Morgunblaðið - 22.07.2000, Side 8

Morgunblaðið - 22.07.2000, Side 8
8 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ljósmynd/Jón Sig. Fagurt er í Vatnsdal Töluvert stór olíu- flekkur við • • Orfirisey TÖLUVERT stór olíuflekkur sást norður af Örfirisey í fyrra- kvöld. Að sögn Gests Guðjóns- sonar, umhverfis- og öryggis- fulltrúa Olíudreifingar, var flekkurinn nokkuð stór og þyk- ir líklegast að olían hafi komið frá skipi. „Flekkurinn var 20- 30 metra breiður og náði út að vesturenda Engeyjar. Við náð- um ekki sýnum af honum en við þykjumst nokkuð vissir að þetta sé þung dísilolía eða úr- gangsolía,“ sagði Guðjón í gær, en hann athugaði máUð í fyrra- kvöld með starfsmönnum Reykjavíkurhafnar. „Við náð- um að fullvissa okkur um það að flekkurinn hefði ekki komið frá okkur og þykir mér líkleg- ast að þetta sé eftir skip. Að mínu mati er ekki rétt að nota felliefni í svona tilvikum, held- ur á að láta olíuna vera eða þá að reyna að dæla henni upp, en hún gufar upp og eyðist hægt og rólega og er best að það gerist á sem stærstu svæði. Felliefni koma brákinni bara niður í lífríkið í sjónum og get- ur haft slæm áhrif þar. En það er ekki mitt, né Olíudreifingar, að ákveða það á þessari stundu,“ sagði Guðjón, en flekkurinn er kominn nokkuð langt út á sjó. Blönduósi - Skriða féll fyrir nokkrum dögum í svokallaðri Hvammsurð skammt norðan við bæinn Hvamm í Vatnsdal. Urðin SAMHLIÐA auknum ferðamanna- straumi til landsins gengur sífellt erfiðlegar að útvega ferðafólki gist- ingu á höfuðborgarsvæðinu yfir sumartímann. Fulltrúar ferðaskrif- stofa, sem Morgunblaðið setti sig í samband við, voru sammála um að mun erfiðara væri að finna gistingu í Reykjavík en áður og ekki takist í öllum tilfellum að útvega ferðafólki gistipláss. Sigrún Sigmundsdóttir, hjá innan- landsdeild Ferðaskrifstofu íslands, segir gistirými í Reykjavík af mjög skomum skammti og fjölda 'manns hafi verið vísað frá í ár vegna þess að gisting hafi ekki fengist. Að sögn Sigrúnar er ástandið verst á sumrin, sérstaklega frá fimmtudegi fram á sunnudag. „Ástæðan er að hluta til sú að ferða- mynstrið er að breytast. Stórar bók- anir koma inn miklu seinna en áður og því verður erfiðara að eiga við þetta,“ segir Sigrún. er í senn hrikaleg og heillandi í hliðinni hinum megin við ána. Þrátt fyrir umbrot náttúrunnar er Vatnsdalurinn fagur á að líta. Að sögn Sigrúnar vantar fyrst og fremst 5 stjömu gistingu á Islandi en hún segir að enginn gististaður hér á landi flokkist undir 5 stjömu hótel á alþjóðlegan mælikvarða. Full þörf fyrir fleiri gistirými Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að nýting gistirýma í Reykja- vík hafi farið yfir 90% síðustu vikur og þar af leiðandi geti verið erfiðleik- um bundið að útvega fólki gistingu. Magnús segir að aukin eftirspum hfjóti eðlilega að kalla á aukið fram- boð og miðað við aukningu í umfangi undanfarin ár, hlutfallslega litla við- bót síðustu árin og horfur í greininni sé full þörf á auknu gistirými í borginni. „Samhliða því verður að leggja áherslu á að að ná betri nýt- ingu þess framboðs sem er á lands- byggðinni enda er það í reynd háð því að nægjanlegt framboð gistirým- is sé á höfuðborgarsvæðinu," segir Magnús. Ferðamönnum fjölgar ár frá ári Gistirými í Reykjavík af skornum skammti Heimilt að veiða 404 hreindýr í haust HEIMILT verður að veiða allt að 404 hreindýr á tímabilinu 1. ágúst til 15. september í ár auk hreindýrakálfa samkvæmt auglýs- ingu frá umhverfisráðuneytinu í fyrradag. Hreindýraveiðar era óheimilar fyrir 15. ágúst 2000 á svæði sem afmarkast