Morgunblaðið - 22.07.2000, Síða 54
í^4 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000
FRÉTTIR
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Arnaldur
* Ný kirkja
í Vatnsendalandi
KEFAS, Kristið samfélag, tók fystu Kirkjan á að rísa í Vatnsendalandi,
skóflustungu fyrir kirkju samfé- Vatnsendabletti 601.
lagsins fimmtudaginn 20. júlí sl.
Þriðja sumarganga
Samfylkingarinnar
á Reykjanesi
öAMFYLKINGIN á Reykjanesi
stendur fyrir mánaðarlegum
gönguferðum um Reykjanes nú í
sumar. Sú þriðja verður farin á
morgun, sunnudaginn 23. júlí.
Genginn verður syðri hluti Sel-
vogsgötunnar, hinnar fornu þjóð-
leiðar milli Hafnarfjarðar og Sel-
vogs, þ.e. frá Bláfjallavegi að
Stakkavík við Hlíðarvatn í Selvogi.
Göngustjóri og leiðsögumaður er
Eyjólfur Sæmundsson.
Farið verður frá bílastæðinu við
Hafnarfjarðarkirkju kl.10.30 og
stefnt að því að hefja gönguna frá
Bláfjallaveginum um kl. 11. Gengn-
ir verða um 15 km og má reikna
með að það taki allt að 7 tíma að
meðtöldum hvíldarstundum. Gang-
an er ekki nema miðlungserfið,
gengið er um fremur slétt land og
hallar undan fæti mestalla leiðina
eftir að komið er upp í Kerlingar-
skarð sem er hæsti hluti hennar.
Búa skal sig eftir veðri og hafa
með sér nesti, gert er ráð fyrir
góðum hléum til næringar og
skemmtunar.
Pað er markmið Samfylkingar-
innar á Reykjanesi að halda uppi
öflugu félagslegu starfi árið um
kring og hafa tvær fyrri sumar-
göngur reynst afar vel heppnaðar.
Allt félagsfólk sem og stuðnings-
menn Samfylkingarinnar er ein-
dregið hvatt til að mæta í gönguna.
Garða-
skoðun á
Akranesi
ÁRLEG garðaskoðun Garð-
yrkjufélags íslands fer fram á
Akranesi sunnudaginn 23. júlí
milli kl. 13 og 17.
„Það er ekki tekið út með
sældinni að rækta fjölbreyttan
gróður við sjávarsíðuna. Akra-
nes stendur á skaga sem er um-
vafinn brimlöðri á alla kanta.
En það er ótrúlegt sjá hversu
miklum árangri margir garð-
eigendur hafa náð í garðrækt
með natni og mikilli vinnu,“
segir í fréttatilkynningu frá
Garðyrkjufélaginu.
„Göngin hafa breytt fjar-
lægðum svo um munar og eru
nú aðeins 49 km frá Reykjavík
til Akraness. Þrír einkagarðar
verða til sýnis og að auki verður
útivistasvæði bæjarins skoðað.
Einkagarðamir eru að Króka-
túni 13 og Sunnubraut 17, þar
má fínna margar tegundir og
að auki er skemmtilegt steina-
safn á Sunnubraut. Að Melteig
4 er garður sem býr yfir
ákveðnni dulúð með trjágöng-
um og tjöm. Útivistasvæðið í
Garðalundi er rétt ofan við
kirkjugarðinn norðaustan við
bæinn. Þar verður hægt að fá
kort af Akranesi og upplýsing-
ar um hvað er að gerast í
kaupstaðnum. Garðarnir eru
ólíkir að gerð og tegundafjölda
en eitt eiga þeir allir sameigin-
legt; að vera í góðri rækt og
bera vitni um hvað hægt er
rækta við erfið skilyrði."
Fjölskyldu-
hátíð í
Garðabæ
SUNNUDAGINN 23. júlí nk. kl.
16.00 verður haldin á hátíðarsvæð-
inu við Garðaskóla í Garðabæ opn-
unarhátlð verkefnisins „Fjölskyld-
an saman“, sem er samvinnu-
verkefni UMFÍ og íslands án
eiturlyfja. Stjarnan í Garðabæ ann-
ast framkvæmd hátíðarinnar og
hefur gert hana sem glæsilegasta.
A dagskránni eru m.a. tónleikar,
Ásta Hrafnhildur úr Stundinni
okkar, hestar, minigolf, risaleik-
tæki, grillveisla í boði Pepsi og
margt margt fleira.
