Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 12
12 E MIÐVIKUDÁGUR 3. MAÍ 2000
MORGUNBLAQIÐ
FASTEIGN AMIÐLQN
SCIÐÖRLANDSBRAÖT 46 (bláu húsin)
SÍMI 568-5556 • FAX 568-5515
MAGNÚS HILMARSSON EYSTEINN SIGURÐSSON BIRNA BENEDIKTSD. ritari.
lögg. fasteignasali. JÓN ÞÓR INGIMUNDARSON
|p Félag Fasteignasala
Sími 568 5556
Opið laugard. 12-14
Einbýli og raðhús
DEILDARAS, AUKAIBUÐ. Vorum að
fá í einkasölu glæsilegt 288 fm einbýlishús á 2
hæðum með innnb. 35 fm bílskúr og 2ja herb.
aukaíbúð á neðri hæð. Fallegar innréttingar.
Glæsilegt útsýni. Fallegur ræktaður garður.
Verð 26,5 millj.
HEIÐARGERÐI, EINBYLI. Vorum að
fá I sölu þetta fallega 110 fm einbýlishús, sem
er hæð og hálfur kjallari ásamt 30 fm bílskúr.
Eignin er mikið endurnýuð. Nýtt eldhús, nýtt
baö, nýtt gegnheilt parket o.fl. 3 svefnherb. eru
á hæðinni og eitt í kjallara. Bílskúrinn er
nýklæddur að innan og er með nýju þaki. Áhv.
húsbréf 5,1 millj. Verð 15,9 millj.
VIÐITEIGUR, MOS. Fallegt raöhús á
einni hæð, 83 fm Fallegar innréttingar. Parket.
Fallegur ræktaður garður. Verð 11,9 millj.
KLEIFARSEL. Vorum að fá í einkasölu
þetta glæsilega einbýlishús á tveimur hæðum
171 fm ásamt 34 fm bílskúr og 50 fm glugga-
lausu rými í kj. 4 til 5 svefnherbergi. Fallegar
stofur. Stórt sjónvarpshol á efri hæð. Fallegur
ræktaöur garður. Verð 18,5 millj.
FANNAFOLD. Fallegt raöhús á einni hæð
með innb. bílskúr, alls 180 fm 4 svefnherb.
Laufskáli úr stofu. Góður suðurgarður með
timburverönd. Verð 18,5 millj.
BLIKAHOFÐI, MOS. Vorum að fá í
einkasölu 100 fm 4ra herbergja íbúð á 3ju hæð
í nýju fjölbýli. Fallegar Ijósar innréttingar. Park-
et. Fallegt útsýni. Stórar suðvestursvalir. Verð
11,2 millj.
RJÚPUFELL LAUS Falieg 4ra herb.
íbúð 110 fm á 4. hæð efstu í nýklæddu húsi.
Parket. Stórar yfirbyggöar svalir í suðvestur.
Laus strax. Verð 9,7 millj.
LAUFENGI. Vorum að fá í sölu sériega fal-
lega 4ra til 5 herbergja 112 fm (búð á 2. hæð í
þessu fallega fjölbýlishúsi. Glæsilegar innrétt-
ingar. Parket. Búr og þvottahús í íbúð. Áhv.
húsbréf 4,4 millj. Verð 11,9 millj2603
ALFHEIMAR. Glæsileg 93 fm íbúð á
efstu hæð, ásamt 15 fm herb í risi, 13 fm herb.
í kjallara og 15 fm geymslu, alls 135 fm Nýlegt
merbau-parket. Sérþvottahús. Gengið úr íbúð
upp í ris. Verð 11,9 millj.
herb. íbúð 100 fm á 2. hæö ásamt 33 fm rúm-
góðum bílskúr. Fallegt útsýni. Suðaustursvalir.
Nýtt bað. Áhv. 4,8 millj. Verð 12,2 millj.
FROSTAFOLD. Gullfalleg og rúmgóð 3ja
herb. 90 fm íbúö á 2. hæð í lyftuhúsi. Pari<et.
