Morgunblaðið - 22.07.2000, Side 32
32 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KRÖFTUGT FRAMFARASKEIÐ
SIGURÐUR B. Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri VÍB hf., sem er
hluti af Íslandsbanka-FBA-
samsteypunni, skrifar grein í Við-
skiptablað Morgunblaðsins sl.
fimmtudag, þar sem hann vekur
athygli á því kröftuga framfaraskeiði,
sem þjóðin hefur búið við allmörg
undanfarin ár, og segir:
„Velgengni íslendinga í efnahags-
málum núna á sér rætur á stöðnunar-
skeiðinu frá 1987 til 1992. Á þeim tíma
fór íslenzkt atvinnulíf í gegnum gagn-
gera endurhæfíngu, sem leiddi til
miklu sterkari samkeppnisstöðu þjóð-
arinnar en fyrr. Stjórnvöld tryggðu
jafnframt stóraukið frelsi til viðskipta
innanlands, sem út á við, svo og stöð-
ugleika og lága verðbólgu. Þetta
þrennt ásamt stökkbreytingu í tækni
og fjarskiptum hefur leitt til byltingar
í framleiðni á árunum 1995 til 2000 og
hún mun án efa leiða til hagvaxtar á
næstu árum, sem verður yfir meðal-
tali gamla tímans.“
Síðan bendir Sigurður B. Stefáns-
son á, að á árunum 1996 til 2000 hafí
orðið 26% aukning á árlegri fram-
leiðslu í landinu.
Það hafí stundum tekið aðrar þjóðir
10 ár eða jafnvel 20 ár að ná slíkum
árangri og telur greinarhöfundur að
þetta kröftuga framfaraskeið frá 1992
sé líklega aðeins fyrri hlutinn eða
fyrsti hlutinn á leið Islendinga í átt til
nýrra tíma.
Undir þetta mat Sigurðar B.
Stefánssonar má taka, þótt þjóðin hafí
sennilega upplifað samdráttarskeiðið
í íslenzku efnahags- og atvinnulífí á
þann veg, að það hafi staðið töluvert
lengur, eða fram á árið 1995. En það
er önnur saga.
Svo örum vexti sem framkvæmda-
stjóri VIB lýsir í grein sinni fylgja
óhjákvæmilega margvísleg vandamál.
Sjálfsagt er því svo farið með marga
landsmenn, að um leið og þeir fagna
því mikla góðæri, sem við höfum búið
við í nokkur undanfarin ár, spyrja þeir
sjálfa sig og aðra, hvort við höfum
gengið of hratt um gleðinnar dyr, ekki
kunnað okkur hóf og hvort nauðsyn-
legt sé að koma einhverjum böndum á
þessa hröðu þróun.
Það er ekki óalgengt að menn
gleymi sér, þegar velgengnin virðist
ekki eiga sér nein takmörk. Að þessu
vék Davíð Oddsson forsætisráðherra í
17. júní-ræðu sinni á þjóðhátíðardag-
inn, þegar hann sagði:
„... við (ætlumst) til þess, að réttra
leikreglna sé gætt og óhófsæði eins
skaði ekki annan... Að þessu skulum
við hyggja... Við skulum gleðjast hóf-
lega við heimsins gæði...“
Á tímum, þegar allt leikur í lyndi og
velgengni þjóðarinnar er mikil, er
ástæða til að minna á og taka undir
þessi varnaðarorð forsætisráðherra.
Bylting á fjármálamarkaði á þess-
um áratug á mikinn þátt í velmegun
þjóðarinnar um þessar mundir. En
um leið og frelsið á fjármálamarkaðn-
um hefur opnað íslenzku atvinnulífí
nýja sýn og ný tækifæri eru vísbend-
ingar um, að þar þurfi aukið aðhald að
koma til. Þær vísbendingar mátti m.a.
merkja í umræðum um verklagsregl-
ur fjármálafyrirtækja fyrr á þessu ári.