Forseti Islands, Ólafur Ragnar
Grímsson, er verndari verkefnisins
og mun hann flytja ávarp á hátíð-
inni. Þetta er fjölskylduhátíð og
leggjum við mikla áherslu á að fjöl-
skyldan öll mæti og eigi góðan dag
í Garðabænum. Um kvöldið verður
frítt inn á leik Stjörnunnar og ÍBV
fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd
með fullorðnum. Dagskráin verður
færð inn í íþróttahúsið Ásgarð ef
þurfa þykir.
Lýst eftir
vitnum
LÝST er eftir vitnum að umferðar-
óhappi sem varð á Sæbraut á móts
við gatnamót Langholtsvegar um kl.
13:30 þriðjudaginn 11. júlí s.l. þar
sem árekstur varð með blárri MMC
Colt fólksbifreið og svartri Nissan
Micra fólksbifreið. Þeir sem sáu að-
draganda óhappsins eru beðnir um
að hafa samband við lögregluna í
Reykjavík.
Fréttir á Netinu & mbl.is
1 ALLTAf= eiTTHVaO NÝTl
VELVAKAJVÐI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Málefni aldraðra
og öryrkja
ÞANN 7. júlí sl. er minn
gamli prestur, Svavar Stef-
ánsson, að minna á grein
Magna Kristjánssonar. Það
ætti að vera öllum hollt að
lesa þá grein. Það er nú
einu sinni svo að það er allt
í lagi að hafa skoðun á hlut-
unum svo lengi sem hún er
ekki látin í ljós. Oft er nauð-
synlegt að láta skoðanir
sínar í ljós og vekja máls á
þeim málefnum sem ekki
eru í lagi í þessu þjóðfélagi,
það ýtir kannski við sam-
visku hjá einhverjum sem
málið varðar. Til dæmis eru
húsnæðismál öryrkja ekki í
nógu góðu lagi. Málefni
aldraðra í húsnæðismálum
hér á höfuðborgarsvæðinu
ætlar ríkið að leysa með út-
boði til einkaaðila. Það gæti
skert þjónustuna á kostnað
hagræðingar. Nei, ráða-
menn þessa þjóðfélags
þurfa mikið aðhald frá
þjóðfélagsþegnunum. Þeir
sem stjórna þessu landi
voru kosnir til að vinna fyr-
ir fólkið í iandinu, að
minnsta kosti sögðu þeir
það þegar þeir voru að fal-
ast eftir atkvæðum. Kosn-
ingaloforðin eru kannski
eitthvað sem þeir höfðu
ekki ætlað sér að standa
við. Stjórnarsamstarfið
stendur mjög tæpt en á að
vera slétt og fellt á yfir-
borðinu. Það er nauðsyn-
iegt að flestir hafi skoðun á
hlutunum og haldi þessum
herrum við efnið, annars
verður lognmolla og það af
hinu slæma.
Gunnar.
Hrifin af landi og þjóð
VELVAKANDA barst
póstkort frá Ursulu Voll-
mehr þar sem hún segist
vera eftirlaunaþegi sem
ferðist mildð og hafi komið í
fyrsta skipti til Islands í
sumar. Segist hún vera
mjög hrifin af landi og þjóð,
náttúran sé falleg og hún
segist eins og endurfædd
eftir heimsóknina. Vill hún
senda kveðjur sínar til allra
þeirra sem hún hitti í ferð
sinni, sérstaklega land-
vörðunum í Landmanna-
laugum, og þakkar hún fyr-
ir gestrisni í sinn garð og
umhyggju þeirra fyrir landi
sínu.
Þakkir fyrir frábæra
þjónustu
VIÐ hjónin fórum laugar-
daginn 15. júlí sl. að Hótel
Geysi ásamt öðrum og
borðuðum þar. Þegar heim
var komið uppgötvaði frúin
að hún hafði týnt gullkross-
inum sínum. Við hringdum
strax á sunnudeginum og
okkur var tjáð að hann
hefði ekki fundist, en við
skyldum hringja aftur á
mánudeginum. Það gerðum
við og viti menn, gullkross-
inn hafði komið í leitirnar.
Sá sem svaraði í símann
bauðst til þess að senda
okkur hann, sem hann og
gerði. Okkur langar að
senda þeim okkar bestur
þakkir fyrir frábæra þjón-
ustu og góðan mat. Við
komum örugglega aftur.
Magnús og Höbby.
