Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 12
12 C FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 ER KRISTNIKOM AISLAND MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX A FORNASTOÐLI VIÐ SKALHOLT VORU JON BISKUP ARASON OG SYNIR HANS, BJORN OG ARI, HALSHOGGNIR 7. NOVEMBER 1550. JÓN ARASON OG SYNIR HANS TEKNIR HÖNDUM Úr Biskupasögum Jóns Halldórssonar (1665-1737) í Hítardal. J; "ón biskup og synir hans riðu frá Skálholti suður til Viðeyjarklausturs; skikkaði hann þar öllu niður svo sem verið hafði í ábótanna tíð og innsetti þar aftur Alexíus ábóta Pálsson, sem verið hafði seinasti ábóti þar. Þaðan reið hann vestur til Helgafells og setti þar inn aftur Narfa, gamlan ábóta, sem verið hafði fyrir Halldór ábóta Tyrfingsson, og skipaði að halda alla þá gömlu siði; og hvar sem hann fór um stiftið skipaði hann að halda við makt hinum forna átrúnaði og öllum pápiskum siðum, framdi og sjálfur vígslur, fermingar og annað þvílíkt, en fyrirbauð og forbannaði strengilega þá nýju kenningu og kirkjusiði, sem voru eftir kóngsins ordinantiu, svo þá sýndist sem að mestu væri niðurkæft aftur í Skálholtsstifti það skæra evangelii ljós og sálu- hjálpleg guðsorða kenning. A sama hausti riðu þeir feðgar, biskup Jón og synir hans Ari og síra Björn, aftur að norð- an með 90 manna og settust á Sauðafell, bú * Daða Guðmundssonar, því hann var þá einn eftir, sem þeir höfðu ekki getað kúgað undir sitt vald, jafnvel þó þeim þætti hann hafa ærið nógar sakir til þess, að hann væri þeim ei leng- ur mótsnúinn. Var nú annaðhvort fyrir Daða að verja karlmannlega sig, góss sitt og alla tím- anlega velferð, eður að gefa sig undir allar þeirra álögur og pyntingar og missa frelsi sitt og aleigu; safnaði hann þar fyrir að sér mönn- um, hinum hraustustu, tók þá feðga til fanga í Sauðafellskirkju fimmtudaginn næsta fyrir Michaelismessu, flutti þá ofan í Snóksdal, hélt þá þar í varðhaldi meir en í þrjár vikur á meðan sent var suður eftir Marteini biskupi, Christian i skrifara, kóngsins umboðsmanni á Bessastöð- um og mörgum öðrum fyrirmönnum sunnan- lands. Dæmdi þá Ormur Sturluson, lögmaður norðan og vestan á íslandi og kóngsins um- boðsmaður í Þórnessþingi, í Snóksdal, að þess- ir allir þrír feðgar væru réttilega fangaðir eftir kóngsins bréfum og alþingisdómi, og að Daði og hans fylgjarar væri fyrir þetta saklausir kóngdómsins vegna, og Daði öldungis skilinn við þessa menn, en kóngsins umboðsmaður, Christian skrifari, skyldugur við þeim að taka og vel að varðveita til næsta alþingis með styrk og trúlegum tillögum lögmannanna beggja, Orms Sturlusonar og Erlends Þorvarðssonar, svo og Skálholtskirkjuformaður herra Mar- teinn Einarsson væri skyldugur þar til að styrkja. Þar með dæmdi hann bréf öll og skil- ríki þeirra skyldu koma til sama Öxarárþings með þeirra forsvarsmönnum, og þá feðga mega opinberlega eftir þeim skrifa og öllu því, sem þeim mætti til gagns og afsökunar koma. Strax eftir þann dóm reistu þeir Marteinn biskup, skrifarinn Christian, Daði og fleiri aðr- ir suður í Skálholt og fluttu þá feðga með sér, til að ráðslaga þar, hvernig þá skyldi varðveita. Þegar þangað var komið afleysti Marteinn biskup Daða og alla hans fylgjara í Sauðafells- för af þeim öllum tilferlum, sem skeðu í kirkjunni og kirkjugarðinum á Sauðafelli, og þeir hefðu eftir fornri meiningu mátt af saurg- ast, þá Daði fangaði þar biskup Jón og hans sonu. Segir Marteinn biskup, að Daði hafi bæði fyrir sig og alla sína menn forlíkað við dóm- kirkjuna í Skálholti og sig, svo sem sér vel nægi, gjörir því Daða og alla hans menn öld- ungis kvitta og ákærulausa fyrir sér og öllum sínum eftirkomurum, Skálholtskirkju umboðs- mönnum, um allt það þeir urðu brotlegir í sama stað við guð, heilaga kirkju og menn, í minna hlut og meira, um rask og rusk, skot, áverka eður ákomur, sem þar skeðu utan kirkju eða innan af honum og hans fylgjurum. Og þetta sitt kvittunarbréf skrifað í Skálholti segist hann gjöra með ráði og samþykki sinna preláta og presta og Skálholtskirkju ráðs- manna föstudaginn fyrir allra heilagra messu Anno 1550, og staðfesti það með sínu og þeirra innsiglum þar undir, sem voru þessir: Síra Jón Bjarnason ráðsmaður, síra Arni Arnórsson