Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ER KRISTNIKOM AISLAND FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 C 5 Uppruni landnámsmanna samkvæmt Landnámabók 1 Kristnir landnámsmenn á íslandi ' '¦' h ¦ If w ¦ ¦ • il • '¦^¦^>: ___________ -' 1MC~ " i»^A:;;:. <» *" rflSk ': Fjöldi landnámsmanna * -':;^sj| ¦ C/Mfc:,; í hverju héraði ¦ Auður djúpúðga Jörundur hinn kristni Ásólfur alskík Helgibjóla Æ Orlygurgamii /~ ------------------- Ketill fíflski y '."¦ FráNoregi ÆW^ Frá Bretlandi 60-753"6''' « Œ?% og Irlandi ------------45-60 mm^m * -----------30_4S FráSvíþJóð . Frá.skosku _______15-30 og Danmorku '¦¦-„ eyiunum laeoaiæm MYS SVO STORAR SEM KETTIR Úr Heimskringlu. Kblbeinn sterki hét maður er var með Ólafi konungi. Hann var kynjaður úr Fjörðum. Hann hafði þann búnað jafnan að hann var gyrður sverði og hafði ruddu mikla í hendi er menn kalla klubbu. Konungur mælti við Kolbein að hann skyldi vera næst honum um morguninn. Síðan mælti hann við menn sína: „Gangið þér þannig í nótt sem skip bónda eru og borið raufar á öllum en ríðið í brott eykjum þeirra af bæjum þar sem þeir eru á." Og svo var gert. En konungur var þá nótt alla á bænum og bað guð þess að hann skyldi leysa það vandræði með sinni mildi og miskunn. En er konungur hafði lokið tíðum, og var það mót degi, síðan fór hann til þings. En er hann kom á þing þá voru sumir bændur komnir. Þá sáu þeir mikinn fjölda búenda fara til þings og báru í milli sín mannlíkan mikið, glæst allt með gulli og silfri. En er það sáu bændur þeir er á þinginu voru þá hljópu þeir allir upp og lutu því skrímsli. Síðan var það sett á miðjan þingvöll. Sátu öðrum megin búendur en öðrum megin konungur og hans lið. Síðan stóð upp Dala-Guðbrandur og mælti: „Hvar er nú guð þinn konungur? Það ætla ég nú að hann beri heldur lágt hökuskeggið og svo sýnist mér sem minna sé karp þitt nú og þess hyrnings er þér kallið biskup og þar situr í hjá þér heldur en fyrra dag, fyrir því að nú er guð vor kominn er öllu ræður og sér á yður með hvössum augum og sé ég að þér eruð nú felms- fullir og þorið varla augum upp að sjá. Nú fellið niður hindurvitni yðar og trúið á goð vort er allt hefir ráð yðar í hendi," og lauk sinni ræðu. Konungur mælti við Kolbein svo að bændur vissu ekki til: „Ef svo ber að í erindi mínu að þeir sjá frá goði sínu þá slá þú hann það högg sem þú mátt mest með ruddunni." Síðan stóð konungur upp og mælti: „Margt hefir þú mælt í morgun til vor. Lætur þú kyn- lega yfir því er þú mátt eigi sjá guð vorn en vér væntum að hann muni koma brátt til vor. Þú ógnar oss guði þínu er blint er og dauft og má hvorki bjarga sér né öðrum og kemst engan veg úr stað nema borinn sé og vænti ég nú að hon- um sé skammt til ills. Og lítið þér nú til og sjáið í austur, þar fer nú guð vor með ljósi miklu." Þá rann upp sól og litu bændur allir til sólar- innar. En í því bili laust Kolbeinn svo goð þeirra svo að það brast allt í sundur og hlupu þar út mýs svo stórar sem kettir væru og eðlur og ormar. En bændur urðu svo hræddir að þeir flýðu, sumir til skipa en þá er þeir hrundu út skipum sínum þá hljóp þar vatn í og fyllti upp og máttu eigi á koma. En þeir er til eykja hlupu, þá fundu eigi. Síðan lét konungur kalla búendur og segir að hann vill eiga tal við þá og hverfa búendur aftur og settu þing. Og stóð konungur upp og talaði: „Eigi veit eg," segir hann, „hví sætir hark þetta og hlaup er þér gerið. En nú megið þér sjá hvað guð yðar mátti er þér báruð á gull og silfur, mat og vistir og sá nú hverjar véttir þess höfðu neytt, mýs og ormar, eðlur og pöddur. Og hafa þeir verr er á slíkt trúa og eigi vilja láta af heimsku sinni. Takið þér gull yðar og gersemar er hér fer nú um völlu og hafið heim til kvenna yðar og berið aldrei síðan á stokka eða á steina. En hér eru nú kostir tveir á með oss, annað tveggja að þér takið nú við kristni eða haldið bardaga við mig í dag og beri þeir sigur af öðrum í dag er sá guð vill er vér trúum á." Þá stóð Guðbrandur upp og mælti: „Skaða mikinn höfum vér farið um guð vort. Og þó með því að hann mátti ekki oss við hjálpa þá viljum vér nú trúa á þann guð sem þú trúir." Og tóku þá allir við kristni. Þá skírði biskup Guðbrand og son hans og setti þar eftir kenni- menn og skildust þeir vinir sem fyrr voru óvin- ir. Og lét þar Guðbrandur gera kirkju í Dölun- um. 1 !