Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 40

Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 40
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „Hvað er til ráða í vegamálum? HIÐ hörmulega rútuslys á Hólsfjöllum hefur vakið umræður um vegamál, og slysa- hættu sem vegirnir skapa, einkum ein- breiðar brýr, en á einni slíkri varð rútu- slysið. "* Það er risavaxið verkefni að byggja upp íslenska vega- kerfið svo í lagi sé. Það er ekki sann- gjarnt að segja annað en að tekið hafi verið risastökk í vegamál- um, jafnt hvað varðar varanlegt slitlag, byggingu nýrra brúarmannvirkja og byggingu jarðganga. Vegakerfi landsmanna er óþekkjanlegt frá því sem var fyrir þremur áratug- um, þótt ekki sé farið lengra aftur. Umferðin er einnig óþekkjanleg frá því sem áður var. Þungaflutn- ingar hafa farið á vegina í auknum ~ mæli með því að strandsiglingar falla niður. Síðustu fréttir herma Vegakerfið Tekið hefur verið risa- stökk í vegamálum, segir Jón Kristjánsson, jafnt hvað varðar varan- legt slitlag, byggingu nýrra brúarmannvirkja og byggingu jarðganga. að þær muni falla algjörlega niður með haustinu og 25 þungaflutn- ingabílar muni bætast á vegakerfíð í stöðugum ferðum til þess að anna því sem nú er flutt á ströndina með skipum. Rútur hlaðnar ferðafólki ganga allt árið, með túrista á sumrin, en íþróttahópa á veturna. Ferðamenn innlendir og erlendir á einkabílum fylla vegakerfið á sumrin, auk venjubundinnar um- ferðar fólks sem þarf að nota vega- kerfið í sínu daglega lífi til út- "~i'éttinga, eða sækja vinnu. Þjónustan á vegunum Þjónustan á vegakerfinu hefur tekið stökkbreytingum. Starfs- menn Vegagerðar ríkisins sem er öflug stofnun stjórna þessum þætti. Vegagerðin hefur útibú í öll- um landshlutum. Þaðan er við- haldi, snjómokstri og annarri þjón- ustu stjórnað. Gífurleg breyting hefur orðið á starfseminni yfir vet- urinn með betri tækjum og batn- andi vegum, og stækkar nú ört sá hluti vegakerfisins sem opnaður er daglega. Þrátt fyrir þessar framfarir eru gífurlega stór verkefni óunnin í ^ úregamálum. Nokkuð vantar upp á það enn að varanlegt slitlag hafi verið lagt á þjóðveg númer eitt, og utan þess vegar eru margar um- ferðarþungar leiðir sem eru enn með malarslitlagi. Brúarmannvirki voru ekki byggð fyrir þann um- ferðarþunga eða umferðarhraða sem nú viðgengst með bættum bílakosti, og eru einbreið eins og þekkt er af umræðu síðustu daga. Afskipti þingmanna af vegamálum _ Tveir virtir fjölmiðlamenn, Ómar TÍagnarsson og Stefán Jón Haf- stein, hafa báðir látið frá sér fara þær fullyrðingar að afskipti þing- manna af vegamálum séu vafasöm og geti leitt til vitlausrar for- gangsröðunar. Annar setti þessar kenningar fram í Kastljósi í sjón- varpi og hinn í grein í Degi. Eg verð að við- urkenna að það er erf- itt að sitja undir slík- um fullyrðingum án þess að svara þeim, ekki síst vegna þess að umræðan er til komin vegna slysfara. Ef málið væri það ein- falt, að nægilegt væri að útiloka afskipti þingmanna af vega- málum, væri sjálfsagt að afnema þau strax. Hins vegar mun það ekki koma í veg fyrir slysin, eða tryggja hárrétta röðun fram- kvæmda. Það