Morgunblaðið - 22.07.2000, Side 29

Morgunblaðið - 22.07.2000, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ [77T77TI LAUGARDAGUR 22. JULI 2000 29 'lll iCvfi LAlU Sykursýki í börnum rannsökuð í Finnlandi Telja kúamjólkina geta aukið hættuna New York. Reuters. MIKIL neysla kúamjólkur fyrstu æviárin getur aukið hættuna á insúlínháðri sykursýki í börnum sem eiga ættingja með sjúkdóm- inn, samkvæmt finnskri rann- sókn. Vísindamenn við Tampere-há- skóla í Finnlandi komust að þeirri niðurstöðu að bömum, sem eiga systkin með sykursýki, sé meira en fimm sinnum hættara við insúlínháðri sykursýki ef þau drekka meira en hálfan lítra (um það bil þrjú glös) af kúamjólk á dag, en börnum sem drukku minna. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í grein í júníhefti tímaritsins Diabetes og sagði Suvi Virtanen, aðalhöfundur hennar, að þetta væri fyrsta rannsóknin sem benti til þess að tengsl væru á milli „kúamjólkur- neyslu í æsku og þróun sykursýki í systkinum bama sem em með sjúkdóminn". Hann bætti þó við að frekari rannsókna væri þörf á hugsanlegri samverkan erfða og mataræðis í þróun sjúkdómsins. Prótín að verki? Virtanen sagði að ekki væri ljóst hvaða efni í kúamjólkinni yki hætt- una á sykursýki en vísindamenn teldu hugsanlegt að einu nokkurra prótína væri um að kenna. Insúlínháð sykursýki er algengari hjá börnum og ungu fólki. Sjúkdóm- urinn stafar af því að fmmur, sem Associated Press Ef nánustu ættingjar þjást af sykursýki er ráðlegt að stilla mjólkumeyslu barna í hóf samkvæmt nýrri finnskri rannsókn. framleiða insúlín í briskirtlinum, eyðileggjast og hann veldur því að sykurmagnið í blóðinu er meira en venjulega. Fólk með insúlínháða sykursýki tekur yfirleitt inn lyf í sprautuformi alla ævina til að hafa áhrif á insúlínbúskap líkamans, sem stjórnar blóðsykrinum. Vísindamennirnir rannsökuðu börn sem drukku kúamjólk á fyrsta ári ævinnar og fylgdu rannsókn- inni eftir þegar bömin vom þriggja og nítján ára. Nokkur barnanna áttu systkin með syk- ursýki og rannsakað var hversu næm þau væra fyrir sjúkdómn- um. Flest barnanna sem fengu syk- ursýki vom erfðafræðilega næm fyrir sjúkdómnum. 79% þessara bama vom með erfðafræðileg frávik, sem em talin tengjast sykursýki, en aðeins 30% þeirra, sem fengu ekki sjúkdóminn, reyndust vera með frávikán. Sjaldgæfari á íslandi Því má bæta við að insúlínháð sykursýki er sjaldgæfari á ís- landi en í mörgum öðmm lönd- um, þar á meðal hinum Norður- löndunum. Mjólkin úr íslenskum kúm hefur einnig talsvert aðra samsetningu en kúamjólk annars staðar og meðal annars em prótínin öðra vísi að samsetn- ingu. Ekki er vitað með vissu hvort þessi mismunandi samsetn- ing kúamjólkur skýrir að einhverju leyti mismunandi tíðni sykursýki milh landa, en margir telja að svo gæti verið. TENGLAR Um börn og sykursýki: www.childrenwithdiabetes.com Um insúlínháða sykursýki: netdoktor.is/Sjukdomar/ Börn borða ekki nóg grænmeti Hætta á heilsu- bresti síðar á ævinni BÖRN eiga á hættu að verða fyrir alvarlegum heilsubresti síðar á ævinni ef þau neyta innan við helmings af meðmæltum skammti af grænmeti, að því er bresk heil- brigðisyfirvöld segja. Fyrsta könnunin sem gerð hef- ur verið á neysluvenjum barna í Bretlandi í tæp tuttugu ár bendir til þess að einn af hveijum fimm á aldrinum fjögurra til átján ára borði aldrei ávexti. Einnig kom í ljós að flest börn borðuðu innan við helming meðmælts dag- skammts af ávöxtum og græn- meti. Þá kom í ljós að offita er vaxandi vandamál meðal barna og stunda mörg þeirra allt of litla lík- amsrækt. Könnunin sýndi enn fremur fram á að megnið af því sem börn borða er fitu- og