Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Fjármálaeftlrlitið semur drög að leiðbeininfflim um efni verklagsreglna Viðskipti starfsmanna fari í gegnum regluvörð Fjármálaeftirlitið hefur birt á vefsíðu sinni drög að leiðbeiningum um efni verklags- reglna f]ármálafyrirtækja. I þeim er lögð áhersla á að þær feli í sér lágmarkskröfur. Gert er ráð fyrir að fj ármálafyrirtækin setji sér nýjar reglur á næstu mánuðum. Morgunblaðið/Arnaldur Drög að leiðbeiningum Fjármálaeftirlitsins mæla m.a. fyrir um að fjármálafyrirbekin upplýsi viðskiptamenn um eigendahagsmuni sína þegar ráðlagt er um viðskipti með verðbréf og þegar greiningar eru birtar. SÉRSTAKAN regluvörð skal tilnefna innan fjármálafyr- irtækis til að tryggja eftir- fylgni við verklagsreglur. Regluverði er ætlað að hafa eftirlit með því að ákvæðum reglnanna sé fylgt, hafa forgöngu um túlkun á reglunum og taka ákvarðanir í sam- ræmi við reglumar. Þetta kemur fram í drögum að leiðbeiningum um efni verklags- reglna sem Fjármálaeftirlitið (FME) hefur birt á vefsíðu sinni. Segir þar að öllum sé gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við FME fyrir 8. september nk. Að því búnu verði framkomin sjónarmið tekin til skoðunar og í kjölfarið því beint til viðkomandi fyrirtækja að laga eldri reglur að leiðbeiningum eftirlitsins. Samkvæmt drögunum er gert ráð fyrir að reglurnar taki einnig til við- skipta með gjaldmiðla og afleiðu- samninga með gjaldmiðla. Ekki er þó átt við kaup á gjaldeyri tii greiðslu fyrir vörur eða þjónustu eða vegna ferðalaga erlendis. Skilyrði um feril viðskipta Eftirlit regluvarðar lýtur ekki ein- vörðungu að viðskiptum starfsmanna heldur einnig að virkni svonefndra kínamúra og viðskiptum fyrirtækis- ins sjálfs, að því er fram kemur í drögunum. Segir ennfremur að mik- ilvægt sé að regluvörður hafi yfirsýn yfir stöðutöku fyrirtækisins sjálfs þannig að hann geti lagt mat á hvort viðskipti starfsmanna með sömu verðbréf séu tortryggileg. Reglu- vörður hefur vald til að banna við- skipti starfsmanna með ákveðin verðbréf án skýringa eða tímamarka á banninu. Er ákvæðið réttlætt með því að ástæða kunni að vera til að banna við- skipti með tiltekin verðbréf, t.d. vegna þess að fjármálafyrirtækið sjálft hafi hagsmuna að gæta eða búi yfir trúnaðarupplýsingum og við- skipti starfsmanna því tortryggileg á þeim tíma. Fjármálaeftirlitið telur að í regl- unum þurfi að tryggja að viðskipti starfsmanna uppfylli arinað af tveim- ur eftirfarandi skilyrðum um feril viðskipta: 1. Starfsmenn hafi fengið leyfi hjá regluverði áður en þeir eiga við- skipti. Senda þarf skriflega beiðni til regluvarðar, t.d. tölvupóst, sem síðan gefur heimild til viðskiptanna og til- nefnir miðlara til að annast viðskipt- in. Viðskiptaheimildin gildir í einn dag. Ef viðskipti fara ekki fram inn- an þess tíma þarf starfsmaður nýja heimild. 