ætla ég að fullyrða. Afskipti þingmanna af vegamál- um eru veruleg. Tillögur Vega- gerðar ríkisins um forgangsröðun í vegamálum eru bornar undir þing- menn kjördæmanna og vegafé er skipt á milli kjördæmanna eftir formúlu sem samkomulag varð um á sínum tíma. í þeim tilfellum þar sem ég þekki til hafa áherslur þingmanna kjördæmanna og Vega- gerðar ríkisins farið saman í stór- um dráttum, og ég fullyrði að eng- inn ágreiningur er uppi sem skiptir sköpum. Breyttar áherslur Árið 1998 urðu verulegar breyt- ingar í áætlanagerð um vegamál. Þá var í fyrsta sinn samþykkt langtímaáætlun í vegagerð sem gildir til ársins 2010. Höfuð- markmiðið með þeirri áætlun fól í sér breytta skiptingu fjármagns. Það var að leggja bundið slitlag á hringveginn og til allra þéttbýlis- staða þar sem eru 200 íbúar og þar yfir. Eftir þeirri áætlun er unnið núna, og jafnframt er unnið að því að breikka einbreiðar brýr, og hef- ur umferðarþunginn verið hafður til hliðsjónar í því efni. Til nýframkvæmda í vegagerð er varið 4,5 milljörðum á yfirstand- andi ári, og til viðhalds 3,8 millj- örðum króna. Þetta er langstærsti málaflokkurinn hvað opinberar framkvæmdir snertir og svo hefur verið um langt árabil. Sem betur fer hefur miðað mjög áleiðis í vegaframkvæmdum seinni árin, en hitt er þó staðreynd að verkefnin blasa alls staðar við. Eg vara hins vegar við þeirri einföldun á málum að breytt forgangsröðun í vegagerð muni skipta sköpum í ör- yggismálum í umferðinni. Þjóðveg- ur númer eitt er ekki eini vegurinn sem ber þunga umferð, en vissu- lega er það forgangsverkefni núna að ljúka slitlagi á þeim vegi og breikka brýr. Stærstu verkefnin í þessum efnum sem út af standa eru á Austurlandi, og mér sem þingmanni Austurlands finnst það verkefni ganga of seint fyrir sig. Á Norðausturlandi og Vestfjörðum er stór hluti samgöngukerfisins á malarvegum og finna má hliðar- vegi um allt land sem ekki eru með bundnu slitlagi, hvað þá sumarleið- ir á hálendinu. Á þessu verður ekki ráðin bót í einu vetfangi, og hvetja þarf alla til þess að aka miðað við hinar íslensku aðstæður sem geta oft verið erfiðar. Hins vegar auka allar vegaframkvæmdir öryggi vegakerfisins í heild. Jarðgangagerðin Áform um jarðgangagerð skjóta stundum upp kollinum í þessari Jón Kristjánsson umræðu og þykja dæmi um vit- lausa forgangsröðun þingmanna. Um það skal sagt það eitt að nú síðustu árin hefur ekki farið króna frá almennri vegagerð til jarð- gangagerðar. Síðasta framlagið var til aðkeyrslunnar að Hvalfjarð- argöngunum. Vestfjarðagöngin leystu af hólmi tvo stórhættulega fjallvegi. Áform um jarðgangagerð byggjast á því að nota andvirði sölu ríkiseigna til framkvæmda. Gerð jarðganga er eitthvert mesta öryggismál í vegagerð sem hugsast getur. Svo er til dæmis um jarð- göng milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar sem leysa af hólmi mjög hættulega slysakafla í vega- kerfinu á Austurlandi ef þau kom- ast í gagnið. Fræðsla og varúð er nauðsyn Nú stendur yfir umferðarátak og ber að fagna því. Fræðsla og áróður um umferðarmál er nauð- synlegur og aðferðirnar sem not- aðar eru til þess að koma upp- lýsingum á framfæri þurfa