Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Menn eða
málefni
Súgóða list að bera virðingu fyrirskoð-
unum annarra, þó maðursé
ósammála, erá undanhaldi. Fyrst og
fremst vegna þess að menn telja sig hafa
ástæðu til að trúa því að aðrar leiðir
séu líklegri til árangurs ogþað er mið-
ur. Ekki ersíður miðurað eðlilegt erað
draga þá ályktun íframhaldinu að rök-
ræðulistin sé í útrýmingarhættu.
UPP á latínu er það
kallað argumentum
a d hominem þegar
menn í rökræðum
ráðast að persónu
þess sem heldur fram mótrökum,
fremur en röksemdunum sjálfum.
~ ' Þessi vörn getur tekið á sig
margvíslegt form, þeirra þekkt-
ust eru líkast til þau þegar
áherslan er lögð á persónulega
eiginleika viðkomandi, þjóðemi
eða trú, fremur en það sem hann
hefur málefnalega fram að færa.
Enn eitt þekkt formið er þegar
gefið er í skyn að viðkomandi sé
með rökum sínum að gæta ákveð-
inna hagsmuna og sé því ekki
marktækur.
VIÐHORF Sammerkt
------ eiga þau hins
Eftlr Hönnu vegar öll að
Katrínu allt kapp er
Frlðriksen lagt á menn
fremur en málefni. Litlar líkur
eru á að mál séu tii lykta leidd á
skynsamlegan hátt.
Tilgangurinn með þessari „rök-
ræðulist" er sem sagt sá að beina
athyglinni frá sjálfu málefninu
eða öllu heldur fram settum rök-
semdum. I stað þess að bera þá
virðingu fyrir andmælandanum
að gera ráð fyrir að hann hafi
eitthvað til síns máls, viti að
minnsta kosti hvað hann er að
tala um, og reyna að svara rökum
hans á skynsamlegan og málefna-
legan hátt, er talið vænlegra til
■4' árangurs að ráðast að honum
persónulega, benda á að einhverj-
ar grunsamlegar ástæður hljóti
að liggja að baki röksemdum
hans eða að gefa í skyn að hann
sé ekki heill í mótrökum sínum.
Þessi aðferð gengur of oft upp, að
beina sjónum fólks frá aðalatrið-
um mála sem eru til umræðu með
því að kaffæra staðreyndir með
útúrsnúningum sem of sjaldan
koma umræðunni beint við. Best
er að hafa mælskuna sem mesta,
þannig dugar dulbúningurinn
best.
Það er ekki síst í fjölmiðlum
sem ad hominem röksemdir eru
notaðar á árangursríkan hátt til
1 s þess að hafa áhrif á lesendur eða
áheyrendur. Margir þeirra sem
hafa lifibrauð sitt af því sannfæra
almúgann um réttmæti skoðana
sinna hafa nánast fullnumið sig í
þessari list og komast á stundum
upp með ótrúlegasta skrípaleik
þegar fólk er illa á verði. En þess-
ir atvinnumenn eru ekki þeir einu
sem beita brögðunum fyrir sig. í
raun er málum svo komið að það
er fátt um fína drætti í rökræðum
í íslensku þjóðlífi.
Það er sterk hefð fyrir því á
J Islandi að fólk eigi góðan aðgang
að fjölmiðlum, sérstaklega dag-
blöðum. Þegar skoðanaágreining-
ur kemur upp ber meira á því að
menn einblíni á mælskulistina,
með það fyrir augum að gera
mótmælandann að aðalatriði um-
ræðunnar á sem áhrifaríkastan
hátt, en því að menn beiti skyn-
samlegum rökum á þá sem eru á
annarri skoðun. Sú góða list að
bera virðingu fyrir skoðunum
annarra, þótt maður sé þeim
ósammála, er á undanhaldi. Fyrst
og fremst vegna þess að menn
telja sig hafa ástæðu til þess að
trúa því að aðrar leiðir séu lík-
legri til árangurs og það er mið-
ur. Það er svo ekki síður miður að
eðlilegt er að draga þá ályktun í
framhaldinu að rökræðuhstin sé í
útrýmingarhættu.
Fomgrískir ræðusnillingar
notuðu gjaman upphaf ræðutím-
ans til þess að reyna að öðlast
traust áheyrenda sinna. Þetta
hefur skilað sér til samtímans þó
tæknin sé sýnu öðruvísi en sú
sem ræðusnillingarnir beittu. Nú
er traustsins helst leitað með því
að grafa undan trúverðugleika
andstæðinganna. Persónulegar
árásir, allt frá litlum og lævísleg-
um athugasemdum upp í lítt
duldar æmmeiðingar, em allt of
algengar hvar og hvenær sem
menn greinir á um ákveðin mál-
efni. Það þarf ekki stærstu þjóð-
málin til. Ekki umdeildar virkjan-
ir, fiskveiðistjómun eða gagna-
gmnn. Heilbrigðismál, líf-
eyrismál, bílatryggingar eða
bensínverð. Em þó átökin í þess-
um málaflokkum nóg til þess að
stilltasta fólk missi stjóm á sér.
