Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
I sporum
Snorra
* •
I Reykholti eru menn orðnir næsta vissir
um að göngin sem fornleifafræðingar hafa
verið að grafa upp og liggja að Snorralaug
séu frá tíma Snorra Sturlusonar. Þá hafa 1
sumar komið í ljós byggðaleifar sem hugs-
anlega eru frá sama tíma og för eftir sái
sem eru nokkuð yngri en þó líklega frá síð-
miðöldum. Orri Páll Ormarsson tiplaði um
tóftirnar í fylgd Guðrúnar Sveinbjarnar-
dóttur stjórnanda rannsóknarinnar.
KÁRI hinn hverflyndi er í jöt-
unmóð þegar blaðamaður
rennir í hlað í Reykholti.
Vatnsslettur ganga yfir aumingja
iðnaðarmennina sem eru í óða önn að
búa byggingar undir komu Noregs-
konungs um næstu helgi. Blaðamað-
ur bítur á jaxlinn og brýst út í ofsann
dyggilega studdur af skáldinu,
Snorra, sem stendur sperrt á stalli
sínum og glottir upp í opið geðið á
guðunum. Vindur og væta bíta ekki á
honum.
Það er við hæfi að Snorri, merkast-
ur Reykholtsbænda, sé í móttöku-
nefndinni því tilgangur ferðarinnar
er einmitt að svipast um í hans hús-
um. Húsum sem fomleifafræðingar á
vegum þjóðminjasafns íslands hafa
verið að koma niður á síðustu sumur.
í því efni er þó ekkert fast í hendi.
Allt er með kyrrum kjörum í tóft-
unum enda erfitt að athafna sig við
þessar aðstæður, vatn og aur upp um
alla veggi. Blaðamaður gengur því til
afdreps fomleifafræðinganna til að
finna Guðrúnu Sveinbjamardóttur
stjómanda rannsóknarinnar.
„Þú ert óheppinn. Þetta gefur alls
ekki rétta mynd af sumrinu. Aðeins
annar dagurinn sem hann rignir,“
segir hún og kennir í brjósti um
blaðamann. Engin ástæða til þess,
menn læra með árunum að vera ekki
vandlátir á veður á íslandi.
Mun skýrari mynd er komin á tóft-
imar nú en fyrir réttu ári, þegar
blaðamaður var í Reykholti í sömu
erindum. Meira íyrir augað.
Margt komið í ljós
„Við erum búin að vera héma frá
því í byrjun júní og þetta hefur verið
gott sumar. Margt komið í ljós,“ segir
Guðrún en þessari lotu lýkur um
verslunarmannahelgina.
„Við stækkuðum svæðið um næst-
um því helming í sumar til að fá betri
mynd af mannvirkjum sem vom að
koma í ljós í fyrra. Eitt af viðfangs-
efnum okkar hefur verið niðurgröfnu
göngin sem liggja að Snorralaug og
höfum við nú mun betri mynd af því
hvernig þau era gerð að innan nyrst
þar sem þau tengjast tóftunum. Þau
beygja snögglega til austurs þar sem
þau liggja inn í hom á byggingu sem
þar er og í þeim era steinþrep. Við
höfum fundið sex þrep í göngunum
sem era mjög vel byggt mannvirki,
allt að tveir metrar á hæð. Það er
mjög sjaldgæft að finna svona vold-
ugar byggingar hér á landi.“
Göngin era afar þröng, um sjötíu
sentimetrar á breidd. Menn hafa því
varla mæst í þeim.
Guðrún segir tímasetningu á göng-
in liggja fyrir. „Við fundum birki-
grein á efsta þrepinu sem reyndist
vera frá elleftu til þrettándu öld sam-
kvæmt kolefnisaldursgreiningu sem
hefur þessa vídd.“
Era þetta þá göngin hans Snorra?
„Já, það er mjög líklegt að þau til-
heyri hans tíma.“
Við endann á göngunum er, að
sögn Guðrúnar, niðurgrafið mann-
virki sem líka er vandlega byggt úr
grjóti. Veggir era grjóthlaðnir inn í
niðurgröftinn. „Þetta mannvirki virð-
ist vera byggt ofan á göngin, þannig
að það er yngra en þau. Samt er ekki
alveg ljóst hverju göngin tengjast.
Þau gætu tengst þessum niðurgrefti
á einhverju skeiði.“
Guðrún gerir sér ekki vonir um að
fá úr þessu skorið með afgerandi
hætti.
Húsið er um tíu metra langt og að
öllum líkindum kjallari undir annað
mannvirki sem verið hefur aðal ívera-
húsið. Það er horfið. „Inngangur inn í
þetta mannvirki er í suðausturhomi
tóftarinnar. Hann er mjög voldugur
með stórum homsteinum í litlum
gangi sem í eru smáar hellur. Það
hefur ekkert fundist í þessu mann-
virki sem bendir til búsetu, lítið er um
gólflög. Það ýtir enn frekar undir þá
hugmynd að þetta sé kjallari.“
Norðan við kjallarann eru leifar að
koma í ljós í sumar sem virðast, að
sögn Guðrúnar, vera enn eldri. „Það
er enn ekki Ijóst hvað þetta er en við
vonumst til að það skýrist áður en við
hættum eftir tvær vikur.“
Þegar blaðamaður var í Reykholti í
fyn-a voru að koma í Ijós hleðslur með
gijótstólpum utan um sem Guðrún
taldi hugsanlegt að væru leifar af
virki sem Sturlunga segir að Snorri
hafi látið reisa á þrettándu öld. Nú er
hún orðin fráhverf þeirri hugmynd.