2. Starfsmenn hafi tilkynnt reglu- verði skriflega, áður en viðskiptadag- ur hefst, að hann hyggist eiga við- skipti með tiltekin verðbréf á ákveðnu verðbili. Slík tilkynning gildir í einn dag. Miðlari, sem út- nefndur hefur verið sérstaklega, annast viðskiptin. Regluvörður getur gert athugasemd við viðskiptin, m.a. það verðbil sem tilgreint er, lagt bann við viðskiptunum eða látið þau ganga til baka. Þá er starfsmönnum alltaf óheim- ilt að eiga viðskipti á undan við- skiptamanni ef áður hefur legið fyrir beiðni um viðskipti af hálíú viðskipta- manns. Setji sér víðtækar öryggis- og samskiptareglur Um svonefnda kínamúra, sem kveða á um aðskilnað einstakra starfssviða í fjármálafyrirtækjum, segir í drögunum að fjármálafyrir- tæki þurfi sjálf að móta þennan hluta reglnanna í samræmi við starfsemi fyrirtækjanna og áherslur, uppbygg- ingu skipurits og húsnæði. I regl- unum þurfi að gera grein fyrir skipu- lagi á verðbréfasviði og hvaða svið eða starfsemi sé aðgreind með kína- múrum. Jafnframt þurfi að gera grein fyrir því hvemig sviðin séu að- greind í húsnæði og upplýsingakerf- um. „Tryggja þarf sérstaklega að við- kvæmar upplýsingar berist ekki milli starfssviða og að starfsmenn gefi ekki með neinum hætti upplýsingar um verkefni og gagnabrunna utan viðkomandi starfssviðs. Eðlilegt er að líta svo á að þagnarskylda starfs- manna hindri ekki einungis miðlun upplýsinga út úr fyrirtækinu, heldur einnig milli sviða,“ segir í drögum Fj ármálaeftirlitsins. Á það er bent að reglumar þurfi að taka til þess hvemig samskiptum milli starfssviða sé háttað. Til fylling- ar reglunum þurfi fjármálafyrirtæki að setja sér víðtækar öryggis- og samskiptareglur sem sniðnar era eft; ir eðli starfseminnar og skipulagi. í þessu skyni þurfi að setja öryggis- reglur um vörslu gagna innan sviða, svo sem að læsa gögn í hirslum, með- ferð tölvulykilorða o.s.frv. FME telur mikilvægt að starfs- ménn starfi innan skilgreindra starfssviða. Sé óhjákvæmilegt að nýta starfsmann utan skilgreinds starfssviðs viðkomandi þurfi að koma í veg fyrir hættu á hagsmunaárekstr- um og misnotkun trúnaðarapplýs- inga. Halda þurfi skrá yfir þá starfs- menn sem vinni verkefni utan síns starfssviðs. í skránni skuli gera grein fyrir viðkomandi verkefnum og hvenær þau séu unnin. Viðskiptamaður sé upplýstur um hagsmunatengsl í kafla leiðbeininganna um verð- bréfaviðskipti fjármálafyrirtækja fyrir eigin reikning segir að aðgreina þurfi þau með skýram hætti frá miðl- un. Tryggja verði að sá sem annast viðskipti fyrir fyrirtækið hafi ekki aðgang að upplýsingum um tilboð eða viðskipti annarra viðskipta- manna eða ráðgjöf til þeirra og að starfsmenn miðlunar búi ekki yfir neinum upplýsingum um fjárfesting- aráform fyrirtækisins umfram aðra. Tekið er fram í skýringum að ef ekki takist að tryggja slíkan aðskiln- að komi til athugunar hvort fyrirtæk- inu eigi að vera heimilt að eiga við- skipti fyrir eigin reikning. Þá er mælst til þess að á viðskipta- nótu skuli greina frá því, í hverju ein- stöku tilfelli, ef mótaðili í viðskiptum er fjármálafyrirtækið sjálft. „Ráðleggi starfsmenn fjármála- fyrirtækis viðskiptamönnum að eiga viðskipti með verðbréf, ber þeim að greina frá því ef fjármálafyrirtækið sjálft hefur hagsmuna að gæta í við- komandi fyrirtæki, enda séu upplýs- ingar um það aðgengilegar starfs- manninum." Segir ennfremur í drögunum að eðlilegt sé að gera kröfu til þess að viðskiptamaður sé upplýstur um eigendahagsmuni fjár- málafyrirtækisins þegar ráðlagt er um viðskipti með verðbréf. Eigi þetta einnig við um þær greiningar á fyrir- tækjum sem fjármálafyrirtækið birt- ir. Gæta þarf að hagsmuna- árekstrum við túlkun Fjármálaeftirlitið segir um verð- bréfaviðskipti starfsmanna fjármála- fyrirtækja og fjölskyldna, að ljóst sé að eðli starfa sé mismunandi eftir deildum og aðgangur að trúnaðar- upplýsingum mismunandi. Því komi til greina að fyrirtæki skilgreini í verklagsreglum þá starfsmenn eða þau starfssvið sem unnt er að gera vægari kröfu til eða önnur störf þar sem lítill aðgangur er að upplýsing- um sem nýst geta í verðbréfavið- skiptum. Slíkar mismunandi kröfur ráðist m.a. af því hvemig skipulagi, þ.