Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Austurland hefur verið mikið í umræðunni vegna umdeildra framkvæmda sem til hafa staðið þar. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur fékk viðurkenningu fijálsrafélagasamtaka í vor sem leið. Guðrún Guðlaugsdóttír gekk á fund hans og fékk að heyra hvað „síðasti Úölfræðingurinn" hafði að segja um þau mál og ótalmörg fleiri, íjölbreytnin í áhugamálum hans er mikil. Helgi Hallgrímsson í stofunni á heímili sínu á Egilsstöðum. T ELGI Hallgríms- m m son líffræðingur, sól- brenndur með at- M M hugul augu bak við K m stór gleraugu. Snöggt, næstum feimnislegt bros lýsir upp andlitið af og til, pípan er jafnan innan seiling- ar, líka þegar við borðum silung úr Lagarfljóti sem Kristbjörg kona hans hefur steikt mér til heiðurs. „Við getum eins setið áfram í eldhús- inu, þá getur hún horft á sjónvarpið, bróðir minn er kominn í heimsókn," segir hann. Eftir langt samtal okkar í eldhúsinu færum við okkur inn í Mt- ið vinnuherbergi þar sem allir veggir eru þaktir bókum og möppum. Líka á ganginum eru bækur frá gólfi til lofts - jafnvel svefnherbergisskápur geymir möppur. Ég hef með aðstoð sameiginlegs kunningja úr skóg- ræktinni á Fljótsdalshéraði rutt mér braut inn í heim Helga Hallgríms- sonar - síðasta fjölfræðingsins á íslandi, eins og hann orðar það sjálfur. Ætt og uppruni „Ég er fæddur á Skeggjastöðum í Fellum árið 1935,“ segir Helgi í upp- hafi samtalsins, sem fram fer síðla kvölds á heimili Helga á Egilsstöð- um. „Foreldrar mínir hétu Hallgrím- ur Helgason og Laufey Ólafsdóttir, hún var frá Skeggjastöðum en hann frá Ási í Fellum sem var næsti bær. Þau hófu búskap í Holti en fluttu svo í Amheiðarstaði þegar ég var á fyrsta ári. Ég er elstur sex barna þeirra. Þau byggðu svo nýbýli í landi Amheiðarstaða, sem era ysti bær í Fljótsdal og landnámsjörð. Þaðan vora Droplaugarsynir sem af fara miklar sögur í fomsögum okkar. Því nefndu foreldrar mínir nýbýli sitt Droplaugarstaði, þar er ég að mestu leyti alinn upp. Auðvitað var það nokkurt átak hjá þeim að byggja upp hvert einasta hús. Foreldrar mínir höfðu bæði verið á héraðsskólum, mamma var á Laug- um en pabbi á Laugarvatni. Eftir að þau fóra að stunda búskapinn held ég að þau hafi ekki hugsað um mikið annað, en þau áttu ýmsar bækur, svo sem þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar og eitthvað að af Islendingasögum. Þjóðsagnasafnarinn Sigfús var alinn upp á Skeggjastöðum, þaðan sem móðir mín var ættuð, sögur hans vora mikið lesnar á þessum slóðum. Sigfús var frændi okkar og var í vissu uppáhaldi á okkar heimili. Hann safnaði sögum sínum að lang- mestu leyti hér í héraðinu. Hann dó 1935, sama árið og ég fæddist. Ég las þjóðsögumar hans og fannst draugasögumar mest spenn- andi. Þær vora lesnar á hverjum vetri og gjaman í skammdeginu. Þetta olli auðvitað nokkurri myrk- fælni. Það vora beitarhús sem til- heyrðu okkar jörð sem heita Part- hús. Ein sagan var um Part- húsa-Jón, nokkuð hryllileg drauga- saga. Jón átti að hafa verið rifinn í parta og fengu húsin nafn af því. Þetta var kennt draug sem ásótti hann. Það fór óneitanlega um mig nokkur hrollur þegar ég átti leið þama framhjá. Pabbi varð hins veg- ar aldrei var við neitt þarna enda er þessi saga líklega tilbúningur. For- eldrar mínir era bæði af alkunnri skyggniætt, sem rakin er til Ingunn- ar skyggnu á Skeggjastöðum, sem var fræg fyrir skyggni sína og ýmis- legt verið haft eftir. Hún var reyndar amma Sigfúsar Sigfússonar. Líklega hefur uppeldið á Skeggjastöðum haft sitt að segja til þess að hann hóf þjóðsagnasöfnun sína. Minn ætt- leggur hefur ekki fengið í arf skyggnigáfuna en hún hefur fylgt öðram hlutum ættarinnar fram á þennan dag.