Morgunblaðið - 22.07.2000, Blaðsíða 52
32 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
í | 1 1 1 STUNbUM VERÖUR BARA Aö ) SERA EITTHVAÐIMÁLUNUM ) ( \ / 1
i o ^v ■ i~ 11-19
you 5TUPIP BEA6LE! IF YOU
PUT ME IN V0UR"KISS-ANP-
TELL'' BOOK, 1‘HTEAR VOU
LIMS FROM LIMB!
Heimska hundspottíð þitt!
Ef þú setur mig í bókina
að „kyssa og kjafta frá”
þá ríf ég þig í tætlur.
að þú sleppir mér
ekki alveg.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sírni 569 1100 • Símbréf 569 1329
Kristnihátíð
á Þingvöllum
Frá Sigurlaugu Árnadóttur:
ÞEGAR boðið er til stórveislu í til-
efni merkisatburða og maður fær að
njóta þess að vera þátttakandi í dýr-
legum fagnaði, er snautlegt að
þakka ekki fyrir sig.
Efni þessa máls skal því fyrst og
fremst vera innilegt þakklæti til
þeirra sem stóðu að skipulagi, fram-
kvæmd og flutningi efnisatriða á
kristnitökuhátíðinni sem haldin var
á Þingvöllum fyrstu dagana í júlí,
með þeirri prýði og þeim ágætum að
þjóðarsómi var að. Allir sem ég hefi
átt tal við og fóru á Þingvöll þessa
daga ljúka upp einum rómi um það,
hversu vel tókst til og allt var þraut-
hugsað og vel af hendi leyst (með
þeirri einu undantekningu, að lítil-
lega er á það minnst að gangan inn á
hátíðarsvæðið hafi verið dálítið löng
og erfið sumu eldra fólki). Allt
skipulag, undirbúningur og efnisat-
riði voru frábærlega vel af hendi
leyst allt niður í það smæsta, eins og
til dæmis að dúkarnir á borðum
veitingastaðanna voru áberandi fal-
legir.
Ýmsar ástæður voru fyrir því, að
þó að gestirnir næmu tugum þús-
unda skyldu þeir samt ekki verða
miklu fleiri. Því olli, að ég tel, nokk-
ur almennur ótti við jarðskjálfta-
virknina. Einnig er fólki í fersku
minni umferðaröngþveitið, sem
varð til mikilla vandræða á síðustu
Þingvallahátíð, og lúmskur ótti við
að lenda í öðru eins nú. En undir
þann leka var þó rækilega búið að
setja, svo engin hætta var á að slíkt
endurtæki sig, jafnvel þótt fjórfalt
fleiri hefðu komið á Þingvöll og not-
ið þar hinna frábæru hátíðahalda,
sólskinsdagana á mesta helgistað
þjóðarinnar, í tilefni þess stærsta
gæfuspors, sem löggjafar íslands
hafa stigið fyrr og síðar í þúsund ár.
Einnig voru auðvitað margir, sem
lifa við þær aðstæður, að þeir gátu
ekki tekið þátt í hátíðarhöldunum á
staðnum, þótt þeir hefðu fegnir vilj-
að, ýmissa ytri ástæðna vegna, svo
sem til dæmis vegna elli eða lasleika
o.s.frv., J)ar kom sjónvarpið í góðar
þarfir. Eg efast um að áhorf á sjón-
varp hafi nokkurn tíma verið jafn
mikið og almennt um allt land eins
og allan útsendingartímann þennan
dag. Fólk sat límt við sjónvarpið.
Við útsendinguna var vel að verki
staðið nema hvað að betra hefði ver-
ið að halda áfram útsendingu frá há-
tíðahöldunum til enda dagskrár há-
tíðarinnar báða dagana, því ekki
vildi maður missa af neinu.
Mínar ástæður voru að fylgjast
með í sjónvarpinu og finna gegnum
ljósvakann stemmninguna og djúp-
stæða gleði yfir því, að í 1000 ár hafa
íslendingar getað notið þess að til-
einka sér þau gæfuspor að byggja
hús sitt á bjargi kristinnar trúar og
lífsgilda.
En bíðum nú við, þarf maður svo
virkilega að frétta af því, að til séu
íslendingar svo lítilsigldir að telja
eftir þá fjármuni sem nauðsynlegir
voru til slíkrar afmælishátíðar?
Nei, nú var ég hissa - í öllu góð-
ærinu, í allri sóuninni í allskonar
óþarfa eyðslu, sem oftar en ekki
hefur ýmsa ókosti, jafnvel ólán, í för
með sér, gera einhverjir svo lítið úr
sér að telja eftir að þjóðin minntist á
veglegan hátt 1000 ára afmælis
merkasta atburðar íslandssögunn-
ar, löggjafar sem sett hefur mark
sitt á mannlífið í landinu, og „lýst
eins og leiftur um nótt“, allar götur
síðan. Trúin hefur fleytt landanum
yfir ótal erfiðleika, verið öllum
gæfugjafi, sem hana hafa tileinkað
sér og svo mun áfram verða að í
kristinni trú eru gæfuspor fólgin í
hverjum manni.
Eftirtölurnar yfir kostnaðinum
við hátíðarhöldin eru ótrúlega leiður
blettur á þeim sem eru svona nískir
og ólíkir inngróinni rausn og gest-
risni almennings í landinu. Þetta er
hjáróma falskt mjálm sem leitt er að
nokkur maður skuli vera þekktur
fyrir að láta frá sér heyrast.
Þjóðhátíð var haldin með sóma og
sannri gleði Drottni til dýrðar og
með enduróm í hjarta, að ég vona,
flestra íslendinga, - og bæn og von
um að hér megi í næstu þúsundir
ára verða „gróandi þjóðlíf með
þverrandi tár, sem þroskast á guðs-
ríkis braut“.
Guð blessi ísland og íslendinga
og gefi þeim þá gæfu, sem það hefur
í för með sér að:
„Trúa á tvennt í heimi, tign sem
æðsta ber. Guð í alheims geimi, Guð
í sjálfum þér.“
- Trúa á, og treysta Guði og Jesú
Kristi, það eru stærstu gæfusporin,
verið þið viss.
SIGURLAUG ÁRNADÓTTIR,
Hraunkoti, Höfn.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Peir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
GjdtdVdid nidldi oij kd
Allir veröflokkdr.
m m
/\CAttlY\
- Gœðavara
Heimsfrægir liöiuiiiðir
m.d. Gidnni Yersdte.
"_____L__ VERSl.UNIN
I.rtngavegi 52, s. 562 4244.