Morgunblaðið - 22.07.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.07.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 165. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tókst á fimmtudagskvöld að fá þá Yasser Arafat, for- seta Palestínumanna (t.h.) og Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, til að hittast augliti til auglitis í Camp David á fímmtudagskvöld. Bar ekki á öðru en vel færi á með þeim. Clinton lagði fram málamiðlunartillögu í Camp David Yfirstjórn Jerú- salem verði skipt Thurmont í Maryland. AFP, AP. Fundur leiðtoga iðnveldanna Vilja draga úr skuldabyrði þróunarríkja Nago á Okinawa. AP, AFP, Reuters. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hélt í gær áfram að reyna að fá fulltrúa ísraela og Palestínumanna til að ná endan- legu friðarsamkomulagi í Camp Dav- id, sveitasetri Bandaríkjaforseta. Bill Clinton forseti situr nú fund átta helstu iðnvelda heims í Japan en áð- ur en hann yfirgaf Camp David lagði hann fram nýjar tillögur um mála- miðlun í deilunni um yfirráð í Jerú- salem. Að sögn heimildarmanna varpaði hann fram þeirri hugmynd til vara að fresta um hríð lausn á þessum þætti ágreinings þjóðanna tveggja en taka samt fram í loka- ályktun að deilan blóðuga sem staðið hefur mOli þjóðanna um skiptingu landsins sé á enda. Albright fékk Ehud Barak, for- sætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, forseta Palestínumanna, til að snæða með sér á fimmtudag og var það í fyrsta sinn í viku sem þeir hittust augliti til auglitis. Málamiðlun Bandaríkjamanna tekur mið af eldri tillögum ísraela um þessi mál. Heimildarmaður með tengsl við samninganefnd ísraela sagði að rætt væri um að skipta borginni í þrennt. Einn hlutinn yrði áfram ísraelsk- ur, annar undir stjóm Palestínu- manna en þeir hefðu samt ekki form- leg yfirráð þar og loks þriðja hlutinn þar sem Palestínumenn myndu fara með borgaralegt yfirvald en ekki annast öryggisgæslu. Einnig yrði al- Aqsa-moskan í Gömlu borginni, einn af helgustu stöðum islams, höfð und- ir vernd Sameinuðu þjóðanna og nokkurra múslimaríkja en Palest- ínumenn mættu láta fána sinn blakta þar. Palestínumenn tóku hugmyndun- um kuldalega og sögðu að ekld kæmi til mála að hverfa frá kröfunni um að höfuðstaður væntanlegs Palestínu- ríkis yrði í Jerúsalem. Þeir virðast þó reiðubúnir að sætta sig við að ísrael- ar haldi vesturhluta borgarinnar. Arafat hyggst lýsa einhliða yfir stofnun Palestínuríkis 13. september ef ekki nást friðarsamningar fyrir þann tíma. Hann hefur ávallt neitað að hvika frá því að borgin verði höf- uðstaður ríkisins. Um 200.000 arabar búa í austurhluta Jerúsalem auk álíka margra ísraela sem hafa flykkst þangað síðustu áratugi. Stjómarandstæðingar í ísrael voru einnig ósáttir og sökuðu Barak um að ætla að ganga á bak orða sinna og sætta sig við að láta af hendi yfir- ráð Jerúsalem. Gyðingar, kristnir menn og múslimar líta allir á Jerú- salem sem helga borg. Konur 1 hollenskum þjóðbúning- um virða fyrir sér sandlíkneski af Búdda sem lokið var við í garði við Muiderzand í gær. Sandlistaverkið er eftirlíking af frægri Búddamynd sem kennd er LEIÐTOGAR átta helstu iðnríkja heims, G-8-hópsins svonefnda, heita því að hraða aðgerðum til að fella nið- ur skuldir þróunarríkjanna eða semja um hagstæðari greiðslukjör. í yfirlýsingu þeirra í gær var því fagn- að að tekist hefði að koma í veg fyrir heimskreppu í kjölfar efnahagsvand- ans í Asíu 1997-1998 en lýst áhyggj- um af háu olíuverði. G-8-ríkin eru, auk Bandaríkjanna, Rússland, Jap- an, Þýskaland, Bretland, Frakkland, Ítalía og Kanada. Leiðtogarnir ræða nú saman á jap- önsku eynni Okinawa og verður þetta síðasti fundurinn af þessu tagi sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti situr. Viðræðunum lýkur á sunnudag og er Ijóst að mjög verður fjallað um þá gagnrýni sem víða hefur komið fram á hnattvæðingu fjármálalífsins og aukið viðskiptafrelsi, að framfar- irnar komi aðeins auðugum þjóðum og stórfyrirtækjum til góða en fát- æklingar séu látnir sitja á hakanum. Iðnveldin hafa áður rætt um að til greina kæmi að skuldabyrðinni yrði létt af allt að 40 þjóðum ef ákveðin skilyrði væru fyrir hendi en fram til þessa hafa aðeins níu ríki fullnægt við Kamakura. Nær 90 listamenn frá nokkrum þjóðlöndum hafa búið til sandlistaverk i garðinum, þau hæstu eru um 14 metrar. 13 þúsund rúmmetrar af sandi hafa verið notaðir í verkin. skilyrðunum. Eitt af þeim er að stjórnendur ríkjanna verða að sýna fram á að féð sem sparast renni raunverulega til fólks í viðkomandi landi og jafnframt að það verði ekki notað til styrjaldarrekstrar. Ekki mun vera vilji hjá leiðtogum iðnveld- anna til að breyta þessum skilyrðum. Bretar ákváðu í desember sl. að fella niður skuldir sem þeir áttu inni hjá 41 fátæku ríki í þriðja heiminum. BBC hafði eftir talsmanni Tonys Blairs forsætisráðherra í gær að ráð- herrann teldi of hægt hafa miðað í að létta skuldabyrðina. Clinton kom á fundarstað í gær eftir að hafa seinkað brottför sinni um hríð vegna viðræðna Israela og Palestínumanna í Camp David. Gert er ráð fyrir að forsetinn haldi heim- leiðis á sunnudagskvöld en heimild- armenn sögðu að ef til vill yrði heim- förinni flýtt. Clinton ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á Okinawa í gær. ítrekaði Pútín and- stöðu Rússa við hugmyndir Banda- ríkjamanna um nýtt gagnflauga- kerfi, eins konar skjöld eldflauga er fengju það hlutverk að granda ár- ásarflaugum með kjarnavopn. Forsætisráðherra Noregs EES-samn- ing’ur úreltur JENS Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, segir að samningur- inn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, sé úreltur og útilokar ekki, að sótt verði um aðild að Evrópu- sambandinu, ESB, fyrir næstu kosningar. Að því er fram kemur í norska blaðinu Dagsavisen, lét Stolten- berg þessi orð falla á fundi með ungliðum í Verkamannaflokknum í vikunni. „Fram að þessu höfum við gætt hagsmuna okkar í ESB með EES- samningnum, sem hefur m.a. tryggt okkur aðgang að innra markaðinum. Nú eru hins vegar mörg önnur mál í deiglunni, t.d. öryggismálin og stækkun sam- bandsins, og í þeim efnum kemur EES-samningurinn að litlu gagni,“ sagði Stoltenberg. Hann bætti við, að þróunin í Evrópu væri mjög hröð og Norðmenn yrðu að fá meira svigrúm en EES-samning- urinn veitti ef þeir ætluðu að standa vörð um hagsmuni sína í Evrópu. MORGUNBLAÐH) 22. JÚLÍ 2000 Arleg bráðnun Grænlandsíssins Milljarðar tonna af vatni Washington. AP. HÆKKANDI hitastig í lofthjúp jarðarinnar veldur því að 50 millj- arðar tonna af vatni losna árlega úr ísnum á Grænlandi og eiga sinn þátt í að hækka yfirborð sjávar, að sögn bandarískra vísindamanna. A undanförnum 100 árum hefur yfirborð sjávar hækkað um rúm- lega 20 sentímetra. Bandaríska geimvísindastofnunin, NASA, hefur látið rannsaka bráðnun Grænlandsíssins með mælingum úr flugvélum og er beitt háþróuð- um leysigeislatækjum til að fylgj- ast með breytingum á þykkt ís- massans. Segja vísindamenn á vegum hennar að ísmagnið minnki stöðugt og vatnið sem losni valdi því að yfirborð sjávar hækki að jafnaði um 0,13 millímetra árlega. Svarar það til um 7% af árlegri hækkun sjávarborðsins. Hitafarsmælingar sýni að með- alhiti hefur hækkað á austur- strönd Grænlands um hálfa gráðu á fimm árum en annars staðar í landinu hefur hann ekki breyst eða jafnvel lækkað dálítið. Búdda úr sandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.