Morgunblaðið - 22.07.2000, Side 11

Morgunblaðið - 22.07.2000, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 11 KOMIÐ HEFUR í ljós, að rostung- urinn, sem um þessar mundir dvel- ur í Papey, og prýddi baksíðu Morg- unblaðsins í fyrradag, er særður. Sár hans virðast þó ekki vera al- varlegs eðlis, því hann fer af klöpp sinni og í sjóinn og svo á land aftur án sýnilegra vandkvæða. Vera hans þarna hefur gert það að verkum, að nú streyma ferðamenn sem aldrei fyrr út í eyjuna til að líta þennan norðlæga gest augum. Af þessu tilefni grennslaðist blaðamaður nánar fyrir um þessa merkilegu dýrategund og sögu hennar. í bókinni Villt íslensk spendýr er að finna grein eftir Ævar Petersen dýrafræðing, um rostunga við Island að fornu og nýju, og þar kemur fram að rost- ungar flækjast hingað til lands endrum og sinnum, en eru hér ekki að staðaldri. Peir virðast hafa verið algengari fyrir landnám, heldur en eftir að byggð var komin hér. Þeirra er sjaldan getið í fornum ritum, ein- hverra hluta vegna, en þó virðast menn hafa kannast ágætlega við þá. Elsta sögn um rostunga mun vera frá 12. öld, í tengslum við dvöl Rafns Sveinbjarnarsonar á vorþingi í Dýrafírði. En einnig er á þá minnst í Konungsskuggsjá, frá 13. öld, og síðar í ýmsum ritum, s.s. annálum. Menn hafa víða fundið beinaleifar rostunga, og benda þær til þess að dýrin hafí ávallt verið algengust við vestanvert landið. Útbreiðsla lifandi rostunga við landið er hins vegar allt önnur en beinaleifarnar gefa til kynna, því þeir hafa ekki síst sést við Norður- og Austurland. Lítið vitað um ferðir þeirra Lítið er vitað um ferðir rostunga, en ýmislegt bendir til þess að það Hvalfjarðargöng Blikkað á ökumenn sem aka of greitt SJÁLFVIRK blikkljós vegna ökuhraða verða tekin í notkun í Hvalfjarðargöngum á næst- unni. Þeir sem aka vel yfir há- markshraða í göngunum, fá á sig blikkandi Ijós til áminningar. Hámarkshraði í göngunum er 70 km á klukkustund og hefur lögregla verið iðin að undan- förnu við hraðamælingar. í frétt frá Speli segir að af og til hafí borið á hraðakstri eða framúr- akstri í göngunum og er blikk- ljósunum ætlað að hafa áhrif á þá ökumenn sem þannig hegða sér og stofna sér og öðrum í hættu. Þá verður settur upp búnaður í göngunum sem veitir upplýs- ingar á hverjum tíma til vakt- manna í gjaldskýli um fjölda bif- reiða í göngunum hveiju sinni og í hvaða átt þeir stefna. Þetta er talið mikilvægt, öryggisins vegna. I þriðja lagi stendur til að setja upp í göngunum mæli til að vita nákvæmlega styrk og stefnu vinds þar inni. Slíkar upplýsingar eru t.d. taldar mjög gagnlegar slökkviliði, komi eitt- hvað fyrir. A Arekstur á Reykja- nesbraut EKIÐ var í veg fyrir fólksbif- reið sem var á leið suður Reykjanesbraut í fyrradag. Slysið varð við Fitjar, á gatna- mótum Reykjanesbrautar og Stekkjar. Fólksbifreiðarnar voru báðar óökufærar eftir áreksturinn og voru dregnar í burt með kranabíl. Ökumenn- irnir sluppu að mestu ómeiddir. Þeir fóru þó á slysadeild en lög- reglan segir að þeir hafi kvart- að undan eymslum í hnjám. Rostungar flækj- ast hingað endr- um og sinnum * Rostungar eru sjaldséðar skepnur við Island og þess vegna vekur koma rostungs til Papeyjar mikla athygli. Margir ferðamenn hafa lagt leið sína út í eyna í vikunni til að skoða hann. Sigurður Ægis- son rifjaði upp ferðir rostunga við landið. séu helst ung dýr sem leggjast í flakk suður á bóginn og fara þá ein- förum. Þetta kemur líka heim