Morgunblaðið - 08.06.2000, Side 4

Morgunblaðið - 08.06.2000, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vigdís Finn- bogadóttir heimsækir Lettland FORSETI Lettlands hefur boðið Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta íslands í tveggja daga heim- sókn til Ríga. „Frú Vairu Vike-Freiberga forseti Lettlands bauð mér formlega að koma að heim- sækja sig þegar hún var á íslandi á Kvennaráð- stefnunni síðast- liðið haust,“ sagði Vigdís. „Nú er komið að því að ég er að fara í tvo daga og mér finnst það veru- lega skemmtilegt. Heimsóknin sinn- ir svona böndum milli tveggja kvenna sem hafa gegnt forsetaembætti.“ Vigdís heldur til Ríga í dag og þar tekur frú Vairu Vike-Freiberga for- seti á móti henni. Farin verður skoð- unarferð um gamla borgarhlutann og um kvöldið verður Vigdís gestur menntamálaráðherra Lettlands. Á föstudag mun Vigdís heimsækja íslenskt fyrirtæki, Ís-Baltiks og Nói- Baltiks. Þá verður Hemámssafnið skoðað, farið verður í skoðunarferð í þekktustu leikhúsin í Ríga og í úti- óperuna. Heimsóknin endar þá um kvöldið með hátíðarsýningu í Þjóðar- ópemnni. Vigdís Finnbogadóttir Ljósmynd/Jón G. Guðjónsson Félagamir með fímm hákarla á bryggjunni á Norðurfirði. Lögmaður Gunnars Þórs Jónssonar prófessors um niður- stöðu nefndar vegna tímabundinnar lausnar frá störfum Ennþá í starfi pró- fessors við læknadeild JÓN Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður, lögmaður Gunnars Þórs Jónssonar, prófessors við læknadeild Háskóla Islands, segir að Gunnar Þór sé ennþá í starfi prófess- ors við læknadeild Háskóla fslands eftir niðurstöðu nefndar sem íjallaði um tímabundna brottvikningu hans úr starfi prófessors samkvæmt lög- um um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. Jóhann Ágúst Sig- urðsson, forseti læknadeildar Háskóla íslands, segir að afstaða læknadeildar til málsins sé efnislega óbreytt. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að háskólarektor hefði ekki fullnægt lagaskilyrðum er hann ákv- að að veita Gunnari lausn frá störfum um stundarsakir í desember 1999, en nefndin er skipuð samkvæmt 27. gr. laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins til að rannsaka með- ferð málsins. Gunnari var veitt lausn frá störfum í kjölfar þess að honum hafði verið vikið úr starfi yfirlæknis við slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur, en Hæstiréttur dæmdi upp- sögnina ógilda í síðasta mánuði á þeirri forsendu að háskólinn hefði húsbóndavaldið en ekki sjúkrahúsið. Jón Steinar sagði að í dómi Hæsta- réttar væri tekin til greina aðalmáls- ástæðan sem væri sú að sjúkrahúsið Afstaða lækna- deildar efnislega óbreytt, segir for- seti deildarinnar væri ekki réttur aðili til að segja Gunnari upp starfinu. Starfið væri byggt á samningi sjúkrahússins við Háskólann og hluti af prófessors- starfinu þar í raun og veru og ef spítalinn hefði eitthvað við það að at- huga ætti hann að snúa sér til há- skólans. Réttur aðili hefði því ekki sagt Gunnari upp starfinu og það þýddi áð hann væri ennþá í starfi, sérstaklega þegar það síðan bættist við að sú gerð rektors háskólans að veita honum lausn um stundarsakir stæðist ekki samkvæmt niðurstöðum nefndar sem um það fjallaði sam- kvæmt lögum. Það þýddi sjálfkrafa að hann væri ennþá í starfi sem pró- fessor, en í 27. gr. laganna segði: „Nú hefur embættismanni verið veitt lausn um stundarsakir fyrir meintar misfellur í starfi og skal mál hans þá þegar rannsakað af nefnd sérfróðra manna svo að upplýst verði hvort rétt er að veita honum lausn að fullu eða láta hann taka aftur við embætti sínu.