af austur- bakka Jökulsár í Fljótsdal að Laugará, með Laugará að Hölkná og þaðan í beinni línu í topp á Urgi, í Tungusporð, Búrfellstopp og að ósi Dysjarár. Vesturmörk fylgja síðan Jökulsá á Brú að jökli. Veiðiheimildir árið 2000 skiptast niður á einstök veiðisvæði og má veiða ákveðinn fjölda af hvora kyni. Á svæði 1 má veiða átta tarfa og tiu kýr. Á svæði 2 88 af báðum kynjum, þrjá tarfa og nítján kýr á svæði 3, ekkert má veiða á svæði 4, fimm tarfa á svæði 5 og sautján kýr, á svæði 6 sex tarfa og 19 kýr, sjö tarfa og tuttugu kýr á svæði 7, á svæði 8 má veiða níu tarfa og fjórar kýr og á svæði 9 fimmtán tarfa og tíu kýr. Alls má veiða 195 tarfa og 209 kýr eða 404 dýr sam- anlagt. Hreindýraráð skiptir veiðiheim- ildum eftir sveitarfélögum á veiði- svæðum með hliðsjón af ágangi hreindýra, auglýsir og sér um sölu allra veiðiheimilda. Veturgamlir tarfar era alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Engin veiði á einu svæði Veiðisvæðin skiptast þannig eft- ir sveitarfélögum: Svæði 1: Vopnafjarðarhreppur, Norður-Hérað, áður Jökuldalur norðan Jökulsár á Brú, Norður- Hérað, áður Jökulsárhlíð. Svæði 2: Norður-Hérað, áður Jökuldalur austan Jökulsár á Brú, Norður-Hérað, áður Hróarstunga, Fellahreppur, Fljótsdalshreppur, Austur- Hérað, áður Vellir vestan Grímsár, Austur-Hérað, Skriðdal- ur vestan Grímsár. Svæði 3: Austur-Hérað, áður Hjaltastaðaþinghá, Austur-Hérað, áður Eiðaþinghá, Borgarfjarðar- hreppur. Svæði 4: Austur-Hérað, áður Vellir austan Grímsár, Fjarðar- byggð, áður Reyðarfjörður. Svæði 5: Fjarðarbyggð, áður E skifjörður/N orðfj ör ður. Svæði 6: Austur-Hérað, áður Skriðdalur austan Grímsár, Breið- dalshreppur. Svæði 7: Djúpavogshreppur, áð- ur Beraneshreppur, Búlands- hreppur og Geithellnahreppur. Svæði 8: Hornafjörður, áður Bæjarhreppur, Hornafjörður, Nesjahreppur. Svæði 9: Hornafjörður, áður Mýrarhreppur, Hornafjörður, áður Borgarhafnarhreppur (Suður- sveit). Barnamenningarsjóður Áhugi fyrir sjóðnum eykst Hrefna Ingólfsdóttir NÝLEGA var úthlut- að styrkjum úr Bamamenningar- sjóði og voru það sextán að- ilar sem fengu styrk að þessu sinni en að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, for- manns stjómar sjóðsins, bárust 38 umsóknir. En hvenær var Bamamenn- ingarsjóður stofnaður og hver er tilgangur hans? „Sjóðurinn var stofnaður árið 1994 og tilgangur hans er að veita styrki til verk- efna á sviði lista og menn- ingar sem eru unnin fyi-ir böm eða með virkri þátt- töku þeirra.“ - Hverjir sækja helst um? „Umsóknir berast frá íjölbreyttum hópi fólks sem starfar einkum á sviði leiklist- ar og tónlistar. Með starfi sínu vill Bamamenningarsjóður stuðla að því að styðja við verkefni sem ekki falla beint undir starfssvið annarra sjóða, svo sem Kvikmyndasjóðs eða Rithöfundasjóðs, eða annarra sjóða sem lengi hafa verið til í menningargeiranum. Umsóknirn- ar eru ólíkar og auðvitað misvel unnar en þær þurfa að geta gefið stjómarmönnum góða hugmynd um verkefhið, hvort það muni nýt- ast bömum og sé raunhæft. “ - Eru það sömu aðilamir sem fá styrki ár eftir ár? „Nei, það er einmitt skemmti- legt hvað umsóknimar berast úr ólíkum áttum enda er unnið að starfi með bömum á mörgum svið- um og um allt land. Þau verkefni sem við styðjum eiga sum ekki von á miklum stuðningi úr annairi átt og eru unnin af einlægum áhuga. Sum af þessum verkefnum fara ekki hátt eins og t.d. leikstofa á Bamaspítala Hringsins, sem fékk hjá okkur styrk tál þess að vera með menningarviðburði fyrir veik böm. Þá má nefna Tónstofu Val- gerðar sem fékk styrk til hljóð- færakaupa fyrir tónleikahald fatl- aðra nemenda. í svona tilvikum gegnir sjóðurinn mikilvægu hlut- verki, og þá meina ég ekki fjár- hagslegu heldur er styrkurinn þá á vissan hátt viðurkenning á því starfi sem þama er verið að vinna.