og saman við íslenskar heimildir, en samkvæmt þeim hafa langoftast verið stakir rostungar hér á ferð, stundum þó tveir. Árið 1708 sker sig hér úr, og það reyndar svo um mun- ar, því þá munu allt að 28 rostungar hafa sést við Austur- og Suðurland. Á 20. öld er vitað um rúmlega 20 dýr við strendur landsins. Þekktastur í seinni tíð er eflaust Villi víðförli, sem upphaflega villtist til suður- strandar Englands. Þar var hann fangaður í september 1981 og send- ur með flugvél til Islands á vegum íslensku ríkisstjórnarinnar. Héðan sigldi varðskip með hann að Græn- landsströndum og þar var honum sleppt. Síðast er vitað um lifandi rostung hér árið 1992, og sást hann við Blönduós. „Eg hef ekki heyrt um að lifandi rostungur hafí sést hér síðan 1992, en hins vegar munu leifar rostungs hafa fundist á Ströndum, í námunda við Ófeigsfjörð. Þetta var tönn og einhver slæðingur af húðinni. Þetta gæti hafa komið með ís, og orðið eft- ir þegar hann bráðnaði," sagði Erlingur Hauksson sjávarlíffræð- ingur þegar blaðamaður ræddi við hann. Við þetta má bæta, að í byrjun þessa mánaðar fannst dauður rost- ungur í Trékyllisvík á Ströndum og ekki alls fyrir löngu var rætt um að hafís væri farinn að nálgast landið. Það gefur tilefni til að spyrja Erling hvort eitthvert samband kunni að vera milli hafíss við Island og rost- unga? „Það er ekki hægt að tengja komu rostunga hingað til lands beint ískomu, þetta er það tilviljun- arkennt, og þeir hafa flakkað víða, jafnvel inn á Norðursjó og þar upp að ströndum Evrópu, þó að það sé mjög sjaldgæft.“ Mjög félagslynd dýr Rostungar eru af ættbálki hreifa- dýra, eins og t.d. selir, en eru taldir til eigin ættar ýmissa hluta vegna. Þeir eru mjög félagslynd dýr, liggja jafnan þétt saman í hópum á landi og ís og gefa frá sér ýmis hljóð, sem líkjast stunum eða hrotum. Um fengitímann, sem er í maí og júní, eru brimlarnir mjög háværir og gefa frá sér margvísleg baul og ösk- ur. Þá myndast sterk tengsl á milli einstaklinga af gagnstæðu kyni sem haldast út fengitímann að minnsta kosti, og jafnvel alla ævi dýranna, en þau geta orðið um og yfir 40 ára gömul. Vígtennurnar eru eitt helsta einkenni þessara dýra. Þær geta orðið allt að metri að lengd hjá full- vöxnum brimlum, en tennur urt- anna og kópanna eru mun styttri og grennri. Þessar miklu tennur nota rostungar til að verja sig, og einnig til að róta upp lindýrum af hafsbotn- inum, en aðalfæða þeirra eru ein- mitt ýmiskonar skelfískur á grunns- væðum. Önnur útlitseinkenni rostunga eru kamparnir og hinn stóri, þung- lamalegi og næstum hárlausi skrokkur. Fullvaxinn rostungur er stórt og mikið dýr, getur orðið um fjórir metrar að lengd og tvö tonn að þyngd. Um er að ræða tvo stofna, annars vegar Kyrrahafsrostunginn, sem heldur til í Beringshafi, og hins vegar Atlantshafsrostunginn, en honum er skipt í tvö stofnbrot; vest- urstofn sem lifir við Kanada og Grænland, og austurstofn sem held- ur til í Barentshafi, við Svalbarða, Frans Jósefsland, Novaja Semlja og Síberíu. í útrýmingarhættu Rostungum stafar lítil hætta af rándýrum á norðurslóðum. Selir hræðast þá og ísbirnir sniðganga þá, því rostungar eiga það til að ráð- ast á ísbirni á sundi og drepa þá með beittum vígtönnunum. Helstu óvinir rostunganna eru því háhyrningar og veiðimenn. Rostungar hafa frá alda öðli verið eftirsóttir vegna tanna sinna. Á miðöldum voru þær verðmæt versl- unarvara og jafnvel notaðar sem gjaldmiðill. Á þeim tímum