Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ fHiHD' HAND REPAIR Hönnun og myndv. Fi eelituid 8 + Pliotosliop 5 Foi'titiin (HTML) Notepitd Heiitiíisidugerð Frontpage Hreyfiniyndir FIósH4 Boðið er bæöi upp á dag- ogkvöldnámskeið Naniskeiðið er80 klukkustundir eða 120 keiinslustundir Upplýsingcir og inmitun i simuni 544 4500 og 555 4980 Nýi tölvu- 8l viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sfmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hlíðasmóra 9- 200 Kópavogi - Slmi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimaslða: www.ntv.is IRiíSD = lilEMD Með því að nota Tííi'.s'P naglanæringuna færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. liliHD handáburðurinn með Duo-liposomes. Ný tækni i framleiðslu ; húðsnyrtivara, fallegri, ----- teygjanlegri, þéttari húð. , Sérstaklega græðandi. EINSTÖK GÆÐAVARA Fást í apótekum og snyrti- I vöruverslunum um land allt. |---- Ath. naglalökk frá 7i?»/vd fást í tveimur stærðum Allar leiðbeiningar á íslensku Þýskar förðunarvörur Ekta augnahára- og augnabrúnalitur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í einum pakka. Mjög auðveldur í notkun, fæst í þremur litum og gefur frábær- an árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir. ^ - | Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone fKöku-maskari). Þessi (svarti) gamli góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum. 3augnskuggar saman Augnhára- næring Nýjung Frábærar vörur á frábæru verði Vatnsþynnanlegt vax- og hitatæki til háreyðingar. Vaxið má einnig hita í örbylgjuofni. Einnig háreyðingarkrem, „roll-on“ eða borið á með spaða frá byly laboratorios byly S.A. Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana, Rvík, Líbía, Mjódd, Hringbrautar Apótek, Rima Apótek, Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Álfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1, Borgarapótek, Álftamýri, Fína Mosfellsbæ, Sauöárkróks Apótek, Stykkishólms Apótek, Fínar Línur, Vestmannaeyjum, Árnesapótek, Selfossi. Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317 Frank Stefánsson við leiði foreldra sinna, Alex og Mabel Stefánsson, í kirkjugarðinum í Inúvik. Mabel vinna við ólík störf: veiðar, heimilisstörf, kennslu og hjúkrun. Þau hafa mismikinn áhuga á lífi og verkum afa síns. Frank, sem svipar mjög til afa síns, hefur lesið töluvert af bókum hans; hann er sagður lestr- arhesturinn í fjölskyldunni og stund- um kallaður í gamni „dr. Stefáns- son“. Hálfsögð saga Vilhjálmur Stefánsson setti fram byltingarkenndar hugmyndir um norðurslóðir. Hann vakti máls á nauðsyn þess að ýta til hliðar þjóð- hverfum hugmyndum um norður- hjarann og fólkið sem þar bjó og reyna þess í stað að skilja lifnaðar- hætti þeirra og menningu innan frá, með augum inúíta sjálfra. Að mörgu leyti var hann brautryðjandi, langt á undan samferðamönnum sínum, og fáir áttu stærri þátt en hann í að móta þær hugmyndir sem nú eru of- arlega á baugi um heimskautalöndin. Þegar vel er að gáð er frásögn Vil- hjálms hins vegar aðeins hálfkveðin vísa. Börn Alex hafa yfirleitt tvíbenta afstöðu til Vilhjálms afa síns. Bæði eru þau stolt af að bera nafn hans og gagnrýnin á samskipti hans við in- úítafjölskylduna sína. Gagnrýni þeirra snýst annars vegar um þögn hans um þátt inúíta í þeim aírekum sem hann vann. „Pannigablúk vann sleitulaust á meðan hann sat og skrifaði - og hann fékk allan heiður- inn,“ segir Rosie Albert Stefánsson. Af dagbókum Vilhjálms og viðtölum við