Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 2
2 E MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 morgunblÁðíd Framkvæmdir hafnar við Hafnarfjörður Áhrif brunabótamats á lán veitingar íbúðalánasjóðs Eign.is bls. 37 Fasteignaland bls. 20 Fasteignamarkaöurinn bls. 10 Fasteignamiöstööin bls. 36 Fasteignasala íslands bls. 39 Fasteignasala Mosfellsb. bls. 38 Fasteignasalan Suöurveri bls. 17 Matsverð íbúðar skal vera kaupverð henn- ar, segir Hallur Magnússon, yfírmaður gæða- og markaðsmála íbúðalánasjóðs. Það skal þó aldrei vera hærra en brunabótamat. AÐ hefur ekki farið fram hjá þeim er eiga í fasteignavið- skiptum að verð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað verulega á undan- förnum misserum. Nú er svo komið að eignir eru oft á tíðum verðlagðar á langtum hærra verði en bruna- bótamat segir til um. Þetta þurfa þeir sem hyggja á fa- steignaviðskipti að hafa í huga því lán íbúðalánasjóðs taka mið af brunabótamati ef kaupverð eignar er hærra en það. Matsverð íbúðar Samkvæmt lögum um húsnæðis- mál má Ibúðalánasjóður skipta fast- eignabréfí og húsbréfum fyrir fjár- hæð sem nemur allt að 70% af matsverði íbúðar, ef umsækjandi er að kaupa eða byggja sína fyrstu íbúð, en annars 65% af matsverði íbúðar. Samkvæmt lögunum skal stjórn íbúðalánasjóðs setja reglur, sem fé- lagsmálaráðherra staðfestir, um eðlilegt matsverð fasteigna. Mats- verðið skal byggjast á viðmiðunum við markaðsverð, brunabótamat, byggingarkostnað og samþykktan kostnað við meiriháttar endurnýjun eða endurbætur á íbúðarhúsnæði. Reglur íbúðalánasjóðs um mats- verð kveða á um að matsverð íbúðar skuli vera kaupverð hennar en þó aldrei hærra en brunabótamat. Matsverð nýrrar íbúðar er hins vegar samþykktur byggingarkostn- aður hennar, en það má þó aldrei verða hærra en kaupverð íbúðarinn- ar eða endanlegt brunabótamat. Sama kaupverð - mismunandi lánsfjárhæð Tökum dæmi um hvernig lán Ibúðalánasjóðs getur verið mismun- andi vegna brunabótamatsins þótt kaupverð íbúðarinnar sé það sama. Dæmi 1. Eign er seld á 9 milljónir króna. Brunabótamat er 10 milljónir. Hús- bréfalán Ibúðalánasjóðs getur num- ið 65% af heildarverði þar sem verð eignarinnar er undir brunabóta- mati. Húsbréfalánið getur því orðið 5.859.000 krónur. Dæmi 2. Eign er seld á 9 milljónir króna. Brunabótamatið er 8 milljónir króna. Húsbréfalán íbúðalánasjóðs getur einungis numið 65% af bruna- bótamati þar sem brunabótamatið er lægra en kaupverð. Húsbréfalán- ið getur því orðið 5.200.000 krónur. Mismunurinn á íbúðalánum þess- ara tveggja íbúða sem keyptar eru á sama verði er 659 þúsund krónur. Úrræði - leiðrétting brunabótamats Þegar ljóst er að verðlagning íbúðar er hærri en brunabótamat og að hámarkslán íbúðalánasjóðs fell- ur ekki innan 65% af brunabóta- Morgunblaðið/Golli mati, þá er mögulegt úrræði að fá brunabótamatið endurmetið. Slíkt er unnt í þeim tilfellum þar sem langt er liðið frá því að íbúð var met- in með tilliti til brunabótamats. Brunabótamatið er á könnu Fast- eignamats ríkisins. Það fer þannig fram að sérfræðingar Fasteigna- matsins skoða íbúðina og meta hvort forsendur eru fyrir því að hækka brunabótamat hennar og þá hversu mikið er rétt að hækka það. Þess ber að geta að vegna mikilla fasteignaviðskipta á undanförnum misserum hefur álag verið mikið á starfsmenn Fasteignamatsins og bið eftir endurmati því nokkur. Það þurfa seljendur íbúða að hafa í huga. Fasteignastofan bls. 32 Fjarfesting bls. 16 Fold bls. 29 Foss bls. 13 Frón bls. 31 Gimli bls. 7 H-gæði bls. 28 Híbýli bls. 23 Holt bls. 14 Hóll bis. 20-21 Hraunhamar bls. 18-19 Húsakaup bls. 33 Húsiö bls. 28 Húsvangur bls. 3 Höföi bls. 15 Kaupendaþjónustan bls. 40 Kjörbýli bls. 38 Kjöreign bls. 6 Lundur bls. 8 Lyngvík bls. 35 Miðborg bls. 11 Séreign bls. 19 Skeifan bls. 12 Stakfell bls. 22 Valhús bls. 17 Valhöll bis. 24-25 Þingholt bls. 25 Lagnakerfamiðstöðina FYRSTA skóflustungan var tekin fyrir skömmu að byggingu Lagna- kerfamiðstöðvar íslands, en henni heíúr verið valinn staður við hliðina á Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins í Keldnaholti. Áformað er að taka bygginguna í notkun næsta haust. Hönnuður hennar er G. Oddur Víðisson