HLUTUR HINS OPINBERA
DREGST SAMAN
IGREIN sinni í Viðskiptablaði
Morgunblaðsins sl. fimmtudag
víkur Sigurður B. Stefánsson að
stöðu hins opinbera og segir: „Þá
eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir slaka
stefnu í ríkisfjármálum. Skuldir
hins opinbera (þ.e. ríkissjóðs og
sveitarfélaga saman) fara þó hratt
lækkandi... svo hratt að þær hafa
lækkað um nálægt 15% af lands-
framleiðslu síðan á árinu 1998. Sé
haldið áfram á þessum hraða byrjar
hið opinbera að safna vaxtaberandi
eignum árið 2002 eða þar um bil. Á
aðeins sex síðustu árum hafa ríkis-
sjóður og sveitarfélögin saman bætt
rekstur sinn frá því að vera í fimm
milljarða halla árið 1995 í tveggja
milljarða afgang árið 2000. Öfugt við
það, sem oft er haldið fram í blöðum
og útvarpi, er hlutur hins opinbera í
landsframleiðslu að skreppa saman
en ekki aukast; úr um 40% af VLF
árin 1992 til 1994 í um 35% núna.“
Þetta eru sláandi tölur. Það munu
þykja tíðindi, ef sá spádómur Sig-
urðar B. Stefánssonar stenzt að ís-
lenzka ríkið fari að safna vaxtaber-
andi eignum innan 2-3 ára. Það
vekur m.a. spurningar um, hvort
þjóðin eigi að huga að því að koma
sér upp sameiginlegum sparnaði á
þann veg, sem Norðmenn hafa gert
með myndun hins svonefnda olíu-
sjóðs. Það gæti t.d. verið áhugaverð
ráðstöfun á hugsanlegu auðlinda-
gjaldi frá sjávarútvegi, fjarskipta-
geiranum og öðrum atvinnugreinum
að leggja það gjald í slíkan sameig-
inlegan sparnað. Það getur verið
gott að eiga slíkan sjóð, þegar erfið-
lega árar á nýjan leik. Það má ganga
út frá því sem vísu, að svo verði.
Þá er ekki síður eftirtektarvert,
að hlutur opinberra aðila í lands-
framleiðslu er að dragast svo mjög
saman. Að því er stefnt í flestum
löndum í kringum okkur en gengur
misjafnlega vel.
Gera má ráð fyrir, að á næstu
mánuðum og misserum verði stigin
ný skref í þá átt. Þótt allt sé á huldu
um framtíð ríkisbankanna verður að
ætla, að hlutur ríkissjóðs í þeim
verði seldur innan ekki langs tíma,
og hið sama á við um Landssímann.
Þetta eru vel seljanlegar eignir, sem
nauðsynlegt og æskilegt er að ríkið
losi sig við.
Þegar horft er til þeirra stað-
reynda, sem Sigurður B. Stefánsson
dregur fram í dagsljósið, svo og vís-
bendinga um, að aukin verðbólga
hafi ekki náð að festa sig í sessi
heldur byggist að verulegu leyti á
tímabundnum aðstæðum svo sem
fasteignaverði, sem er a.m.k. ekki
lengur að hækka, og olíuverði, sem
sennilega fer að lækka, er vissulega
ástæða til nokkurrar bjartsýni.
Viðlagatrygging byrjuð að gera upp við þá húseigendur sem urðu fyrir mestu tjóni í jarðskjálftunum
Fólk er
misánægt
með tjóna-
bætur
Viðlagatrygging hefur nú lokið mati á
40-50 húsum í Rangárvallasýslu og öðr-
um eins fjölda tjóna í Arnessýslu. Starfs-
menn stofnunarinnar eru þessa dagana
að birta húseigendum niðurstöður mats-
ins. Sumir samþykkja matið strax með
undirskrift og fá jafnvel borgað inn á tjón
sitt á meðan aðrir taka sér umhugsunar-
frest eða lýsa jafnvel óánægju sinni með
niðurstöðuna.
STARFSMENN Viðlaga-
tryggingar íslands eru
þessa dagana að birta
eigendum húseigna á
Suðurlandi mat á tjónum vegna
landskjálftanna. Starfsmenn
tryggingafélagsins í Rangárvalla-
sýslu byrjuðu í gærmorgun að
kalla til sín það fólk sem varð fyrir
mesta tjóninu. Að sögn Níelsar
Indriðasonar, sem í gær var að
gera upp tjón á Hellu, er búið að
reikna út 40-50 tjón af á annað
hundrað sem búið er að skoða og
verður meginhluti þeirra lagður
fyrir tjónþola næstu daga. Verður
þeirri vinnu haldið áfram sam-
hliða áframhaldandi matsvinnu.