Fallegt útsýni. Stórar suöaustursvalir. Áhv.
byggsj. 3,5 millj. Verð 10,5 millj.
J-Wíííúml 1319ti|i
Sillilll
Höfum til leigu 5 bil á jarðhæð
sem eru 110 til 120 fm hvert á
þessum frábæra stað í Linda-
hverfi. Lofthæð 3,80 m. Góðar
innkeyrsludyr á hverju bili. Til af-
hendingar fljótlega. Allar nánari
upplýsingar á skrifstofu okkar.
Bakkastaðir
120 fm sérhæðir
: ^T1
11
SSÍÍSÍ'
jn h i
Höfum til sölu 6 glæsilegar 120 fm sérhæðir með 4 svefnherb. sem er
verið að byggja á þessum eftirsótta stað við golfvöllinn og Korpu.
Ibúðirnar afh. fullbúnar með glæsilegum innréttingum í september
2000. Sér 60 fm garður með neðri hæðum. Húsin afhendast steinuð
að utan og lóðin fullfrágengin. Bílskúr getur fylgt. Einnig hægt að fá
, íb. tilbúnar til innréttinga. Verð frá 12,3 millj.
BtaHBa
mmmmmmamaamsm
RAUÐALÆKUR. Höfum til sölu 3ja til
4ra herb. 95 fm íbúð á 1. hæð í 7 íbúða vel-
viðhöldnu húsi. 2 samliggjandi stofur (sú minni
nýtist í dag sem svefnh). Stórt svefnh. með
256x225x65 cm fataskáp. Stórt, bjart eldhús
með miklu skáparými. Stórt hol sem nýtist sem
boröstofa og til veisluhalds. Sérhiti og sérrafm.
Sérgeymsla og sam. þv. í kjallara. Suðursvalir.
Sérbílastæði á lóð. Verð 10,7 millj.
VESTURBÆR. Sérlega glæsileg og mjög
sérstök 3ja til 4ra herb. íbúö á 4. hæð. Vandað-
ar sérsmíðaðar innréttingar. Stæði í bílskýli
fylgir. Þessi íbúð er í algjörum sérflokki, sjón
er sögu ríkari. Verð 11,5 millj.
Atvinnuhúsnæði
BÆJARLIND, TIL SÖLU EÐA
LEIGU. Vorum að fá í sölu eða til útleigu í
fallegu húsi 242,5 fm verslunarhúsnæði á götu-
hæð. Húsið stendur á besta stað í Lindahverfi.
Til afhendingar fljótlega tilbúið til innréttinga.
Verð 25,9 millj.
HJALLAVEGUR. Falleg 2ja herb. íbúð
60 fm í kjallara í tvíbýli. Góðar innréttingar.
Frábær staðsetning. Sérinngangur. Verð 6,9
millj
FAXAFEN. Höfum til sölu gott 276 fm
verslunarhúsnæöi á götuhæð í stóru versl-
unarhúsi. Góð aðkoma. Næg bílastæði.
Laust fljótlega.
HLÍÐARSMÁRI - VERSLUN-
ARHÚSNÆÐI. Vorum að fá í einka-
sölu glæsilegt 213 fm verslunarhúsnæði á
þessu eftirsótta verslunarsvæði. Húsnæðið
er á götuhæð í þessu fallega húsi.
Alltaf hægt að
fegra heimilið
Vafrað um vefinn
Margir eru í þann mund að skipta um hús-
næði. Brynja Tomer veit af eigin raun að
býsna mikil vinna er að flytja og endur-
skipuleggja nýtt heimili. Hér greinir hún frá
nokkrum vefsíðum, sem teng;jast heimilinu.
AVEFSÍÐU sem heitir Abou-
t.com og hægt er að finna með
því að slá inn: http://www.interior-
dec.about.com er mikill fjöldi af
greinum sem tengjast heimilinu.
Meðal annars er fjallað um samskipti
við innanhúsarkitekta, skipulag
heimilis, húsgögn og flutninga.
í kafla um flutninga er fólk hvatt
til þess að skipuleggja þá tímanlega.
