Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 VIKU LM MORGUNBLAÐIÐ Vísindavefur Háskóla Islands Hvad er greind? VISINDI Öll iðkan fræða og allt vísinda- starf snýst um skiining. Sá siður er mikilvægastur hjá manni sem vill iðka fræði að leggja sig fram um að skilja tll hlítar. Þegar maður hefur texta fyrir framan sig þýðir það að hann lætur ekkert fram hjá sér fara, í textanum, óskilið. Og ef lesandinn og textinn mynda ekki með sér skilningsríkt samband þrátt fyrir þrautseigju og ákafar tllraunir er sjálfsagður siður að leita sér aðstoðar í öðrum textum eða meðal annarra manna, spyrja í þaula og una sér ekki fyrr en merking textans er dagljós. Slfkt starf krefst heiðarleika og einlægni - að lesandinn þori að við- urkenna gagnvart sjálfum sér og jafnvel öðrum þegar hann skilur ekki. Honum verður ágengt. www.opinnhaskoli2000.hi.is Hvað er greind? SVAR: Hér verður ekki reynt að svara því hvað orðið greind merkir í al- mennu máli eða í daglegu lífi. En í sálarfræði er með þessu orði átt við það sem mælist á tilteknum prófum sem kallast greindarpróf. Þau hafa reynst hafa forsagn- argildi um tiltekna eiginleika manna sem hafa til dæmis áhrif á framtíð þeirra. Greindarpróf sýna meðal annars talsverða fylgni, sem kallað er, við almennan námsár- angur manna eða gengi í almenn- um skólum. Lengi hefur blundað í mannfólk- inu draumurinn um að lesa á svip- stundu eitt og annað um skaps- muni fólks, hæfileika þess og jafnvel örlög. í sögum og ævintýr- um verða ýmiss konar teikn, allt frá stöðu himintungla til tiltekinna líkamseinkenna, frá jólastjörnu til þjófsaugna, til þess að bregða ljósi á framtíð fólks. Lítill angi af þess- um draumi eru til dæmis svonefnd próf sem birt eru í skemmti- og fræðsluefni fyrir heimili. Lesend- um er þá boðið að athuga eigin- leika sína, frá stjórnunarhæfni og snyrtimennsku til frumleika og mannkærleika, og sjá á svipstundu harla margt sem áður var hulið. Flest af þessu er til gamans gert og fræðileg undirstaða slíkra spádóma er nán- ast alltaf rýr. En ekki er þar með sagt að allar forspár séu vitleysa. Auðvitað getur fólk, af hyggjuviti sínu og reynslu af mannfólkinu, spáð ýmsu um framtíð þess og sagt eitt og annað af viti um hvemig einn eiginleiki teng- ist öðrum. Heiðarlegar tilraunir hafa verið gerðar til að færa slíkar spár í kerfisbundinn eða fræðilegan búning. Á öllum öldum hafa verið til inntökupróf fyrir gráður og embætti af ýmsum toga og jafnan hafa verið tilbúnar sérstakar prófraunir sem kanna getu fólks til að takast á hendur verkefni. Á nítjándu öld var líka reynt að renna fræðilegum stoðum undir lundernislestur sem byggðist á stærð tiltekinna höfuðbeina. Reynt var að lesa í sálargáfur fólks með því að þreifa á hnúðum og sveigj- um í höfuðkúpu þess. Afrakstur þeirra fræða var reyndar enginn. Segja má að greindarpróf nú- tímans séu brot af þessum sama draumi - að sjá með einhverri vissu inn í framtíð fólks með tiltölulega litlum til- kostnaði. Þróun prófanna hófst á ofanverðri nítjándu öld og tengdist áhuga Englendingsins Franeis Galton, frænda Charles Darwin, á þvi að bæta mannkynið, sem er göfug hugsjón en þó tví- eggjuð. Hugmynd hans var að fyrst þyrfti að finna afburðafólk og síðan að hvetja það til innbyrðis tímgunar. Þannig mætti fjölga af- burðamönnum hér í heimi. Skemmst er frá því að segja að áætlunin - sem greinilega var barn síns tíma - komst aldrei í verk. Engin afburðamannapróf eru til. En Galton lagði mikla vinnu í verkið, prófaði tugþúsundir á ýms- um þrautaprófum sem áttu að vinsa úr þá bestu. Mikilsverðast í þessum efnum er að hann lagði fræðilegan grunn að nútímaprófum með því að þróa tölfræðiaðferðir sem enn eru undirstaða slíkrar prófunar. Sálfræðileg próf byggjast í raun á tveimur grundvallarhugmyndum úr tölfræði. Annars vegar er það hugmyndin um staðlaða röðun og hins vegar