Svipaður fjöldi tjóna mun vera út-
reiknaður í Árnessýslu og þar er
einnig byrjað að birta fólki matið.
Níels sagði að fólk tæki niður-
stöðunni almennt vel. Búið var að
ræða við átta húseigendur síðdeg-
is í gær og höfðu sex þeirra sam-
þykkt matið með undirskrift en
tveir vildu kanna málið frekar.
Jafnframt var borgað inn á sum
tjónin. Guðmundur Ingi Gunn-
laugsson, sveitarstjóri á Hellu,
sagði að fólk virtist misjafnlega
ánægt. Kvaðst hann hafa heyrt í
tveimur fjölskyldum, önnur hefði
verið ánægð en hin óánægð, með
mat Viðlagatryggingar.
„Það er verið að reka smiðs-
höggið á uppgjörið og þeir munu
hafa samband við okkur í dag. Það
verður jafnvel gert upp við þá sem
eru með ónýt hús,“ sagði Sigurður
Ragnar, starfsmaður glei-verk-
smiðjunnar Samverks, í samtali
við blaðamann í gær en hús móður
hans, Lóu Jónsdóttur, á Hóla-
vangi 4 á Hellu, eyðilagðist í fyrri
stóra jarðskjálftanum.
Eðlilegt að taki tíma
Ákveðinnar óþolinmæði hefur
gætt hjá fjólki sem varð fyrir tjóni
á skjálftasvæðunum. Eftir skjálft-
ann var talað um að mati og upp-
gjöri tjóna yrði hraðað en eigend-
ur húsa hafa lítið getað undirbúið
viðgerðir eða nýbyggingar vegna
óvissu um bótafjárhæðir. Sigurð-
ur vildi þó ekki gera mikið úr
þessu, sagði ekki óeðlilegt að þessi
vinna tæki tíma. „Það gerði sér
enginn grein fyrir því í upphafi
hversu víða væri skemmt. Þeir
héldu að nokkrir ónýtir kofar
hefðu hrunið en smám saman hef-
ur verið að koma í ljós að tjónið er
miklu meira. Stofnunin hefur ekki
burði til að hespa af svona verk-
efni,“ sagði Sigurður Ragnar.
Níels hjá Viðlagatryggingu
sagðist skilja vel að fólk væri óþol-
inmótt. Hins vegar teldu starfs-
menn Viðlagatryggingar að vinn-
an hefði gengið vel, uppgjör tjóna
hjá stofnuninni hefði aldrei gengið
jafn vel fyrir sig og nú. Valtýr Val-
týsson, sveitarstjóri í Holta- og
Landsveit, sagði að biðin væri
óþolandi og hver dagur sem fólk
þyrfti að bíða í óvissu margfaldað-
ist í huga þess. Hins vegar þyrfti
að gefa uppgjörsvinnunni sinn
tíma og gæta þess að hún væri vel
unnin. Það væri ekki síður hagur
fólks sem orðið hefði fyrir tjóni.
Hreppurinn býður fólki ráðgjöf og
bjóst Valtýr við að margir húseig-
endur myndu leita til sérfræðing-
anna áður en þeir skrifuðu undir
tjónamatið.
Bæturnar duga
fyrir grunni og bflskúr
Hús Lóu og Sigurðar Ragnars
eyðilagðist í skjálftanum. Miðað
við þær upplýsingar sem Sigurður
hafði kvaðst hann búast við að fá
um fimm milljónir í bætur, varla
helming þess sem kostaði að
byggja að nýju. Bæturnar dygðu
vel fyrir grunninum og kannski
einnig fokheldum bflskúr. „Ætli
það verði ekki úr að maður reyni
að byggja upp, en ég á eftir að tala
við bankastjórann,“ sagði Sigurð-
ur.
Hann sagði að ekki þýddi að
segja fólki að kaupa gömul hús,
það væru einfaldlega engin hús til
sölu á Hellu og þau sem væru í
sama verðflokki og hús þeirra
mæðgina hefðu eyðilagst í skjálft-
anum. „Ég hefði verið sáttur við
að selja húsið á þessu verði en það
var einfaldlega ekki til sölu. Ég
ætla að búa hér áfram, hér er
maður í vinnu og hefur baksað í
gegnum þykkt og þunnt,“ segir
Sigurður.