En það er líka mergurinn máls-
ins. Fólk grípur ekki til þessara
aðferða af því að það missir
stjórn á sér, heldur af fullkominni
yfirvegun vegna þess að það telur
að vænlegra sé að etja kappi við
menn en málefni. Jafnvel þegar
málefnarökin virðast yfrið næg til
þess að vinna ákveðnu máli
brautargengi heykjast menn á
því að beita þeim einum.
Auðvitað á þetta ekki að vera
hægt. Við sem fylgjumst með
skoðanaágreiningi á opinbemm
vettvangi eigum að byggja
ákvarðanir okkar á skynsamlegu
mati á gildi þeirra raka sem þar
koma fram fremur en tilfinninga-
legum viðbrögðum við frammi-
stöðu leikenda. Slíkt gerir nátt-
úrulega töluverðar kröfur á
hendur okkur, við þurfum að
beita gagnrýnni hugsun. Það er
kannski full ástæða til þess að
lýsa eftir henni um leið og lýst er
eftir rökræðulistinni. Spurningin
er þá sú, hvort er það skortur á
vitrænni rökræðu sem slævir
gagnrýna hugsun, eða skortur á
gagnrýnni hugsun sem er að út-
rýma rökræðulistinni?
Hvað sem svarinu líður er ekki
úr vegi að allt það ágæta heiðurs-
fólk sem vinnur að mótun fram-
tíðarstefnu menntamála á íslandi
prediki mikilvægi þess að íslensk
böm og unglingar læri að rök-
ræða á skynsamlegan hátt, af
sama kappi og það talar um mik-
ilvægi þess að standa öðrum þjóð-
um jafnfætis varðandi menntun í
raungreinum. Það væri síðan ósk-
andi að aukið vægi rökræðulistar-
innar í almennri menntun skilaði
sér fyrr en síðar í opinberri um-
ræðu í íslensku þjóðlífi.
JIKU
IM
/
Á slóðum Ferðafélags íslands
A Skaga norður
Skaginn skagar norður í haf, með Húnaflóa og Skagafjörð
sitt hvorum megin við sig. I þessari grein segir Krislján
Sveinsson frá ýmsu sem á vegi verður þegar farin er
þjóðleið eftir akveginum á vestanverðum Skaga.
^ÍAG^
Hann skag-
ar norður í
hafið Skag-
inn. Langur
en ekkert
mjór og hef-
ur Húnaflóa
og Skaga-
fjörð sitt hvorum megin við sig.
Oldur flóa og fjarðar klappa honum
stundum blíðlega og kjassandi, en
lemja hann líka alveg jafn oft með
látum og offorsi. Skvetta á hann og
láta grjótið sarga í Skagafjörunum.
Skaginn lætur þetta gott heita og
heldur sér við að skaga norður í
hafið.
í þessum stúfi er sagt nokkuð frá
ýmsu sem á vegi verður þegar farin
er þjóðleið eftir akveginum á vest-
anverðum Skaga. Vegurinn sá er
malarvegur en vel fær öllum bif-
reiðum að sumarlagi. Yfirleitt er
ekki mikil bílaumferð um þennan
veg og það eru ekkert minni líkur á
að mæta sauðkindum og hrossum
þar á sumrin heldur en bflum.
Þessir ferfættu vegfarendur taka
ekkert mark á umferðarreglum svo
betra er að fara gætilega.
Spákonufellið við Skagastrandar-
þorpið sést víða á Skaganum.
Fjallshausinn er sérkennilegur og
sjómenn nota hann fyrir mið. Norð-
ur af Spákonufelli eru Katlafjall,
Steinnýjarstaðafjall og Fjallsöxl.
Skaginn er annars ekki fjalla-
land. Hann er láglendur og
Skagaheiðin er allvel gróin.
Nema þar sem eru grjóturðir. Þar
sem heitir Bruni í heiðinni er grjót-
urð. Tófan býr þar og víðar í
Skagaheiði. Það hefur hún lengi
gert og búnast víst þokkalega.
Mannfólkið gerði sér bólstaði í
heiðinni á fólksfjölgunartímanum
eftir miðja 19. öld. Þá voru þónokk-
ur sel og kot í byggð í Skagaheiði.
Svo buðust aðrir kostir betri og
heiðarhokri var hætt. Fjöldinn all-
ur af vötnum og tjörnum er í
Skagaheiði og silungur í mörgum
þeirra. Langavatnið er stærsta
vatnið í heiðinni. Það liggur í boga
meðfram Fjallsöxlinni. Upp af
vatninu er Þórhildardalur og þar
átti Ólafur Þórhallason ævintýri
með huldufólki sem sagt er frá í
Ólafs sögu Þórhallasonar. Fyrstu
nútímaskáldsögu sem samin var á
íslensku og varðveist hefur. Höf-
undur þeirrar sögu, Eiríkur
Laxdal, ólst upp á kirkjustaðnum
Hofi. Ólafs saga gerist að talsverðu
leyti á Skaga og er gullvæg heimild
um þjóðtrú og tíðaranda á Skagan-
um í þá tíð. Hún lá í handriti frá því
að Eiríkur gekk frá henni þar til
Þorsteinn Antonsson og María
Anna Þorsteinsdóttir unnu það
þjóðþrifaverk að gefa hana út árið
1987. Annar Hofspiltur hafði líka
áhuga á þjóðsögum. Sá var Jón
Árnason bókavörður sem safnaði
fjölda þeirra og gaf út í félagi við
Konrad Maurer í Múnchen.