aridtekt. Lagnakerfamiðstöðinni er ætlað að þjóna því fólki, sem stundar verklegt og bóklegt nám, bæði á iðnskólastigi og á framhalds- og háskólastigi. I miðstöðinni verður komið fyrir hvers kyns lagnakeríúm og hlutum úr þeim til þess að mæta sem bezt kennslu- og rannsóknaþörf allra, sem til mið- stöðvarinnar leita. Kostnaðaráætlun við byggingu Lagnakerfamiðstöðvarinnar er um 35 millj. kr., tækjabúnaður til kennslu er áætlaður 25-35 millj. kr. og árleg- ur rekstrarkostnaður 12-13 millj. kr. „Mikinn hluta þeirra tjóna, sem verða vegna bilaðra lagna, má rekja til skorts á þekkingu á efnum og til rangra vinnubragða hjá þeim, sem vinna við lagnir og hönnun. Þessu veldur aðstöðuleysið, hvort heldur í iðnskólum eða í háskóla," segir Krist- ján Ottósson, framkvæmdastjóri Lagnakerfamiðstöðvarinnar. „Skortur á þekkingu leiðir til þess að höndum er kastað til lokafrágangs lagnakerfa, sem svo aftur leiðir til þess að ástand þeirra er óviðunandi. Kaupendur fá ekki það sem þeir töldu sig vera að borga fyrir. Líkur á vatnsskaða í byggingum eru af þessum sökum miklu rneiri en þær þyrftu að vera og afleiðingin er mikið fjárhagslegt tjón, bæði fyrir einstaklinga og þjóðfélagið í heild. Slysahættan er þó kannski enn alvar- legri. Þannig er heitt vatn og aðrir heitir vökvar algengustu brunavaldar hjá íslenzkum bömum. Einnig er mikið um loftræstikerfi, sem virka ekki eins og til var ætlazt. Meginástæðan fyrir þessu ófi-emd- arástandi er vankunnátta iðnaðar- og tæknimanna, sem rekja má til algers aðstöðuleysis bæði við frumkennslu og eftirmenntun hönnuða og iðnaðar- manna. Sá ávinningur, sem hlýzt af Lagnakerfamiðstöðinni, á því að gera miklu betur en að vinna þann kostnað upp, sem af henni hlýzt. Með því að hafa alla nauðsynlega aðstöðu á ein- um stað hlýzt líka gríðarlegur spam- aður í stofnkostnaði miðað við þann kostnað, sem hver einstakur skóli þyrfti að leggja í til þess að byggja upp sambærilega aðstöðu. Þá er ekki tekið tillit til stofn- og rekstrarkostn- aðar við sjálft húsnæðið og tækin.“ þeirra, en hún er hreint frábær, ör- stutt frá Suðurhöfninni," sagði Guðjón Árnason ennfremur. „Nán- ast öll umferð til og frá nýja hafn- arsvæðinu liggur framhjá þessum húsum og því hafa þessi hús að geyma frábært tækifæri fyrir alla starfsemi tengda höfninni eða þá fjárfesta." Fasteignasölur í blaðinu í dag Agnar Gústafsson bls. 20 Ás bls. 4 Ásbyrgi bfs. 27 Berg bls. 26 Bifröst bls. 34 Borgir bls. 9 Eignaborg bls. 13 Eignamiðlun bls. 5 Eignaval bls. 30 Húsin standa við Óseyrarbraut 1 og 3 í Hafnarfirði. Fremra húsið hefur verið notað sem fiskvinnsluhús, en í hinu, sem er um 2000 ferm., er rek- in vclsmiðja. Óskað er eftir tilboðum, en þessi hús eru til sölu hjá Fast- eignastofunni. Atvinnuhúsnæði við Suðurhöfnina Morgunblaðið/RAX Jóhannes Zoega, fyrrum hitaveitusljóri og nú heiðursfélagi Lagnafélags íslands, tók fyrstu skóflustunguna að byggingu Lagnakerfamiðstöðvar íslands ásamt þeim Kristjáni G. Sveinssyni, nema í pipulögnum, sem stendur honum á vinstri hönd og Lárusi ívarssyni, nema í blikksmíði, sem stendur honum á hægri hönd. Lagnakerfam- iðstöðinni hefur verið valinn staður við hliðina á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins í Keldnaholti. HJÁ Fasteignastofunni í Hafnar- fírði eru til sölu húseignirnar við Óseyrarbraut 1 og 3 þar í bæ. Að sögn Guðjóns Árnasonar hjá Fast- eignastofunni er húsið við Öseyrar- braut 1 byggt sem fiskvinnsluhús og hefur verið notað sem slíkt. I húsinu við Óseyrarbraut 3, sem er þrjár hæðir, hefur verið rekin vél- smiðja í áraraðir. Óskað er eftir til- boðum i eignir þessar. „Óseyrarbraut 1 er í frekar slæmu ástandi og lítið annað við það að gera en að rífa það hús,“ sagði Guðjón Árnason. „Óseyrar- braut 3 gæti hentað vel sem skrif- stofuhúsnæði og fyrir ýmsa hafn- tengda þjónustustarfsemi, en húsið er um 2.000 ferm. Efsta hæðin er varla meira en fokheld og húsið í heild er farið að þarfnast nokkurs viðhalds, en býð- ur upp á mikla möguleika varðandi breytingar. Einhverjir bygginga- möguleikar eru á lóðunum, sem eru um 5.000 ferm.“ „Það sem gefur þessum húsum svo mikið gildi, er staðsetning Markaðurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.