Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Vísindaskáldskaparhöf- undurinn H.G. Wells var fátt framandi óviðkom- andi og skrifaði sem kunnugt er vinsæla skáldsögu um efnið á sínum tíma en hugmyndin um ósýnileika er heillandi viðfangs- efni í biómynd og mógúlarnir í Hollywood voru tiltöluleg fljótir að átta sig á þvi. Árið 1933 hafði breski hrollvekjuleikstjórinn James Whale flutt til Hollywood frá Bret- landi og hann gerði klassíska mynd úr sögu Wells sem hét The Invisi- ble Man eða Ósýnilegi maðurinn (Whale var merkilegur leikstjóri á sinni tíð og gerði m.a. tvær myndir byggðar á sögunni um Franken- stein en áhugamenn um leikstjór- ann ættu að leigja sér Gods and Monsters sem fjallar um hann í elli). Claude Rains fór með hlutverk ósýnilega mannsins en myndin sagði frá vísindamanni sem finnur upp aðferð til þess að gera sjálfan sig ósýnilegan og fyllist um leið mikilmennskubrjálæði. Tölvubrellur og ósýnileiki Fjöldinn allur af framhalds- myndum og eftirlíkingum hafa ver- ið gerðar síðan, m.a. The Gemini Man árið 1976, og John Carpenter gerði um árið mynd með Chevy Chase sem byggði á sömu hug- mynd. Nú hefur hollenski leikstjór- inn Paul Verhoeven, sem átt hefur ákaflega brokkgengan feril í Holly- wood, gert Huldumanninn eða Hollow Man með Kevin Bacon í hlutverki ósýnilega mannsins en myndin var frumsýnd fyrir nokkru í Bandaríkjunum og nýtur vin- sælda. Hún segir frá Sebastian Caine, sem fínnur upp aðferð til þess að gera sjálfan sig ósýnilegan og um leið verður hann siðblindur. „Það er ótrúlegt hvað maður getur gert,“ segir hann, „ef maður þarf ekki að horfa framan í sig í spegli." Með önnur hlutverk í myndinni fara Elizabeth Shue og Josh Brolin en handritshöfundur er Andrew W. Marlowe. Nýjasta tækni og vísindi í tölvuteikningum eru óspart notuð í myndinni enda efniviðurinn tilval- inn fyrir tölvuteiknara. Það var einmitt þróunin í tölvu- teikningum sem varð til þess að kveikja hugmyndina að Huldu- manninum. Framleiðandinn, Douglas Wick, tók að velta því fyrir sér árið 1989 hvernig hægt væri að beita henni í kvikmynd um ósýni- leika. „Um það leyti varð bylting í gerð tölvuteikninganna og mér varð ljóst að hægt var að fjalla um ósýnileika á hvíta tjaldinu með að- ferðum sem aldrei höfðu verið reyndar áður. Hann fékk Marlowe til þess að skrifa handrit byggt lauslega á hugmynd H. G. Wells og sendi það til Verhoevens. „Ég hafði alltaf reiknað með því að Verhoeven gerði myndina," er haft eftir framleiðandanum Wick. Hollenska leikstjóranum leist vel á hugmyndina enda hefur hann mjög fengist við vísindaskáldskap frá því hann flutti frá Hollandi til Banda- ríkjanna að fást við kvikmynda- gerð. „Paul er ekki aðeins stærð- fræðingur og vísindamaður sem veit hvernig á að vinna með tækni- brellur heldur er hann einnig sér- staklega myndrænn í hugsun og veit hvemig á að halda áhorfendun- um í spennu,“ segir framleiðandinn. Verhoeven sá í myndinni athygl- isverða úttekt á illsku. „Hún byrjar sem skemmtilegt vísindaævintýri með svolitlum húmor,“ er haft eftir honum. „Svo fylgjumst við með því hvernig hinn gáfaði og góðlyndi Sebastian Caine breytist í brjálað skrímsli. Hann verður eins og djöf- ullinn sjálfur.“ Brokkgengur ferill Verhoeven er fæddur í Amster- dam árið 1938 og byrjaði Sína kvik- myndagerð með því að gera heim- ildarmyndir fyrir hollenska flotann. Hann gerði sína fyrstu bíómynd í fullri lengd árið 1971 og vakti mikla athygli með Turks Fruit, betur þekkt sem Turkish Delight, árið 1973. Rutger Hauer, sem síðar flutti einnig til Hollywood, fór með aðalhlutverkið og einnig í næstu mynd Verhoevens, Keetje Tippel. Áður en hann flutti til drauma- verksmiðjunnar í upphafi níunda áratugarins gerði Verhoeven þrjár myndir í heimalandi sínu, Soldier of Reuters