Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSINS
Risaeðlur
á sjó o g landi
Frá Rannveigu Ti-yggvadóttur:
SIGURÐUR Vilhjálmsson í Njarð-
víkum á grein í Bréfum til blaðsins í
Morgunblaðinu 16. þ.m. Nefnist
greinin Mann-
réttindabrot og er
fágætlega vel
skrifuð, svo vel að
ég hefði helst vilj-
að endurtaka
hana hér, orð fyr-
ir orð. Viðfangs-
efnið er kvóta-
kerfið og
Rannveig rangsleitnin sem
Tryggvaddttir er innbyggð í það.
Sigurður skrifar m.a.: „Sá réttur
minn að sækja lífsbjörgina í sjóinn,
mér og mínum til framfærslu, hefur
ranglega verið af mér tekinn og öll-
um mínum afkomendum um ókomna
tíð. Eftir meira en 1000 ára hefð fyrir
handfæraveiðum án þess að nokkurn
tíma hafi til ofveiði komið, er það gert
með þeim rökum að skammta þurfi
rétt manna til handfæraveiða, annars
séu fiskistofnarnir í stórútrýmingar-
hættu og ýmsum öðrum falsrökum."
Fiskurinn á íslandsmiðum er sam-
eign okkar allra, eins og segir í fisk-
veiðilögunum. Smábátaveiði á sér af-
ar sterkan rétt því sá veiðiskapur er
réttur frumbyggjans og á að vera op-
inn fyrir alla Islendinga sem þannig
vilja vinna fyrir sér. Þetta er vistvæn
veiðiaðferð og atvinnuskapandi fyrir
hinar dreifðu byggðir landsins. Ef
takmarka þarf fiskveiðar á að snúa
sér að þeim sem vandanum valda,
verksmiðjuskipunum sem eru svo
afkastamikil að þau eru til vandræða
hvar sem er í heiminum. Sigurður
kallar þau þurftafrekar risaeðlur
semmunideyjaút.
Sex manna far sem langafi Sigurð-
ar keypti í atvinnuskyni gekk frá föð-
ur til sonar og reri Sigurður því síð-
astur til fiskveiða. „Þessi sjósókn mín
og minna langfeðra var til þess gerð
að sækja lífsbjörgina í sjóinn þegar
hún gafst og þörf var fyrir. Þessi bát-
ur er enn til en ég má ekki róa honum
til fiskveiða í atvinnuskyni, heldur
aðeins til að fiska í soðið fyrir mína
fjölskyldu. Það er ekki fullnægjandi
fyrir hinn venjulega vinnandi mann,
því það kostar orðið mikla peninga að
eiga bát, það opinbera sér til þess.
Eg skora á Áma Mathiesen að leyfa
handfæraveiðar á allt að sex tonna
bátum nú þegar og án allra takmark-
ana af hálfu stjórnvalda, náttúra og
veður sjá um það.“
Þegar menn búa við sjó eru þeim
búnai- bestu mögulegu aðstæður til
að stunda ánægjulega vinnu á daginn
og koma heim að kvöldi og vera með
fjölskyldum sínum. Það er eitthvað
annað en það að vera 30 daga á veið-
um og 30 daga heima. Ég hef heyrt
því fleygt að reynt hafi á margt
hjónabandið við þær aðstæður.
Sem dæmi um risaeðlur á landi
nefni ég stjómvöld sem gera geig-
vænlega vitleysu án þess að vilja við-
urkenna það, svo sem bæjarútgerða-
bröltið forðum, kvótakerfisvitleys-
una núna og síðast en ekki síst nýja
fæðingarorlofið, þar sem vaðið er yfir
rétt bæði móður og brjóstmylkings.
Ef einhver vill vita það þá kalla ég
þetta innilega jafnréttissinnaða fólk
karlkonur og kvenkarla. Jafnréttið
felst í því að móðir fær 3 mánuði í
fæðingarorlof, pabbinn aðra 3 mán-
uði og svo em 3 mánuðir til skipt-
anna. Ekki er öll vitleysan eins.
RANNVEIG
TRYGGVADÓTTIR,
Bjarmalandi 7, Reykjavík.
Sálmabdkin
sími 533 3634 gsm 897 3634
Allan sólarhringinn.
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 53 -
--------------------------------------
^íjrnœlisþakkir
Hjartans þakkir til barna minna, tengdabarna,
bamabarna, bróður míns og til brœðrabarna,
allra vina og kunningja sem glöddu mig með
gjöfum, blómum og skeytum á 80 ára afmœlis-
daginn minn, 15. júlí. Guð blessi ykkur öll.
