Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.06.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ER KRISTNIKOM AISLAND FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 C 3 NOKKUR SYNISHORN ÚREDDUKVÆÐUM ÚRGRÍMNISMÁLUM Land er heilagt er eg liggja sé ásum og álfum nær. En í Þrúðheimi skal Þór vera uns um rjúfast regin. Ýdalir heita þar er Ullur hefir sér um görva sali. Alfheim Frey gáfu í árdaga tívar að tannfé. Bær er sá inn þriðji er blíð regin silfri þöktu sali. Valaskjálfheitir er vélti sér ás í árdaga. Sökkvabekkur heitir inn fjórði en þar svalar knegu unnir yfir glymja. Þar þau Óðinn og Sága drekka um alla daga glöð úr gullnum kerum. Glaðsheimur heitir inn fimmti þar er in gullbjarta Valhöll víð of þrumir. En þar Hroftur kýs hverjan dag vopndauða vera. Þrymheimur heitir inn sétti er Þjassi bjó, sá inn ámáttkvi jötunn, En nú Skaði byggvir, skír brúður goða, fornar tóftir föður. Breiðablik eru in sjöndu en þar Baldur hefir sér um gerva sali, á því landi er eg liggja veit fæsta feiknstafi. Himinbjörg eru in áttu en þar Heimdall kveðavaldavéum. Þar vörður goða drekkur í væru ranni glaður inn góða mjöð. fuþar kgw fuþark hniiEpzs hnías 1 (R) t I ng t I í FORNGERMANSKA RÚNALETRINU VORU 24 TÁKN, EN YNGSTA GERÐ RÚNALETURS SEM NOTUÐ VAR Á NORÐURLÖNDUM FRÁ ÞVÍ UM 800 VAR GERÐ AF16 TÁKNUM.. RÚNASTAFRÓFUNUM VAR RAÐAÐ f ÞRJÁ HÓPA (ÆTTIR) SEM HVER UM SIG VAR KENNDUR VIÐ FYRSTU RÚNINA í HÓPNUM. EFST ER FÉSÆTT, ÞÁ HAGALSÆTT OG NEÐST TÝSÆTT. SUMIR VIUA MEINA AÐ EDDUKVÆÐIN HAFI UPPHAFLEGA VERIÐ SKRÁÐ RÚNALETRI. MYNDIN SÝNIR ELDRI OG NÝRRIGERÐ. ......3lwI**i^.__. J VALHÖLL. MYND ÚR HANDRITI OLAFS BRYNJÓLFSSONAR FRÁ1760. TALIÐ ER AÐ HÖFUNDUR MYNDAR SÉ JAKOB SIG- URÐSSON. Fólkvangur er inn níundi en þar Freyja ræður sessa kostum í sal. Hálfan val hún kýs hverjan dag en háífan Óðinn á. Glitnir er inn tíundi, hann er gulli studdur og silfri þaktur ið sama. En þar Forseti byggir flestan dag og svæfir allar sakir. FÖLLNUM STRÍÐSMANNI FAGNAÐ AF VALKYRJU MEÐ DRYKKJARHORN VIÐ KOMU TIL VALHALLAR. SÆNSKUR MYNDASTEINN FRÁ 8. ÖLD. Nóatún eru in elliftu en þar Njörður hefir sér um gjörva sali. Manna þengill, inn meins vani, hátimbruðum hörgi ræður. ÚRVÖLUSPÁ Bræður munu berjast og að bönum verða, munu systrungar sifjum spilla, hart er í heimi, hórdómur mikill, Helstu handrit Eddukvæða iHH Handrlt varðveitt Vltnað til Eddukvæða Kon- AM ungs- 7481 bok | 4to Snorra-Edda Völs-unga-saga Norna-Gests þáttur Hauks-bók Flat-* Ung pappirs-handr. Völuspá = Hávamál Vafþrúðnismál _z: Crímnlsmál « .......' Skírnismál „1 il Hárbarðsljóð Hymiskviða Lokasenna ÍIZ! Þrymskviða Völundarkviða Alvíssmál Helgakviða Hundingsbana 1 Helgakviða Hjörvarðssonar SKB Helgakviða Hundingsbana II i Grípnisspá Reglnsmál BHH Fáfnismái Sigurdrífumál HH Brot af Sigurðarkvlðu j 1 EZH Cuðrúnarkviða 1 Sigurðarkviða in skamma Helreið Brynhildar WBttt Cuðrúnarkviða II Cuðrúnarkviða III ggggg Oddrúnargrátur ¦BB Atlakviða ! Atlamál in grænlensku Guðrúnarhvöt Hamdismál wsut Baldursdraumar L_ Rígsþula m Hyndiuljóð ssm Svipdagsmál HH Crottasöngur «¦ skeggöld, skálmöld, skildir klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma. ÚR