Morgunblaðið - 08.06.2000, Síða 11

Morgunblaðið - 08.06.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 11 FRÉTTIR Nýr sæstrengur frá landinu var meðal við- fangsefna sem bar á góma á opnum fundi sem Sjálfstæðisflokkur- inn efndi til 1 gær um fjarskipti á nýrri öld. LANDSSÍMINN kannar nú kosti þess að leggja nýjan sæstreng frá austanverðu landinu og verður fjall- að um tillögu þess efnis í stjórn fyr- irtækisins í dag að hafnar verði botnrannsóknir á fyrirhuguðu legu- svæði strengsins. I framhaldi yi’ði farið í undirbúning á útboði á verk- efninu. Jafnframt er langt komin vinna við nýja gjaldskrá Landssím- ans fyrir leigulínur og gagnaflutn- inga á langlínu og má gera ráð fyrir frekari lækkunum en gjaldskráin var síðast endurskoðuð í október í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Þórarins V. Þórarinsson- ar, forstjóra Landssímans, á opnum fundi Sjálfstæðisflokksins um upp- lýsingatækni sem fram fór í gær. Sagði Þórarinn að ný gjaldskrá Landssímans tæki gildi ekki síðar en 1. september næstkomandi og ennfremur upplýsti hann að athug- anir fyrirtækisins hefðu leitt í ljós að hentugast væri að leggja nýjan sæstreng frá Seyðisfirði. Þaðan lægi sæstrengurinn til Færeyja og síðan til Skotlands og yfir á meginlandið. Halldór Kristjánsson, forstjóri Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar, hafði gert að umtalsefni nauðsyn þess að leggja nýjan sæstreng enda gætu íslendingar ekki verið svo al- gerlega háðir kantat-sæstrengnum við Vestmannaeyjar til langframa ætluðu þeir að fóta sig á upplýsinga- hraðbrautinni. Velti hann því fyrir sér hvað menn myndu t.d. gera ef sæstrengurinn bilaði. Staðreyndin væri'sú að eina neyðaráætlunin sem íslendingar hefðu væru gervihnattatengsl en þau tryggðu ekki sömu gæði og ör- yggi fjarskipta. Þórarinn V. Þórar- insson tók undir þessi orð og sagði að lagnings nýs sæstrengs þyrfti að gerast ekki seinna en 2003. Útboð á þriðju kynslóð GSM eða „fegurðarsamkeppni“? I erindi sínu á fundinum svaraði Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra þeirri spurningu játandi að fjarskipti væru forsenda framfara á Islandi. Hann lagði hins vegar áherslu á að þau þyrftu að vera að- Morgunblaðið/Jim Smart Fundurinn í Valhöll var vel sóttur af forystumönnum í fjarskiptageiranum. Landssíminn boðar nýja gjald- skrá í haust gengileg fyrir alla, örugg og ódýr. Sagði hann brýnt að gjaldtöku vegna fjarlægðar yrði eytt, gera þyrfti landið allt að einu gjaldsvæði. Sturla sagði Island hafa verið fyrst allra þjóða til að koma sér upp stafrænu símakerfi. Það hefði verið býsna mikilvægur og góður árang- ur. „En þetta hefur verið allt til þessa dags, að ég vil segja, ekki nægjanlega vel nýtt auðlind fyrir okkur íslendinga," sagði Sturla. Þar þyrfti að verða breyting á, sem og varðandi háhraðatengingar og breiðbandið. Þróunjn í fjarskiptageiranum væri hins vegar hröð. Nú væri þriðja kynslóðin í GSM-farsímakerfinu í augsýn, hin svokallaða UMTS-kyn- slóð. Sagði Sturla að stjórnvöld glímdu nú við þá spurningu hvernig ætti að selja aðgang að þessu kerfi, hvort efna ætti til útboðs eða nota svokallaða „fegurðarsamkeppni". „Maður heyrir ótrúlegar tölur, bæði frá Bretlandi og annars staðar, um það þegar ríkið hefur selt á upp- boði aðganginn að þessari tækni,“ sagði Sturla, „og^ nú liggja ýmsir undir feldi hér á Islandi til þess að velta fyrir sér hvernig við eigum að selja aðganginn að þriðju kynslóð GSM-tækninnar. Um það vil ég ekki segja mikið í dag en staðan eins og hún er nú skapar traustan grundvöll að mínu mati fyrir markmið ríkis- stjórnarinnar á sviði upplýsinga- tækninnar.