Morgunblaðið - 20.08.2000, Síða 2
2 B SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Á rífandi gangi
Fólk getur verið í mörg ár í hestamennsku án þess að
frelsast. Sumir lenda í því að horfa alltaf í flórinn og
langa aldrei að yrkja, segir Guðmundur Einarsson.
Það er af því þeir hafa ekki eignast nógu góðan hest.
s
hestbaki á harðastökki
nær maðurinn hámarks-
hraða sínum. Ekki lögleg-
um heldur tilflnningalegum. Það
fæst engin slík upplifun inni í bfl á
hundrað kflómetra hraða eða flugvél á þús-
und. Heilinn skynjar ekki svoleiðis enda voru
ekki til bflar og flugvélar í upphafi alls. En
hestar voru til því Guð hlýtur að hafa verið
ríðandi þegar hann skapaði manninn. Öðru-
vísi væru þessi tengsl óskiljanleg. Aðeins á
hestbaki veit maður hvernig það er að þjóta
áfram.
Sama gildir um hægaganginn. Minnsti
hraði í heimi næst þegar farið er fetið á góð-
um hesti. Fólk, sem ærist í augnabliksbið á
grænu ljósi, er hamingjusamt á fetgangi. Allt
stendur kyrrt. Lífið er allt í nútíð. Enginn
gærdagur er til og framtíðin skiptir ekki
máli.
Eg þekki mann sem stóð á fjallstindi í út-
löndum, var bent um heilt konungsríki og við
hann var sagt: Þú færð dóttur mína og hálft
ríkið nú og allt ríkið eftir minn dag. En svo
reið hann fram þúsund ára gamlar göturnar
á Lyngdalsheiði á fljúgandi tölti á sólardegi
og hugsaði: Konur og kóngsríki. Hvaða rugl.
Þetta er allt sem ég þarf.
Engir urðu skáld á íslandi fyrr en þefr
höfðu ort vel um hesta. Fram að þvi voru
menn efnilegir. Eftir það voru menn þjóð-
skáld.
En fólk getur verið í mörg ár í hesta-
mennsku án þess að frelsast.
Sumir lenda í því að horfa alltaf í
flórinn og langa aldrei að yrkja.
Það er af því að þeir hafa ekki
eignast nógu góðan hest. En einn
dag kemur hann. Hesturinn með stórum staf.
Frá Hindisvík eða Króknum. Eða bara ofan
úr Víðidal. Einn með öllu.
Minn Hestur með stórum staf kom norðan
úr Skagafirði. Eg var búinn að eiga hesta í
nokkur ár, sæmilega klára, en enginn þeirra
kom blóðinu verulega á hreyfingu. Þessi
gerði það. Hann var skírður Rífandi Gangur
en daglega kallaður Gangurinn. Hann hafði
allan gang og bar því nafn með rentu. En
töltið var það sem kom manni í samband við
Guðdóminn. Rokviljugur en svo taumléttur
að nóg var að hafa örþunnan silkitvinna í
taums stað. Og þýður var hann, því hægt var
sitja hann á fullri ferð og syngja hátt og
snjallt upp úr söngbók menntaskólanema, en
sú bók er með afar smáu og daufu letri enda
ætluð fólki með óbilaða sjón.
angurinn hafði mannsvit. Syni mínum
barnungum sýndi hann mikla vin-
semd. Ef strákurinn var settur á bak
honum, fór klárinn að öllu með gát og gætti
þess venju fremur að hnjóta hvorki né hreyfa
sig óvarlega. Og svo ljúfur var hann þá í
taumi að drengurinn, allt frá sex mánaða
aldri, hefði hestsins vegna getað farið allra
sinna ferða á honum. Sömu nærgætni sýndi
Gangurinn utanríkisráðherra lýðveldisins þó
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Morgunblaðið/RAX
væri hann sýnu eldri. Sá átti þá í flóknum og
mikilvægum milliríkjasamningum um hags-
muni þjóðarinnar og það var eins og blessuð
skepnan skildi að óhamingju Islands mætti
ekki verða það að vopni að ráðherrann og
einn helsti forystumaður íslenskra stjórn-
mála mætti flumbraður og fumandi til leiks
eftir kvöldreið á Rífandi Gangi.
g ég veit að Gangurinn hafði húmor.
