Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 ER KRISTNI KOM Á ÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ ÞORVALDUR VIÐFORLIOG FRIÐ- REKUR BISKUP BOÐA KRISTNI Úr Þorvalds þætti víðförla. Hann er talinn ritaður á 13. öld af Gunnlaugi munki Leifssyni. á Þingeyrum (d. 1218/1219). Þorvaldur Koðránsson og Friðrekur biskup stunduðu trúboð á íslandi á árunum 981-986. Þessu næst sem Þorvaldur hafði farið víða um lönd, tók hann trú rétta og var skírður af saxlenskum biskupi þeim er Friðrekur hét og eftir það bað hann Friðrek biskup með öllu kostgæfi að hann mundi fara til íslands með honum að prédika guðs erindi og leita að snúa til guðs föður hans og móður og öðrum náfrændum hans. Biskup játaði því gjarna og fór til íslands síðan og greiddist vel þeirra ferð. Koðrán tók vel við syni sínum. Voru þeir Þor- valdur og biskup hinn fyrsta vetur að Giljá með Koðráni við þrettánda mann. Tók Þorvaldur þegar að boða guðs erindi frændum sínum og þeim öllum er hann komu að finna, því að bisk- upi var ókunnug tunga landsmanna, og snerust nokkrir menn til réttrar trúar fyrir orð Þor- valds á þeim vetri. En nú skal fyrst segja hversu hann leiddi til sanns átrúnaðar föður sinn og hans heimamenn. Á nokkurri hátíð, þá er Friðrekur biskup með sínum klerkum framdi tíðagerð og guðlegt emb- ætti, var Koðrán nær staddur meir saMr for- vitni en hann ætlaði sér að samþykkja að sinni þeirra siðferði. En er hann heyrði klukknahljóð og fagran klerkasöng og kenndi sætan reykels- isilm, en sá biskup veglegum skrúða skrýddan og alla þá er honum þjónuðu, klædda hvítum klæðum með björtu yfirbragði og þar með birtu mikla um allt húsið af fögru vaxkertaljósi og aðra þá hluti sem til heyrðu því hátíðarhaldi, þá þóknuðust honum allir þessir hlutir heldur vel. En á þeim sama degi kom hann að Þorvaldi syni sínum og mælti: „Nú hefi ég séð og nokkuð hugleitt hversu alvörusamlega þjónustu þér veitið guði yðar, en þó eftir því sem mér skilst eru mjög sundurleitir siðir vorir, því að mér sýnist að guð yðar mun gleðjast af ljósi því er vorir guðar hræðast. En ef svo er sem ég ætla, þá er þessi maður sem þú kallar biskup yðar spámaður þinn því að ég veit að þú nemur að honum alla þá hluti er þú boðar oss af guðs þíns hálfu. En ég á mér annan spámann, þann er mér veitir mikla nytsemd. Hann segir mér fyrir marga óorðna hluti. Hann varðveitir kvikfé mitt og minnir mig á hvað ég skal fram fara eða hvað ég skal varast og fyrir því á ég mikið traust und- ir honum og hefi ég hann dýrkað langa ævi, en misþokkast þú honum mjög og svo spámaður þinn og siðferði ykkar og af letur hann mig að veita ykkur nokkra viðsæming og einna mest að taka ykkar sið." Þorvaldur mælti: „Hvar byggir spámaður þinn?" Koðrán svarar: „Hér býr hann skammt frá bæ mínum, í einum miklum steini og veglegum." Þorvaldur spurði hversu lengi hannhefðiþarbúið. Koðrán sagði hann þar byggt hafa langa ævi. „Þá mun ég," segir Þorvaldur, „setja hér til Morgunblaöiö/RAX I^^H ¦ F^m t - ¦ WBL ¦.'- I .. - , —-.' s,- * /.¦.... H. . : ,~ :: ,__;i,ii..".*.