“ Sturla bætti því við í umræðum að loknum framsöguerindum að vissu- lega væru skiptar skoðanir um það hvaða leiðir skyldi fara í þessum efn- um. Ekki væru allir sammála um að ríkið ætti að stefna að því að tryggja sér sem mestan skammtímahagnað með útboði til að borga önnur verk- efni í t.d. menntamálum. Enn síður væru menn sammála um það að ein- faldlega ætti að afhenda þeim rétt- inn að kerfinu sem til staðar væru á markaðnum enda þekktum við Is- lendingar það úr sjávarútveginum að erfitt væri að afhenda takmark- aða auðlind þeim sem svo vildi til að voru búnir að koma ár sinni fyrir borð. Frumkvæði heimamanna mik- ilvægt hvað varðar íjarvinnslu Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, ræddi nokkuð um þann aðstöðumun sem er varðandi fjarskiptamál á Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn á Akureyri í gær Veruleg eftir- spurn var eftir lánum á liðnu ári LÁNVEITINGAR Byggðastofnun- ar jukust um 7,6% á síðasta ári og námu alls 1.717 milljónum króna. Styrkveitingar stofnunarinnar námu alls 184 milljónum króna sem er 16% hækkun frá árinu áður. Eft- irspurn eftir lánum var veruleg á liðnu ári sem á sér m.a. þá skýringu að nokkrir aðrir opinberir fjárfest- ingarsjóðir hafa hætt störfum og lítil og meðalstór fyrirtæki eiga því færri kosta völ en áður á hagstæðri lánsfjármögnun. Mörg þeirra eru fjármögnuð að hluta með dýrum yf- irdráttarlánum. Á síðustu árum hefur stofnunin jafnt og þétt aukið lánveitingar til ferðaþjónustu. Þetta kom fram á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var á Akureyri í gær. Fjöldi erinda var á dagskrá á ársfundinum, m.a. fjallaði Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður þró- unarsviðs stofnunarinnar, um byggða- og atvinnuþróunarstarf á landsbyggðinni og gerði grein fyrir orsökum búferlaflutninga og breyttu gildismati fólks. Verkefni sem unnið er að á þróunarsviði stofnunarinnar voru kynnt og þá flutti Katinka L. Greve frá Noregi erindi um það hvernig Norðmenn standa að sinni byggðastefnu. Þar í landi er svæðum skipt í nokkra flokka eftir því hversu langt þau eru frá þéttbýlinu og þeir sem fjærst eru búa við margvísleg kjör önnur og hagstæðari en þeir sem þéttar búa. Þá var rætt um nýsköpun á landsbyggðinni eins og hún kemur áhættufjárfestum fyrir sjónir og fjallað um atvinnurekstur kvenna og auð í krafti kvenna. Peningarnir rata rétta leið Við umræður að loknum erindum gerði Egill Jónsson fyrrverandi formaður Byggðastofnunar lánveit- ingar hennai’ að umtalsefni og sagði þær hafa aukist mikið á síð- asta áratug. Þannig hefði um 100 milljónum króna verið varið til lána til iðnaðar og ferðaþjónustu í upp- hafi áratugarins en sú upphæð hefði tífaldast á tímabilinu og næmi nú um einum milljarði króna. Lán- veitingar til sjávarútvegs hefðu hins vegar staðið í stað á tímabil- inu. Hann benti einnig á að þau svæði sem lengst væru frá höfuð- borgarsvæðinu hefðu fengið mest úthlutað. „Peningarnir rata rétta leið, þeir fara þangað sem þeirra er mest þörf, það þarf ekki svo mikla stjórnsýslu í kringum þetta,“ sagði Egill. Þá benti hann á að rúmir 15 milljarðar yrðu til úthlutunar á næstu 4 árum og ef þetta fé ætti ekki að vera um kyrrt í stofnana- veldinu þyrfti fólkið á landsbyggð- inni að bera sig eftir því. Sigbjörn Gunnarsson sveitar- stjóri í Skútustaðahreppi vakti at- hygli fundarmanna á þvi að byggð í Mývatnssveit væri í hættu fengi Kísiliðjan ekki áframhaldandi námaleyfi. Við fyrirtækið væru 75 störf en það jafngilti um 2000 störf- um á Akureyri. Hvatti hann fund- armenn til að standa saman um að verja byggð í Mývatnssveit og Þingeyj arsýslum. Breyta þarf viðhorfí til Byggðastofnunar Karl Matthíasson varaþingmaður sagði í umræðum að margir hefðu svipaða sýn á Byggðastofnun og verið hefði til hreppsnefnda áður fyrr þegar taka þurfti við ómögum, hlutverk stofnunarinnar væri að koma fátæku fólki úti á landi til hjálpar. Þessu viðhorfi þyrfti að breyta. Hann sagði það ákveðna fyrirmynd að nú hefði verið ákveðið að flytja starfsemi stofnunarinnar á Sauðárkrók. Tómas Ingi Olrich alþingismaður