Morgunblaðið - 20.08.2000, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 B 7
skólann á Akureyri 1959 og var við
þá kennslu þar til ég tók við Nátt-
úrugripasafninu á Akureyri. Eg
kenndi þar m.a. með Steindóri
Steindórssyni, mínum forna læriföð-
ur. Það gekk á ýmsu í samstarfi okk-
ar, við vorum ekki sammála um
kennsluaðferðir. Ég var nýjunga-
gjarn og vildi breyta til, og gerði að
honum fannst óþarflega miklar kröf-
ur. Fyrir kom að við vorum prófdóm-
arar hvor hjá öðrum. Stundum vildi
ég gefa núll ef mér fannst nem-
andinn ekki vita neitt, þá gaf Stein-
dór sex. Ef nemandinn var hans fékk
hann sex ef nemandinn var minn
fékk hann þrjá. Það var gaman að
þessu.
Árið 1966 fluttum við hjónin út á
Árskógsströnd, þar sem við keypt-
um gamalt útvegsbýli. Við vorum
með smábúskap og svo kom ég þar
upp stofnun sem nefnd var Rann-
sóknarstöðin Katla, eftir Kötlufjalli.
Þar var ýmislegt rannsakað, m.a. líf-
ið á landi og í sjó og vötnum. Ég var
þá mikið í vatnalífsrannsóknum. Þeir
sem komu erlendis frá, og einnig inn-
lendir fræðimenn, stunduðu talsvert
sjávarlífsrannsóknir. Við fengum
nokkra stúdentahópa t.d. frá Bret-
landi. Þeir komu með kennurum sín-
um og við hýstum hópana, þama
voru allmikil húsakynni, raunar tvö
hús.
Svepparannsóknir
Ég hætti kennslu að mestu eftir að
ég tók við Náttúrugripasafninu á
Akureyri 1963 og byggði það smám
saman upp. Þetta safn var aðallega
fuglasafn sem Kristján Geirmunds-
son hafið stoppað upp, hann var
þekktur maður á Akureyri og lista-
maður á þessu sviði. Seinna varð
hann starfsmaður Náttúrufræði-
stofnunar í Reykjavík. Þegar ég kom
að safninu tók ég að byggja upp
plöntusafn, ég lagði því til mitt safn
og jók við það eftir föngum.
Um 1960 fór ég að safna sveppum.
Kveikjan að þessu var sú að mikið
vandamál var þá í gangi í útgerðinni,
tréskip vildu fúna fljótt vegna
sveppa sem valda slíku. Eg var feng-
inn í það af hálfu tryggingarfélags
sem tryggði vegna sh'kra skaða að
kynna mér þessa sveppi. Það fór
þannig að ég leysti mig frá þessu
verkefni en áhuginn á sveppunum
varð eftir, ég fór að safna sveppum
um allt land og rannsaka þá og samdi
í kjölfarið Sveppakverið, sem kom út
1979 og nú er orðið úrelt. Ég á raun-
ar í handriti 350 síðna rit um þetta
efni, mun nákvæmara en hið fyrra,
sem bíður útgáfu.
Við þessar rannsóknir opnaðist
mér nýr heimur. Sveppir eru merki-
legir á ýmsan hátt, þeir eru hvorki
taldir til plantna né dýra, þeir eru
sér á blaði. Þeir gegna því hlutverki í
náttúrunni að brjóta niður lífræn
efni, aðallega plöntur. Ég segi stund-
um að þeir séu skuggahhðin á
plönturíkinu. Þeir þurfa heldur ekki
ljós til að starfa, en þeir koma efnun-
um aftur í hringrásina, án þeirra
myndi plönturnar fara að skorta
næringu með tímanum.
Á Islandi eru nokkur þúsund
sveppategundir, en flestir eru svo
sáralitlir að það sér þá eiginlega eng-
inn. Þeir sem eru sýnilegir með ber-
um augum eru líklega um 1500.
