Morgunblaðið - 22.07.2000, Page 37
iviö'tói ÍJ NÍiLA±)it)
Skagatáarviti
Kerlingabjarg
Ljósmyndir/Kristján Sveinsson
Á Króksbjargi.
um og fenginn var spænskumæl-
andi maður til að hlusta eftir hvort
draugurinn hefði eitthvað að segja
á því máli. Það hafði hann ekki. En
hann ærslaðist þarna dálítið fram
eftir sumri og gerði það nokkuð
gott í útvarpi og blöðum. Svo hvarf
hann og hefur ekkert látið á sér
kræla síðan.
Ekki heldur Þorgeirsboli sem
var á þessum slóðum um tíma og
fylgdi Pétri Björnssyni bónda á
Tjörn sem þar bjó í byrjun 20. ald-
ar. Pétri samdi vel við bola og gaf
honum að sleikja blóð úr skurfum á
höndum sér. Boli hefur líklega ver-
ið farinn að spekjast þegar hann
var í Nesjum þvi hann gerði ekki
mikið annað af sér þar en hrekkja
fólk með gjallandi öskrum og
stundum sáust syndandi nautsaugu
í þokunni, uppglennt og illileg.
Norðan við bæinn Tjörn er
allbrött brekka. Efst af
henni er gott útsýni yfir
Nesin og þegar skyggni leyfir til
Strandafjalla og Drangajökuls
handan við Húnaflóann.
Kerlingabjargið sem þarna er
dregur nafn sitt af klettadröngum,
Kerlingunum, sem standa framan
við bjargið. Víða er stuðlaberg í
Kerlingabjargi og sérkennilegt um
að litast. En það er talsvert
grjóthrun úr bjarginu og ekki ráð-
legt að leggja leið sína þangað.
Vegurinn liggur fram hjá Torf-
dalsvatni. Við syðri enda vatnsins
var klettaborg sem hét Skilnaðar-
horn. Stáltenntar vinnuvélar
bruddu klettana í sig fyrir um
þremur áratugum og grjótið var
notað í hafnargerð á Skagaströnd.
Sagnir hei-ma að fyrr á öldum hafi
staðið bænahús í Höfnum. Þangað
hélt fólk úr Nesjum til að hlýða á
guðsorð um jól og hreppti illveður á
heimleiðinni. Við Skilnaðarhorn
greindi fólkið á um hvaða leið
skyldi halda. Sumir fóru rétta leið
fram af brekkunni og náðu til bæja
en hluti hópsins fór fram með vatn-
inu inn Torfdal og fórst þar í tjörn-
um sem síðan heita Manndrápa-
tjarnir.
Torfdalsvatnið leggur yfirleitt
aldrei alveg. Það er oftast
vök við eystri bakka þess
sem kemur til af því að ókennilegt
dýr býr í vatninu og hefur umgang
um vökina. Þeir sem hafa séð það
segja það á stærð við hest.
Stórbýli var í Höfnum fyrr á tíð.
Þar voru miklar nytjar af reka, sel-
veiði og æðarvarpi. Utræði var
stundað frá verbúðum á Rifi áður
en farið var að róa frá Kálfsham-
arsvík. Þar var útver og sjást enn
ummerki um verbúðir á Rifinu.
Eiríkur Laxdal sagði sögur af sjó-
sjókn Þorbjargar kólku frá Rifi í
Olafs sögu sinni og kvað hana
komna af Homströndum á Skaga.
Kólka bjó á Kólkunesi á Rifi og var
Nesjamönnum hinn mesti bjarg-
vættur segir Eiríkur. Hún reri til
fiskjar á steinnökkva. Harðindavor
eitt var mesta ördeyða á fiskimið-
um Skagamanna. Þá kenndi Þor-
björg kólka Grími bónda í Höfnum
mergjaða veiðilist og kvað vísu:
Ónýtan hefir þú öngul á færi,
annan skalt smíða af ísmola stáli,
troðið jám og tuggið, temprað eldinn við.
Líkkistunagla láttu á oddinn.
Við lámið og ámið láttu hann sorfinn,
fægðu hann vel sem fagran spegil.
Aldrei sól skíni á öngul þinn beran,
eður það brúkar agn til fiskjar.
Efst skaltu hafa á öngli þínum
fóhom nýtt og flyðmgarnir,
máskjöt á miðju, mús á oddi,
feigur er ef þú fiskar ekki.
Önnur saga, sem Jón Árnason
festi á blað, kveður Þorbjörn kólku
landnámsmann frá Kólkumýrum á
Ásum hafa sótt sjó frá Hafnabúðum
og legið þar við haust og vor. Ut af
þeim sögnum orti Grímur Thomsen
kvæði sitt um Þorbjöm kólku.