sagði að menn þyrftu að hafa ýmis- legt í huga þegar verið væri að bera saman byggðastefnu á íslandi og íNoregi. Með því að fara 50 ár aftur í tímann sæu menn ef til vill betur muninn, en á þeim tíma sem liðinn er hafa íslendingar byggt upp grunnþjónustu sína, sem þegar var til staðar í Noregi á þeim tíma. „íslendingar hafa lyft grettistaki á síðustu hálfu öld, því má ekki gleyma," sagði Tómas Ingi. Víða um land væru 250 til 400 manna byggðarlög þar sem væri blómlegt menningarlíf en í sambærilegum byggðarlögum í útlöndum væri slíku ekki til að dreifa. landsbyggð og á suðvesturhorninu. Sagði hann fljótustu leiðina til að slá á þenslu á höfuðborgarsvæðinu að hrinda þegar í framkvæmd hug- myndum um flutning fjarvinnslu- verkefna á vegum ríkisins út á land. Taldi hann að einkafyrirtæki hlytu einnig að taka við sér því fyrir lægi að vinnuafl væri nægt úti á landi, þar væru öll aðstöðugjöld lægri og aðrar aðstæður þannig að afkoma fyrirtækja ætti að verða mun betri. Einar sagði þróunina hafa verið í þá átt erlendis að fjarvinnsla færðist úr höfuðborgarkjörnunum og út í dreifðari byggðir og undir þetta tók Árni Sigfússon, forstjóri Tæknivals, í sínu erindi en hann sagði Islend- inga skammt á veg komna í þessum efnum. Rakti hann m.a. dæmi frá Irlandi þar sem vel hefur gengið að fjölga verkefnum í fjarvinnslu, t.d. í símaþjónustu, ferðaþjónustu og þar frajn eftir götunum. Árni taldi hins vegar einnig upp nokkur fyrirtæki sem riðið hefðu á vaðið hér á Islandi, m.a. hefðu Sjó- vá-Almennar flutt bakvinnslu sína til ísafjarðar, hluti af 118-upplýs- ingaveitu Landssímans væri rekinn úti á landi og Kaupþing hefði flutt fjarvinnslu sína til Siglufjarðar. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að heimamenn í dreifðari byggðum hefðu frumkvæði að svona verkefn- um, að tryggja yrði verkefni áður en haldið væri af stað með fjarvinnslu- fyrirtæki og að menn þyrftu að gera ráð fyrir undirbúningstíma. Lárétt eða lóðrétt sala Landssímans? Nokkuð var rætt um fyrirhugaða einkavæðingu Landssímans á fund- inum í gær og kom fram hjá Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra að hann gerði ráð fyrir að einkavæð- ingarnefnd skilaði fyrstu tillögum sínum um hvernig staðið skuli að sölu Landssímans um mitt sumar. Eyþór Arnalds, forstjóri íslands- síma, lagði áherslu á að samkeppni bætti í raun rekstur fyrirtækja eins og Landssímans og gerði þau um leið mun verðmætari. Mikilvægt væri hins vegar að standa rétt að sölu Landssímans og velti Eyþór í því sambandi upp þeirri spurningu hvort menn vildu selja fyrirtækið í heild eða hluta. Margir hefðu talað um að selja bæri Landssímann í tveimur láréttum einingum, þ.e. að grunnnet og þjónusta yrðu aðskilin. Hitt bæri hins vegar líka að skoða, að selja fyrirtækið í lóðréttum ein- ingum eins og fyrirtæki á Spáni og í Þýskalandi hefðu gert með góðum árangri. Þar nefndi Eyþór sem dæmi að markaðssetja mætti Int- ernet-deild Landssímans eða GSM- hlutann sérstaklega. Ráðherra upplýsinga- mála í Kína í heimsókn DING Guangen, ráðherra upplýsingamála í Kína, er í opinberri heimsókn á Islandi 7.-9. júní ásamt sendinefnd. I heimsókninni mun ráð- herrann hitta forseta íslands og eiga fund með Geir H. Haarde, starfandi forsætis- ráðherra. Hann mun kynna sér starfsemi fjölmiðla á Is- landi og heimsækja m.a. Morgunblaðið, Ríkissjónvarp- ið og Stöð 2. Ding Guangen mun einnig eiga fundi með menntamálanefnd Alþingis og fulltrúum menntamálaráðun- eytisins, heimsækja hugbún- aðarfyrirtæki og Þjóðmenn- ingarhúsið. Kínverski ráðherrann mun auk þessa heimsækja Grindavíkurbæ og kynna sér starfsemi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi ásamt Bláa Lóninu. Á fundum ráðherrans verða rædd tvíhliða samskipti ís- lands og Kína, fjölmiðlalög- gjöf, fjarskiptatækni o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.