Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 10
10 ’LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Verulegar breytingar hafa orðið hjá Landsbanka Islands hf.
Fjárfesting-
arbankivar
óhugsandi
Miklar breytingar hafa orðið hjá Landsbanka Is-
lands hf. á síðustu mánuðum og misserum, nú síð-
ast með kaupum bankans á meirihluta í fjárfesting-
arbanka í London. Rætt var við forsvarsmenn
fjárfestingarhluta bankans um breytingarnar.
LANDSBANKINN fær inn á
borð til sín margs konar
beiðnir frá fyrirtækjum
sem ekki eru hrein lánamál,
þ.e. frá fyrirtækjum sem eru lítil, ný-
lega byrjuð og ekki komin með nægi-
lega veltu eða eignir þannig að ekld er
hægt að taka veð í þeim. Þegar svo er
skoðum við málið,“ sagði Ólafur Sörli
Kristmundsson, framkvæmdastjóri
Landsbankans-Framtaks hf., í sam-
tali við Morgunblaðið. Fyrirtækið
Landsbankinn-Framtak hf. var stofn-
að í byrjun árs 1999 til að geta komið
að fjármögnun vaxtargreina með nýj-
um hætti. „Landsbankinn-Framtak
starfar á sviði framtaksfjármögnun-
ar, sem er þýðing á enska hugtakinu
„venture capital financing“. Ætlunin
er að vera virkur þátttakandi í nýja
hagkerfinu svokallaða og byggja upp
þekkingu og reynslu á því sviði. Sam-
tímis er verið að tryggja aðgengi
bankans að nýjum atvinnuvegum. Við
munum fjárfesta í fyrirtækjum sem
eru að vaxa upp í þessu nýja þekking-
arsamfélagi og þannig meðal annars
stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu,“
bætti Ólafur Sörli við.
„Eitt af íyrstu verkefnum fyrir-
tækisins var að gera rekstrarsamning
við íslenska hugbúnaðarsjóðinn hf.
um daglegan rekstur og að sjá um
fjárfestingarmál fyrir þennan sjóð og
leggja þau fyrir stjóm hans. Sjóðnum
hefur gengið vel, bæði hvað varðar
fjárfestingarákvarðanir og einnig
hafa fjárfestar verið áhugasamir, sem
sést best á góðri ávöxtun. Árangurinn
felst í þekkingu og reynslu á rekstri
og útrás hugbúnaðarfyrirtækja svo
og þeirri stefnu sem sjóðurinn hefur
hvað fjárfestingar varðar, en sjóður-
inn fjárfestir í hugbúnaðarfyrirtælq-
um með vaxtarmöguleika, þ.e. skalan-
leika á aðra markaði. Annað sem við
erum með er Framtakssjóður Lands-
bankans og Nýsköpunarsjóðs, sem er
með 375 milijóna króna eigið fé og er
að tveimur þriðju í eigu Nýsköpunar-
sjóðs og einum þriðja í eigu Lands-
bankans. Sjóðurinn hóf starfsemi síð-
astliðinn nóvember og er ætlað að
fjárfesta í upplýsinga- og hátæknifyr-
irtækjum á Islandi. Hann hefur nú
fjárfest í tveimur félögum og nokkur
eru í skoðun.“
Taka þátt í vexti fyrirtækjanna
„Helstu markmið hjá okkur á
næstunni er að stækka og fjölga sjóð-
um. í dag erum við með tvo sjóði sem
við fáum þóknun fyrir að sjá um, þ.e.
íslenska hugbúnaðarsjóðinn og
Framtakssjóðinn, og við erum sem
sagt að vinna í því að þeir verði fleiri.