barnabörn hans má vera ljóst að „saumakonan Pannigablúk" hefur gegnt mun mikilvægara hlutverki á vettvangi en Vilhjámur gaf til kynna í útgefnum ritum sínum. Hún er helsti heimildamaður hans um lifn- aðarhætti inúíta og án hennar að- stoðar hefði Vilhjálmur varla átt aft- urkvæmt frá norðurslóðum. Heim- skautalöndin voru, með öðrum orðum, „unaðsleg" vegna þess að Vil- hjálmur naut leiðsagnar og aðstoðar Pannigablúk. Börn og barnabörn in- úítans Natkúsíak (öðru nafni Billy Banksland), sem var annar helsti heimildamaður Vilhjálms á vett- vangi, hafa svipaða sögu að segja. Natkúsíak gegndi lykilhlutverki á ferðum Vilhjálms og án hans hefði Vilhjálmur varla numið ný lönd, en hvorki Vilhjálmur né aðrir hvítir ferðalangar skipuðu honum á bekk með „landkönnuðum". Hafa verður þó í huga að slík viðhorf voru alls- ráðandi langt fram á síðustu öld. Klúbbur landkönnuða var ekki fyrir frumbyggja Hins vegar verður barnabörnun- um tíðrætt um afneitun Vilhjálms á inúítafjölskyldunni. Ein systirin, Shirley, segir: „Því skyldum við hirða um að lesa verk hans? Hann hafði engan áhuga á okkur!“ Sum systkinanna segja að þegar þriðja leiðangri Vilhjálms lauk hafi hann talað um að koma aftur. Pannigablúk hafi í nokkur ár fylgst með skipa- komum á vorin þegar ísa leysti ef ske kynni að Vilhjálmur birtist á ný. Tilfinningaafstaða barnabarnanna gagnvart Vilhjálmi er skiljanleg. Af- neitun Vilhjálms á syni sínum og fjölskyldu hans undirstrikaði áþreif- anlega í einkalífi systkinanna þau skil sem kynþáttahyggja og ný- lendukerfi á norðurhjara festi í sessi á síðustu öld. Menn skyldu hins veg- ar fara sparlega með siðferðilega dóma yfir Vilhjálmi í þessum efnum. Afneitun hans, að minnsta kosti framan af, er að sumu leyti óhjá- kvæmileg. Það er vissulega rétt að sumir hvítir ferðalangar, sem eign- uðust börn með inúítakonum í Norð- vesturhéruðum Kanada í byrjun síð- ustu aldar, gengust við börnum sínum af fúsum og frjálsum vilja. Sumir þeirra gengu að eiga barns- mæður sínar og festu rætur í samfé- lagi inúíta, aðrir tryggðu börnum sínum afkomu þótt þeir sjálfir hyrfu á braut, með því að tryggja mæðrum þeirra eiginmann úr hópi inúíta eða greiða með þeim. Á hitt ber þó að líta að Vilhjálmur ætlaði sér mun stærra hlutverk en flestir aðrir hvítir ferða- langar. Á þeim árum sem um er að ræða kom það eitt að ganga að eiga inúíta fyrir konu í veg fyrir að draumar um frægð og afrek gætu ræst. Vilhjálmur átti aðeins um tvo kosti að ræða, að gerast inúíti og búa með fjölskyldu sinni eða rjúfa tengsl- in og setja markið á frama í heimi hinna hvítu. Vestur-íslendingar hafa á undan- förnum árum og áratugum sýnt upp- runa sínum og samfélagi mikla rækt- arsemi. Samt hafa þeir yfirleitt, með nokkrum mikilvægum undantekn- ingum, látið eins og afkomendur Vil- hjálms Stefánssonar séu alls ekki til - og þó er þetta fólk komið af kunn- asta syni vestur-íslenska samfélags- ins fyrr og síðar. Það var ekki laust við hæðnistón í orðum Rosie þegar þessi samskipti bar á góma: „Það er kominn tími til að þau viti að við er- um til! “ Höfundur er prófessor í nmnnfræði og forstöðumaður Mannfræðistofn- unar Háskóla íslands. Hann errit- stjóri dagbóka Vilhjálms Stefánsson- ar (“Writing on Ice: The Ethno- graphic Notebooks of Viihjaimur Stcfansson), sem gefnar verða út hjá Háskólaforlagi Nýja Englands næsta vor. Hákon Már Oddsson kvikmyndagerðarmaður mundar tökuvélar sínar í viðtali við Rosie Albert Stefánsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.