hugmyndin um fylgni. Francis Galton var frumkvöðull í þróun og hagnýtingu beggja hugmyndanna þó að próf hans yrðu reyndar aldrei hagnýt. Staðlaða röðunin byggist á mannamun, mismun milli manna. Slíkur munur kemur fram í nánast hvaða eiginleika sem unnt er að mæla. Menn eru misháir. Sumir eru mjög stuttir, sumir eru ógnarlangir, flestir eru miðlung- sháir. Sama gildir um óáþreifan- legri hluti, til dæmis ljóðakunn- áttu. Sumir kunna svo til engin Ijóð, nokkrir kunna urmul og ógrynni, en flestir kunna miðl- ungsmörg ljóð. Galton sá að hægt var að nota slíkan mannamun til að raða fólki, ekki bara eftir stærð og bókmenntaáhuga heldur eftir hvaða viðmiði sem vera skal. Hann safnaði því atriðum sem hann áleit tengjast greind fólks, tilgreindi staðlaðar reglur um hvemig mætti leggja þau fyrir og prófaði fjölda fólks á þessum atrið- um. Atriðin voru til dæmis: Hve hratt og hve nákvæmlega finnur fólk miðju beinnar línu? Hvað get- ur fólk hreyft höndina hratt til að ýta á hnapp? Hve vel greinir fólk að nálarodda sem stutt er á hand- arbak þess? Þegar nægilegur fjöldi hefur verið prófaður dreifast nið- urstöðurnar eftir svonefndri norm- al-dreifingu. Það merkir að ýmsir stærðfræðilegir eiginleikar dreif- ingarinnar eru þekktir. Hér er nóg að tilgreina að normal-dreifing er stöðluð röðun. Ef maður hefur í höndum upplýsingar um normal- dreifingu eiginleika, er nóg að vita einkunn einhvers á prófi sem próf- ar þennan eiginleika; þá veit mað- ur hve margir standa sig betur á prófinu og hve margir standa sig verr. Galton safnaði því fyrst stöðlunarviðmiðum og eftir að þau lágu fyrir var nóg að vita um ein- kunn manns á prófinu. Hún ein nægði til þess að vita hvemig hann stóð sig í samanburði við alla aðra. Greindarpróf nútímans byggjast á þessari tækni. Fjöldi manna er látinn taka próf áður en það er tekið í notkun. Tíminn hefur leitt í ljós að sé rétt að farið er hæfilegt að slík forprófun nái til nokkur hundruð einstaklinga. Þeir standa sig misvel á prófinu og mynda viðmiðun eða staðal sem próftakar em síðan bornir saman við. Greindarpróf era þannig fljót- leg aðferð til að raða fólki á nokk- uð öraggan hátt upp á sérstakan kvarða. En staðlaða röðin er bara hálf sagan. Eftir er að athuga hitt grann- hugtak greindarprófa, fylgnina. Galton þróaði fylgnireikninga til þess að athuga hvernig útkoma á einu prófi spáði fyrir um einhvern annan eiginleika. Ef röð manns á einum kvarða, til dæmis greindar- kvarða, spáir fullkomlega um hvar í röðinni hann lendir á öðrum Sætir draumar DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson I sætum draumi. EITT af því sem við vitum um heil- ann, þessa stjómstöð tilvera okkar jafnt í svefni sem vöku, er að hann flýtur í vökva og nærist á sykri (glucose). Þetta efni sem heilinn þarfnast gerir lífið sætt, rósrautt og dreymið en rekur okkur stöðugt áfram í leit að nýju orkuskoti, nýj- um sælublossa sem felst í súkku- laðistykki og gosflösku eða köku og kakói á kaffihúsi. Hvemig sem við svölum þessari þrá þá er hvötin stöðug líkt og hjá heróínsjúklingi og heilinn vill sitt. Þetta vekur spumingar um hvort heilinn eða einhver stöð í heilanum sé söku- dólgurinn að fíkn mannsins í efni til að örva og slæva tilfinningar og vit- undarlíf. I svefni er heilinn knúinn áfram af sömu þörf og í vöku að verða sér úti um efni til upp- lyftingar þegar skilningarvitin lok- ast. Þá opnast draumaheimurinn og heilinn hefur úr þúsundum upp- lifana dagsins að moða, sér til gleði og friðþægingar út nóttina. Ef hann hefur ekki fengið sitt sæta- brauð ástarinnar nýverið skreppur hann bara í myndasafn draumanna og nær sér í einhverja föngulega dömu (karlmann dreymir) sem hann leiðir í ljúfan sælureit hugs- ana sinna, líkt og Snorralaug í Reykholti þar sem hann nýtur ávaxtanna sem hann týndi af draumatrénu og endurnýjar kraft sinn. Samkvæmt