Ásta Laufey Haraldsdóttir,
Krókatúni 18, Akranesi.
v--------------------------------------7
Kolaportið bvður meiri sérstöðu en nokkur armar
Soltfiskspizxit. pg ýmis sérvara um helgina í Kolaportinu
ar
Kolaportið tekur stöðugum breytingum
og þar er alltaf eitthvað nýtt að gerast
Nýtt Kolaport allar helgar
Kolaportið er mjög lifandi
markaður þar sem stöðugar
breytingar eiga sér stað um hveija
helgi. Margir nýir seljendur bætast
við um hveija helgi og ávallt er
einhver breyting hjá gömlu
seljendunum. Einnig koma inn sífellt
nýjar vörur, bæði og notaðar og
nýjar. Það má því segja að
Kolaportið sé aldrei eins og hver
heimsókn er ný upplifun og
stemningin því einstök.
Himnaríki fótboltamannsins
Búið er að sameina austurlensku
vörumar í einn bás og er hann
glæsilegri nú en nokkum tíma áður.
Iþróttabásinn og unglinga-
fatnaðurinn hefúr fengið meira
iými og því miklu þægilegra og
aðgengilegra að versla þar , fyrir
utan nýjan flottan stíl á básnum.Þar
er sannkallað himnaríki
fótboltamannsins, þvi þar er að
finna landsins mesta úrvalið af
fótboltatreyjum og að sjálfsögðu
em nýju Liveipool og Manchester
United búningamamir komnir.
Lífið er saltfiskur
Það er löngu vitað hversu þjóð-
legur maturinn er í Kolaportinu.
Menn koma langt að til þess að fá
hákarl, harðfisk, síld, hangikjöt og
hrossakjöt. Saltfiskurinn er einn
slíkur þjóðlegra rétta, og er hann
fáanlegur í miklu úrvali. Saltfísks-
bollur, marineraður saltfiskur
saltfiskspizzur, saltfiskspartí-
bollur, útvatnaður og óútvatnaður
saltfiskur.Maturinn er ekki bara
lostæti heldurþjóðlegur líka.
Líf og fjör um helgina
Það er alltaf líf og fjör þegar fólk
hittist. Menn hitta gamla vini,
ættingja og félaga, og kynnist nýju
fólki. Ef þú kemst ekki á ættarmót í
sumar, em líkur á þvi að hitta
ættingjana í Kolaportinu. Á sunnu-
daginn kemur götuleikhús og
skemmtir gesmm Kolaportsins
klukkan eitt og Jóna Einarsdóttir-
spilar á harmononikku frá tvö tif
fjögur og heldur uppi stemningunni
og fólki er fijálst að syngj a með.
Reynir sérhæfir sig i frímerkjum
og hann er með góð tilboð um helgina
1886 og höfuð-
skáldin þrjú
Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
ÞANNIG hljóðar fyrirsögn í hátíð-
ardagskrá á Þingvöllum 1. og 2.
júlí, sem borin var í hvert hús.
Þarna var um að ræða skáldin
Matthías Jochumsson, Valdimar
Briem og Björn Halldórsson, sem
sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup
hélt fyrirlestur um í Þingvalla-
kirkju og tímasettur var kl. 23 til
miðnættis. Þennan fyrirlestur hefði
ég gjarnan viljað hlýða á, en því
miður varð ekki af því. Vera má, að
fyrirlestur þessi komi fram á
prenti síðar, eins og í Kirkjuritinu.
Árið 1886 kom út ný útgáfa að
sálmabók. Þeir, sem skipaðir höfðu
verið í nefnd til undirbúnings þess-
ari ágætu bók, áttu jafnframt
flesta sálma þar. Hæg heimatökin.
Flesta sálma þar átti Helgi Hálf-
danarson, og var hann formaður
nefndarinnar. Sálmar hans þar
voru 211, þar af 145 þýddir. Eftir
Björn Halldórsson í Laufási voru
36 sálmar, allir frumkveðnir, utan
einn. Valdimar Briem átti í sálma-
bókinni 1886 102 frumsamda sálma
og 39 þýdda. Hér hafa verið talin
upp þau fjögur skáld, sem flesta
sálma áttu í sálmabókinni 1886.
Mér brá, þegar ég las, að Helgi
Hálfdanarson var ekki nefndur
meðal höfuðskálda sálmabókarinn-
ar frá 1886. Að mínum dómi er
hann mikið sálmaskáld, bæði þegar
hann frumkveður og þýðir. Ég
ætla aðeins að nefna fáeina sálma
hér eftir Helga: Upp, skepna hver,
og göfga glöð vorn guð með þakk-
arfóm; Þín miskunn, ó, Guð, er
sem himinninn há; Nú gjaldi Guði
þökk; Þú, Jesús, ert vegur til him-
insins heim; Gjör dyrnar breiðar,
hliðið hátt; Velkomin vertu, vetrar-
perlan fríð; Hin fegursta rósin er
fundin.