Sigurður Ragnar og Lóa búa í
hjólhýsi en vonast til að sveitarfé-
laginu takist að útvega húsnæði
fyrir veturinn. Kvaðst hann vflja
koma vinnu við grunn af stað í
haust og yrði sáttur við að geta
flutt inn í nýtt hús næsta sumar.
Þurfti að vinna af krafti
Vinnufélagi Sigurðar Ragnars í
glerverksmiðjunni Samverki,
Sveinbjörn Jónsson, var að koma
úr viðtali við Viðlagatryggingu
þegar blaðamaður hitti hann í
verksmiðjunni um hádegisbilið í
gær. Hús hans á Freyvangi 12 var
úrskurðað ónýtt og hann fær
brunabótamatsverð sem er rúmar
10 milljónir að frádregnum 5%
sem allir þurfa að taka á sig. Eftir
atvikum var hann sáttur við það.
Morgunblaðið/Július
Fjölskyldan á Syðri-Hömrum 2 í Ásahreppi notar rigningardaga til að rífa önýta milliveggi í íbúðarhús-
inu, f.v. Björn Guðjónsson, Vigdís Þorsteinsdóttir og Guðjón Björnsson.
Morgunblaðið/Júlíus
Vinnufélagamir í glerverksmiðjunni Samverki á Hellu bera saman bækumar um mat Viðlagatrygging-
ar á íbúðarhúsunum sem eyðilögðust í þjóðhátiðarskjálftanum.
Hægt var að horfa inn í hús Sveinbjörns Jónssonar eftir skjálftann
en það hefur nú verið rifið.
Sveinbjörn og Heiðrún Ólafs-
dóttir, kona hans, hafa undanfarin
átta ár verið að gera upp húsið og
var því verki að mestu lokið. Þau
búa nú með sonum sínum hjá for-
eldrum hans á Rauðalæk og sagði
Sveinbjörn að það væri þreytandi
til lengdar að sofa í flatsæng í einu
herbergi. „Eldri strákurinn byrj-
ar í skóla í haust og maður verður
að komast sem allra fyrst á stað-
inn,“ sagði Sveinbjörn.
Hann lætur ekki sitja við orðin
tóm. Búið er að rífa gamla húsið
og grafa fyrir nýjum grunni og
fylla upp í hann. Fékk Sveinbjörn
til þessa verks verktaka með þrjá
stóra vörubíla og stóra gröfu.
Kvaðst hann reikna með að
grunnurinn kostaði um þrjár
milljónii-, og sá kostnaður væri al-
veg utan við brunabótamatið. Þau
hjónin ætla að byggja timburein-
ingahús, til þess að láta það taka
sem stystan tíma að koma sér upp
nýju heimili. Hann áætlaði að
heildarkostnaður við að koma hús-
inu í það stand sem var yrði um
þrettán milljónir kr.
Vel gekk hjá Sveinbimi að fá
verktaka og semja um kaup á
timbureiningahúsinu. Sagðist
hann hafa þurft að fara í þetta af
krafti og því væri erfiðara að
semja við verktaka um verð og
framkvæmdin því sjálfsagt dýrari
en ella. Hann sagði að vissulega
væri þreytandi að eiga við stofn-
anir eins og Viðlagatryggingu.
Erfitt væri að ná í menn og svo
hefðu þeir ekki nægan skilning
eða áhuga á að málin þyrftu að
ganga hratt fyrir sig við þessar
aðstæður.
Rigningardagarnir
notaðir í að rífa
„Maður verður að skilja að
þetta tekur allt sinn tíma en mér
hefði fundist að það hefði mátt
láta þá ganga fyrir sem ekki geta
búið í húsunum," sagði Vigdís
Þorsteinsdóttir á Syðri-Hömrum
2 í Ásahreppi. Miklar skemmdir
urðu á íbúðarhúsi þeirra Björns
Guðjónssonar í seinni jarðskjálft-
anum og sofa þau í bráðabirgða-
húsi sem komið var með eftir
skjálftann.