¦ HELGIMAGRI BLENDINN í TRÚNNI Úr Landnámabók. Helgi hinn magri fór til íslands með konu sína og börn; þar var og með honum Há- mundur heljarskinn, mágur hans, ér átti Ingunni, dóttur Helga. Helgi var blandinn mjög í trú; hann trúði á Krist, en hét á Þór til sjófara og harðræða. Þá er Helgi sá ís- land, gekk hann til frétta við Þór, hvar land skyldi taka, en fréttin vísaði honum norður um landið. Þá spurði Hrólfur, sonur hans, hvort Helgi mundi halda í Dumbshaf, ef Þór vísaði honum þangað, því að skipverjum þótti mál úr hafi, er áliðið var mjög sumarið. Helgi tók land fyrir utan Hrísey, en fyrir innan Svarfaðardal. Hann var hinn fyrsta vetur á Hámundarstöðum. Þeir fengu vetur mikinn. Um vorið gekk Helgi upp á Sólar- fjöll; þá sá hann, að svartara var miklu að sjá inn til fjarðarins, er þeir kölluðu Eyjafjörð af eyjum þeim, er þar lágu úti fyrir. Eftir það bar Helgi á skip sitt allt það, er hann átti, en Hámundur bjó eftir. Helgi lenti þá við Galt- arhamar; þar skaut hann á land svínum Skyldleiki kristinna landnámsmanna Veðrar-Grímur Björn buna Vélaug Ketill flatnefur Hrappur Helgi Ketill flatnefur Helgi bjóla 1—I Auður Jórunn Þórunn djúpúðga manvitsbrekka hyrna Ketill fíflski tveimur, og hét gölturinn Sölvi; þau fundust þremur vetrum síðar í Sölvadal, og voru þá saman 70 svína. Helgi kannaði um sumarið hérað allt og nam allan Eyjafjörð milli Siglu- ness og Reynisness og gerði eld mikinn við hvern vatnsós og helgaði sér svo allt hérað. Hann sat þann vetur að Bfldsá, en um vorið færði Helgi bú sitt í Kristsnes og bjó þar, meðan hann lifði. I búfærslunni varð Þórunn léttari í Þórunnareyju í Eyjafjarðará; þar fæddi hún Þorbjörgu hólmasól. Helgi trúði á Krist og kenndi því við hann bústað sinn. Ketill fíflski Úr Landnámabók. Maður hét Ketill hinn fíflski, son Jórunn- ar manvítsbrekku, dóttur Ketils fiatnefs; hann fðr af Suðureyjum til ísiands: (hann) var kristlnn; hann rtam land tnílli Geiríandsár og Fj ardarár fyrir ofan Nýkoma. Ketill bjó f Kirkjubæ; þar höfðu áður setlð papar og eigi máttu þar helðnlr menn búa. GISLI SURSSON LÆTUR PRÍMSIGNAST Úr Gísla sögu Súrssonar. Hún er talin rituð snemma á 13. öld, en fjallar um atburði tímabilsins 950-980. í þenna tíma réð fyrir Noregi Haraldur grá- feldur. Þorgrímur og Þorkell komu að norð- ur í Þrándheim og hittu þar konunginn, gengu fyrir hann og kvöddu hann en hann tók þeim vel. Gerðust þeir honum hand- gengnir. Varð þeim gott til fjár og virðingar. Þeir Gísli voru úti meir en hundrað dægra og sigldu um veturnáttaskeið að Hörðalandi í miklu fjúki og ofviðri á náttarþeli og brutu þeir skipið í spón en héldu fé sínu og mönn- um. Maður hét Skegg-Bjálfi. Hann átti skip í förum og ætlaði til Danmerkur. Þeir Gísli föluðu hálft skip að honum. En hann kveðst spurt hafa að þeir voru góðir drengir og gaf hann þeim skipið hálft og launa þeir þegar meir en fullu í fjárhlutum. Þeir héldu nú suður til Danmerkur og í þann kaupstað er í Vébjörgum heitir. Þar voru þeir um vetur- inn með þeim manni er Sigurhaddur hét. Voru þeir þar þrír saman félagar, Gísli og Vésteinn og Bjálfi, og var vingott með þeim og mikið gjafavíxl. I þenna tíma var kristni komin í Danmörk og létu þeir Gísli félagar prímsignast því að það var í þann tíma mikill siðvani þeirra manna er í kaupferðum voru og voru þeir þá í öllu samneyti með kristnum mönnum. Um vorið snemma bjó Bjálfi skip sitt til íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.