Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 28
MÖRÖtJNBLAfjlÐ 28 LAUÓÁábÁGÖii 2z.'jljLi zuuti Fíkn Alkóhólismi rótskyldur spilaflkn? Sálfræ^= Um þus, rei amr Lækningar Vélmenni notað við skurð- aðgerðir Börn Auka verður grænmet- isneysluna Bandariskur læknir notar vélmennið da Vinci tii að fjarlægja gallblöðru úr sjúklingi. Bandarísk yfírvöld hafa heimilað notkun vélmennisins við kviðskurðaðgerðir. Vélmenni fjarlægir gallblöðru úr konu Richmond. AHSociated Press. BANDARÍSKIR læknar notuðu vél- mennið da Vinci til að fjarlægja gall- blöðru úr sjúklingi í fyrsta sinn í vik- unni sem leið eftir að bandarísk yfirvöld heimiluðu slíkar skurðað- gerðir á fimm sjúkrahúsum. Da Vinci gerir læknum kleift að skera upp sjúklinga með því að nota stýripinna á tölvuútstöð. Linsum er stungið inn í líkamann til að skurð- læknamir geti skoðað innyflin í þrí- vídd á tölvuskjá. William E. Kelley stjómaði skurð- aðgerðinni við Henrico-sjúkrahúsið í Richmond í Virginíu, en áður hafði hann aðeins notað da Vinci til að skera upp lík og svín. „Ég var mjög ánægður. Eg tel að þetta hafi gengið mjög greiðlega," sagði hann. Kimberley Briggs, 35 ára kona sem skorin var upp með hjálp vél- mennisins, var einnig ánægð eftir skurðaðgerðina. „Mér líður mjög vel,“ sagði hún tæpum fjórum klukkustundum eftir aðgerðina. Hún jafnaði sig svo fljótt að hún gat farið heim til sín daginn eftir til að halda upp á sex ára afmæli sonar síns. Stórir skurðir verða óþarfir Vélmennið kostar andvirði tæpra 80 milljóna króna og hefur aðeins verið heimilað við kviðaraðgerðir í Bandaríkjunum. Vélmennið hefur þó verið notað meira í Evrópu, að sögn Kellys. Búist er við að bandarísk yfir- völd heimili að vélmennið verði notað við hjartaskurðaðgerðir síðar á árinu. Nokkur sjúkrahús hafa þegar hafið slíkar tilraunaaðgerðir. Fremst á örmum vélmennisins er búnaður, sem líkist úlnlið, og gerir hann mjög nákvæmar hreyfingar mögulegar. Skurðlæknirinn Marc Katz sagði það „ótrúlega spennandi" að geta skoðað innyflin í tölvuskjá, sem sýni þau í tífaldri stærð, og látið vélmenn- ið framkvæma aðgerðina með mikilli nákvæmni. „Þetta gerir okkur kleift að færa tækin þangað sem þau þurfa að vera,“ sagði Katz, sem hefur verið þjálfaður í notkun da Vinci. Hann bætti við að með tímanum myndu stórir skurðir nánast algjör- lega heyra sögunni til og aðeins þyrfti að setja „nokkra plástra“ á skurðina. Tengsl alkóhól- isma og spila- fíknar New York. Reuters. ALKÓHÓLISMI og spilafíkn kunna að eiga sér að nokkru leyti sömu rætur, að því er rannsakend- ur segja. Þessar tvær gerðir fíknar eru oft arfgengar og niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að sumar, en ekki allar, arfgengar orsakir þeirra séu þær sömu. „Við komumst að því að það eru að öllum líkindum arfgengar orsak- ir sem auka líkurnar á alkóhólisma og auka líkumar á spilafíkn," sagði aðalhöfundur rannsóknarinnar, dr. Wendy S. Slutske, við Háskólann í Missouri í Bandaríkjunum. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að arfberar geti aukið hætt- una á alkóhólisma, að sögn Slutske og rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að spilafíkn kunni að eiga sér rætur í arfberum en þær rann- sóknir hafa ekki verið eins víðtæk- ar. Slutske segir það ekki fráleita ályktun að alkóhólismi og spilafíkn eigi sér að einhverju leyti sömu rætur í arfberum því margir spila- fíklar séu einnig alkóhólistar. Rannsóknin útiloki þó ekki að ein fíknin kunni að hafa áhrif á aðra án tengsla við arfbera. Þannig fari drykkja og fjár- hættuspil oft saman, til dæmis í spilavítum og þannig kunni mikil drykkja að leiða menn til að spila meira eða öfugt en þetta hafi ekki verið rannsakað. TENGLAR Alþjóösamband spilafíkla: wyvyv.gamblersanonymous.org/ SAA:www.saa.is Associated Press Spilafíkn og alkóhdlismi virdast eiga sér svipadar rætur. Eru skammirgóð uppeldisaðferð? Gylfi Ásmundsson sálfræðingur svarar spurningum lesenda Spurning: í pistli þínum fyrir skömmu fjallar þú um refsingar í uppeldi barna. Hvergi minnist þú á skammir, sem þó eru líklega al- gengustu viðbrögð foreldra þegar þau eru að reyna að aga böm sín. Eru skammir ekki ein tegund refs- inga? Hvaða áhrif hafa þær á börn og hversu gagnlegar eru þær til að stýra hegðun þeirra? Svar: Það er rétt að skammir eru ein tegund refsinga á börnum og líklega sú algengasta eins og spyijandi nefnir. Hversu áhrifarík- ar og þroskandi þær eru fyrir bamið ræðst af því, eins og gildir um aðrar refsingar, hvemig þeim er beitt. Það er lítið gagn í því að skamma böm sem hafa ekki náð þeim aldri og þroska að skilja hvað þau hafa gert af sér, en gagnvart eldri böraum geta þær oft átt rétt á sér og verið eðlileg viðbrögð for- eldra sem bamið jafnvel skynjar sem umhyggju. Gera verður greinarmun á mild- um skömmum, sem frekar mætti kalla umvandanir, og skömmum sem eru sagðar í reiði eða upp- námi. Umvandanir eru þá fremur fólgnar í því að leiða baminu fyrir sjónir hvað það hefur gert af sér og hvers vegna það er rangt. Skamm- ir, sem hellt er yfir barnið í reiði, blóðugar skammir, geta hins vegar verið tvíeggja. Foreldrið er í upp- námi og kannski hrætt vegna ein- hvers sem bamið hefur gert, stundum eitthvað hættulegt. Flestir kannast við það þegar barnið hleypur út á götu og er hætt komið í umferðinni, eða þegar það leggst í flakk og týnist. For- eldramir eru miður sín og fá oft útrás fyrir tilfinningar sínar með því að hundskamma bamið, jafnvel þótt feginleikinn við að fá barnið heilt til baka sé í fyrirrúmi. Ef bamið er nógu gamalt til að vita upp á sig skömmina, þurfa slík reiðiköst foreldra ekki að vera þeim til skaða nema síður sé. Reið- in sýnir tilfinningar sem barnið tekur mark á, miklu fremur en orðunum sem sögð eru, og það get- ur skynjað reiðina sem umhyggju og ást. Barnið getur þó orðið ótta- slegið og þarfnast huggunar, og þá skiptir miklu máli að þegar for- eldrið hefur fengið sína útrás að það taki bamið í fang sér og láti það finna hversu dýrmætt það er. Málið er þá afgreitt og áframhald- andi skammir löngu eftir að barnið er móttækilegt fyrir þær hafa enga þýðingu og geta jafnvel gert illt verra. Skammir, ef þeim er beitt á annað borð, þurfa því að vera í samræmi við tilefnið, koma strax á eftir brotinu, og barnið þarf alltaf að geta fundið jafnframt að það sé elskað af foreldram sínum. Skammir í tíma og ótíma fyrir smávægilegustu ávirðingar em hins vegar í besta falli gagnslaus- ar, og í versta falli eru þær til skaða. Slíkar skammir eða þus eru ákaflega algengar og margir for- eldrar fylgja aldrei eftir hótunum sínum eða kunna að setja börnum sínum mörk sem móta hegðun þeirra til lengri tíma. Börnin hætta fljótt að taka mark á þeim, fara sínu fram og heyra ekki lengur skammirnar og þusið. Þá er verr farið en heima setið. Börn þurfa aðhald, ekki aðeins til að móta æskilega hegðun þeirra heldur ekki síður til að skapa þeim öryggi í tilvemnni og skýrari sjálfsmynd. Þótt skammir séu kannski ekki æskilegasta aðferðin til að þroska þau, geta þær átt rétt á sér ef þeim er beitt af markvísi og hófsemi og barnið skynjar í þeim ást og umhyggju foreldra sinna. • Lesendur Morgvnblaðsins geta spurt sál- fræðinginn um það sem þcim liggur á hjarta. Tekið er mótispurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 (síma 569110 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Einniggcta lesendur sent fyrirspumir súiar með tölvupósti á netfang Gylfa Ásmundssonar: gylfias@li.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.