Bjöm sagði að matsmenn hefðu
komið fyrir hálfum mánuði og
sagt að þau yrðu kölluð fyrir eftir
hálfan mánuð. Einhver dráttur
virtist ætla að verða á því. Þá væri
ekki búið að greiða út tjón á innbúi
sem ætlunin hefði verið að gera
strax. Björn og Vigdís sögðust
reyndar ekki hafa haft samband
við starfsmenn Viðlagatryggingar
enda væra sjálfsagt nógir til þess
og mikið hefði verið að gera að
undanförnu, ekki síst við heyskap.
Björn er trésmiður og hefur
notað rigningardagana til að hefja
viðgerðir á húsinu. Gólfplatan seig
með þeim afleiðingum að flestir
hlaðnir milliveggir í húsinu
sprangu frá lofti eða gólfi. Björn
er byrjaður að rífa veggina og
hyggst smíða timburskilveggi í
staðinn, auk þess sem hann þarf
að rétta af gólfið. Hann sagði að
viðgerðin væri tímafrek og kostn-
aðarsöm, til dæmis við að færa til
lagnir sem væra í veggjunum.
Hann sagðist þó ekki vera búinn
að áætla kostnaðinn en myndi
gera það um það leyti sem hann
fengi niðurstöður úr mati Viðlaga-
tryggingar.
Hjónin sögðust vera búin að
taka íbúðarhúsið aftur í sátt eftir
jarðskjálftana og vonuðust til þess
að geta flutt aftur inn í hluta þess í
september.
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 33 .
Dagbókarblöd
SPANN
Iþessu húsi upplifðum við, þrátt fyrir
allt, kransakökuna á þessu ferðalagi
5. maí, föstudagur
Þrumur og eldingar í nótt. Gekk á
með ausandi rigningu síðdegis, en
við létum það ekki á okkur fá. Regn-
hlífamar komu í góðar þarfir. í
svona úrhelli taka svartir sölumenn
regnhlífa við af þeim sem selja sól-
gleraugu og setja sinn svip á götu-
söluna.
Þegar upp stytti gengum við niður
í Lorea-garðinn syðst í borginni, en
þar stóð heimili fjölskyldunnar og er
nú orðið að safni, Huerta de San
Vicenta, Casa-Museo Federico
Garcia Lorca. Það hefur verið tals-
vert utan við borgina á sínum tíma,
en nú stendur það í miðjum garðin-
um í námunda við einhver fegurstu
rósabeð sem ég hef séð. Það er við
hæfi.
I safninu er svefnherbergi Lorca
á efri hæð, eldhús, stofa og önnur
herbergi á neðri hæð. Mörg handrit
í glerskápum, bækur með ljóðum
skáldsins og leikritum, auk fjölda
teikninga eftir skáldið og nokkurra
stórra málverka á veggjum. í þessu
húsi upplifðum við, þrátt fyrir allt,
kransakökuna á þessu ferðalagi. Allt
vai’ þó á spænsku, leiðsögumaðurinn
talaði enga ensku, en ég náði þó í
enska bók um h'f Lorca, teikningar
og skáldskap. í henni era margar
skemmtflegar myndir, ekki sízt af
Lorca og Dali sem vora miklir vinir
upp úr 1920, en svo slettist upp á
vinskapinn þegar Lorca gaf út sí-
gauna-ballöðumar; þá skrifaði Dali
vini sínum langt gagnrýnisbréf þar
sem hann setur út á tengsl hans við
hefðina og segir að ljóðin fullnægi
ekki hinum nýju þörfum módemis-
mans. „Ljóð þín era bundin á hönd-
um og fótum við fortíðina," sagði
Dali. En Lorca sagði að athuga-
semdin væri „skynsamleg og for-
dómafull“ - eða eitthvað í þá áttina.
I íyrmefndri bók er ljóðið um
Cordóba sem Lorca samdi á árunum
1921-24 undir fyrirsögninni Söngur
riddarans eða Söngur hestamanns-
ins. Þar er ijallað um aðra Cordóba
en við upplifðum, borg sorgar og
fjarlægðar. Nú er þar annað andrúm
en Lorca lýsir:
Cordóba
Fjarlæg og ein.
Svartur hestur, stórt tungl
og ólívur í hnakktöskunni.
Þó að ég þekki leiðina
kemst ég aldrei til Cordóba.
