tímabili mars-maí
samsvarar 9,5% hækkun á ári, en sl.
tólf mánuði hækkaði byggingarvísi-
talan um 3,7%.
Þessa hækkun byggingarvísitöl-
unnar má rekja til launasamninga
þeirra, sem gerðir voru í apríl.
Nokkrar starfsstéttir eru með lausa
kjarasamninga í haust og í kjölfar
þeirra gætu orðið frekari hækkanir á
byggingarvísitölunni en ekki er
hægt að segja fyrir um hve miklar.
Hins vegar eru ekki líkur á, að
byggingarvísitalan muni hækka um-
talsvert í sumar. í fyrra lækkaði
þessi vísitala lítillega um mitt sumar.
Það sama gerðist líka sumarið 1998.
Byggingarvísitalan er samsett af
kostnaðarþáttum nýbygginga og
ætti því að vera mikill mælikvarði á
verðþróunina á því sviði. Raunin hef-
ur hins vegar verið önnur.
Þegar samdrátturinn ríkti í bygg-
ingariðnaðinum hækkaði byggingar-
vísitalan miklu örar en verð á nýjum
íbúðum og það svo, að í rauninni
mátti tala um verðlækkun á nýju
íbúðarhúsnæði.
Á síðustu misserum hefur þessi
þróun snúizt við og verð á íbúðar-
húsnæði hækkað mun meira en
byggingarvísitalan. „Það hefur orðið
viss verðleiðrétting á markaðnurn,"
segir Ólafur Blöndal hjá fasteigna-
sölunni Gimli. „Verð á nýju húsnæði
var komið svo lágt, að það var jafnvel
orðið ódýrara en notað húsnæði, sem
var í hæsta máta óeðlilegt..
Hækkanirnar undanfarin misseri
eru að sumu leyti ekki óeðlilegar og
raunar tímabærar, enda þótt þær
hafi verið mun meiri en hækkun
byggingarvísistölunnar á sama
tíma."
Vísitala byggingarkostnaðar
1997 til apríl 2000
Byggingavísitala: Júlí 1987 = 100
1997
1998
1999
síðust j 12 mán. (%)
2000
r™ ■ ÞÚ FÆRÐ MEIRA 0,A9°{°
■'á p FYRIR HÚSBRÉFIN ÓK^
.■ HJÁ FJÁRVANGI
Kaupgengi Húsbréfa er mismunandi eftir fjármálastofnunum. Fjárvangur keppist við að bjóða
besta kaupgengið og staðgreiðir Húsbréfin samdægurs. Ráðgjafar Fjárvangs veita allar upp-
lýsingar um kaupgengi Húsbréfa. Hærra kaupgengi þýðir hærra verð fyrir Húsbréfin þín.
fim-
FJÁRVANGUR
L 0 G GILT VEHBBHfFAFYRIBTÆKI
Laugavegi 170 simi 5 40 50 60, www.fjarvangur.is