“ - Var mikil nauðsyn á stofnun svona sjóðs? „3á. Áður fyrr áttu umsóknir á þessu sviði ekki beinan farveg inn- an kerfisins en nú beinast þær til okkar. Við vorum að úthluta núna í sjötta sinn og höfðum til umráða tvær og hálfa milljón króna. Áhugi á sjóðnum fer vaxandi og þeir sem starfa með bömum eru orðnir meðvitaðir um tilvist hans. Þama er sem sé kominn ákveðinn farveg- ur sem ekki var áður til. Mennta- málaráðuneytið hafði frumkvæði að stofnun sjóðsins og hann fær nú árlega styrki á fjárlögum sem hafa farið vaxandi með árunum." -Hvemig er skipað í stjóm sjóðsins? „í stjóm Bama- menningarsjóðs sitja fimm fulltrúar sem menntamálaráðherra skipar, þrír þeirra era tilnefndir af Æskulýðs- ráði rOdsins, Kennara- sambandi Islands og Bandalagi íslenskra listamanna.“ - Hefur þér komið á óvart hve margvíslegt starf er unnið með bömum hér? „Já, að mörgu leyti. Sem for- eldri þekki ég það sem snýr að bömum á leikskólaaldri en fyrir eldri böm og unglinga er unnið að fjölbreyttum verkefnum. Ótrúleg- ► Hrefha Ingólfsdöttir fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1965. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1984 og BA-prófí í stjórnmála- og fjöl- miðlafræði frá Háskóla íslands 1990. Hún starfaði eftir námslok sem blaðafulltrúi Pósts- og síma og síðar blaðaupplýsingafulltrúi Landssímans, árið 1998 tók hún við starfi forstöðumanns not- endaþjónustu Símans en er í dag forstöðumaður upplýsingaveitna Símans. Hrefna er gift Gísla Þór Gíslasyni tæknifræðingi og eiga þau eina dóttur. ur fjöldi bama syngur t.d. í kóram eða tekur þátt í öðru tónlistar- starfi. Víða um landið er svo unnið að íjölbreyttum verkefnum. Sem dæmi get ég nefnt Listahátíð ungs fólks á Austurlandi L.ungaA, þar eru listamenn fengnir víðs vegar að til að vinna með unglingunum á staðnum og þannig skapast eftir- sóknarverð tilbreyting frá hvers- dagsleikanum. Þá má nefna sér- staka bamadagskrá sem tengist Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Að ógleymdu hinu vel heppnaða Nor- ræna bamakóramóti sem hér fór fram í byijun júní. Þátt í því tóku böm frá öllum landshlutum og einnig frá hinum Norðurlöndun- um.“ - Finnst þér að nútímatækni sé nægilega vel tengd bamastarfi? „Vitanlega er heimur bamanna að breytast eins og hjá okkur öll- um. Nýir miðlar era að bætast við. Þótt bækumar og leiksýningamar standi alltaf fyrir sínu, er einnig farið að nálgast bömin á öðrum vettvangi eins og t.d. með útgáfu geisladiska, og margmiðlunarefn- is. Þetta kemur fram í því hvemig við náum til bamanna og hvemig þau vilja nálgast Iistir og menn- ingu. Ungmenni eru að nýta sér miðla eins og geisladiska og tölvur og þess vegna þarf að hafa efni þar sem fjölbreyttast, koma menning- arefni af ýmsu tagi inn á það form.“ -Nú hefur þú starfað nokkuð lengi við fjarskiptamál, er vett- vangur Barnamenning- arsjóðs ólíkur þeim heimf! „Óneitanlega er það svo. Ég hef ekki unnið sjálf mikið með bömum síðan ég starfaði á gæsluvelli sem ungling- ur. En við eram auðvitað öll í mörgum hlutverkum og sjálf nýt ég þess að vera í foreldrahlut- verldnu. Það sem mér finnst skemmtilegt við starfið hjá Bamamenningarsjóðnum er að fá innsýn í þennan heim og tækifæri til að rækta ólíkar hliðar í mér sjálfri. Styrkir til verkefna í listum og menningu fyrir börn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.