Þessar rannsóknir leiddu mig víða,
ég er búinn að fara um allt land til
sveppasöfnunar. Mest hef ég þó
safnað á Norður- og Austurlandi. Við
hjónin höfum íslenska sveppi til mat-
argerðar. Besti matsveppurinn er að
mínu mati furusveppur. Hann býr
með furu, er sjaldgæfari en t.d. lerk-
isveppur og vex á haustin og stund-
um alls ekki, það fer eftir veðri, hvað
mikið rignir t.d. Ef miklir þurrkar
eru getur verið alveg sveppalaust.
Mikið er af sveppum t.d. í Heiðmörk
við Reykjavík.“
Hvað með eitraða sveppi?
,;Það er lítið um hættulega sveppi
á Islandi, þeir eru miklu fleiri og
hættulegri erlendis. Mér er óhætt að
segja að hér vaxi enginn sveppur
sem er lífshættulegur, nema þá í
risaskömmtum. Berserkjasveppur-
inn getur verið varasamur en þó ekki
síður ýmsir smærri, minna áberandi,
menn vara sig síður á þeim og taka
þá kannski í misgripum fyrir æti-
sveppi. Unglingar nota sveppi stund-
um sem vímuefni, tína þá, sjóða þá
og drekka seyðið. Þeir verða hífaðir
af þessu og það getur verið varasamt
fyrir suma, getur valdið ofskynjun-
um og jafnvel geðtruflunum. Sveppir
voru enda notaðir við trúarathafnir
erlendis og eru enn notaðir til þess
arna, t.d. í Mexíkó. Hins vegar er al-
veg út í bláinn að berserkir hafi verið
undir áhrifum af berserkjasveppum.
Þetta er hugdetta sem Norðmaður
einn fékk fyrir um hundrað árum.
Áhrifin af berserkjasveppum eru
frekar slævandi en hitt. Berserks-
gangurinn var sálrænt ástand fýrst
og fremst - tryllingur.“
Vatnalífsrannsóknir
Helgi skrifaði bókina Lífið í vatn-
inu, sem út kom 1979. Sú bók byggð-
ist á vatnalífsrannsóknum hans.
„Þessar vatnalífsrannsóknir komu
til vegna Laxárdalsvirkjunardeil-
unnar. Sem forstöðumaður Náttúru-
gripasafnsins á Akureyri fannst mér
ég þurfa að rannsaka og kynna lífríki
Laxár og Mývatns. Ég fór í það sjálf-
ur þar sem aðrir voru ekki tiltækir.
Síðar skoðaði ég önnur vötn og ár á
Norðurlandi. Upp úr því varð til
þessi bók og er hún sú eina sinnar
tegundar á íslensku. Ég var svo
heppinn að fá aðgang að teikningum
úr þýskri bók, fékk þær ókeypis auk
þess sem ég tók nokkuð af myndum
sjálfur. I svona riti þarf að vera mik-
ið af myndum. Vatnalífið er merki-
legur heimur sem maður kynnist að-
allega gegnum smásjá. Það er
gaman að fást við þetta. Mikill fjöldi
af smáverum lifir í vatninu sem
skiptast í marga flokka. Allar eru
þessar lífverur fæða fyrir aðrar
stærri.
Hvað með samstarf við erlenda
fræðimenn?
Ég hef haft talsvert samband við
þá vegna rannsókna minna, einkum
svepparannsókna, aðallejga Norður-
landamenn og Breta. Eg hef lagt
stund á ýmsar náttúrufræðirann-
sóknir - nema fuglaskoðun. Ég hef
stundum í gamni kallað mig síðasta
fjölfræðinginn. Þekktastir slíkra eru
vafalaust Olafur Davíðsson og Bene-
dikt Gröndal."
Lagarfljótsormurínn
Ég hef við orð hvort ekki verði
leiðinlegt að skoða landið þegar búið
er að afla sér svo mikillar vitneskju,
hvort nokkuð komi þá á óvart?
„Þetta er eins og að kynnast fólki,
maður kemst seint til botns í því, og
það að kynnast nýrri fræðigrein er
eins og að kynnast nýrri manneskju,
þá opnast manni nýr heimur," svarar
Helgi spekingslega.