Hólmar á
Reyðarfirði
ÞAÐ er stórbýli austur á
fjörðum sem heitir Hólmar
og er við Reyðarfjörð. Býlið
er í eigu Reyðarfjarðarbæj-
ar. Það eru frábærar að-
stæður til þess að þarna
fari fram starf fyrir ungl-
inga, sem lent hafa út af
sporinu. Þarna mætti iíka
reka einhvers konar bú-
skap. Þarna væri líka hægt
að rækta skóginn að Björg-
um og út að Hólmahálsi.
Fyrir neðan veg mætti
rækta alaskaaspir, fjalla-
rifs og lerki og fyrir ofan
veg mætti rækta íslenska
birkið. Það væri óskandi að
Reyðarfjarðarbær myndi
vilja láta jörðina íyrir slíkt
starf. Þetta er kjörinn stað-
ur fyrir unglinga, sem
þurfa að takast á við lífið á
ný
Kona.
Tapad/fundid
Karlmannskeðj a
tapaðist
KARLMANNS silfurkeðja
tapaðist við Hlemm eða á
Laugaveginum fyrir stuttu.
Keðjan er merkt með nafn-
inu Haraldur og hinum
megin stendur þín Mar-
grét. Keðjan er eigandan-
um afar kær. Skilvís finn-
andi er vinsamlegast
beðinn að hafa samband við
Harald eða Margréti í síma
552-5465.
SKAK
Uinsjön Ilelgi Áss
Grétarsson
STÓRMEISTARINN
Mikhail Gurevich (2667)
hefur verið lengi að sem
atvinnuskákmaður. Eins
og nafnið gefur til kynna
er hann af rússnesku bergi
brotinn en skömmu eftir
fall Ráðstjórnarríkjanna
flutti hann búferlum til
Belgíu. Fyrstu árin eftir
komuna í hið nýja land var
árangur hans á skákborð-
inu öllu lakari en áður og
gerðu þá fyrrum landar
hans og kollegar grín að
honum. Hins vegar á síð-
ustu árum hefur þessi geð-
þekki náungi unnið hvert
skákmótið á fætur öðru og
komst m.a 1. janúar sl. á
topp tíu á stigalista FIDE.
I stöðunni hafði hann svart
gegn rússneska undra-
barninu Alexander
Grischuk (2606) á
Norðursjávarmótinu í
Esbjerg. 27...Hxh2+ !
28.Kxh2
Hvítur verður mát
eftir 28.Kgl Rf3#.
28...Hh8+ 29.Kg3
Bh4+ 30.Kg4 Dh6 og
hvítur gafst upp enda
verður hann mát eftir
t.d. 31.Bxd4 Dh5+
32.Kh3 BÍ2#.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI er maður umburðar-
lyndur, svo mjög raunar að
honum er stundum nóg um. Eitt af
því sem einkennir umburðariyndi
Víkverja er virðing hans fyrir áhuga-
málum annarra. Víkverji gerir sér
ljóst að áhugamál hans, söfnun
límmiða og garðvinna, höfða ekki til
allra og hann er ætíð tilbúinn til að
reyna, hið minnsta, að kynna sér það
sem aðrir telja áhugavert.
Það var í anda þessa sem Víkverji
settist niður um liðna helgi til að
horfa ákappaksturskeppni í ríkis-
sjónvarpinu sem mun njóta veru-
legra vinsælda og nefnist Formúla-1.
Skemmst er frá því að segja að
Víkverja þótti lítið til þessarar
keppni koma og þrátt fyrir verulegar
rannsóknir og fyrirspumir er honum
enn hulið í hverju spennan í þessari
íþrótt er fólgin. Óvissan í þessari
keppni entist í á að giska 20 sekúnd-
ur en strax á fyrstu beygju rákust
nokkrir kappakstursbflar saman og
ein aðaihetjan neyddist til að hætta
akstrinum. Eftir það gerðist ná-
kvæmlega ekkert í þá tæpu tvo
klukkutíma sem keppnin stóð yfir.
Bflarnir runnu sama hringinn rúm-
lega 70 sinnum og öðru hvoru misstu
einhverjir minni spámenn, sem enga
möguleika áttu á sigri, vald á bflum
sínum og óku út af eða urðu að hætta
keppni vegna vélarbilunar.