Ég gæti haldið áfram að telja
upp marga fleiri fagra og vel orta
sálma eftir Helga Hálfdanarson, en
ég bið lesendur sálmabókarinnar
að blaða í henni, og ég er sann-
færður um, að Helgi er eitt af höf-
uðskáldunum fjórum, sem settu
svip sinn á Sálmabókina 1886 - og
gerir raunar enn. Hvers vegna að
setja hann hjá? Auðvitað ræður
ekki sálmafjöldinn einn því, hver
hafi verið mesta skáldið, sem lagði
Sálmabókinni 1886 til besta efni-
viðinn, en ég tel, að Helgi sé vand-
að skáld. Er hann kannske ekki
nógu frumlegur að dómi þess, sem
erindið flutti á Þingvallakirkju á
Kristnihátíð nýliðinni?
AUÐUNN BRAGI
SVEINSSON,
Hjarðarhaga 28, Reykjavík.
Ódýrt, einstakt og ævintýri líkast
2°0//° afsláttur af verkfærum JK&r þessa helgi. Lyklasmiði, bíllyklar og húslyklar. Alltaf gott verð á verkfærum Saltfisksbollur, marineraður saltfiskur saltfiskspizzur, saltfisks- partíbollur, útvatnaður og óútvamaður saltfiskur. Fylltar fiskirúllur með ostasósu. Plokkfiskur og ýmiss annar fiskur. Mikið úrval af ódýrura tilbúnum réttum ^
^ Sverrir safnan sérhætir sig í öllu sem tengist flugi og flugsögu. Papýrus myndir _frá Egyptalandi á 1000 - 2000
\r Ný sending komin af töskum, bakpokum og seðlaveskjum. Gott úrval af ^(^rungbarnaleikföngumfrá Ambie og m.fl. Gvendur dúllari býður ávallt upp á gott úrval^^K bóka - einnig er alltaf ýmislegt fleira spennandi boðstólum. Kíktu á Gvend dúllara- þú veist aldrei\^K hvað þú finnur. Gvendur dúllari - alltaf góður. Góð tilboð á fallegri antik allar helgar og sjón er söguAari ^
Nr Frimerki, skildinga-merki, gömlu aura- merkin, kóngamerki, þjónustu-merki, 30- jéRfr 50% afsláttur. Þú verslar iyrir 10000 og færð 10% aukaafslátt. Aðeins þessa helgi. Einnig hópflug ítala 1933 á 95.000. krónur vottorð fylgir. Komið og upplifið stemninguna við frimerkjasöíhun
Mikið úrval af gjafavöru og leikföngum. Vönduð vara á góðu verði. FJÖL-MART
Skóútsalan i Kolaportinu býður upp á mikið og gott úrval af skófatnaði á hreint frábæru^^K verði. N ý sending af skóm
Ljós, skrautlampar, hnífaparatöskur, ryksugur margar gerðir, verkfærasett, jÆjr UFO lampar, armbandsúr margar gerðir, ferðageislaspilarar, viftur, heymatól, hárklippui baðvogir, eldhúsvogir, kaffivélar, ristavélar, safapressur og margt fleira
Tilboðsverð á pelsum, gull og \r silfurskartgripir, demantshringir. Fjöldi\^K fallegrahlutaágóðuverðihjáMagneu
Mega músík og myndir í Koíaportinu. DVD, Geisladiskar, Video, tölvuleildr á góðu verði. Landsins mesta úrval af laserdisc.
Nancy brúðuhúsin og brúðurnar á hlægilega verðinu enn fáanleg aðeins kr. 999 (rétt verð kr. 4700). Sólgleraugnaúrvalið aldrei meira
1000 titlar af geisladiskum á 300 krónur. ^ Kínversk teppi 50% afsláttur. Mikið úrval af fallegum og góðum úrum á krónur 1000.
Harðfiskurinn okkar landsfrægi á góðu verði. Steinbítur og ýsa í flökum. Komið og >Qjrsmakkið úrvals Hafdals-harðfisk ^k^fólgleraugnaúrvalið aldrei meira
Uulh kaupir og selur gamiamuni. Litið við og ▼ takið nafiispjald. Úrval af fallegri atnikvöru
Upplifðu hina einstöku stemmningu sem cr aó finna i Kolaportinu. Gramsaóu i kompudótinu. verslaöu ódýrt i matinn, fáðu |icr goti að boróa eóa spjallaðu viö görniu kunningjana. Sölusvæði fyrir nýja vöru cr opið á föstudögum kl. 13:00-17:00. Uin hclgar bætist kompudótið og . matvælamarkaöurinn vió. Allt markaðstorgið eropiö laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-17:00.
Vissir þú af sportdeginum? í DAGu. 11-16!
Fellihýsi • Tjöld • Kayakar • Bátar • Bflar • Hlaupahjól • Vélhjól • Golf • Útivist • Sigling • o.fL Ánmœ Hafiuttjjaröar
Sjá nánar auglýsingu
annarsstaðar í blaðinu