“ Var drifinn í skóla Helgi lauk sínu barnaskólanámi í farskóla, þar kenndi honum Gutt- ormur Þormar í Geitagerði. „Hann var mikill íþróttakappi og vann til margra verðlauna. Ég fetaði þó ekki í þau fótspor. Eigi að síður hafði Guttormur áhrif á þá stefnu sem ég tók í lífinu. Hann dreif mig í Eiða- skóla, honum fannst ég svo efnilegur námsmaður," segir Helgi og hlær. „Þar tók við mér Þórarinn Þórarins- son skólastjóri, prestssonur frá Val- þjófsstað í Fljótsdal. Hann hélt áfram að píska mig áfram og hvatti mig til að fara í Menntaskólann á Ak- ureyri. Það má segja að þeir hafi ákvarðað lífsstefnu mína. Ég hafði alltaf áhuga á náttúru- fræði, einkum plöntum. Ég byrjaði snemma að safna plöntum. Mamma gat leiðbeint mér svolítið með nöfn; hún hafði áhuga á þessu líka. I barnaskólanum í Fljótsdal komst ég yfir Flóra íslands eftir Stefán Stef- ánsson. Það var einhver merkasti at- burður í lífi mínu þegar ég sá þessa bók og fékk hana lánaða og gat farið að nota hana til þess að greina plönt- ur, Jrað þótt mér mjög gaman. Ég tíndi plöntur og þurrkaði þær í gömlum Tímablöðum. Mitt fólk var framsóknarfólk, ekki síst pabbi. Guttormur í Geitagerði var hins veg- ar sjálfstæðismaður, það skiptist oft á milli bæja hin pólitíska skoðun og svo rifust menn gjaman, pólitík var eitt algengasta umræðuefnið í sveit- inni. Ákaflega ófrjótt og ómerkilegt deiluefni fannst mér og tók aldrei þátt í því. Ég hef aldrei haft áhuga á pólitík. Ég held hins vegar að menn hafi ekki meint svo mikið með þess- um deilum, þetta var meira og minna „sport“, góð tilbreyting frá því að tala um búskapinn.“ Helgi fór í Menntaskólann á Akur- eyri með plöntusafnið sitt meðferðis. „Ég sýndi það Steindóri Steindórs- syni frá Hlöðum og naut þess í ein- kunnum. Ég heimsótti Steindór og við urðum mestu mátar. Hann kenndi náttúrafræði við MA en skrifaði auk þess mikið og þýddi. Nám í náttúrafræðum í Þýskalandi Menntaskólinn á Akureyri er skemmtilegasti skólinn sem ég hef verið á, ég naut mín þar mun betur en á Eiðum. Ég var lengst af í heima- vist og kynntist þar góðu fólki. Eftir stúdentspróf 1955 fór ég til Þýska- lands og nam líffræði við háskólann í Göttingen í Neðra-Saxlandi. Hjör- leifur Guttormsson, bekkjarbróðir minn, fór í sama nám í Leipzig í Austur-Þýskalandi. „Járntjaldið" fræga var skammt fyrir austan Gött- ingen. Það var því ekki hlaupið að því fyrir okkur Hjörleif að hittast þótt aðeins væra um 200 kílómetrar á milli okkar en við vorum duglegir að skrifast á. Þeir austantjaldsmenn gáfu út fjölritað tímarit sem hét Vandi og skrifaði ég nokkrar greinar í það. Göttingen er lítill borg, byggðist aðallega í kringum háskólann sem er einkum frægur fyrir stærðfræði og eðlisfræði. Mér var ráðlagt að fara á þennan stað þar sem háskólinn var svo þekktur fyrir náttúrufræði- kennslu sína, en það vora þó önnur fög en ég var í. Talið er að við háskól- ann í Göttingen hafi fyrst farið fram kjamaklofningur á rannsóknarstofu. Það var