Vegna vatnalífsrannsókna Helga
berst talið að Lagarfljótsorminum.
„Það má alveg útiloka þann mögu-
leika að það lifi svona stórt dýr í Lag-
arfljóti. í erlendum stórvötnum, t.d.
Loch Ness, hafa menn leitað að
svona dýri, gefið því nafn og jafnvel
friðlýst það. Hér eiga að vera þrjú
skrímsli í Lagarfljóti, Ormurinn er
þeirra stærstur og býr í efsta hluta
fljótsins sem kallaður er Lögurinn.
Svo á að vera skata utar í fljótinu og
selur risastór undir fossinum. Hér
var efnt til verðlaunasamkeppni um
bestu Ijósmyndir af Lagarfljótsorm-
inum. Sendar voru inn nokkrar
myndir en engin þeirra þótti óyggj-
andi og verðlaunin því ekki veitt. Eg
sendi raunar inn eina mynd í þessa
keppni.
Það er vitað að það sprettur upp
metangas í Lagarfjóti og það veldur
alls kyns fyrirbærum, t.d. strókum
eins og hvalablæstri og svo getur það
valdið þvf að flikki losna upp úr botn-
lagi fljótsins. Gasið myndast í rotn-
andi gróðurleifum í leirlagi á botnin-
um. En svo er auðvitað alltaf
eitthvað sem ekki er hægt að skýra,
það sem kallað er dulrænt. í þeim
flokki er t.d. nykrar og huldufólk,
ætli Ormurinn lendi ekki í þeim
flokki líka.“
Helgi er einn af þremur útgefend-
um tímaritsins Glettings, og ritstýrir
því af og til.
„Þetta kom til um 1990, við vorum
nokkrir félagar á Egilsstöðum sem
stofnuðum þetta tímarit. Við höfðum
allir áhúga á menningar- og náttúru-
fræðilegu efni, hér er óvenjulega
mikil fjölbreytni í náttúrufari. Glett-
ingur fjallar eingöngu um austfirsk
málefni."
Helgi hefur búið á Egilsstöðum í
fimmtán ár, hvers vegna skyldi hann
hafa farið frá Akureyri?
„Ég hafði aðgang að landi á Drop-
laugarstöðum þar sem ég ólst upp og
hef lengi lagt nokkra stund á skóg-
rækt og það var miklu auðveldara að
fást við slíkt hér. Ég sagði því upp
stöðu minni sem forstöðumaður
Náttúrugripasafnsins á Akureyri og
hef ekki gegnt fastri stöðu síðan. Ég
var orðinn dálítið leiður á embættis-
verkum og hvers kyns skýrslugerð,
sem var eðlilega mikil í sambandi við
það starf, og fannst of mikill tími fara
í slíkt en of lítill tími gefast til rann-
sókna - þetta varð niðurstaðan. Ég
hef tekið að mér ýmis verkefni, oft
hjá Héraðsskógum í sambandi við
skógræktaráætlun. Þá þarf að skoða
landið sem á að fara að rækta skóga
í, skoða landslag og minjar og benda
á það sem er merkilegra en annað og
ætti að undanskilja skógræktinni.
Huga þarf að ömefnum og náttúru-
minjum í þessu sambandi. Þetta er
persónulegt mat, ég reyni að flokka
mikilvægi staðanna eftir náttúru-
vemdargildi. Ég hef að segja má
gerst landfræðingur í seinni tíð. Ég
hef skrifað talsvert um þetta efni, að-
allega til að vekja athygli á náttúru-
mæmm og minjum og um þjóðsögur
sem myndast hafa um hina ýmsu
staði. Ég hef sérstaklega athugað
samspil þjóðtrúar og staðhátta á
landi.“
Þess ber að geta að Helgi hefur
tekið saman efni um bústaði huldu-
fólks og dverga á Héraði. „Þetta
tengist landafræði. í landslaginu em
alls kyns staðir sem þjóðtrúin hefur
gert merkilega. Huldufólk hefur t.d.