Piltabúðir voru meðal þeirra sjó-
búða sem stóðu á Rifi. Jón Árnason
heyrði eftirfarandi sögu um dapur-
leg endalok piltanna í Piltabúðum:
Mitt á milli Hafnabúða og Tjam-
ar er tangi fram í sjóinn sem kall-
aður er Rifið. Þar vora í fyrri tíð
búðir og sjómenn margir; en mitt á
milli Rifsins og Hafnabúða stóðu
Piltabúðir. Þangað völdust jafnan
vöskustu menn og klæddu sig
aldrei skinnklæðum og kölluðu það
lítilmennsku að „skríða undir sauð-
arnárann". Rifsmönnum lék öfund
á sjómönnum í Piltabúðum og átt-
ust þeir oft illt við, en að lokum
fóru Rifsmenn á Piltabúðir einn
góðan veðurdag er piltar vora ekki
heima og söguðu allar árar næstum
í sundur undir skautunum og
negldu svo skautana yfir aftur.
Daginn eftir réra piltar og gerði
stinningskalda um daginn og óveð-
ur af landi. Komu þeir eigi að um
kvöldið og spurðist eigi til þeirra
framar. Þar sem Piltabúðir vora
sjást nú stórar grjóthrúgur og
steinar svo stórir að engir menn nú
á tímum mundu geta við þá fengist.
Kaldrani er eyðibýli við endann á
Rekavatni, nálægt veginum. Malar-
kamburinn milli vatnsins og sjávar-
ins heitir Reki og má mikið vera ef
þar liggur ekki eitthvað af rekaviði.
Það er engin rómantísk glýja í ör-
nefnum hér á Skaganum. Brani,
Sviðningur, Kaldrani þar sem það á
við. Garðlag úr grjóti er í kringum
Kaldranatúnið og hefur það verið
mikið eljuverk. Þar bjó skáldmælt-
ur bóndi á 18. öld, Hreggviður Ei-
L.AUGARDÁGUR 22. JÚLi zuuu 3®
~mmmm^^mm—^—mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm—mmmmmmmm
Minnisvarði um vegagerð kvenna á Digramúla.
Framnes næst, Saurar og Ós. Sér út í Kerlingabjarg.
ríksson. Eftir Hreggvið á Kaldrana
er þessi hnitmiðaða veðurlýsing:
Hann er úfinn, alhvítur,
elur kúfa á ijöllum;
hengir skúfa í haf niður,
um hálsa og gljúfur él dregur.
Löðrið dikar land upp á,
lýra kvikar stofan;
aldan þykir heldur há
hún rís mikið skeijum á
Hann er svartur, svipillur,
samt er partur heiður,
lítið bjartur landaustur,
ljótt er margt í útsuður.
Undan landi er skerið Strákur
og brýtur þar oft hressi-
lega og við Hafnaeyjar.
Það hefur Hreggviður oft séð. Veg-
urinn liggur yfir Digramúla. Þar
var illfært og villugjarnt áður en
akvegurinn kom. Skörungskonur í
kvenfélaginu Heklu á Skaga gerðu
vegabætur á Digramúla og við
Kálfshamarsvík að viðfangsefni
sínu á árunum 1930-33. Það þótti
sumum fyndið á þeim tíma að kon-
ur væru að vasast í slíku og varð
tilefni skopmynda í grínblaðinu
Speglinum. En vegurinn kom sér
vel og nú hefur konunum verið
reistur viðeigandi minnisvarði á
Digramúla. Þrír steindrangar.
Ágætt útsýni er af Digramúla.
Þaðan sést til Fljótafjalla austató
Skagafjarðar og vestur á Hom-
bjarg. Það er þjóðráð að hafa með
sér kíki og skima niður á Selatanga.
Þar er gjarnan margt sela (auð-
vitað era selir á Selatanga eins og
það eru fuglar á Fuglatjörninni) og
fyrir þá sem hafa ánægju af að
fylgjast með villtum dýram gefst
þarna oft gott tækifæri til að kynn-
ast selalífi.
Mánaþúfan sést líka af norðan-
verðum Digramúla. Þar á Hólm-
göngu-Máni landnámsmaður að
vera heygður. Þau álög era á
haugnum að þeim sem reyna að
grafa í hann sýnist vera eldur í
bænum á Ásbúðum.
Milli Ásbúða og Hrauns era héitó
aðamörk og liggja eftir endilöngum
Skaga. Vestari hluti Skagans telst
til Húnaþings en austari hlutinn til
Skagafjarðar. Þegar komið er að
Hrauni sjást Fljótafjöll og Tinda-
stóll vel.
Yst á Skaganum er Skagatáin.
Þar stendur útvörður Skagans og
leiðarljós sæfara, Skagatáarvitinn
sem byggður var árið 1935. Áður
var þar viti sem var byggður árið
1913.
Höfundur er sngnfræðingur og
uppalinn á Skaga.
Velkomin á sportdag í dag M.11-16
Fellihýsi • Tjöld • Kayakar • Bátar • Bílar • Hlaupahjól • Vélhjól • Golf • Útivist • Sigling • o.fl. miöbœ Hajnarfiaröar
Sjá nánar auglýsingu
annarsstaðar í Dlaðinu