voru flestallar afurðir dýranna nýttar; úr húðinni voru t.d. gerðar sterkar ólar í reiða og þess háttar. Helstu veiði- þjóðir voru Norðmenn, ' Rússar, Englendingar, Hollendingar og inú- ítar. Það auðveldaði mönnum veið- arnar, að þrátt fyrir góða heyrn og gott lyktarskyn eru rostungarnir mjög nærsýnir og því hægt að læð- ast að þeim á móti vindi eða af hafi og ráðast að þeim að óvörum. Þetta voru samt engan veginn hættulaus- ar veiðar, því að rostungarnir snér- ust oft til varnar og fyrir kom, að helsærður rostungur velti báti veiði- mannanna og drap þá svo hvern á fætur öðrum í sjónum, með því að rífa þá á hol með vígtönnunum. Á seinni hluta 17. aldar var rost- ungsstofninn farinn að minnka verulega, og rostungar hurfu af mörgum svæðum, þar sem þeir höfðu verið algengir áður fyn-, s.s. á Bjarnareyju og Vestur-Svalbarða. Árið 1952 var rostungurinn friðaður um allt norðurhvel og hefur verið það síðan. Inúítum í Síberíu, Alaska og Kanada er þó heimilt að veiða vissan fjölda dýra ár hvert. Rost- ungurinn er enn í útrýmingarhættu. Ekki er nákvæmlega vitað um stofnstærðina, en áætlað hefur verið að Kyrrahafsstofninn sé rúmlega 200 þúsund dýr en Atlantshafs- stofninn ekki nema um 20 þúsund dýr. Forinnlausn spariskírteina veldur hærri vaxtagjöldum ríkissjóðs Talið hagstætt að greiða upp lán ríkisins VAXTAGJÖLD ríkissjóðs hækkuðu um rúmlega tvo milljarða króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs mið- að við sama tíma í fyrra. Þessi auknu vaxtagjöld skýrast nánast al- farið af sérstakri forinnlausn spari- skírteina ríkissjóðs á þessu ári en að sögn Þórðar Jónassonar, for- stjóra Lánasýslu ríkisins, er hún til- komin vegna þess tekjuafgangs sem ríkissjóður er að skila. Menn telji hagstætt að nota hann til að greiða upp lán núna fremur en greiða hærri vexti af þeim í framtíðinni. Fram kemur í mánaðaryfirliti fjármálaráðuneytisins um afkomu ríkissjóðs að heildarútgjöld ríkis- sjóðs fyrstu sex mánuði ársins námu um 90 milljörðum króna en það er um átta milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Skýra hinar auknu vaxtagreiðslur um fjórðung þessarar hækkunar, að því er fram kemur í yfirlitinu. Þórður segir ástæðu þess að vaxtagjöldin hækka á sama tíma og verið sé að lækka skuldir ríkissjóðs fyrst og fremst bókhaldslega; þegar skuld sé greidd fyrir gjalddaga þá færist vaxtagjöldin til gjalda fyrr en ella hefði orðið og skilar sér í minni vaxtagreiðslum síðar. Fyrir- framgreiðsla vaxta með þessum hætti komi einungis fram í uppgjöri á greiðslugrunni og hafi ekki áhrif á áætlun fjárlaga. Segir hann aðspurður að þessi forinnlausn spariskírteina sé í raun hagstæð, vextir hafi verið tiltölu- lega háir á skuldabréfamarkaði sem geri það að verkum að hagstætt sé fyrir ríkið að kaupa lánin til baka enda sé verðið á skuldabréfum þá lægra. Er hér um að ræða hið öfuga samband vaxta og verðs bréfa. Sama þróun að eiga sér stað í mörgum Evrópulandanna Þórður segir að í raun sé þetta í fyrsta skipti sem ríkissjóður hafi komist í þá stöðu að geta dregið svo verulega úr skuldum sínum og raun ber vitni. Sama þróun sé reyndar að eiga sér stað í mörgum hinna Evrópulandanna - ríkissjóðir séu almennt að reyna að draga úr út- gjöldum sínum á sama tíma og tekjur þeirra eru að aukast. Lækk- un skulda með umframfé ríkissjóðs sé enda ein af fáum aðgerðum sem ekki er þensluhvetjandi við núver- andi aðstæður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.