alltaf verið tengt landinu. Þess má
geta að álagablettir em í rauninni
fyrsta friðlýsing lands á íslandi. Þá
mátti ekki skerða, að viðlögðum ým-
iskonar refsingum eins og bmna
bæja og fleira í þeim dúr. Sagt er að
huldufólk hafi orðið fyrst til að lýsa
upp hús sín með rafmagni hér á
landi.“
Það fer ekki á milli mála að starf
Helga Hallgrímssonar hefur leitt af
sér mikla þekkingu á ýmsum sviðum
á Austurlandi og væri ástæða til að
gera þessar upplýsingar aðgengileg-
ar almenningi á einhvern hátt, enda
á hann í handritum mikið efni sem
bíður útgáfú. „Ætli verði ekki hjá
mér eins og hjá Gmnnavíkur-Jóni,
hann skrifaði einna mest íslenskra
fræðimanna og ógrynni af handrit-
um hans em varðveitt en nánast
ekkert hefur verið gefið út eftir
hann,“ segir Helgi og brosir.
Virkjunarmál á Austurlandi
Á nýliðnu vori fékk Helgi viður-
kenningu frjálsra félagasamtaka á
sviði umhverfismála og náttúm-
verndar, sem veitt var í annað sinn.
Hefur hann lengi sinnt þeim mála-
flokki?
„Ég dróst inn í þetta um 1970,
þegar ég var með Náttúmgripasafn-
ið á Akureyri, en þá var mikil vakn-
ing í þessum málum í grannlöndun-
um. Ég gekkst fyrir stofnun
Samtaka um náttúravernd á Norð-
urlandi (SUNN) og veitti þeim for-
stöðu til 1980. Þá var Laxárdeilan að
rísa og varð fljótlega eitt helsta við-
fangsefni félagsins, síðan önnur
virkjunarmál norðanlands. Um sama
leyti stofnaði Hjörleifur Guttorms-
son Náttúraverndarsamtök Austur-
lands (NAUST). Við félagarnir höfð-
um náið samráð um þetta. Síðan risu
upp samsvarandi félög í öðram
landshlutum, m.a. á Suðvesturlandi.
Félögin mynduðu svo Samband ís-
lenskra náttúmverndarfélaga (SÍN).
Þessi félög lognuðust út af á níunda
áratugnum, nema NAUST, sem enn
starfar, en nokkur þeirra hafa verið
endurvakin nýlega.
Ég var orðinn þreyttur á virkjun-
ardeilum fyir norðan og vonaðist til
að geta átt rólegri daga á Austur-
landi, en það var vissulega að fara úr
öskunni í eldinn, því að um 1990 upp-
hófust deildur um Fjótsdalsvirkjun,
sem náðu hámarki 1998-99, eins og
öllum er kunnugt.
Þótt ég sé Fljótsdælingur var ég
lítt kunnugur á virkjunarsvæðinu, en
fór nú að ferðast þar um og kynna
mér það. Satt að segja blöskraði mér
sú áætlun sem þarna átti að fram-
kvæma með því að sökkva Eyja-
bökkum undir jökulvatn, eyðileggja
fjölda fossa og girða Snæfell með
skurðum. Ég reyndi því að andæfa
þessu plani eftir íongum.
Nú er í bígerð svonefnd Kára-
hnjúkavirkjun Jökulsár á Dal, sem
er margfalt stærri virkjun, með
risastíflu við Kárahnjúka og lóni á
stærð við Löginn (Hálslóni) í efsta
hluta dalsins. í það er áætlað að
„smala“ vatni af austurhálendinu,
þar á meðal Jökulsá í Fljótsdal og
Keldá, og steypa því öllu ofan í Lag-
arfljót, sem áætlað er að „ræsa“
fram. Enginn veit til hvers þetta
myndi leiða.