Við erum einnig að skoða þann
möguleika að hefja starfsemi úti í
London, en það er í raun stærsti
markaðurinn á sviði upplýsinga- og
hátækni í dag. Þar er mildl geijun og
mörg tækifæri og mikilvægt að ná
góðum samböndum þar. Við reiknum
með að verða með mann í The Herit-
able and General Investment Bank,
sem Landsbankinn keypti meirihluta
í nýlega, til að sinna þessu.“
Ólafur sagði Landsbankann-Fram-
tak fá mikið af umsóknum. „Menn
koma til okkar með viðskiptaáætlanir
sem við setjum í ákveðið ferli. Fyrst
spyrjum við okkur - burtséð frá því
hvort hún er góð eða ekki - hvort hug-
myndin samræmist þeirri stefnu sem
við höfum sett okkur, t.d. hvort fata-
verksmiðja eða tölvufyrirtæki hentar
okkur. Ef hugmyndin er af því tagi
sem við viljum fjárfesta í förum við yf-
ir þau almennu skilyrði sem þurfa að
vera fyrir hendi. Svo dæmi séu tekin
gerum við ríkar kröfur til þess að
hæfir stjómendur séu í fyrirtækinu,
þá skoðum við vaxtarmöguleika og
markaðsstærð, þ.e. hvort viðkomandi
markaður er yfirleitt nógu stór.
Við viljum koma inn á ákveðnu ævi-
skeiði fyrirtækjanna, þar sem vöru-
þróun er komin vel á veg og þar sem
fyrirtæki eru að hefja markaðssókn
og sölu. Við viljum vera með á fyrri-
hluta vaxtarskeiðs fyrirtækisins og
selja síðan. Útgangur úr fyrirtækinu
getur verið með ýmsum hætti; fyrir-
tækið getur farið á markað, við selt
eignarhlutann, samruni orðið eða yf-
irtaka.
Stærri eða sérhæfðari fyrirtæki
Morgunblaðið/Golli
Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans
og staðgengill bankastjóra, og Ólafur Sörli Kristmundsson, fram-
kvæmdastjóri Landsbankans-Framtaks.
Nýtt árangursstjórnimarkerfí
Tekið upp fyrir árslok
STEFNT er að því að svonefnd al-
tæk árangursstjómun verði inn-
leidd hjá Landsbanka íslands fyrir
árslok, að sögn Kristínar Rafnar,
starfsmannastjóra Landsbankans.
Hún segir að verið sé að skoða alla
þætti í rekstri bankans.
Liður í þessu nýja kerfi er kaup-
réttarsamningar sem sagt var frá í
Morgunblaðinu í gær. Þeir fela í
sér að starfsmenn bankans og fé-
lagasamstæðunnar fá kauprétt á
hlutabréfum í bankanum að nafn-
virði kr. 35.000 árlega næstu tíu
árin.
Kristfn segir að uppbygging al-
tækrar árangursstjómunar sé hluti
af samstarfí Landsbankans við
Royal Bank of Scotland, sem hafí
hafist í fyrrasumar. Starfsmenn frá
skoska bankanum hafi komið til
landsins, aðstoðað við úttekt á
nokkrum þáttum starfsemi
Landsbankans og sett fram tillögur
að úrbótum. Ein þeirra var að inn-
leiða altæka árangnrsstjórnun. Það
kerfi byggist á því að setja öllum
starfseiningum mælanleg markrnið
sem byggjast á framtíðarsýn
stjórnenda bankans.
Að sögn Kristínar eru sett ferns-
konar markmið í altækri árangurs-
stjórnun: Fjárhagsleg markmið,
markmið sem tengjast viðskipta-
vinum bankans, innri virkni og
starfsfólki. Stærsta verkefnið sem
lýtur að starfsfólki er árangurs-
stjórnun starfa. Allir starfsmenn
setja sér markmið sem tengjast
rekstri bankans, eigin starfsein-
ingu auk persónubundinna mark-
miða.
Frammistaða starfsmanns verð-
ur síðan metin og ræður kaupauka
hans. „Við erum að skrá alla verk-
ferla og fara yfir allar starfslýsing-
ar,“ segir Kristín, „undanfarið
hafa verið haldin námskeið fyrir
stjórnendur og starfsmenn í tengsl-
um við þessi verkefni," segir hún.
Verkefnavinnan hefur staðið yfir
sleitulaust frá áramótum, en fjórir
starfsmenn hafa sinnt henni í fullu
starfi, auk þess sem fjöldi annarra
starfsmanna hefur tekið þátt í
verkefninu. „Landsbankinn er í
dag vel f stakk búinn til að miðla
öðrum fyrirtækjum og stofnunum
af reynslu sinni við sambærileg
verkethi," segir Kristín Rafnar.
Ef samkomulag næst við frum-
kvöðulinn um verð förum við í samn-
ingagerð og áreiðanleikaskoðun.