Ósýnilegur Bacon læðist á toppinn. Það er undarlegt ástarsambandið milli Elisabeth Shue og hins vart sýnilega Kevin Bacon í Hollow Man. Ósýnileikinn og illskan Hollenski leikstjórinn Paul Verhoeven hefur gert spennumyndina Huldumanninn eða Hollow Man sem fjallar um vísindamann er tekst að gera sig ósýnilegan. Arnaldur Indriðason skoðaði um hvað myndin snýst og feril Verhoevens í kvikmyndunum. Orange eða Sold- aat Van Oranje, Spetters og Fjórða manninn eða De Vierde Man. Fyrsta myndin sem hann gerði fyr- ir bandarískt fé var Flesh and Blood, sérstaklega ofbeld- isfull fantasia frá miðöldum, og ekki minnkaði blóðbaðið með næstu tveimur myndum, RoboCop og Total Recall; báð- ar voru góðar hasar- myndir á sínum tíma en sú síðarnefnda hefur elst verr. Þær settu Verhoeven í fremstu röð hasar- myndaleikstjóra í Hollywood og ekki minnkaði orðspor hans þegar hann sendi frá sér spennutryllinn Basic Instinct með Sharon Stone. Síðan hefur heldur betur hallað undan fæti hjá Ver- hoeven í kvikmyndaborginni. Hann fylgdi Basic Instinct eftir með furðulega lélegri mynd um dans- stúlkur í Las Vegas sem hann kall- aði Showgirls. Sagan bæði og leik- urinn voru afleit og leikstjóm Verhoevens í molum en tilgangur- á nýjustu mynd þeirra „no. Hann gerði inn með gerð myndar- innar var mjög óljós nema í henni var fullt af hálfnöktum ungum leik- konum. Verhoeven ætlaði líklega að koma sér aftur á öruggari grundir þegar hann gerði Starship Troop- ers en hafði ekki erindi sem erfíði. úr því geimævintýri fasistalega sápuóp- eru um sérstaklega sviphrein og snyrtileg ungmenni í baráttu við pöddur og enn var tilgangurinn óljós. Með Huldumanninum virðist honum hafa tekist að ná aftur að gera vinsæla kvikmynd fyrir allan almenning en myndinni hefur vegn- að vel í miðasölunni. Hann vonar að myndin veki upp spurningar um mannlegt eðli um leið og hún skemmtir áhorfendum. Huldumaður Verhoevens „Fyrir þúsundum ára sagði Plató um ósýnileika að siðferði okkar byggi ekki innra með okkur heldur sé það ákvarðað af því sem aðrir vita um okkur og búast við af okk- ur,“ er haft eftir Verhoeven þegar hann ræðir um Huldumanninn. „Hann sagði að ósýnileg mannvera myndi fyllast valdagræðgi og mis- nota völd sín einfaldlega vegna þess að hún kæmist upp með það. Hún mundi stela og brjótast inn á heim- ili fólks og nauðga og drepa að vild. Plató sagði að ekki væri til nein innri siðferðisvitund sem gerði okk- ur góð og réttlát. Við högum okkur vel vegna þess að við viljum ekki lenda í fangelsi." Og þannig hugsar aðalpersón- an í Huldumanni Verhoevens. „Sebastian getur ekki haldið aft- ur af sér, af eðli sínu, einfaldlega vegna þess að hann veit að hann kemst upp með allt sem hann vill. Það mótar alla hans illsku.“ Myndin byggir mjög á nýj- ustu tækni í gerð tölvubrellna og það var ein ástæða þess að Verhoeven lagði kapp á að gera Huldumanninn. „Við höfum þróað tæknina mjög frá því að við létum penna svífa í lausu lofti og vatnsglas lyftast af borðplötu,“ er haft eftir hand- ritshöfundinum Marlowe. „Við þurftum á öðrum brögðum að halda ef myndin átti að virka. Eitt svarið var að sýna í smáatriðum hvernig Sebast- ian verður ósýnilegur." „Hann hverfur og birtist í mörgum skrefum," segir Verhoeven. „Þegar efninu sem gerir hann ósýnilegan er sprautað í líkama hans er eins og holdið verði að vökva, svo tekur vöðvakerfið að leysast upp og æðakerfíð og líffærakerfíð með þar til aðeins beinagrindin verður eftir og loks leysist hún upp í ekki neitt og hverfur. Tölvubrellumennirnir sem unnu við myndina kynntu sér ná- kvæmlega líkamsbyggingu manns- ins til þess að hafa allt sem ná- kvæmast. Við höfum aldrei áður séð jafn nákvæmlega inn í manns- líkamann," lofar Verhoeven. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.