SIGURDRÍFUMÁLUM Laug skal gjöra þeim er liðnir eru, þvo hendur og höfuð, kembaogþerra, áður í kistu fari, og biðja sælan sofa. ÚRHÁVAMÁLUM Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Egveiteinn að aldri deyr, dómur um dauðan hvern. er fagur álitum og hefur hermanns atgervi. Á hann er og gott að heita í einvígi. Forseti heitir sonur Baldurs og Nönnu Nepsdóttur. Hann á þann sal á himni er Glitnir heitir. En all- ir er til hans koma með sakarvand- ræði, þá fara allir sáttir á braut. Sá er dómstaður bestur með guðum og mönnum... Sá er enn taldur með ásum er sumir kalla rógbera ásanna og framkveða flærðanna og vömm allra goða og manna. Sá er nefndur LoM eða Loftur, sonur Fárbauta jötuns. Móðir hans er Laufey eða Nál, bræður hans eru þeir Býleist- ur og Helblindi. Loki er fríður og fagur sýnum, illur í skaplyndi, mjög fjölbreytinn að háttum. Hann hafði þá speki umfram aðra menn er slægð heitir og vélar til allra hluta ... Kona hans heitir Sigyn ... Þá mælti Gangleri: „Hverjar eru ásynjurnar?" Hár segir: „Frigg er æðst. Hún á þann bæ er Fensalir heita og er hann allveglegur. Önnur er Sága. Hún býr á Sökkvabekk og er það mikill stað- ur. Þriðja er Eir. Hún er læknir bestur. Fjórða er Gefjun. Hún er mær og henni þjóna þær er meyjar and- ast. Fimmta er Fulla. Hún er enn mær og fer laushár og gullband um höfuð. Hún ber eski Friggjar og gætir skóklæða hennar og veit launráð með henni. Freyja er tignust með Frigg. Hún giftist þeim manni er Óður heitir. Dóttir þeirra heitir Hnoss... Sjöunda Sjöfn. Hún gætir mjög til að snúa hugum manna til ásta, kvenna og karla... Áttunda Lofn. Hún er svo mild og góð til áheita að hún fær leyfi af Alföður eða Frigg til manna sam- gangs, kvenna og karla, þótt áður sé bannað eða þvertekið. Fyrir því er af hennar nafni lof kallað, og svo það er lofað er mjðg af mönnum. Níunda Vár. Hún hlýðir á eiða manna og einkamál er veita sín á milli konur og karlar ... Tíunda Vör. Hún er vitur og spurul svo að engan hlut má hana leyna. Það er orðtak að kona verði vör þess er hún verður vís. Ellefta Syn. Hún gætir dyra í höllinni og lýkur fyrir þeim er eigi skulu inn ganga og hán er sett til varnar á þingum fyrir þau mál er Mn vill ósanna... Tólfta Hlín. Hún er sett til gæslu yfir þeim mönnum er Frigg vill forða við háska nokkrum ... Þrettánda Snotra. Hún er vitur og látprúð... Fjórtánda Gná... Sól og Bil eru taldar með ásynj- um..." ÝMIR OG AUÐHUMLA. STEINMYND EFT- IR EINAR JÓNSSON GERÐ A ÁRUNUM 1907-1909. Sköpun heimsins Úr Snorra-Eddu Úr Ýmis holdi varjörðof sköpuð, en úr sveita sjár, björg úr beinum, baðmurúrhári, en úr hausi himinn. En úr hans brám gerðu blíð regin Miðgarð manna sonum, en úr hans heila voru þau hin harðmóðgu skýöllofsköpuð. Ur Eddukvæöum 'm&".^W 'i jm_ „ASKUR OG EMBLA ORLOGLAUS." MYNDSKREYTING EFTIR DANSKA LISTAMANNINN ERNST HANSEN, 1925. Sköpun mannsins Uns þrír komu úr því liði öflgir og ástgir æsir að húsi, fundu á landi, lítt megandi. Ask og Emblu örlöglausa. Önd þau né áttu, óð þau né höfðu, lá né læti, né litu góða. Öndgaf Óðinn, óð gaf Hænir, lágaf Lóður oglitugóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.