Morgunblaðið - 22.07.2000, Side 22
22 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Ekkert lát
á vatna-
vöxtum
SUMARHÚS, vegir og jámbrauta-
teinar sópuðust burt í gær í vatna-
vöxtunum í Mið-Sviþjóð en þar eru
öll vatnsföll uppbólgin eftir látlaus-
ar rigningar í margar vikur. Hefur
orðið að aflýsa flestum lestarferðum
til og frá norðurhluta landsins og
áætlunarbifreiðir komast heldur
ekki leiðar sinnar vegna skemmda á
vegum og alls konar braks, sem á
þeim liggur. Víða varð að hleypa
vatni úr uppistöðulónum við raf-
orkuver til að koma í veg fyrir, að
yfir þau flæddi, og ljóst var, að ekki
yrði það til að draga úr vatnsgangin-
um. Úrkomulaust var á þessum slóð-
um í gær en spáð var meiri rigningu
um helgina. Húsið á myndinni varð
flóðunum í ánni Ljungan að bráð.
Bandaríkjaþing samþykkir
tilslökun gagnvart Kúbu
Washington. Ap.
FULLTRUADEILD bandaríska
þingsins hefur samþykkt að aflétta
öllum höftum af sölu matvæla og
lyfja frá Bandaríkjunum til Kúbu
og af ferðum bandarískra ferða-
manna til eyjarinnar. Er sam-
þykktin mikill sigur fyrir hags-
munaaðila í landbúnaði, viðskipt-
um og á öðrum sviðum, er barist
hafa fyrir því að viðskiptaþvingun-
um Bandaríkjamanna gegn Kúbu,
er staðið hafa í fjóra áratugi, verði
hætt.
Þeir sem hafa verið hlynntir því
að höftum verði aflétt hafa haldið
því fram að slíkt myndi grafa und-
an völdum Fídels Kastrós Kúbu-
leiðtoga. Fulltrúadeildin sam-
þykkti með 232 atkvæðum gegn
186 að aflétta ferðabanninu og 301
atkvæði gegn 116 að aflétta höft-
um á sölu matvæla og lyfja. Deild-
in hafði skömmu áður fellt frum-
varp sem gerði ráð fyrir enn
víðtækara afnámi hafta á næstum
öllum viðskiptum Bandaríkja-
manna við Kúbumenn.
Engu að síður var samþykktin á
fimmtudag mikill sigur fyrir banda-
lag íhaldssamra og frjálslyndra
þingmanna og þingmanna frá ríkj-
um sem eiga mikið undir landbún-
aði og viðskiptum. Þá segja frétta-
skýrendur samþykktina mikinn
álitshnekki fyrir leiðtoga Repúblík-
anaflokksins í fulltrúadeildinni sem
höfðu barist gegn því að slakað yrði
á klónni.
Áfall fyrir repúblíkana
Ekki var fyllilega Ijóst hvort
samþykktin þýddi að viðskipta-
þvingunum yrði aflétt þegar á
þessu ári. Sagði einn stuðnings-
manna tillögunnar um lyfja- og
matvælasölu, repúblíkaninn Jerry
Moran frá Kansas, að margir þing-
menn væru andvígir því að slakað
yrði á í ár. Leiðtogi repúblíkana í
öldungadeildinni, Trent Lott frá
Mississippi, hefur lýst því yfir að
hann telji að með orðalagi sam-
þykktanna er gerðar voru í full-
trúadeildinni sé gengið of langt.
Bill Clinton forseti hefur verið
hlynntur því að tekin verði upp við-
skipti með matvæli og lyf við Kúbu.
I umræðum um málið í deildinni
sögðu andstæðingar tillagnanna að
ef Kúbumönnum yrði leyft að
kaupa af Bandaríkjamönnum og
taka við bandarískum ferðamönn-
um myndi slíkt festa stjórnvöld á
eynni í sessi. Sagði Ileana Ros-
Lethinen, þingmaður repúblíkana
frá Flórída, að tekjurnar er Kúba
hefði af viðskiptum við Bandaríkin
myndu koma sér vel fyrir „versta
mannréttindabrjótinn á vesturhveli
jarðar“.
Að dæmi Reagans
Stuðningsmenn tillagnanna
sögðu aftur á móti að ef létt yrði á
höftum myndi það flýta fyrir frels-
isumbótum á Kúbu. Ronald Reagan
„leyfði bandarískum bakpokaferða-
löngum að halda til Austur-Evrópu
og það átti þátt í að fella Berlínar-
múrinn", sagði Mark Sanford,
þingmaður repúblíkana frá Suður-
Karólínu. Jerry Moran tók í sama
streng og sagði: „Persónufrelsi
fylgir í kjölfar viðskiptafrelsis."
Moran viðurkenndi að tilslökun á
sölu matvæla til Kúbu myndi koma
sér vel fyrir umbjóðendur sína
heima í Kansas.
AP
Camp David -
fyrir og eftir
eftir Amos Oz
© Amos Oz 2000.