á m. kínamúram, sé háttað. Gert er ráð fyrir að starfsmenn og makar undirriti sérstaka yfirlýsingu þar sem fram komi að þeir hafi kynnt sér efni reglnanna og skuldbindi sig tii að lúta þeim. Undanþágur segir FME að sé heimilt að veita vegna viðskipta sem tengjast atvinnurekstri fjölskyldu- meðlima, verðbréfa sem þeir fá af- hent sem hluta af starfskjöram þeirra hjá vinnuveitanda og viðskipta þeirra sem falla undir hliðstæðar reglur hjá öðra fjármálafyrirtæki. Halda skal skrá yfir undanþágur. í allri túlkun á reglunum þarf að gæta þess að viðskipti starfsmanna rekist á engan hátt á við hagsmuni viðskiptamanna, að mati FME. í leiðbeiningunum er rætt um að tryggja verði að verðbréfaviðskipti starfsmanna fari fram fyrir milli- göngu þess og séu sérstaklega skráð. Heimilt verði að kveða á um aímark- aðar undanþágur frá þessu skilyrði vegna viðskipta með erlend verðbréf sem viðkomandi fjármálafyrirtæki geti ekki haft milligöngu um án vera- legs viðbótarkostnaðar, netviðskipta og áskrifta spariskírteina. Ef undan- þágur verði heimilaðar skuli tilkynna mánaðarlega um slík viðskipti til regluvarðar. „Ef fjármálafyrirtæki fær beiðni um að kaupa/selja verðbréf yfir ákveðið tímabil geta þeir starfsmenn sem hafa upplýsingar um þetta ekki átt viðskipti fyrir eigin reikning með viðkomandi verðbréf fyrr en eftir að viðskipti þessi hafa átt sér stað,“ seg- ir í drögunum. Bann við viðskiptum með óskráð bréf Viðskipti starfsmanna með óskráð verðbréf era óheimil. Unnt er að heimila undantekningu vegna þátt- töku í útboði þar sem stjóm Verð- bréfaþings hefin- samþykkt að hluta- félagið fái skráningu að útboði loknu, að því er fram kemur í leiðbeiningun- um. Þá kemur til greina að kveða á um undanþágur vegna eignarhalds á óskráðum hlutabréfum í félögum sem engin virk viðskipti era um og ekki hafa fjárfestingar að markmiði. Kveða þarf skýrt á um slíkar undan- þágur. I skýringum er minnst á það að nefnd á vegum viðskiptaráðuneytis- ins vinni nú að mótun reglna um út- boð verðbréfa. FME hafi lýst þeirri skoðun sinni að koma þurfi í veg fyrir að verðbréf sem ekki hafa verið boðin til sölu í almennu útboði gangi kaup- um og sölum meðal almennings. Þannig þurfi að kveða á um hveijir megi eiga viðskipti með verðbréf sem ekki hafa verið boðin til sölu í al- mennu útboði. Ákvörðun um að heimila starfsmönnum að eiga við- skipti með óskráð verðbréf ráðist að mati FME af niðurstöðu framan- greindrar vinnu. Fjármálaeftirlitið setur fram til- lögur um lágmarkseignarhaldstíma starfsmanna á verðbréfum. Gerð er krafa um að starfsmenn eigi verðbréf sem þeir kaupa í minnst þrjá mánuði. Þó er gert ráð fyrir að starfsmenn geti selt verðbréf sín áður en lág- markseignarhaldstími er liðinn ef markaðsverð þeirra fer niður fyrir upphaflegt kaupverð. Er tekið fram að með þessu skilyrði sé ætlunin að koma í veg fyrir spákaupmennsku. Leiðbeiningar um þátttöku í útboðum Hvað margumrædda þátttöku starfsmanna fjármálafyrirtækja í út- boðum