rannsóknum vís- indamanna verða menn sem vaktir era stöðugt af REM (draum) svefni utan við sig, raglaðir og þeir tapa einbeitni. Þetta ferli getur gengið svo langt að menn sturlist. Draum- urinn er því líkt og sykurinn fíkn svefnsins og „eitrið“ sem færir huganum fró um nætur. Dreyma-dreyma! Dreyma og láta ljósið spinna lokaþætti drauma sinna! Vona allt - og eiga ei minna! Leita - leita! Leita að sryöllum lífsins brögum - ljóðum nýjum - fógrum sögum! - Ævintýrum, Ijúflingslögum! Finna! Finna! Finna heila hjartastrengi - sem hijóma skært - og titra lengi - sem gefa djásn og dýrstu fengi! (SveinnJónsson.) Daumarfrá „Blárri“ 12 júní. Ég var að taka aukavakt á sjúkrahúsi þar sem ég þekkti ekk- ert til. Við sátum í „Raporti" og ég man ekkert hvað var sagt um sjúkl- ingana sem ég átti að annast. Þetta var kvöldvakt og við tvær á vakt. Sú sem var með mér var alveg hvít- klædd. Kjóllinn sem hún var í var alveg hvítur og hún var með hvíta skuplu eins og hjúkrunarnemar notuðu áður fyrr. Ég var í skærblá- um kjól með hvíta svuntu. Hún ságði að við skyldum fara í hlífðar- sloppa (eins og tíðkast í umbúnaði), ég man ekki eftir að hafa farið í hann. Hún vildi að ég setti upp höf- uðfat, ég fann Ijósbláa mjög sér- staka húfu, ég hef ekki séð þannig höfuðfat á sjúkrahúsum. Þá leit ég í spegil og sá mig sem allt aðra manneskju, unga konu 22 ára (ég er fimmtug), frekar laglega og blíð- lega. Ég varð hissa en brosti, þá sagði sú sem var með mér: „Þú veist að þetta verður alltaf þitt hlutverk og hefur alltaf verið, þú kemst ekki hjá því.“ Þá fannst mér hún vera að tala um mín fyrri líf, ég sneri mér að henni og sagði: „Ég veit það, mér hefur verið sagt það áður.“ Svo hvarf hún. „Ég sé þig ekki lengur," sagði ég. Hún sagði: „Ég vissi að þú veist meira en við hin, ég vissi það alltaf.“ Svo birtist hún mér aftur, hún hélt um höfuð sér. Við fóram að vinna, ég gekk í öll herbergin, þar var fólk mis veikt, gamlir menn með krabba- mein, ég hlúði að þeim og hélt áfram. Ég sá nunnu í herbergisdyr- um og hugsaði, „þetta verður góð vakt, við eram svo margar“, (ég vissi að hún var ekki hérna megin). í næsta herbergi vora austurlensk- ar konur, ekki mikið veikar, önnur var með gulllitaða ábreiðu á rúm- inu sínu, hin var veikari og lá í hörðu rúmi. Allt gekk vel í vinn- unni. í einu herberginu lágu fjórar ungar konur sem höfðu orðið fyrir andlegu áfalli, allar saman í einu rúmi, ég náði ekki til þeirra, engin nöfn vora í þessum draumi. 28. júní dreymdi mig að ég sá æskuvinkonu mína í bláum kjól með hvíta svuntu eins og ég var klædd í fyrri draumnum. Hún var að mála mynd, ég sá hana gegnum glugga. Hún heitir Sigríður. Ráðning Húsið er tákn sjálfsins og opin- berar byggingar oft merki félags- legra þátta mannsins. Sjúkrahúsið sem tákn er nokkuð sérstakur stað- ur, þar hefst lífið, þar er því bjarg- að og þar endar það. Þar sem þú vinnur í slíkri stofnun litast draum- ur þinn af vinnuumhverfinu og því mætti ætla að hann snerist bara um vinnuna, sem hann og gerir en fleira liggur undir steini. Af lit fat- anna að ráða, nunnunni og konunni sem var með þér á vakt, ertu vel liðin og umtalaður starfskraftur vegna sérstakra hæfileika til að umgangast fólk (sjúklinga). Þessi hæfileiki þinn virðist ætla að skila sér í endurnýjun lífdaga, ef svo má að orði komast, því unga konan (þú) í speglinum, tal konunnar og sjúld- ingamir í draumnum gefa í skyn að til þín verði falast að gegna nýju starfí tengdu breyttum áherslum í umönnunar- og sjúkrahúsmálum. Seinni draumurinn áréttar þann fyrri og lætur að því liggja að þú takir starfið (blái kjóllinn og hvíta svuntan) að þér og hefjir nýsköpun (mála mynd) með góðum (nafnið Sigríður) árangri. # Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunbiaðið Kringlunni 1 103 Reylgavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.