Lónstæðið við Háls hefur að vísu
ekki eins mikið verndargildi og
Eyjabakkar, en á móti kemur að
Kárahnjúkavirkjun, með „Fljóts-
dalsveitu“, hefur miklu víðtækari
áhrif á allt náttúrafar Fljótsdals-
héraðs og öræfanna upp af því.
Nú er her manns að vinna að rann-
sóknum vegna umhverfismats, sem á
að ljúka á einu sumri, og ákvörðun
um virkjun á að taka snemma árs
2002, áður en fyrstu niðurstöður af
„rammaáætlun um nýtingu vatnsafls
og jarðvarma“ liggja fyrir. Þetta er
óðagot, sem nær ekki nokkurri átt.
Fyrirhuguð málmbræðsla í Reyð-
arfirði er augljóslega allt of stór og
henni fylgir of mikil hætta á mengun
og félagslegri röskun. Leggja þarf
risaraflínur frá virkjunarstað í
Fljótsdal til Reyðarfjarðar, sem ekki
verða neitt augnayndi.
Ég tel að stefna ætti að mun minni
virkjun í Jökulsá við Kárahnjúka og
minna álveri og láta Fljótsdalsámar
renna sína leið. Þær hafa ómetanlegt
verndargfldi, einkum vegna foss-
anna, og raunar Fljótsdalur allur,
sem er einn fegursti og gróðursæl-
asti dalur landsins."
Síðasti bréfrítarínn?
„Ég hef ekki hugsað mér að fá að-
gang að Interneti, þótt ég á hinn
bóginn hafi fengið mér tölvu,“ segir
Helgi ennfremur. „Ég stend í bréfa-
skriftum við margt fólk, en æ færri
svara mér, því þeir em orðnir svo
vanir að svara í tölvupósti að þeir
nenna ekki að fara með bréf á póst-
hús. Ég ætla þó að halda mínu
striki,“ segir hann og það bregður
fyrir hörðu bliki bak við gleraugun.
Hver er svo afstaða fjölfræðings-
ins til máls allra mála: spumingar-
innar um tilgang lífsins?
„Þetta er erfið spuming,“ svarar
Helgi dræmt. „Ég get bara sagt að
ég trúi því að hann hljóti að vera ein-
hver - það gefur lífinu gildi að trúa
því. Ég hef alltaf verið bjartsýnn, ég
trúi á einhvern æðri mátt. Sem nátt-
úrufræðingur hallast ég að því að
hann hafi komið þessu öllu af stað og
sé innbyggður í náttúmna, er síðan
starfar áfram eins og eilífðarvél,
sjálfri sér nóg á alla kanta. Þetta er
kannski svipuð niðurstaða og Jónas
Hallgrímsson komst að á sínum
tíma: Að Guð væri í náttúmnni og
væri hún sjálf. Þetta hefur stundum
verið kallað algyðistrú."
Helsti veikleiki Helga er að hans
eigin sögn bókmenntimar, en skyldi
hann sjálfur fást við skriftir af því
tagi?
„Ég á þrjú kvæði í bókinni Raddir
að austan, sem kom út í ár. Ég hef
lengi fengist svolítið við að yrkja,“
segir Helgi og verður allur hlédræg-
ari þegar þetta efni ber á góma.
Hann dregst þó á að láta mig hafa
eitt ljóð til að birta að lokum:
Örlagadísin
I litlum, lágum kletti,
ei langt frá bænum heim,
bjó bláklædd huldukona.
Hún vék að vöggu þinni,
sem var á palli inni,
og brosti blítt ogrótt
sem blærinn létt um nótt
andar ástúð sinni.
Þú einverunni undir,
það voru ástarfundir
við steina, grös og blóm.
Við fossins fagra ró
þú styttir þínar stundir.
Og langar, langar nætur,
við leyndardómsins rætur
þú sast, en sást ei neitt.
Helgi Hallgrimsson í Gött- Efnafræði í molum - myndin er tekin á rannsóknarstofu
ingen 1956. meðan Helgi var í námi í Göttingen.
Helgi við sýnatöku um 1970.