ávallt að vera í endurskoðun. Slys á vegakerfinu eru allt of algeng, og allt of oft reynist það erlendum ökumönnum viðsjárvert. Fræðsla til þeirra um íslenska vegakerfið er nauðsynleg . Þar þarf ávallt að viðhafa mikla varúð, því jafnvel nýuppbyggðir vegir hér eru ekki sambærilegir við hraðbrautir er- lendis, hvað þá malarvegir, en eins og fyrr segir er langt í land með að íslenska vegakerfið verði klárað með bundnu slitlagi og tvíbreiðum brúm. Auðvitað gildir sama varúð- arreglan fyrir Islendinga. Jafn- framt þessu þarf að huga að slysa- gildrum á vegum, en ég efast ekki um þekkingu og vilja Vegagerðar ríkisins til úrbóta í þeim efnum. Höfundur er alþingismaður. MEÐ grein í Morg- unblaðinu 19. júlí sl. leiðréttir Þorsteinn Ólafsson, talsmaður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, það að í frétt í blaðinu frá 14. júlí hafi því verið haldið fram að fjarkennslu- búnaður hafi í fyrsta skipti verið notaður í grunnskóla við tilraun með fjarkennslu á milli grunnskólans á Hólmavík og Brodda- nesskóla. Sú leiðrétting á fyllilega rétt á sér. Hugmynd um að reyna fjar- kennslu sem tæki í grunnskóla- Kennsla Því fer fjarri, segir Sig- uijdn Pétursson, að Samband íslenskra sveitarfélaga vilji með nokkrum hætti skyggja á frumkvæði styrktarfé- lagsins í fjarkennslu. kennslu í fámennum skólum fædd- ist einmitt þegar Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna kynnti fjarkennslubúnað á þingi Sam- bands íslenskra sveit- arfélaga á Akureyri í ágúst 1998. Sú tilraun sem gerð var á Ströndum var hins vegar tilraun til almennrar skipulagðr- ar kennslu á milli tveggja skóla. Því fer fjarri að Samband íslenskra sveitarfélaga vilji með nokkrum hætti skyggja á frumkvæði styrktarfélagsins í fjarkennslu. í ræðu sinni þegar niðurstaða fj arkennslutilraunar- innar var kynnt á Ak- ureyri 17. júlí sl. sagði formaður sambands íslenskra sveitarfélaga m.a: „Þegar tilraunin var ákveðin og framkvæmd var ekki kunnugt um að annars staðar hefði slík til- raun verið gerð, gagnvart öllum bekkjardeildum grunnskólans, þótt slík fjarkennsla sé mikið not- uð við fullorðinsfræðslu og fjar- kennsla af ýmsu öðru tagi hafi lengi verið tíðkuð á öllum skóla- stigum.“ Auðvelt er hins vegar að sjá að ef fjarkennsla verður almennur þáttur í starfi grunnskóla verður auðveldara og eðlilegra fyrir nem- endur sem verða að dvelja lang- dvölum fjarri heimabyggð að halda áfram námi sínu og tengslum við bekkjarfélaga. Höfundur er deildarstjóri grunn- skóladeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjarkennsla á grunnskólastigi Sigurjón Pétursson Vargöld á vegum EKKI verður of- sögum sagt af ástand- inu í umferðarmálum íslendinga. Að stjórn- leysi ríki er vægt til orða tekið, en öng- þveiti nær sanni. Dauðaslysum fjölgar þrátt fyrir betri bún- að bifreiða og annað tjón verður upp á tugi milljarða króna. En lögregluyfirvöld virðast eftir sem áður halda að sér höndum ef undan er skilið eitt lögregluumdæmi á Norðurlandi vestra, og tryggingafélög láta við það sitja að senda neytendum reikninginn eftirlitslaust að því er virðist. Sá, sem hér heldur á penna, hef- ur sögu að segja af