Yfir sléttuna, gegn vindinum,
svartur hestur, rautt tungl.
Dauðinn fylgist með mér
úr turnum Cordóba.
Ó, hversu leiðin er löng!
Ó, minn hugrakki klár!
Ó, dauðinn bíður mín
áður en ég kemst til Cordóba.
Cordóba.
Fjarlæg og einmana.
Ingó segh- að teikningar Lorca
geti alveg eins verið eftir Miro, þeir
séu svo líkir. Þær eru náttúralega
uppfullar af súrrealisma. Lorca
hafði hann í blóðinu og þess vegna
átti hann erfitt fyrir heima á Spáni
þó að sígauna-ballöðurnar hafi orðið
einhver vinsælasta ljóðabók sem um
getur. En súrrealisminn hefur ekki
verið auðmeltur og kannski er Lorca
betur þekkur með bókmenntafólki í
öðram löndum en alþýðu manna á
Spáni, eða eigum við að segja: anda-
lúsíu. En tfl hennar sækir hann hina
andalúsisku arfieifð sem hann breyt-
ir í klassíska nýlist.
FEDERICO GARCIA LORCA
OG SALVADOR DALI.
Það vora engar hópferðir í þetta
safn eins og í Alhambra, þar vora
einungis hljóðir einstaklingar sem
íhuguðu hverja mynd, sérhvert
handrit og bára saman við prentað
mál. Skrift Lorca er heldur bama-
leg þegar hann notar penna og
blek, en mun þroskaðri þegar hann
skrifar með blýanti. Það er hnýsi-
legt að sjá hvemig hann strikar út,
breytir og lagfærir; hann hikar
ekki við útstrikanir frekar en önn-
ur góðskáld. Það era einungis
meðalskáldin og þaðan af verri
sem tíma ekki að breyta neinu, en
telja allt fullkomið sem lendir á
pappímum í íyrstu atrennu. Hún
er venjulega einnig síðasta gerðin í
handritum vondra skálda. Þau
skortir vandfýsnina, tilfinninguna,
smekkinn. Þau gleypa allan inn-
blástur eins og kýr sem kunna ekki
að jórtra. Þær þrífast ekki og
hefðu betur orðið hestar!
6. iriðíy laugardagur
Alhambra Palace-hótel stendur
á hæðinni og rís eins og kastah yfir
borgina. Það er rauðbrúnt með
grænum gluggum. Það er ævintýri
líkast. Það minnir einna helzt á
skemmtiferðaskip, matsalurinn
ekki opnaður fyrr en klukkan hálf-
níu á kvöldin. Kvöldverðurinn og
allir þjónai-nir eins og á Queen El-
isabetii. Frá hótelinu að Ál-
hambra-virki er steinsnar. Hótelið
var byggt 1910.
Það var í þessu hóteli sem tekin
var mynd af Lorca 5. maí 1929,
ásamt fjölda gesta sem viðstaddir
vora í tilefni af því að þá hafði
leikrit hans, Mariana Pineda, verið
framsýnt. Á miðri myndinni, sitj-
andi, eru Margarita Xirgu, sem
setti upp flest leikrit hans, og
Frederico Garcia Rodrigues, faðir
hans. Allt prúðbúið fólk, mest karl-
ar. Ég sé ekki nema þrjár konur á
myndinni, t.a.m. vantar móður
hans, en að henni var hann mjög
hændur. Hún hét Vicanta Lorca
Romero. Til er mjög skemmtileg
mynd af henni og heimili fjölskyld-
unnar þar sem skáldið birtist í
speglinum bak við hana. Táknræn
mynd á margan hátt. Lorca átti
bæði bróður sem virðist vera mjög
áþekkur honum og systur.
Fyrsta leikrit Lorca féll eftir
fjórar sýningar í Madrid 1922 og
ljóðasafn sem foreldrar hans kost-
uðu og út kom í Madrid 1921 vakti
enga athygli. Á þessum áram var
Lorca í vinfengi við Dali og Bunu-
el. Hann heimsótti Dali þar sem
hann bjó í litlum fiskibæ í Katalón-
íu, Cadaqués; bæði 1925 og 1927 en
þá stóð vinátta þeirra í blóma.
Hann orti lítið, fallegt Ijóð til vinar
síns þar sem hann lýsir bænum.