„Hleðslan stendur enn á sínum stað
og við erum smátt og smátt að vinna
okkur niður úr svæðinu sem við opn-
uðum norðan við hana. Ég geri mér
vonir um að finna vísbendingu um að
þetta sé kannski ein hlið í skálabygg-
ingu. Þetta hús gæti verið frá sama
tíma og niðurgrafna byggingin sunn-
ar á svæðinu eða jafnvel eldra.“
Á svæðinu sém opnað var í sumar
hefur fundist áframhald af ganga-
bænum sem fornleifafræðingamir
komu fyrst niður á þegar þeir hófu
uppgröftinn fyrir meira en tíu áram.
Hefur hann verið tímasettur á bilinu
á milli sautjándu og nítjándu aldar.
„Við höfum líka fundið það sem ég
held að sé eldhús sem hefur á ein-
hveiju skeiði tilheyrt þessum ganga-
bæ og áður verið búr. í þessu búri
fundum við stór för eftir sái. Ég hef
ekki töluna á þeim en þau eru mörg
og frá ýmsum byggingarskeiðum,
sum hver mjög stór, einn og hálfur
metri í þvermál eða meira. í einu sá-
faranna voru tunnustafimir heilir og
einnig hluti af botninum. Matur hefur
verið geymdur í þessum sáum. Þeir
voru grafnir niður til að maturinn
héldist kaldur.“
í ritheimildum um Reykholt era
oft nefnd ker af þessu tagi, meðal
annars í virðingargjörð frá 1392, þar
sem nefnd era „stór ker tvö í jörðu“.
„Eitthvað af sáforunum sem við höf-
um fundið gætu verið frá þeim tíma.“
Það má þvi jafnvel leika sér að þeirri
hugmynd að ker af þessari gerð hafi
verið „frystikisturnar" hans Snorra.
Ljósmynd/Guðmundur H. Jónsson
Sáförín í Reykholti. Myndin er tekin í austur og sýnir sjö sái sem hafa verið í notkun á mismunandi tíma.
Morgunblaðið/Oiri Páll
A þessu svæði hefur fornleifauppgröfturinn farið fram í sumar. Fjærst
er svæðið sem var opnað í þessari lotu.
Morgunblaðið/Orri Páll
Niðurgrafna mannvirkið sem byggt hefur verið ofan á göngin.
Annað sem gert hefur verið í sum-
ar er að skoða raslahauginn sem vit-
að er að skólahúsið var byggt ofan í
1929. „í fyrra haust var ljóst að eitt-
hvað var eftir af þessum raslahaug
fyrir vestan skólann. Við skoðuðum
þar skurð sem gerður var í tengslum
við framkvæmdir við húsið. í þessari
viku voru síðan í heimsókn hjá okkur
þrír bandarískir fomleifafræðingar,
sem era sérfræðingar í raslahaugum.
Þeir sigtuðu af haugnum og í Ijós kom
að varðveisla beina var ekki góð
vegna sýru í jarðveginum. Á hinn
bóginn fúndu þeir þónokkuð af mun-
um og hafa lagt til að stærri hluti af
haugnum verði grafinn upp til að
finna fleiri muni og komast dýpra.
Vonandi verður það hægt næsta sum-
ar.“
Fleiri gestir hafa sótt Reykholt
heim í sumar. Þar er nú kanadískur
fomleifafræðingur sem sérhæfir sig í
gólfum. „Hún hefur tekið sýni og get-
ur vonandi hjálpað okkur að varpa
ljósi á það sem fram fór í þessum
mapnvirkjum."
Á síðasta ári komu í ljós merki um
heitavatnsnotkun á steinum sem
fundust nyrst á uppgraftarsvæðinu.
Þykir Guðrúnu ástæða til að skoða
það mál betur en á sjöunda áratugn-
um fannst gufuleiðsla sem liggur lík-
lega frá Skriflu upp í bæjarastæðið.
„Hver veit nema miðaldamenn hafi
bjargað sér betur hvað notkun heita
vatnsins viðkemur en síðar varð.“
Ljóst má vera að uppgröfturinn í
Reykholti getur haft mikla þýðingu
því lítið hefur verið rannsakað af
fomleifum frá þrettándu öld og þar í
kring hér á landi. „Við höfum fyrir
vikið lítið samanburðarefni og gætum
þurft að leita að því í Noregi. Þetta er
mjög spennandi,“ segir Guðrún.
Til sýnis fyrir gesti
Fomleifafræðingamir reikna með
að ljúka störfum syðst í tóftunum,
þar sem göngin era, á þessu sumri.
Guðrún vonast til að tekin verði
ákvörðun fyrir veturinn hvemig
gengið verði frá göngunum og kjall-
aramannvirkinu. „Mér finnst ástæða
til þess að eitthvað af þessu verði til
sýnis fyrir gesti í Reykholti og held
að áhugi sé fyrir því. Nú er bara að
finna út úr því með hvaða hætti best
er að geraþað."
Segir Guðrún svæðið sem byrjað
var á í sumar ekki verða klárað í þess-
ari lotu og því geri hópurinn ráð fyrir
að koma aftur næsta sumar. Einnig
þarf að komast til botns í raslahaugn-
um og kanna betur svæðið austan við
uppgraftarsvæðið. Þá á alveg eftir að
kanna kirkjuna og kirkjugarðinn.
„Ég er bjartsýn á framhaldið. Árang-
urinn sem náðist í fyrra hefúr greini-
lega skilað sér því við fengum hærri
fjárveitingu að þessu sinni. Vonandi
verður ekkert lát á því.“