Kirkjan sem nú stendur á
Hofi var byggð á árunum
1868-1869. Kirkjusmiður-
inn hét Sigurður Helgason og var
bóndi á bænum í þá tíð. Þetta yfir-
lætislausa hús hefur gegnt hlut-
verki sínu við nokkrar kynslóðir
Skagamanna með prýði og sóma og
lítur nú vel og hraustlega út eftir
gagngert viðhald á undanfömum
Hofskirkja
Kálfshamarsviti
árum. Nýtt samkomuhús sveitar-
innar stendur rétt innan við Hof.
Það heitir Skagabúð.
Undir Brekku eru nokkrir bæir.
Páll Kolka segir í Föðurtúnum að
gamla íbúðarhúsið á Örlygsstöðum
sé fyrsta hús sem byggt hafi verið á
Islandi með tvöföldum steinsteypu-
veggjum og tróði á milli. Brekkan
er byrjun eða endir á Króksbjargi
eftir því hvort maður kemur utan-
eða innanfrá. Útræði var fyrrum
undir Brekku, en slæm þótti lend-
ingin. Leiðin liggur eftir Króks-
bjargi og nokkuð tæpt á brún þess
sums staðar. Víða er skemmtilegt
útsýni af bjarginu og gaman að líta
þar til fugla á vorin og sumrin en
betra að gæta fóta sinna á brúninni.
Fulgatjörn heitir lítil tjörn rétt of-
an vegarins. Eins og nafnið bendir
til safnast þar fuglar saman, oft svo
hundruðum skiptir. Mest ber á ritu
og fýl úr Króksbjargi sem koma
þarna til að fá sér þrifabað og hvíla
vængina um stund, en oft má líka
sjá þarna ýmsa andfugla og vað-
fugla. Skaginn er mikið fuglaland.
Og talsvert minkaland líka enda
þykir minknum varið í að næla sér í
fuglakjöt og fiskbita við vötn og sjó.
Upp með Fossá, sem endar árlíf
sitt með því að steypa sér fram af
Króksbjargi og verða Atlantshaf,
er fjárrétt sveitarinnar sem lokið
var við að byggja árið 1977. Hún er
stór og steinsteypt.
Fremst á Kálfshamarsnesi
stendur reisulegur viti sem Vita-
málastofnun lét byggja árið 1939 og
teiknaður var af Axel Sveinssyni
verkfræðingi. Vitinn gegnir því
hlutverki að vara sæfara við grynn-
ingum, Hofsgrunni inn með Króks-
bjargi og Skallarifi vestur af Rifi.
Nýlega var hann valinn af arkitekt-
um og lesendum Morgunblaðsins til
að fylla flokk 50 íslenskra öndvegis-
húsa. Áður en þessi viti var byggð-
ur stóð þarna minni viti sem byggð-
ur var árið 1913. Enn sér fyrir
gamla vitastæðinu.
byrjun 20. aldar myndaðist vís-
ir að þorpi á Kálfshamarsnesi
og í Kálfshamarsvík. Fólkið
sem þar bjó lifði af sjávarfangi og
lítilsháttar skepnuhaldi. Það settist
þarna að vegna þess að í Kálfsham-
arsvík er góð náttúruhöfn. Byggðin
hér stóð með nokkrum blóma um
þriggja áratuga skeið. Þar var salt-
hús og verbúðir og þar var mál-
fundafélag og félagar þess byggðu
vandað samkomuhús sem lengi var
notað sem skólahús. Og það var
lestrarfélag. Svo kom kreppan og
saltfiskurinn úr salthúsinu varð
verðlaus. Og þeir frumstæðu at-
vinnuhættir sem þarna voru tíðkað-
ir stóðust ekki samjöfnuð við tækn-
ina. Fólkið flutti brott og sumir
tóku húsin sín með sér og reistu
þau að nýju á Skagaströnd. Nú
hafa húsarústirnar á Kálfshamars-
nesi verið merktar til glöggvunar
fyrir ferðamenn.
Norðan við Kálfshamarsnesið er
Framnes. Þar á að vera dys Spán-
verja sem munnmæli segja að hafi
verið drepnir þar. Vafalítið er það
tilhæfulaus sögn sem sprottin er af
Spánverjavígum þeim sem unnin
voru árið 1615 handan við Húna-
flóann. Þegar draugur komst á
kreik síðla vetrar 1964 á bænum
Saurum sem þarna er næstur
mundu einhverjir eftir Spánverjun-