eðlisfræðingurinn Otto Hahn sem framkvæmdi þar kjarna- klofning á úraníum. En líklega vissi hann ekki alveg hvað hefði gerst og gerði sér ekki grein fyrir að þetta yrði hagnýtt eða notað í sprengjur. Þetta er eigi að síður upphafið að ferli sem leiddi til atómsprengjunn- ar. í Vestur-Þýskalandi var þá í al- gleymingi hið fræga efnahagsundur sem kennt var við Ehrhart, fjár- málaráðherra Adenauers. Uppbygg- ingin gekk þama ótrúlega hratt, en að vísu með hjálp Bandaríkjamanna. Mjög hagstætt var fyrir okkur ís- lendinga að læra þarna. Við fengum gjaldeyri á sérstökum kjöram, markið var fjórar krónur íslenskar, en það var langt undir hinu raun- veralega gildi sem var a.m.k. helm- ingi hærra. Einnig fengum við svo- litla námsstyrki frá íslandi. Svo fór maður heim í sumarfríum og vann fyrir kaupi. Ég vann t.d. í Grímsár- virkjun þegar verið var að byggja hana árið 1956. Sumarfríið var þrír mánuðir. Svo var frí á vorin. Þetta var eldgömul skipting á námsárinu. Fékk alhliða menntun og kynntist sígildri tónlist Ég var fljótur að komast inn í mál- ið, ég hafði æft mig á að skrifa tveim- ur þýskum stelpum sem vora penna- vinir mínir. Við skrifuðum um alla heima og geima. Ég hitti þær þegar ég kom út og dvaldi um jólin hjá for- eldrum annarrar þeirra. Við urðum góðir vinir en ekki varð um nánara samband að ræða. Foreldrar pöss- uðu vel upp á dætur sínar í þá daga. Morgunblaöiö/Guörún Guölaugsdóttir Ég hélt áfram að safna plöntum í Þýskalandi, það tilheyrði náminu. Ég var í almennri líffræði, aðallega grasafræði. Ég var með hléum ein fimm ár í námi í Göttingen. Ég fékk áhuga á ýmsu öðru þegar leið á námið. Bók- menntir hafa lengi verið minn veik- leiki. Ég menntaðist því á ýmsan hátt í Þýskalandi. Ég fór í leikhús af og til og seinni árin var ég kominn á bragðið með klassíska tónlist. Það var aðallega fyrir áhrif frá íslenskri stúlku sem var þarna með mér í námi og hét Ásdís Jóhannsdóttir, frá Hveragerði, nú látin. Hún leiddi mig í þennan heim tónlistarinnar. Við keyptum okkur segulbandstæki í sameiningu, það var á þeim tíma þegar þau vora að koma á markað- inn, þetta var risastórt Grandig- tæki, svo tókum við upp á band eftir útvarpi eða plötum og spiluðum mik- ið. Það vora nokkrir íslendingar þarna með mér í námi og við höfðum mikið samflot. Það hafði bæði kosti og galla, fyrir bragðið kynntist mað- ur þýskum stúdentum minna en skyldi. Ég kynntist þeim þó dálítið fyrsta árið, þá var ég í heimavist í Nansens-húsi, sem kennt var við Friðþjóf Nansen, Norðmenn kost- uðu það hús gegn þvi að norskir stúdentar fengju þar inni. Mér líkaði sæmilega við Þjóðverja, ég hafði ekki undan þeim að kvarta en þeir era á ýmsan hátt ólíkir okkur. Kennsla og rannsóknir á Akureyri og Árskógsströnd Ég hætti námi 1961 án þess að ljúka lokaprófi. Það var h'tið fylgst með hvernig maður stundaði námið og ég stundaði það satt að segja ekki nógu vel, af ýmsum ástæðum. Nám- inu var þannig hagað að lítið var um próf þangað til því átti að ljúka með doktorsprófi. Þetta gerði miklar kröfur til sjálfsaga. Ég kvæntist 1958, hafði kynnst konuefninu, Kristbjörgu Gestsdótt- ur frá Múla í Aðaldal, á Hallorms- stað þar sem hún var að vinna í gróðrarstöðinni. Við eigum þrjú böm saman og ég á eina stjúpdóttur. Ég gerðist kennari við Mennta-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.