Þetta ferli tekur yfirleitt frá tveimur
vikum upp í tvo mánuði eftir því hvers
eðlis verkið er. Við erum svo inni í fyr-
irtækinu í á að giska þrjú til sjö ár og
við leggjum mikið upp úr að þetta sé
sameiginlegt markmið frumkvöðl-
anna og okkar."
Um framtíðarsýnina í upplýsinga-
og fjarskiptageiranum sagði Ólafur
að hann teldi að á næstu árum færu
fyrirtæki í þessum geira að þróast í
tvær áttir. Annars vegar muni fyrir-
tækin sameinast og verða stærri og
líta meira til alls heimsins en ekki að-
eins einstaks lands. Hins vegar verði
þau h'til á þröngu og vel skilgreindu
sviði
Brynjólfur Helgason, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Lands-
bankans og staðgengill bankastjóra,
var spurður út í skipurit bankans og
sagði bankanum samkvæmt skipurit-
inu, sem tók gildi um síðustu áramót,
skipt upp í fimm svið: „Útibúastarf-
semin er uppistaða viðskiptabanka-
sviðsins, Landsbréf hf. og sérbanka-
þjónusta fyrir efnaða einstakhnga
heyrir undir sjóðasvið, ýmis innri
rekstrarmál eru undir upplýsinga- og
rekstrarsviði, alþjóðaviðskipti,
áhættustýring, fjárstýring, fjármála-
markaðir og afgreiðsla viðskiptastofu
telst til alþjóða- og fjármálasviðs, en
undir fyrirtækjasvið heyra meðal
annars fyrirtækjatengsl, Úandsbank-
inn-Framtak hf„ Landsbankinn-
Fjárfesting hf„ fjármálaráðgöf og
lánaafgreiðsla. Þessi tvö síðastnefndu
svið, alþjóða- og fjármálasvið og fyrir-
tækjasvið, teljast svo saman til fjár-
festingarbankastarfsemi Landsbank-
ans og eru á Laugavegi 77. Mesta
breytingin á skipulaginu síðustu árin
var þó þegar einn bankastjóri tók við
af þremur á fyrri hluta árs 1998 en
undir hann heyra beint tvær deildir,
þ.e. starfsmannadeild og fjárhags-
deild.“
Erfítt að draga úr útlánum
Brynjólfur sagði miklar breytingar
hafa orðið með endurskipulagnmgu í
bankanum, meðal annars með til-
komu fyrirtækjasviðs. Bankinn sé
með þessu að bæta þjónustu sína við
fyrirtæki en hann stefni þó um leið að
því að draga úr beinni útlánastarf-
semi. Að vísu hafi það markmið fjar-
lægst nokkuð að undanfömu, því
skuldabréfamarkaður hafi verið erf-
iður og stór fyrirtæki og sveitarfélög
sem hafi verið farin að fjármagna sig
með skuldabréfaútgáfu hafi þurft að
hverfa frá því þegar sá markaður
þomaði upp.
„Viðskiptavinir fyrirtælqasviðs era
um það bil 300 stærstu fyrirtæki og
stofnanir í landinu og þar við bætast
sprotafyrirtækin sem era á vegum
Landsbankans-Framtaks hf. og Olaf-
ur var að tala um,“ sagði Brynjólfur,
sem jafnframt er stjómarformaður
Landsbankans-Framtaks hf.
Hann sagði Landsbankann-Fjár-
festingu hf. hafa verið stofnað sem
sjálfstætt hlutafélag sem geti komið
beint inn í stöðutöku í félögum, yfir-
leitt miklu stærri félögum en Fram-
tak er í, og yfirleitt félögum sem búin
eru að vera lengi í rekstri. „Við föram
inn í þessi fyrirtæki til að taka þátt í
endurskipulagningu þeirra og stefn-
um að því að eiga í þeim í þrjá til átján
mánuði eftir því hvemig landið hggur.