Þegar honum fannst eitthvað fyndið,
hneggjaði hann á alveg sérstakan
hátt. Hann hneggjaði einmitt þannig þegar
ég sagði honum frá óförum okkar krata eftir
að hafa viðrað álagningu sérstaks hesta-
skatts í fjárlagaundirbúningi eitt vorið. Og
mér er sem ég heyrði hneggið í honum ef ég
segði honum nú frá nýju áformunum um
hestalandslið til móttöku þjóðhöfðingja. Kon-
ungleg reiðlist er um stóra stríðshesta og
riddara í fullum herklæðum. Kóngar halda að
litlir hestar séu fyrir barnaheimili og hring-
leikahús. Og ekki batnar það þegar íslensku
knaparnir birtast eins og ballettdansarar á
hestbaki, í nærskornum sokkabuxum eins og
álfamir í bókinni um dverginn Rauðgrana.
Gangurinn myndi skynja hið skoplega í þessu
og úr augunum myndi ég lesa spuminguna:
Viljið þið ekki fara alla leið og búa til kóng og
drottningu, riddaralið og hermenn, hirð og
húmbúkk?
angurinn er enn á lífi þótt ég hafi talað
um hann í þátíð. Hann er orðinn gam-
all og kominn á eftirlaun. Og hann
unir sér vel í hópi höfðingja á líkum aldri á
útigangi í uppsveitum í kjördæmi landbúnað-
arráðherrans í nokkurskonar félagsstarfi
aldraðra töltara. Hann er við góða heilsu.
Þyngsli, sem hann hafði fyrir brjóstinu, hrjá
hann ekki í tæi-u fjallaloftinu. Og þótt fót-
lúinn sé eftir frækilegan gang, er hann óhalt-
ur og kvikur í spori. Ég á varla eftir að eign-
ast annan Hest með stórum staf.
ALLT
24 trélitir A4
Verð kr. 198
Allt í einu setti
Pennaveski, blýantur, yddari,
reglustika og strokleður.
Verð kr. 198
í SKÓLAm
1. Vasareiknir
Verð kr. 198
2. Fullkominn vasareiknir
Verð kr. 398
3. Allt í einu setti
Vasareiknir, 2 reglustikur,
yddari, strokleður, blýantur og
sirkill.
Verð kr. 498
Wildlife gorma
harðkiljustílabækur
A4 Verð kr. 198
A5 Verð kr. 99
20 x 12,5 cm Verð kr. 99
Teikniblokk A3 40 bls
Verð kr. 198
Leiðréttingaborði og
blek
Verð kr. 99
Wildlife skjalamappa A4
Verð kr. 198
Wildlife dagbók með lás
Verð kr. 198
Einstakt skólatilboð
Skólabakpoki með fullt af hólfum,
auk pess plastmappa A4, reglusti-
ka, blýantasett og strokleður.
Allt þetta fyrir aðeins
Verð kr. 998
1. Skólataska m/axlaról mikið af
hólfum
Verð kr. 998
2. Skólabakpoki m. 2 stórum
hólfum, hólfi fyrir gsm f ól o.fl.
Verð kr. 998
3. Taska m/hliðaról,hólfi fyrir gsm
o.H.
Verð kr. 998
Kringlunni, s. 588 1010 - Laugavegi, s. 511 4141 - Keflavík, s. 421 1736
Mjúkdýrs pennaveski
í úrvali
Verð kr. 198
Ég hef hafið störf
á hársnyrtistofunni
Hlíðasmára 17, Kópavogi.
Birna Ólafsdóttir
Heim að dyrum
• Vtð sækjum póstinn eða pakkunn til pín
og komum honum heim að dyrum samdægurs
• Forgangsmeðhöndlun hraðsendinga
f” \ ; *\ • Frysti- og kæligeymslur
• Fullkomið tölvukerfi
(upplýsinga- og farmbréfakerfi)
• Fjöldi ferða á dag
Hraðþjónusta - ódýrari en þiggrunar
Akureyri 460 7060 • Egilssltlir 4711210 • IsufjtrSur 456 3000
Vcstmannacyjar 481 330 • Höfn 478 1250 • Rcykjavík 570 3400
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Flugfrakt - gott forskot!