Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 23
ERLENT
Þjarmað að
trúfrelsi í
Rússlandi
TRÚFRELSI í Rússlandi hef-
ur minnkað síðan Vladímír
Pútín settist á forsetastól og
sífellt algengara verður að am-
ast sé við erlendum trúboðum
og kristnum minnihlutahópum.
Kemur þetta fram í skýrslu
frá Keston-stofnuninni í Bret-
landi en hún hefur lengi fylgst
með ástandi trúmála í komm-
únistaríkjunum núverandi og
fyrrverandi. I henni eru nefnd
dæmi um sjö trúboða, aðallega
Bandaríkjamenn, sem reknir
hafa verið frá Rússlandi en
oftast eru þeir sakaðir um að
vera á snærum bandarísku
leyniþjónustunnar. Algengt er
að litlum söfnuðum, einkum
mótmælendasöfnuðum, séu
meinuð afnot af opinberu hús-
næði og öðru nema þeir fái til
þess leyfi yfirmanna í rúss-
nesku rétttrúnaðarkirkjunni.
Eitrað fyrir
þörungum
BANDARÍSKIR vísindamenn
sem berjast við að uppræta
þörunga sem skotið hafa upp
kollinum í lóni í Suður-Kali-
fomíu hafa ákveðið að grípa til
örþrifaráða. Ætla þeir að
klóra allt lónið þótt það verði
til að drepa allt líf í því. Þar
sem þessi þörungategund nær
að festa rætur bolar hún burt
öllum öðrum lífverum og hefur
hún nú þegar lagt undir sig
um 4.000 hektara í Miðjarðar-
hafi. Er hún ekki hættuleg
mönnum en samt nægilega
eitruð til að hrekja burt annan
gróður og fisk. Svo harðger er
hún að hún getur lifað á þurru
í 10 daga og án sólarljóss í 30
daga.
Dónalegur
bílstjóri
HÆSTIRÉTTUR ísraels
kvað í gær upp stefnumark-
andi dóm er hann sektaði
leigubílstjóra fyrir dónalega
framkomu við farþega, tvær
konur. Fóru þær í mál við bíl-
stjórann þegar hann neitaði að
nota gjaldmælinn eins og lög
kveða á um og sagði að lögum
samkvæmt gæti hann kastað
þeim út úr bílnum. Hefur mál
af þessu tagi aldrei farið alla
leið í hæstarétt fyrr en margir
ísraelskir leigubílstjórar eru
sagðir reyna að semja um far-
gjöldin í stað þess að nota
gjaldmælinn og þá í því skyni
að stela undan skatti.
Reiknaði
skakkt
FLUGSTJÓRI Airbus 310-
þotu sem nauðlenti í Vín í síð-
ustu viku reiknaði ekki rétti-
lega hve mikið eldsneyti væri
á vélinni. Skýrði talsmaður
austurrísku rannsóknarnefnd-
arinnar frá því í gær. Þotan,
sem er í eigu þýska flugfélags-
ins Hapag-Lloyd og var með
142 farþega og átta manna
áhöfn, var á leið frá Krít til
Hannover en eftir flugtak kom
í ljós að ekki var unnt að
draga hjólabúnaðinn upp.
Samt var haldið áfram og ekki
tekið tillit til þess við elds-
neytisútreikninga að þegar
hjólabúnaðurinn er niðri er
bensíneyðslan rúmlega helm-
ingi meiri en ella.
Tvær aftökur
sama daginn
Houston. Rcutcrs.
ÁÆTLAÐ er að tveir dæmdir
morðingjar verði teknir af lífi í
Texas níunda ágúst næstkomandi
en sjaldgæft er að tveir menn séu
líflátnir sama dag.
í Texas eru fleiri menn teknir af
lífi en í nokkru öðru ríki í Banda-
ríkjunum. Grípi hvorki dómstólar
né ríkisstjórinn, George W. Bush, í
taumana verða Brian Roberson og
Oliver Cruz líflátnir með banvænni
sprautu í ríkisfangelsinu í Hunts-
ville.
Roberson var dæmdur til dauða
fyrir morð á tveimur mönnum við
innbrot í Dallas árið 1986 og Cruz
fyrir að nauðga og myrða konu í
San Antonio tveimur árum síðar.
Að sögn Heather Brown, fulltrúa
dómsmálaráðherra Texas, á alrík-
isdómstóll enn eftir að fjalla um
náðunarerindi beggja mannanna.
Einnig er þess vænst að Roberson
sendi sýknu- og sakaruppgjafaráði
Texas náðunarbeiðni.
Bush ríkisstjóri hefur vald til að
fresta aftökum um mánuð en hann
hefur aðeins einu sinni notfært sér
það vald. í júní sl. frestaði hann af-
töku til þess að DNA-rannsókn
gæti farið fram.
137 teknir af lífi í ríkis-
stjóratíð Bush
Fréttaskýrendur telja líklegt að
aftökurnar muni á ný vekja háværa
umræðu um dauðarefsingar en
Bush, sem er væntanlegur forseta-
frambjóðandi Repúblíkanaflokks-
ins, hefur sætt gagnrýni vegna
þess hve mörgum dauðarefsingum
hefur verið fullnægt í Texas.
Alls hafa 137 menn verið teknir
af lífi í ríkisstjóratíð Bush.
„Vel framkvæmanlegt“
Verði báðum refsingunum full-
nægt munu þær fara fram með um
það bil einnar klukkustundar milli-
bili.
Að sögn Larrys Todds, fulltrúa
saksóknara í Texas, er þetta „vel
framkvæmanlegt“ þótt óneitanlega
sé þetta óvenjulegt. Tilviljun ræð-
ur því að aftökurnar eru báðar
áætlaðar sama dag en dómarar í
hverri sýslu fyrir sig ákveða af-
tökudag og hafa þeir ekki samráð
sín í milli.
Ekkert grín .
... en alvöru golfsett, kerrur, hanskar,
kúlur og fleira fyrir golfarann. fSSSO
Olíufélagið hf
www.esso.is