“ Jón Steinar sagði að það hlyti að vera ljóst að í þessari niðurstöðu fæl- ist að Gunnar Þór tæki aftur við embætti sínu. Gera þyrfti upp við hann laun fyrir þann tíma sem liðinn væri og síðan miskabætur vegna þess miska sem þessar ólögmætu uppsagnir hefðu valdið honum, auk annars kostnaðar. Málið í skoðun hjá lögfræðingum Háskólans Jóhann Ágúst Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla íslands, sagði að efnisleg afstaða læknadeildar í málinu væri óbreytt. Málið væri í skoðun hjá lögfræðingum Háskólans og myndi væntanlega skýrast á næstu dögum. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, sagði aðspurður um stöðu málsins að sér virtist þetta mál vera meira á vettvangi háskólans en spítalans þessa dagana. Hann ætlaði ekki að tjá sig efnislega um þetta tiltekna mál, en bæði hæstaréttardómurinn og niðurstaða álitsgerðar nefndar- innar sýndu hins vegar að háskólinn og spítalinn þyftu að setjast yfir sameiginlegt verkefni, sem væri hvernig samskiptum þessara tveggja stofnana væri háttað. Það væri aðkallandi verkefni. Hákarlar í röðum Árneshreppur. Morgunblaðið. LÍTIL sem engin grásleppuveiði hefur verið í Húnaflóa í vor en þess líflegri hákarlaveiði. Nýverið fengu þeir Gunnsteinn Gíslason og Guðmundur Jónsson á Óskari III ST 40 fimm hákarla í lóðirnar í einni viljun og sást að sá sjötti hefði bitið á en losað sig. Þeir félagar sigldu í land með alla fimm hákarlana í einu og voru á sjötta tíma í land sem er venjulega um klukkustundar ferð. Stærsti hákarlinn var tals- vert yfir tonn að þyngd og hinir eitthvað léttari. HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, mun eftir hvítasunnuhelg- ina hitta þá foreldra þroskaheftra barna sem gagnrýndu harðlega um- mæli félagsmálaráðherra um sam- býli fatlaðra í opnu bréfi til for- manns Framsóknarflokksins sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Bréfritarar eru ellefu foreldri þroskaheftra barna í Reykjavík og nágrenni sem lýsa í bréfinu megnri óánægju og vanþóknun á ummælum Óskað eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi FARIÐ verður fram á framleng- ingu gæsluvarðhalds yfir þrítugum manni sem úrskurðaður var í 12 daga gæsluvarðhald 28. maí sl. í tengslum við lát ungrar konu, sem fannst látin fyrir utan fjölbýlishús við Engihjalla í Kópavogi. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknardeildar lögreglunnar í Kópavogi stendur rannsókn máls- ins enrÆá yfir, en ekki hefur verið ákveðið ennþá hversu langt gæslu- varðhald verður farið fram á yfir manninum til viðbótar. og hugmyndum félagsmálaráðherra um sambýli fatlaðra á undanförnum dögum. Beina foreldramir m.a. þeirri spumingu til Halldórs Ás- grímssonar hvort hann taki undir 5 þessi ummæli félagsmálaráðherra. „Ég las þetta bréf í morgun, strax þegar ég vaknaði og ég óskaði strax eftir fundi með því fólki sem skrifaði þetta bréf. Því var vel tekið og ég vonast til þess að hann geti orðið strax eftir hvítasunnuhelgina. Mál sem snerta þennan málaflokk eru af- skaplega viðkvæm," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Morgun- blaðið í gær. Halldór kvaðst ekki vilja ræða efni þess frekar fyrr en hann hefði fengið tækifæri til að ræða við fólkið. Aðspurður hvort Páll Pétursson félagsmálaráðherra yrði einnig á fundinum með foreldrum barnanna sagði Halldór að félagsmálaráðherra væri erlendis. „Þessu bréfi er beint til mín og mér finnst eðlilegt að ég fái tækifæri til að ræða þetta mál við fólkið, en það hefur enginn rætt þetta mál við mig fram til þessa,“ sagði Halldór. Með því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi. Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. ®B0NAÐARBANKINN HEIMILISLÍNAN Trausturbanlá www.blis Halldór Ásgrímsson um gagnrýni í opnu bréfí 11 foreldra þroskaheftra barna Óskaði eftir fundi með foreldrunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.