Eftir fræga ferð til Ameríku,
einkum Kúbu, þar sem Lorca var
tekið með kostum og kynjum, kom
hann aftur heim til Madrid og
gerðist aðili að leikflokki sem fór
um landið til að sýna verk gamalla
meistara eins og Lope de Vega og
Calderónes. Þegar lýðveldið var
stofnað 1931 varð einn helzti mentor
Lorca menntamálaráðherra. Leik-
flokkurinn var því styrktur af hinni
nýju vinstristjóm lýðveldissinna,
nefndist Barraca og fór víða um
landið. Þá byrjuðu tengsl Lorca við
vinstri stjómina, en þau leiddu tfl
harmsögulegra endaloka.
Lorca hafði upplifað verðbréfa-
hranið í New York 1929 og þar
fannst honum fátt minna á þá kristi-
legu siðmenningu sem hann var al-
inn upp við. Alls staðar er fólk öskr-
andi og grenjandi eins og dýr,
skrifaði hann heim. Einnig konurn-
ar. „Þegar ég komst út úr þessu hel-
víti,“ heldur hann áfram, „var öll
umferð bönnuð um Sixth Ávenue.
Bankastarfsmaður hafði kastað sér
út um glugga á 16. hæð í Hótel Ast-
or.“ Hann kom að þegar verið var að
lyfta manninum af götunni. „Hann
var mjög stór, rauðhærður, og ég
gleymi ekki stóram hvítum höndum
hans á sementsgrárri götunni. Við
þessa sjón fékk ég nýja hugmynd
um bandaríska menningu, ...það var
eins og skip væri að sökkva og allt
kristið andrúm horfið."
Nú fylgdu harmleikir Lorca,
Blóðbrallaup var sett upp í Barce-
lona 1933 og síðan flutt til Buenos
Aires þar sem það var sýnt meira en
100 sinnum. Yerma fylgdi í kjölfarið
árið eftir og Margarita Xriga í höf-
uðhlutverkinu. Það var sýnt yfir
hundrað sinnum í Madrid og síðan
farið með það til Barcelona og Val-
encia. Þriðja leikritið Hús Bernarda
Alba, skrifað 1936 eða sama ár og
Lorca var myrtur, en ekki sýnt fyrr
en 1945. Þávora MargaritaXriga
og leikflokkur hennar komin í útlegð
til Buenos Aires og þar var Bern-
arda Alba ekki sýnt fýrr en 1945.
Spænski herinn gerði uppreisn
gegn lýðveldisstjórninni í júlí 1936.
Þá var Lorca í Madrid, en fór til
Granada skömmu síðar, eða 13. júlí.
Nokkra síðar gerði herliðið í Gran-
ada uppreisn og náði borginni 23.
júh'. Mágur Lorca, Monte Sinos,
nýkjörinn borgarstjóri, var hand-
tekinn og drepinn 16. ágúst, eða
sama dag og Lorca var handtekinn í
Granada.
Margt er á huldu um dauða Lorca
en talið að hann hafi verið drepinn í
bænum Viznar. Mér skilst að enginn
hafi rannsakað dauða hans jafn
vandlega og ævisöguritari hans, Ian
Gibson, sem skrifaði bókina The
Assassination of Federico Garcia
Lorca, en ég hef ekki lesið hana.
Hún bíður betri tíma, þegar minn-
ingar úr þessari ferð ryðjast fram
og kalla á nýjan farveg eins og gam-
alt fljót.
Hið mikla skáld Spánverja,
Antonio Machado, sem sumir telja
eitt helzta skáld þessarar aldar og
lézt u.þ.b. sem lýðveldið hrundi, orti
bitur eftirmæli um Lorca þegar
hann frétti lát hans:
Hann sást á gangi...
vinir, reisið minnismerki
úr steini og draumum Alhambra,
yfir gosbrann þar sem vatnið
syrgir
og segir að eilífu:
glæpurinn var framinn í Granada,
í hans Granada.
Sjálfur hafði Lorca ort:
Ef ég dey hafið svalirnar opnar
barnið borðar appelsínur
(ég sé það af svölunum).
Uppskeran hafin og kornið þreskt
(ég heyri það af svölunum);
ef ég dey hafið opið út á svalimar!
M.
n