___—_____:__-------- ' MiNNISVARÐI UM ÞORVALD VÍÐFÖRLA OG FRIÐREK BISKUP VIÐ STÓRU-GIUÁ {A-HÚNAVATNSSÝSLU. Morgunblaöið/RAX ÞORVALDUR MÆLTI: „HVAR BYGGIR SPÁMAÐUR ÞINN?" KOÐRÁN SVARAR: „HÉR BÝR HANN SKAMMT FRÁ BÆ MÍNUM, í EINUM MIKLUM STEINI OG VEGLEGUM.' máldaga með okkur, faðir. Þú kallar þinn spá- mann mjög styrkan og segir þig á honum hafa miMð traust. En biskup er þú kallar minn spá- mann en auðgætlegur og ekki aflmikill, en ef hann má fyrir kraft himnaguðs þess er vér trú- um á reka brottu spámann þinn af sínu styrka herbergi, þá er rétt að þú fyrirlátir hann og snúist til þess hins styrkasta guðs, skapara þíns, sem er að sönnu guð og enginn styrkleikur má sigra. Hann byggir í eilífu Ijósi, þangað er hann leiðir alla á sig trúandi og sér trúlega þjónandi, að þeir lifi þar með honum í óumræðilegri sælu utan enda. Og ef þú vilt snúast til hins háleita himnakonungs, þá mátt þú skjótt skilja að þessi er þig af letur að trúa á hann er þinn fullkominn svikari og hann girnist að draga þig með sér frá eilífu fjósi til óendanlegra myrkra. En ef þér sýnist sem hann geri þér nokkra góða huti, þá gerir hann það allt til þess að hann megi því auð- veldlegar þig fá svikið ef þú trúir hann þér góð- an og nauðsynlegan." Koðrán svarar: ,Auðséð er mér það að sundurleitur er skilningur ykkar biskups og hans og eigi síður skil ég það að með kappi miklu fylgja hvorir sínu máli. Og alla þá hluti sem þið segið af honum, slfkt hið sama flyt- ur hann af ykkur. En hvað þarf hér að tala margt um? Þessi máldagi sem þú hefir á sett mun prófa sannindi." Þorvaldur varð glaður við ræðu föður síns og sagði biskupi allan þennan málavöxt og samtal þeirra. Á næsta degi eftir vígði biskup vatn, fór síðan með bænum og sálmasóng og dreifði vatninu umhverfis stein- inn og svo steypti hann því yfir ofan, að allur varð votur steinninn. Um nóttina eftir kom spámaður Koðráns að honum í svefni og með dapurlegri ásjónu og skjálftafullur sem af hræðslu og mælti til Koð- ráns: „Illa hefir þú gert er þú bauðst hingað mönnum þeim er á svikum sitja við þig svo að þeir leita að reka mig brott af bústað mínum, því að þeir steyptu vellanda vatni yfir mitt herbergi svo að börn mín þola eigi litla kvöl af þeim brennandi dropum er inn renna um þekjuna. En þó að slflct skaði sjálfan mig eigi mjög, þá er allt að einu þungt að heyra þyt smábarna er þau æpa af bruna." En að morgni komanda sagði Ljósmynd/Thor Nielsen OLAFUR KONUNGUR SKÍRIR HALLFREÐ Ur Hallfreðar sögu. Hún er talin rituð um miðja 13. öld, en fjallar um atburði tímabilsins 940-1000. Ólafur konungur gekk einn dag um stræti en nokkrir menn gengu í móti honum. Sá fagnaði konungi er fyrstur gekk. Konungur spurði þann mann að nafni. Hann nefndist Hallfreður. Konungur mælti: „Ert þú skáldið?" Hann svarar: „Kann eg að yrkja." Konungur mælti: „Þú munt vilja trúa á sannan guð en kasta forneskju og illum átrúnaði. Þú ert maður skörulegur og ein- arðlegur og er þér einsætt að þjóna eigi lengur fjanda." Hallfreður svarar: „Vel getur þú um talað konungur en eigi mun eg láta kauplaust skírast." Konungur mælti: „Hvað er til mælt?" „Það," sagði Hallfreður, „að þú konungur sjálfur veitir mér guðsifjar. Af engum manni öðrum vil eg það embætti þiggja." Konungur sagði að hann vill