Þrátt íyrir umbm-ðarlyndið annál-
aða og jákvæðnina sem ætlar hann
lifandi að drepa fær Víkverji ekki
skilið þá spennu sem felst í því að sjá
sömu mennina keyra sama hringinn
70 sinnum. Raunar gat Víkverji
varla séð að þessi keppni stæði undir
nafninu „kappakstur" því lítið fór
fyrir framúrakstri. Því síður fær
hann skilið að menn horfi á þessa
keppni og bíði þess að ökuþórarnir
verði að hætta keppni sökum vélar-
bilunar. Ekki horfir Víkverji á knatt-
spyrnu sökum þess að hann telji
spennandi að fýlgjast með meiðslum
leikmanna.
En svona eru mennirnir undur-
samlega misjafnir.
xxx
AÐ var hins vegar annað sem
vakti athygli Víkverja þegar
hann fylgdist með þessari undarlegu
íþrótt um liðna helgi. Eftir nokkra
óvissu í byrjun gerði hann sér ljóst
að lýsingin á keppninni fór fram á ís-
lenskri tungu. Víkveiji var nokkra
stund í vafa um þetta, sérstaklega
virtist annar umsjónarmaður út-
sendingarinnar tala torkennilegt
tungumál. Bar mjög á því að hann
notaði sagnorð sem voru Víkverja
framandi og hann kannaðist ekki við
af því málsvæði sem hann tilheyrir.
Þannig notaði þessi umsjónarmað-
ur sögnina „að tjóna“ óspart. Talaði
hann um að tiltekið ofurmenni hefði
„tjónað bflinn“ og stundum hafði
hann á orði að ákveðið ökutæki væri
„tjónað“. Komst Víkverji að þeirri
niðurstöðu eftir nokki-a umhugsun
að líklegast væri hér átt við að við-
komandi ökuþór hefði skemmt eða
skaddað bfl sinn.
Einnig þótti Víkveija forvitnilegt
þegar honum var tilkynnt að ein
hetjan á kappakstursbrautinni hefði
„sett hraðasta hring“. Þessi mál-
notkun varð Víkverja mikið umhugs-
unarefni. Enn er honum ekki fylli-
lega ljóst hvað átt var við með þessu
og útskýringar samstarfsmanna
hans hafa ekki reynst fullnægjandi.
Vanþekking Víkverja á íþróttinni
kom svo aftur í ljós þegar umsjónar-
maðurinn títtnefndi upplýsti áhorf-
endur um að einhver ökumaðurinn
hefði „hringað" annan. Gerði hann
ítrekað heyrinkunnugt að tiltekið
mikilmenni væri „að hringa" annað.
Hallast Víkverji einna helst að því að
þarna hafi verið átt við að viðkom-
andi væri kominn hring á undan öðr-
um ökumanni eða við það að fara
fram úr þeim hinum sama. Víkverji
kannast að vísu við sögnina „að
hringa" en þá er átt við að eitthvað
sé sett í hring. Önnur merking sagn-
arinnar er honum hins vegar með
öllu ókunnug.
Þegar kappakstrinum lauk loksins
var komið að því að upplýsa áhorf-
endur um stöðuna í keppninni en
ökumenn fá stig eftir því hvernig
gengur og verður sá heimsmeistari
sem flest stig hlýtur þegar keppnis-
tímabilinu lýkur. Þá var áhorfendum
tilkynnt að tiltekinn ökumaður væri
„á 50 stigum“ en næstur kæmi annar
„á 40 stigum“. Á málsvæði Víkverja
hefur löngum tíðkast að tala um að
menn eða lið séu „með“ tiltekinn
fjölda stiga í ákveðinni keppni. Vík-
verji veit hins vegar að á ensku er
talað um að lið eða einstaklingar séu
„on 50 points“ eða hvaðeina þegai'
gerð er grein fyrir stöðu í keppni.
XXX
VÍKVERJA varð ljóst þegar
hann horfði á þessa keppni að
ríkissjónvarpið nýtur óneitanlega
mikillar sérstöðu. Þannig má það eitt
miðla á íslandi auglýsa tóbak en
Formúla-1 keppnin er í raun ein
risastór tóbaksauglýsing. Raunar
þykir Víkverja fráleitt að banna
áfengis- og tóbaksauglýsingar en
það er önnur saga. Víkverji vissi hins
vegar ekki að ríkissjónvarpið hefði
fengið undanþágu frá þeirri reglu.
Hana hefur stofnunin líklega fengið
um leið og ákveðið var að útsending-
ar frá Formúlu-1 keppninni þyi'ftu
ekki að fara fram á íslensku í „sjón-
varpi allra landsmanna".