Stundum getur þetta líka verið þann-
ig að við eigum í fyrirtæki í skemmri
tíma og seljum fljótt aftur án þess að
endurskipuleggja reksturinn, en það
getur til dæmis verið vegna aðstoðar
við eigendaskipti. Þetta getur átt við
kynslóðaskipti í fyrirtækjum. Það era
mörg einkafyrirtæki hér sem era orð-
in nokkuð stór en era ekki komin á
markað heldur í fjölskyldueign, til
dæmis flest bílaumboðin. Við gætum
komið inn í slík fyrirtæki og til dæmis
unnið að samrana við skylt fyrirtæki
eða að því að koma fyrirtækinu á
markað.
Aherslan á þessa hluti og svo á ráð-
gjöf um bætta skuldastýringu fyrir-
tækja, útboð og fleiri þætti er orðin
meiri hjá okkur en á beinar lánveit-
ingar.“
Kaupa í fyrirtækjum
til að hafa áhrrf
„í raun má segja að ijárfestingar-
banki Landsbankans geti tekið allt
sem viðkemur fjármálaþjónustu við
fyrirtæki frá a til ö. Hann getur með
ákveðnum skilyrðum,“ sagði Ólafur,
„gert viðskiptaáætlun, séð um útboð
fyrir viðkomandi fyrirtæki, fjárfest í
því og komið því á markað, þannig að
bankinn býður í raun upp á allt ferl-
ið.“
„Hér má bæta því við,“ sagði
Brynjólfur, „að það era ekki mörg ár
síðan það hefði ekki verið inni í mynd-
inni í Landsbankanum að vera með
starfsemi eins og þá sem fer fram hér
í Landsbankanum-Fjárfestingu og
Landsbankanum-Framtaki þar sem
við eram að fjárfesta beint í fyrir-
tækjum. Þetta er nýtt fyrir bankann
enda bæði fyrirtækin stofnuð á síð-
asta ári.“
Spurður að því hvort starfsemi
sjóðasviðs og fyrirtækjasviðs skörað-
ust ekki sagði Brynjólfur svo ekki
vera. „Náið samstarf er við sjóðasvið-
ið. Landsbréf era bæði í verðbréfavið-
skiptum og sérbankaþjónustu við ein-
staklinga og í sjóðarekstri, en þau
reka til dæmis sjö lífeyrissjóði og tvo
hlutabréfasjóði. Hlutabréfasjóðimir
era reknir með það fyrir augum að
bjóða hverjum sem vill að fjárfesta í
þeim og þau kaupa ekki fyrir hönd
bankans eins og við í fjárfestingar-
bankahlutanum."
„Við kaupum í fyrirtælqum til að
hafa áhrif á rekstur þeirra, til dæmis
með því að setja menn í stjóm þeirra
og veita þeim aðstoð og ráðgjöf,“
bætti Ólafur við, „en Landsbréf
kaupa í fyrirtækjum sem þeim líst vel
á með tilliti til ávöxtunar, en taka al-
mennt ekki þátt í stjómum þeirra.“
Nokkrir sameiningar-
mögnleikar í myndinni
Brynjólfur var spurður út í hugsan-
lega sameiningu Landsbankans og
annarra banka og hvort hætta væri á
að þá kynni að koma upp sama vanda-
mál og þegar reynt var að sameina
Deutsche Bank og Dresdner Bank í
Þýskalandi, þ.e. að íjárfestingar-
bankahlutamir geti valdið vandræð-
um við samrana. Brynjólfur taldi að
samranaviðræður í Þýskalandi hefðu
verið óvenjulega erfiðar og átti ekki
von á slíku hér. „Þetta er misjafnt eft-
ir því um hvaða fyrirtæki er að ræða,“
bætti hann við, „en ég sé fyrir mér að
sameining Landsbanka og annars
viðskiptabanka gæti gengið mjög vel
að þessu leyti. Nokkrir sameiningar-
möguleikar era hins vegar inni í
myndinni, ekki síst á þessu sviði.“
Brynjólfur bætti því við að með til-
komu men-ihlutaeignar Landsbank-
ans í The Heritable and General In-
vestment Bank skapist ný sóknar-
tækifæri, sem tengist bæði sérbanka-
þjónustu og ýmsum öðrum þáttum í
þjónustu við viðskiptavini. „í gegnum
þessa eign geta myndast ýmis tengsl
og þetta býður upp á víðtækari þjón-
ustu fyrir viðskiptavini okkar og um
leið ný starfstækifæri fyrir Lands-
bankamenn," sagði Brynjólfur.