Mælt er með því, þegar verið er að
pakka niður, að skrifað sé á blað
hvað fer í hvern kassa og kassarnir
séu síðan númeraðir. „Verið nákvæm
þegar þið skrifið þetta niður, skrifið
„diskar með blárri rönd, vatnsglös,
hvítir bollar" og svo framvegis held-
ur en „dót úr eldhúsi". Sú nákvæmni
á eftir að borga sig þegar tekið er
upp úr kössunum."
Betra er að hafa fleiri pappakassa
en færri. Mælt er með því að fólk
verði sér úti um miklu fleiri kassa en
það telur sig þurfa. Geymið nokkra
fyrir sjálfan flutningadaginn, en í þá
má setja rúmfatnað, snyrtivörur,
hreingerningadót og annað sem not-
að er fram á síðasta dag.
Sniðugt er að nota liti, til dæmis
tússliti, til að auðkenna kassa sem
tilheyra hverju herbergi. Kassar
sem fara í baðherbergi eru t.d. allir
með grænni rönd, þeir sem tilheyra
eldhúsi með rauðri rönd og svo fram-
vegis. Ráðlegt þykir að pakka saman
hlutum sem eiga saman, til dæmis
framlengingarsnúrum í sama kassa
og millistykki og bókastoðum í sama
kassa og bókum og geisladiskastandi
í sama kassa og geisladiskum.
Ef nauðsynlegt er að taka skápa,
rúm eða önnur húsgögn í sundur fyr-
ir flutninga er gott að setja skrúfur
og önnur tilheyrandi smástykki í um-
slag eða plastpoka og festa vel með
límbandi á viðkomandi húsgagn.
Hreingerningatól og tæki þurfa að
vera áðgengileg eftir að búið er að
tæma húsnæðið, svo hægt sé að þrífa
það áður en nýir eigendur flytja inn.
Gott er að setja hreinsiefni, tusk-
ur, klúta, bursta og þess háttar sam-
an í körfu eða kassa, svo allt sé á vís-
um stað. Best er þó, segja hinir
reynslumiklu, að vera búinn að þrífa
sem mest áður en stóri dagurinn
rennur upp. Glugga, innréttingar og
skápa þarf til dæmis ekki að þrífa á
síðustu stundu, heldur fyrst og
fremst gólf og baðherbergi.
Innanhúsarkitekt til aðstoðar
Á sömu vefsíðu, http://www.mter-
iordec.about.com, er að finna ráðleg-
gingar um innanhúsarkitekta. Mælt
er með því að þjónusta þeirra og
þekking sé nýtt, þegar skipuleggja á
heimili eða breyta því verulega.
„Hlustið, talið og hlustið," eru í
stuttu máli helstu ráðleggingar. Með
því er átt við að snjallt sé að byrja á
því að leyfa fagmanninum að greina
frá vinnulagi sínu og þóknun.
Síðan segið þið honum hvað þið
viljið láta gera og hversu mikið fram-
kvæmdirnar mega kosta. Því meiri
upplýsingar sem ráðgjafinn fær
þeim mun betra. Greinið frá þörfum
fjölskyldunnar og hugmyndum ykk-
ar um heimilið. Ovitlaust er að sýna
innanhússarkitektinum myndir úr
bæklingum og blöðum, sem sýna
hvað ykkur finnst fallegt. Ekki er
heldur úr vegi að sýna honum lita-
spjöld úr málningavörubúð, með lit-
um sem ykkur finnst fallegir, því allt
þetta veitir dýrmætar upplýsingar
um smekk ykkar og hugmyndir.“
Athyglisverð og einkar aðgengileg
vefsíða er: http://www.homefur-
nish.com. Auk þess sem veittar eru
víðtækar upplýsingar, m.a. um
helstu húsgagnaverslanir og sýning-
ar beggja vegna Atlantshafsins er til
dæmis fjallað um það sem hafa ber í
huga þegar verið er að raða upp hús-
gögnum.