kolefna- ríkur matur, t.d. íransbrauð, kartöfluflögur, súrar gúrkur, kex og súkkulaði. Þá kom einnig íram að saltneysla er hættulega mikil. Sum fjögurra ára gömul böm neyttu 8,5 gramma af salti á dag en meðmæltur saltskammtur fyrir fuhorðna er sex grömm á dag. Tengsl em á milli mikillar saltneyslu og hás blóðþrýstings. Aftur á móti leiddi könnunin í ljós að fituneysla bama hafði minnkað frá því síðasta könnun var gerð ár- ið 1983. Höfundar könnunarinnar segja að matvælaframleiðendur auglýsi mikið mat fyrir böm, sem hafi htið næringargildi. „Ef framleiðendur em að reyna að grafa undan heil- brigði barna gætu þeir varla stað- ið sig betur,“ sagði einn höfunda skýrslunnar. TENGLAR Um fæðu barna: www.nal.usda.gov/fnlc/ etext/fnic.html Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Ljósritun- arvélar ekki hættulegar The New York Times Syndicate. LJÓSRITUNARVÉLAR spúa frá sér fjölda efna sem geta verið hættuleg, en magnið er yfírleitt margfalt minna en opinberar reglugerðir í Bandaríkjunum segja það ekki mega fara yfir. Kemur þetta fram í nýrri rann- sókn sem greint er frá í júní- hefti Environmental Research. Loftmengun innanhúss Einstök efni sem ljósritunar- vélar gefa frá sér við notkun eru ekki hættuleg, en minna er vitað um áhrif samverkandi þátta þessara efna, að sögn að- alhöfundar rannsóknarinnar, Al- eksandrs Stefaniaks, doktors- nema við heilbrigðisdeild Johns Hopkins-háskóla f Banda- rfkjunum. Bandariska umhverfisvernd- arskrifstofan (EPA), hefur bent á að efni sem ljósritunarvélar gefa frá sér séu ein helsta orsök loftmengunar innanhúss, en við rannsóknir hafa litlar sem engar vísbendingar fundist um að þessi efni séu hættuleg. Sumir sérlega næmir Stefaniak segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður kunni að vera að sumt fólk sé einstaklega næmt fyrir áhrifum efnanna og finni því fyrir höfuðverk, of- næmisviðbrögðum og öðrum einkennum eftir að hafa komist f snertingu við þau f mjög litlu magni. Talsmaður bandarfska fyrir- tækisins Ricoh, sem framleiðir ljósritunarvélar, lýsti ánægju sinni með niðurstöðurnar úr rannsókn Stefaniaks. KRT Líklegt þykir að innan fimm ára geti karlmenn farið til læknisins og fengið „karlapilluna". „Karlapillanu á markað innan fimm ára London. Reuters. BRESKIR vísindamenn greindu frá því í byrjun vikunnar að fyrsta nothæfa getnaðarvarnarpillan fyrir karla muni að öllum líkindum koma á markað innan fimm ára. Vísindamenn við Edinborgarhá- skóla hafa þróað pilluna og segja að tilraunir með hana á 60 körlum í Skotlandi og Shanghai bendi til þess að hún virki í öllum tilfellum og hafi engar aukaverkanir. Sæðisframleiðsla stöðvuð „Hjá öllum körlunum sem not- uðu pilluna fór fjöldi sæðisfmmna niður í núll,“ sagði einn vísinda- mannanna, Richard Anderson. Sagði hann pilluna gerða úr blöndu af karlhormóninu testósteróni og desogestrel, gervistera sem er að finna í getnaðarvarnarpillum fyrir konur, og stöðvar sæðisframleiðslu tímabundið. Ekki sambærileg bylting Mun erfiðara er að búa til pillu fyrir karlmenn en konur. Meðal- maðurinn framleiðir um það bil 1.000 sæðisfmmur á mínútu en yf- irleitt losnar aðeins eitt egg í konu við hvert egglos. Breska mæðraeftirlitið fagnaði hinni nýju pillu, en talsmaður þess kvaðst ekki telja að þetta yrði sama byltingin og getnaðarvarnar- pillan fyrir konur var á sjöunda áratugnum. Nuddpottar Fullbúnir acryl nuddpottar Vatnsnudd, hreinsitæki, ozintor, Ijós, höfuðpúðar, trégrind, full einangraðir með einangruðu loki. Uppsettir í sýningarsal okkar OPIBÖLLKVÖLDTILKL. 21 JiÍt METRO Skeifan 7 • Sími 52S 0800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.