Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 3íf UMRÆÐAN Dylgjur í stað raka FLUTNINGUR ríkisstxtfnana frá Reykjavík tit landsbyggðarinnar hefur verið allmjög til umræðu und- anfarið í kjölfar ákvarðana tveggja ráðheira þess efnis. Félagsmálaráð- herra hefur ákveðið að flytja skrif- stofu jafnréttismála til Akureyrar undir nýju nafni, Jafnréttisstofa, og iðnaðar- og viðskiptaráðherra Byggðastofnun til Sauðárkróks. Skammt er einnig að minnast flutn- ings Landmælinga Islands og íbúðalánasjóðs. Ástæða er til að fjalla nokkuð um þessar ákvarðanir en þó sérstaklega hvernig að þeim er staðið. Ljóst er að engar reglur gilda hérlendis um hvernig staðarvali nýrra eða starfandi stofnana skuli háttað. Ráðherrar hafa því gjarnan talið sig hafa frjálsar hendur um slíkt og vísað til þess að um pólitíska ákvörðun sína sé að ræða. Það er að sjálfsögðu fráleitt, Hæstiréttur hef- Ríkisstofnanir Félagsmálaráðherra, segir Ómar Harðarson, dylgjar um hæfni starfsmannanna í stað þess að rökstyðja flutn- ing Jafnréttisstofu. ur vegna flutnings Landmælinga ríkisins þegar kveðið upp úr með að það sé einungis Alþingi sem getur ákveðið slíkt. Að því gefnu að Al- þingi geti framseít slíkt vald eru ákvarðanir um staðarval í eðli sínu stjórnsýsluákvarðanir en ekki póli- tískar. Um stjómsýsluákvarðanir gilda almennar formreglur, s.s. um rannsóknarskyldu, andmælarétt o.þ.h. sbr. stjórnsýslulög nr. 37/ 1993. Við val á staðsetningu ríkisstofn- ana þarf að taka tillit til ýmissa at- riða, s.s. kostnaðar, hvort stofnun geti sinnt starfí sínu á staðnum mið- að við aðra valkosti, aðgengi al- mennings að þeirri þjónustu sem veitt er og hvort hægt sé að ráða hæfa starfsmenn til starfa á staðn- um. Þá skiptir máli hver tekur ákvörðunina, ráðherra eða Alþingi, og hverjir hafa umsagnarrétt þar um. í opinni stjómsýslu þarf einnig að koma fram hvaða hagsmunaaðil- ar hafa ávinning eða tap af staðar- valinu. Við flutning á stofnun sem þegar er starfandi þarf auk þess að taka sérstakt tillit til þeirra starfs- manna sem starfa á viðkomandi stofnun. Ég vil taka hið síðastnefnda til umfjöllunar í þessari grein. Ríkisstofnanir era fremur en önn- ur fyrirtæki fyrst og fremst upp- söfnuð þekking og reynsla starfs- manna sinna. Við flutning ríkisstofnana þarf því að hyggja vandlega að því hvemig varðveita megi þá auðlind sem býr í starfs- mönnunum. ísland er lítið land og sérfræðingar sem geta sinnt hinum OTTO pöntunarlistinn Laugalækur 4 • S: 588-1980 ýmsu störfum era ekki á hverju strái. Það er því glapræði að kasta slíku á glæ nema það sé alveg Ijóst að kostirnir fyrir þjóðfélagið séu þeim mun meiri. Það er ljóst að félagsmálaráð- herra var þetta vel ljóst þegar hann ákvað að flytja Jafnréttisstofu af höfuðborgarsvæðinu. En í stað þess að draga fram þá kosti sem rétt- lættu flutning stofnunarinnar, þrátt fyrir að þekking og reynsla starfs- manna glataðist, fór ráð- herrann hins vegar þá leið að gera lítið úr starfsmönnunum og starfi þeirra og stofnun- arinnar undanfarin ár. Hann gaf í skyn í hverju útvarpsviðtalinu á fætur öðra að starfsmenn væra „þreyttir" og „útbrunn- ir“, að stofnunin væri „sjálfhverf ‘ og lítið hefði áunnist í jafnréttismál- um í hennar umsjón. Ummæli ráðherrans eru að sjálfsögðu ekkert annað en atvinnurógur. Þau dæmi sem hann not- aði til að styðja mál sitt falla öll á hans borð sjálfs og ríkisstjórnarinn- ar eða eru þess eðlis að engum sér- stökum er um að kenna. Það er til dæmis óheyrilegur málflutningur hjá ráðherranum að brigsla starfsmönn- um jafnréttisráðs um að launamunur kynj- anna hafi ekki minnkað á undan- fömum áram. Stað- reyndin er sú að frá upphafi hefur skrif- stofa jafnréttismála starfað eftir lögum sem hafa takmarkað mjög svigrúm henn- ar til athafna. Engu að síður hefur hún og starfsmenn hennar unnið gríðarlegt verk við fræðslu og hvatningu til aukins jafnréttis. Stuðningur þeiira við jafnréttis- verkefni hjá ýmsum sveitarfélögum, Ómar Harðarson stofnunum og fyrirtækjum hefur verið ómetanlegur. Starfsmenn hafa verið síður en svo þreyttir heldur átt _ framkvæði að mörgum framfara^* málum. Til dæmis má taka að nýsett lög um fæðingarorlof sem ráðherr- ann stærir sig nú af áttu upphaf sitt innan skrifstofu jafnréttismála. Rógsherferð félagsmálaráðherra gegn starfsmönnum skrifstofu jafn- réttismála og því starfi sem þar hef- ur verið unnið er honum til ævar- andi skammar. Það er sömuleiðis ljótur blettur á íslenskri stjórnsýslu að atvinnurógur og dylgjur skuli geta komið í stað rökstuðnings fyrir jafnveigamiklum ákvörðunum sem flutningur ríkisstofnana er. 'Sp Höfundur er formaður Félags fslenakra félagsvísindamanna. Ébtjöld VAUDÍ ) 14.990.- göngubuxur \ Nýjar göngubuxur I ■ J / Barnastærðir kr. 4.950,- Kynningarverð gönguskor ■H cmsr/ gæðagönguskór Gabel göngustafir frá: öndunarjakkar Keílir 9AAmcll7wcT«VM ÚsS'iisÖs 6600 pa Söluaðilar um allt land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.