of- ficialis, síra Snorri Jónsson, síra Jón Halldórs- son, síra Loptur Narfason og síra Pétur Jóns- son. Eftir þetta voru kallaðir heim í Skálholt margir hinir vitrari menn og stærri bændur úr Árnesþingi og nálægum sveitum til að heyra á konungsbréf og sakargiftir þær, sem þeim feðgum voru gefnar. Var það flestra manna ráð, að herra Marteinn og Christian skrifari geymdu þá fram til alþingis, svo sem dæmt var í Snóksdal, en þeir dönsku voru þess ófúsir. Daði bauðst til að geyma einhvern þeirra feðga, en þó sérdeilis Ara. Hið sama bauð og Marteinn biskup að varðveita Ara, því bæði herra Marteini og Daða var vel til hans. Ari hafði og mjúkastur verið Marteinn biskupi, meðan hann var fyrir norðan í varðhaldinu. En það geyma Jón biskup og síra Bjórn, þeim vanda skaut hver frá sér, þó einna mest Christian skrifari, og þeir dönsku, sem með honum voru; sögðust ei treystast til að halda nokkurn þeirra vegna norðlenskra útróðrar- manna um öll Suðurnes, því Bessastaðir væru þeim svo nálægir og á þeirra vegi. Ef nokkur mælti þessu í móti þaggaði Christian skrifari þann sama niður með stórum og vondum orð- um, og var búið við, að hann mundi láta berja á þeim. Sem þessi tvídrægni hafði staðið nokkra daga og fyrirmennirnir alleina ræddu saman einn morgun í biskupsstofunni um þessa geymslu, svaraði síra Jón ráðsmaður: „Eg er heimskastur af yður öllum, og sé ég þó ráð til, hvernig hægast sé að geyma þessa menn." Hinir sögðust vilja það heyra. Hann svaraði að öxin og jörðin geymdi þá best. Hvað hér um var fleira talað, þá samsinntu því strax Mart- einn biskup og Christian skrifari, en Daði var til þess lengi tregur; samt leiddist hann þar til að lyktunum og samþykktist þeim. Ekki finn ég þess getið, að nokkur dómur hafi þar verið útnefndur eða gengið um þeirra líflát, en það er víst, að þeir þrír feðgar, biskup Jón og synir hans Ari og síra Björn, voru allir líflátnir og hálshöggnir í Skálholti á föstudeginum næst- um eftir allra heilagra messu. Bjuggust þeir kristilega við sínu lífláti og voru grafnir á kór- baki í Skálholtskirkjugarði; lágu þar líkamir þeirra um veturinn fram til páska. Komu þá 30 menn að norðan, sendir af síra Sigurði syni Jóns biskups, og með leyfi Marteins biskups grófu þeir líkin upp aftur og fluttu norður til Hóla, hvar þau voru heiðarlega jörðuð fyrir framan kórdyrnar í... Sagt er, að Ari Jónsson hafi hinn seinasta morgun, sem hann lifði, beð- ið kvinnu Marteins biskups, Ingibjörgu, að láta sig fá hreina skyrtu á sinn líkama, en hún hafi synjað honum þess og svarað, hann hefði nú ekki að skarta, nema fyrir moldinni. Óðurinn tll KðBI"- leikans Ur Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, 1540. Þó að ég talaói tungur mannanna og englanna, en heföi ekki kærleikann, þá væri ég sem annar hljómandi málmur eður hveliandi bjalla. Og þó að ég hefði spádóm og vissi alla leynda hluti og alla skynseml og hefði alla trú svo að ég fjöllín úr stað færði, en hefði ekki kærleikann, þá værl ég ekkert. Og þó að éggæfi all- ar mínar eigur fátækum og ég yfir- gæfi minn líkama svo að ég brynni og hefða ekkl kærleikann, þá væri mér það engin nytsemd. Kærlelkur- Inn er þolinmóður og góðviljaður. Kærleikurinn er elgl meinbæglnn. Kærleikurinn gjörir ekkert illmann- lega. Eigi blæs hann sig upp, elgl stærir hann sig. Eigi leitar hann þess hvað hans er. Eigi verður hann til ills egndur, hann hugsar ekki vondslegt. Eigi fagnar hann yflr ranglætinu, en fagnar sannleikan- um. Hann umberalla hluti, hann trúír öllu, hann vonar allt, hann um- líður alla hluti. Kærleikurinn hann doðnar aldrei þótt spádómurínn hjaðni og tungumálunum sloti og skynseminni linni. Því að vorir vltsmunir eru sjón- hending, og vorar spásagnir eru sjónhending. En nær það kemur, sem algjört er, þá hjaðnar það sem sjónhendingin er. Þá ég var barn, talaði ég sem barn, og ég var forsjáll sem barn, og ég hugsaði sem barn. En þá ég gjörðist maöur, lagðl ég af hvað barnslegt var. Nú sjáum vér fyr- ir speglllnn að ráðgátu, en þá auglit að augliti. Nú kennl ég af sjónhend- ing, en þá mun ég kenna svo sem ég er kenndur. Nú blífa þó þessi þrjú: trúan, vonin, kærleikinn, en kærleik- urinn er mestur af þessum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.