í svefnherbergi er rúmið aðalhús-
gagnið, í stofu er það sófi og á skrif-
stofu er það skrifborð. Þessar grunn-
reglur eru kynntar til öryggis, ef
einhver hefði ekki áttað sig á þeim.
Sé fallegt útsýni úr stofunni er eðli-
legt að sófi snúi þannig að úr honum
sé hægt að njóta þess. Sé arinn í að-
alhlutverki ætti sófinn að snúa að
honum, en sé sjónvarpið það sem
mestu skiptir er eðlilegt að snúa hon-
um að því.
Stór húsgögn ættu ekki að standa
of nálægt hvert öðru, heldur ætti að
dreifa þeim um stofuna.Taka þarf til-
lit til sérstöðu hvers herbergis. Séu
stofugluggar til dæmis bogalaga er
fallegt að undirstrika það með rúnn-
uðum sófa eða ávölu borði nálægt
gluggunum.
Notagildi og fegurð
Uppröðun húsgagna á að taka mið
af daglegu lífi heimilisfólksins, auk
þess sem hún á að vera þess eðlis að
húsgögnin njóti sín sem best. Til
dæmis á að vera borð þar sem venjan
er að setjast niður og fá sér kaffibolla
eða snarl. Sömuleiðis þarf nægilegt
sætapláss að vera þar sem venjulega
er setið og spjallað við gesti.
Til þess að fallegur stakur stóll
njóti sín sem best er betra að hafa
hann við hliðina á fallegu borði eða
lampa, en við hliðina á sófasetti.
Einnig þarf að huga að jafnvægi í
uppröðun. Tveir gerðarlegir bólstr-
aðir stólar eru til dæmis fallegri á
móti sófa en hversdagslegir eldhús-
stólar. Stundum er nauðsynlegt að
brjóta upp línur, form og efni til að
mynda jafnvægi. Húsgögn og
skrautmunir þurfa til dæmis að vera
úr mismunandi efniviði, sumt úr
timbri, annað úr málmi og enn annað
úr steini eða gleri. Hornskápar eru
heppilegir til að brjóta upp hvassar
hornalínur og einnig hornhillm’ með
persónulegum munum.
Nýta ber húsnæði vel. Til dæmis
er hægt að gera lítil nytjahom hér og
hvar, lestrarhom í svefnherberginu
og spilahorn fyrir fjölskylduna í
sjónvarpsherberginu. Gera má lang-
an vegg aðlaðandi með því hafa langt
og mjótt borð uppi við hann og raða
fallegum myndum á það. Skrifborð
og vinnuborð ættu alltaf að vera ná-
lægt glugga, til að nýta birtu og njóta
útsýnis
Gæta þarf að lýsingu og birtu þeg-
ar verið er að finna húsgögnum stað.
Dökkur skápur nýtur sín engan veg-
inn í dökku horni og stóll með skær-
litu áklæði virðist glannalegur í
skærri birtu undir glugga. í grein-
inni er umfram allt ítrekað mikilvægi
þess að bi’jóta upp form og línur, án
jjess þó að úr verði allsherjar óreiða.
Setjið kertastjaka eða borðlampa á
borðstofuskenk, stól með háu baki
við hliðina á sófanum, eða sófa þvert
fyrir horn og hafið gerðarlega potta-
plöntu bak við hann.
Gömul hús
Að lokum skal hér getið banda-
rískrar vefsíðu um heimili, sem við
fyrstu sýn virðist ekki upp á marga
fiska. Hana er hægt að skoða með því
að slá inn vefslóðina: http://
www.4moving.com og ef rótað er,
líkt og margir gera á útsölu, má
grafa upp ágætis upplýsingar í
tengslum við heimili og betrumbæt-
ur á því. Prýðileg vefsíða um gömul
hús er: http://www.oldhou-
seweb.com. Auk þess sem ýmis ráð
eru gefin í tengslum við viðgerðir og
viðhald er hægt að skoða margar
myndir, til dæmis af eldhúsum, fal-
legijm gluggum og ömum, sér til
ánægju, eða til að næla sér í hug-
myndir.