það til vinna. Var þá Hallfreður skírður og allir hans skip- verjar. Hélt Ólafur konungur Hallfreði und- ir skírn. Þess getur Hallfreður í einni drápu er hann orti um Ólaf konung: Hlaut eg þann er æðstr var einna, eg sanna það, manna undir niðbyrði Norðra norðr guðfóður orðinn. Síðan er Hallfreður var skírður fékk kon- ungur hann í hendur móðurbræðrum sínum, Karlshöfði og Jósteini, að þeir skyldu kenna honum credo og pater noster. Tóku þá og trú Brandur hinn örvi og þeir bræður, synir Breiðár-Skeggja og allir aðrir íslendingar þeir sem þar voru í bænum. STYTTA AF ÓLAFITRYGGVASYNI f ÞRÁNDHEIMI ( NOREGI. ÞRÁNDHEIMUR HÉT NIÐARÓS FRAM TIL UM 1400. Koðrán syni sínum eftirspyrjanda þessa alla hluti. Þorvaldur gladdist við og eggjaði biskup að hann skildi halda fram uppteknu efni. Biskup fór tO steinsins með sína menn og gerði allt sem fyrri dag og bað almáttugan guð kostgæfilega að hann ræki fjandann á brottu og leiddi manninn tiLlijálpar. Á næstu nótt eftir sýndist sá hinn flærðarfulli spámaður Koðráni mjög gagnstaðlegur, því sem fyrr var hann vanur að birtast honum með björtu og blíðlegu yfirliti og ágætlega búinn, en nú var hann á svörtum og herfilegum skinn- stakki, dökkur og illilegur í ásjónu og mælti svo til bónda með sorgfullri og skjálfandi raust: „Þessir menn stunda fast á að ræna okkur báða okkar gæðum og nytsemdum er þeir vifja elta mig á brott af minni eiginlegri erfð, en svipta þig vorri elskulegri umhyggju og framsýnileg- um forspám. Nú gerir þú svo mannlega að þú rekur þá brott, svo að við þörfnumst eigi aUra góðra hluta fyrir þeirra ódyggð, því að aldrei skal ég flýja en þó er þungt að þola lengur allar þeirra illgerðir og óhægindi." Alla þessa hluti og marga aðra er sá fjandi hafði talað fyrir Koðráni sagði hann syni sínum um morguninn. Biskup fór til steinsins hinn þriðja dag með því móti sem fyrr. En sá hinn illgjarni andi sýndist bónda um nóttina eftir hið þriðja sinn með hryggilegu yfir- bragði og bar upp fyrir hann þess háttar kvein með snöktandi röddu og sagði svo: „Þessi vond- ur svikari, biskup kristinna manna, hefir af sett mig allri minni eign. Herbergi mínu hefur hann spillt, steypt yfir mig vellanda vatni, vætt klæði mín, rifið og ónýtt með öllu. En mér og mínu hyski hefur hann veitt bótlausan bruna og hér með rekið mig nauðugan langt í brott í auðn og útlegð. Nú hfjótum við að skifja bæði samvistu og vinfengi og gerist þetta allt af einu saman þínu dyggðarleysi. Hugsa þú nú hver þitt góss mun héðan af varðveita svo dyggilega sem ég hef áður varðveitt. Þú kallast maður réttlátur og trúlyndur en þú hefir umbunað mér illu gott." Þá svarar Koðrán: „Eg hef þig dýrkað svo sem nytsamlegan og styrkan guð meðan ég var óvitandi hins sanna. En nú með því að ég hef reynt þig flærðarfullan og mjög ómeginn, þá er mér nú rétt og utan allan glæp að fyrirláta þig en flýja undir skjól þess guðdóms er miklu er betri og styrkari en þú." Við þetta skildu þeir með styggð en engum blíðskap. Því næst var skírður Koðrán bóndi og kona hans Járngerður og aðrir heimamenn, utan Ormur sonur hans vildi eigi skírast láta það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.