varðar, segir FME að tryggja verði í verklagsreglunum að starfs- mönnum sé óheimilt að taka þátt í út- boðum á verðbréfum sem fjármála- fyrirtækið gefur út eða útboðum sem fjármálafyrirtækið annast fyrir aðra útgefendur nema því aðeins að í út- boðunum sé óskað eftir tilboðum um hlut á föstu gengi en ekki tilboðum um verð einstakra bréfa, gengi eða vaxtakjör og að þeir gangi ekki fyrir sem fyrstir skrá sig. I slíkum útboð- um verði tilboð starfsmanna að ber; ast við upphaf fyrsta tilboðsdags. í útboðslýsingu skuli greina frá því hvort starfsmönnum sé heimilt að taka þátt í útboðum og eftir hvaða skilmálum. Þeim starfsmönnum fjármálafyr- irtækja sem starfa að gerð útboðslýs- inga, era faglegir ráðgjafar eða trún- aðarmenn útgefenda verðbréfa er samkvæmt leiðbeiningunum óheimilt að eiga viðskipti með verðbréf við- komandi útgefanda frá því að störfin hefjast og næstu þrjá mánuði eftir að störfum þeirra fyrir viðkomandi lýk- ur, nema þeirri vinnu ljúki fyrr með opinberri útgáfu á upplýsingum, svo sem útboðslýsingu. Slíkir ráðgjafar skulu teljast fram- innherjar og lúta þeim reglum sem gilda um viðskipti þeirra. Þetta á meðal annars við um umsjón með hlutafjárútboði og nýskráningu hlutabréfa á markaði. Þá er starfsmönnum óheimilt að nýta sér innri greiningu fyrirtækis til að hagnast persónulega í verðbréfa- viðskiptum ef niðurstöður greiningar era öðram viðskiptamönnum ekki aðgengilegar. Engin sérkjör í drögunum segir að fjármálafyrir- tæki megi ekki bjóða starfsmönnum sínum sérkjör í verðbréfaviðskiptum. FME leggur til að bann verði sett við því að starfsmenn taki þátt í fjár- festingarhóp eða öðram hliðstæðum félagsskap sem hafi þann tilgang að þátttakendur standi sameiginlega að kaupum á verðbréfum. Ástæða reglunnar er sögð sú að koma í veg fyrir að starfsmenn fyrirtækjanna geti komist hjá verklagsreglunum með stofnun félags um fjárfestingar sínar. Settar era fram leiðbeiningar um viðskipti framinnherja. Mælst er til þess að kveðið sé á um í reglunum að þeim sé óheimilt að eiga viðskipti með eignarhlut í fyrirtækinu á ákveðnu tímabili áður en uppgjör era birt, eða einungis heimilt að eiga við- skipti í ákveðinn tíma eftir að upp- gjör era birt. „í reglunum skal kveðið á um að starfsmönnum fjármálafyrirtækja sé óheimilt að sitja í stjóm fyrirtækja eða taka laun frá öðra fyrirtæki eða taka þátt í atvinnurekstri að öðra leyti nema að fengnu leyfi stjórnar. Eignarhlutur í fyrirtæki telst þátt- taka í atvinnurekstri ef um er að ræða virkan eignarhlut,“ segir í leið- beiningunum. Viðskiptin gangi til baka Að endingu er útlistað hvemig æskilegt sé að viðurlagaákvæði í reglunum líti út. Brot á reglunum um verðbréfaviðskipti eiga að varða áminningu eða brottrekstri. Reglu- vörður skal tilkynna brot til stjómar sem síðar tilkynnir þau til FME. Komist upp um brot skulu við- skiptin ganga til baka. Sé það ekki unnt skal hagnaður af viðskiptunum renna til viðkomandi fjármálafyrir- tækis. Viðskipti fjármálafyrirtækis- ins sem fela í sér brot skulu jafn- framt ganga til baka. Sé það ekki unnt skal ráðstafa hagnaðinum í samráði við Fjármálaeftirlitið. FME bendir fjármálafyrirtækjum á að þau gæti þess að starfsmenn skrifi undir yfirlýsingu þar sem fram komi að þeir felli sig við viðurlög af þessu tagi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.