Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 ER KRISTNI KOM AISLAND MORGUNBLAÐIÐ AUÐUR DJÚPÚÐGA NEMUR LAND VIÐ BREIÐAFJÖRÐ I Ur Landnámabók. Hún er eitt helsta grundvallarrit ís- lenskrar sögu og fjallar um atburði tímabilsins 870-930. Höfundur er talinn vera Ari fróði Þorgilsson (1067-1148). Auður nam öll Dalalönd í innanverðum firð- inum frá Dögurðará til Straumuhlaupsár. Hún bjó í Hvammi við Aurriðaós; þar heita Auðartóftir. Hún hafði bænahald sitt á Krosshólum. Þar lét hún reisa krossa, því að hún var skírð og vel trúuð. Þar höfðu frænd- ur hennar síðan átrúnað mikinn á hólana. Var þá gerður hörgur, er blót tóku til; trúðu þeir því, að þeir dæju í hólana... Auður var vegskona mikil. Þá er hún var ellimóð, bauð hún til sín frændum sínum og mágum og bjó dýrlega veislu. En er þrjár nætur hafði veisl- an staðið, þá valdi hún gjafir vinum sínum og réð þeim heilræði; sagði hún, að þá skyldi standa veislan enn þrjár nætur. Hún kvað það vera skyldi erfi sitt. Þá nótt eftir and- aðist hún og var grafin í flæðarmáli, sem hún hafði fyrir sagt, því að hún vildi eigi liggja í óvígðri mold, er hún var skírð. Eftir það spilltist trú frænda hennar. LANDSÝN PAPANNA. STEINDUR GLUGGI i BESSASTAÐAKIRKJU. FINNUR JÓNSSON1956. ÍRSKIR MUNKAR IPAPEY í aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heil- agur gerði, er getið eylands þess, er Týli heitir og á bókum er sagt, að liggi sex dægra sigling í norður frá Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á vetur og eigi nótt á sumar, þá er dagur er sem lengstur. Til þess ætla vitrir menn það haft, að Island sé Týli kallað, að það er víða á landinu, er sól skín um nætur, þá er dagur er sem lengstur, en það er víða um daga, er sól sér eigi, þá er nótt er sem lengst. En Beda prestur and- aðist 735 árum eftir holdgun drottins vors, að því er ritað er, og meir en hundrað árum fyrr en ísland byggðist af Norðmönnum. En áður en f sland byggðist af Noregi, voru þar þeir menn, er Norðmenn kalla Papa; þeir voru menn kristnir, og hyggja menn, að þeir hafi verið vestan um haf, því að fundust eftir þeim bækur írskar, bjöllur og baglar og enn fleiri hlutir, þeir er það mátti skilja, að þeir voru Vestmenn; það fannst í Papey austur og í Papýli; enn er og þess getið á bókum enskum, að í þann tíma var farið milli land- anna. ! I MINNISVARÐI UM AUÐI DJUPUÐGU A KROSSHOLUM í DOLUM. DRAUMFARIR SIGNYJAR Úr Harðar sögu og Hólmverja. Hún er talin rituð á 14. öld, en fjallar um atburði tímabilsins 940-980. Það er sagt að Signýju Valbrandsdóttur dreymdi draum einn. Hún þóttist sjá tré eitt mikið í rekkju þeirra Grímkels, fagurt mjög og svo rótmikið að í ölí húsin heima þar á bænum tóku rætur trésins en ekki þótti henni blómið svo mikið á vera sem hún vildi. Hún sagði drauminn Þórdísi fóstru sinni en hún réð svo að þau Grímkell mundu barn eiga og mundi það vera mikið og virðulegt. Kveðst hún hyggja það svein vera „og mun mörgum þykja mikils um hann vert sakir fram- kvæmdar sinnar en ekki kæmi mér það á óvart þó að eigi stæði hans hagur með hinum mesta blóma áður lúki, sakir þess að þér þótti tréið það hið mikla eigi með svo miklum blóma sem þú vildir. Og ekki er víst að hann hafi mikið ástríki af flestum frændum sínum." Litlu síðar fæddi Signý sveinbarn. Sá var Hörður nefndur. Hann var snemma mikill vexti og vænn að áliti en ekM dálega bráðger fyrst í því að hann gekk eigi einn saman þá er hann var þrevetur að aldri. Þetta þótti mönnum kynlegt og eigi bráðgervilegt svo sem hann var frá- gerðamaður að öllu öðru. Og þann dag er hofhelgi var haldin að Ölfus- vatni, því að Grímkell var blótmaður mikill, sat Signý á stóli sínum á miðju stofugólfi. Bjóst hún þá um og lá men hennar hið góða í knjám henni. Sveinninn Hörður stóð við stokk og gekk nú hið fyrsta sinni frá stokkinum og til móður sinnar og rasaði að knjám henni. Menið hraut á gólfið fram og brast í sundur í þrjá hluti. Signý reidd- ist mjög og mælti: „111 varð þín ganga hin fyrsta og munu hér margar illar eftir fara og mun þó versthinsíðasta." Húnkvaðvísu: Braut í sundur fyrir sætu Sírnis hljóða men góða. Ýtatrúegaðengibæti auðar hlíði það síðan. Gangr varð ei góður hins unga gulls lystis hinn fyrsti. Hverr mun héðan af verri. Hneppstur mun þó hinn efstí. Grímkell kom í því í stofuna og heyrði hvað hún kvað. Hann greip upp sveininn þegjandi og reiddist mjög þessum orðum og kvað vísu: Auðs hefir átta beiðir ógóðasérmóður. Hann nam fyrst að íinna fljóðs nýgenginn jóða bræðiorðþauerbeiðir brennusjós mun kenna. Atkvæði lifa lýða lengur en nokkur drengja Svo var Grímkell reiður orðinn að hann vildi eigi að sveinninn væri heima þar. Hann fer og hittir Grím og Guðríði og biður þau taka við Herði og fæða hann þar upp. Þau kváðust það gjarna vilja og tóku fegin við og þótti góð send- ingívera. Einum vetri fyrr höfðu þau Grímur og Guð- ríður son átt er þau létu Geir heita. Hann var snemma mikill og vænlegur og vel að íþróttum búinn, þess að hann skorti þó um allt við Hörð. Uxu þeir nú upp báðir samt og varð skjótt ást- úðlegt með þeim. Signý undi nú verr eftir þetta en áður og var nú sýnu færra með þeim Grím- katli en fyrr. Enn dreymdi hana draum að hún sæi tré eitt mikið sem fyrr, í rótum mest, lima- margt og gerði á blóm mikið. Þann draum réð fóstra hennar enn til barngetnaðar þeirra á milli og mundi vera dóttir og lifa eftir ætt stór er henni sýndist limamargt tréið „en þar er þér þótti það bera blóma mikinn mun merkja siða- skipti það er koma mun og mun hennar afkvæmi hafa þá trú sem þá er boðin og mun sú betri." I \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.