akstri um land- ið. í mörg ár hefir hann sett sér að fara að lögum um hámarkshraða á þjóðvegunum, 90 km á klst. Und- anfarin ár hefir hann verið að því leyti vel settur sem bifreið hans er búin tölvustýrðum hraðamæli, sem gætir þess að ökuhraði fari ekki yfir ákveðin mörk, í þessu falli 90 km. Skemmst er frá því að segja að allir, undantekningarlaust allir, fara fram úr honum og helftin á tvöföldum hraða hans. Þar sem hann hefir verð staddur í Hval- fjarðargöngunum á 70 km hraða hefir það tvívegis hent að bifreiðir hafa brunað fram úr hiklaust. Framúrakstur á óbrotinni veglínu er tíðkaður og hefur þá oft mátt mjþu muna. _ í sjálfri Ártúnsbrekkunni ekur helzt enginn á 70 km hraða nema undirritaður af sérvizku sinni og er ævinlega fyrir öðr- um. Að þessu leyti er fslenzk þjóð gjör- samlega óuppalin Nú þarf ekki um að spyrja hver eigi að gæta þess að farið sé að settum reglum og lögum. Ástand þess- ara mála er þungur áfellisdómur yfir lög- gæzlu í landinu. Ekki er þó við hinn al- menna lögreglumann að sakast, þótt yfir- völd vísi til kæruleys- is þeirra, og er sem jafnan að árinni kennir illur ræð- ari. Sinnuleysisins er að leita hjá þeim sem stjórna með þeim hætti Umferdin Þá lágmarkskröfu hlýtur þegninn þó að eiga, segir Sverrir Her- mannsson, að landslög- um sé framfylgt. að hirða eyrinn en kasta krónunni. Löggæzlan hefur hvorki mannafla né tæki til að sinna nauðsynlegri umferðarstjórn. Ur því ber að bæta þegar í stað og skilyrðis- laust. Hér skal sú tillaga fram sett, að umferðareftirlitinu verði strax fengnar í hendur 30 - þrjátíu - bif- reiðir búnar nýtízku tækjum fáan- legum og mannafla að sinna stór- auknu eftirliti. Kostnaður við kaup á þeim og rekstur verði að hálfu greiddur úr ríkissjóði en að hálfu af tryggingafélögunum. Þær fréttir eru nýjar af nálinni að Norðmenn séu víða í sínu landi að lækka hámarkshraða úr 80 km í 70 km. Greinarhöfundur þekkir til í Noregi og veit að þar eru vegir öllu greiðfærari en almennt gerist á íslandi. Þess vegna hlýtur það að koma til álita að lækka há- markshraða á íslenzkum þjóðveg- um a.m.k. niður í 80 km til að byrja með. Á eitt atriði skal bent í þessum greinarstúf. Það er ekki að undra þótt gætnum ökumönnum blöskri að vera gert að borga brúsann í stórhækkuðum tryggingagjöldum vegna ólöglegs glannaaksturs vit- firrtra ökuníðinga. Fullkomnar upplýsingar liggja fyrir um hverjir eru helztu tjónvaldar. Trygginga- félög hljóta að taka til athugunar að gera þeim aldurshópum, sem mestu tjóni valda, að greiða hærri iðgjöld. Þetta er tíðkað erlendis. T.d. greiða konur í Þýzkalandi lægri iðgjöld en karlar, enda valda þær minna tjóni að meðaltali. Hér tjóir hvorki nauð né nú heldur einörð krafa til yfirvalda um skjót viðbrögð viðhlítandi. Þá lágmarkskröfu hlýtur þegninn þó að eiga að landslögum sé fram- fylgt, enda á hann líf og limi undir að svo verði gert. Það ríkir vargöld á íslenzkum vegum, þar sem ökumenn virða lög og rétt að vettugi og valda sjálfum sér og saklausu fólki óbætanlegum skaða. Höfundur er alþingismaður. Sverrir Hermannsson stálgríndarhús-stálvirki SINIIRI Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.