EHUD Barak hefur gengið mjög
langt til að koma til móts við Palest-
ínumenn, jafnvel áður en leiðtoga-
fundurinn í Camp David hófst;
lengra en nokkur af forverum hans
lét sig dreyma um; lengra en nokk-
ur annar ísraelskur leiðtogi er lík-
legur til að ganga í fyrirsjáanlegri
framtíð. Á leiðinni til Camp David
kunngerði Ehud Barak svo frið-
sama afstöðu að hann missti þing-
meirihlutann, samsteypustjómina,
jafnvel nokkra af stuðningsmönn-
um sínum úr röðum kjósenda. Samt
hélt hann ferðinni áfram, meðan
vængimir, skrokkurinn og stélið
tættust af honum, og hélt áfram líkt
og stjómklefl á flugi.
Yasser Arafat virðist ekki hafa
farið jafn langa og fáfarna leið til
móts við ísraela. Ef til vill gat hann
það ekki - eða skorti eldheitan vilja
til að semja frið. Hætta er á að leið-
togafundurinn í Camp David fari út
um þúfur - sem þýðir alls ekki að
baráttunni fyrir friði ljúki. Þegar
öllu er á botninn hvolft höfum við
hvað eftir annað séð ísraela og Pal-
estínumenn ganga út úr ráðstefnu-
sölunum, fórna höndum, kveina yfír
því hversu ómögulegt það sé að
ræða við svo hræðilega viðsemjend-
ur. Þeir koma þó alltaf saman aftur
eftir nokkurn tíma og undirbúa
saman næstu ógöngur: þannig að
friðammleitanirnar hökta sína
gremjuþrungnu leið í átt að tveggja
Friður er í vændum.
Jafnvel ofstækismenn
beggja þjóðanna sem
hafa andstyggð á
þeirri hugmynd að
fórna „heilögum
erfðarétti" - jafnvel
þeir vita núna að land-
ið er í þann mund að
verða tveggja þjóða
heimili.
ríkja lausn. (Miðausturlönd virðast
tilheyra mynd eftir Fellini, ekki eft-
ir Ingmar Bergman: hávaði og heift
eru alltaf á matseðlinum.)
Meðan hver kreppan tekur við af
annarri rísa þannig drög að fram-
tíðarkorti friðarins upp úr sót- og
svælustrókum þrætumála líðandi
stundar. Það sem skilur Israela og
Palestínumenn að á þessari stundu
eru aðeins nokkiir umdeildh’ kíló-
metrar á Vesturbakkanum og ef til
vill nokkur hundruð umdeildra
metra í Jerúsalem.
Þessar síðustu landspildur, sem
enn er deilt um, eru vitaskuld
þrungnar heift, kvöl, ótta og ofsa-
fengnu óþoli. Samt megum við ekki
gleyma að í tæp hundrað ár -
hundrað ár einsemdar og blóðsút-
hellinga - hafa þjóðirnar tvær ekki
deilt um hversu stór landsvæði þær
eigi að fá heldur um hvor þeirra eigi
að fara í burtu og afsala sér öllu
landi. Þessi togstreita er nú á síð-
asta snúningi, þrátt fyrir öll þrátefl-
in og illdeilurnar. Friður er í vænd-
um. Jafnvel ofstækismenn beggja
þjóðanna sem hafa andstyggð á
þeirri hugmynd að fóma „heilögum
erfðarétti" - jafnvel þeir vita núna
að landið er í þann mund að verða
tveggja þjóða heimili, parhús.
Hversu mikið land á hvor þeirra að
fá? Hversu stóran hluta Jerúsalem?
Barak og Arafat, eða eftirmenn
þeirra, þurfa á endanum að útkljá
þetta, jafnvel þótt leiðtogafundin-
um í Camp David ljúki með miklum
hvelli.
Þeir ísraelar og Palestínumenn
er leggjast gegn friðarsamningi
sem byggist á kvalafullum tilslök-
unum eru augljóslega haldnir óör-
yggiskennd, ofsafenginni ranglæt-
istilfmningu, guðfræðilegum og
siðfræðilegum efasemdum um að
afsala sér „heilögum réttindum".
Friður, jafnvel heimilisfriður, getur
samt aldrei byggst á hugmyndinni
„öll réttindi áskilin". Meðal þeirra
grundvallarréttinda, sem hver ein-
staklingur og þjóð verðskuldar að
nýta af frjálsum vilja, ætti að vera
rétturinn til að afsala sér að eigin
vild dálitlu af réttindum sínum til að
tryggja rétt sinn til að halda lífi, til
að búa við frið og frelsi.
Höfundur er (sraelskur rithöfundur.
Reuters
Gyðingur í Jerúsalem gengur framhjá moskunni Kubbet es Sakhra
frá 7. öld. Moskan var reist á kletti sem er helgur staður í augum gyð-
inga og múslíma. Staða Jerúsalemborgar er erfiðasta deilumál Isra-
ela og Palestínumanna í friðarviðræðunum.