Morgunblaðið - 20.08.2000, Síða 8
8 B SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 B 9
Inúítafjölskylda
Vilhjálms Ste/ánssonar
Frank Stefánsson virðir fyrir sér eina af helstu bókum Vilhjálms afa síns,
„Heimskautalöndin unaðslegu", á bókasafninu í Inúvik.
Brot úr kirkjubókum frá Herschel-eyju frá 15. ágúst 1915.
BÆRINN Inúvik í Norð-
vesturhéruðum Kanada er
heimili margra þjóðabrota,
m.a. nokkurra hópa inúíta
og indíána, en alls búa hér
rúmlega þrjú þúsund manns. Akveðið
var að reisa hann árið 1958 og skyldi
hann leysa Aklavik, sem hafði verið
helsti þéttbýliskjarni Mackenzie-
svæðisins allt frá 1912, af hólmi, en
Mackenzie áin flæddi iðulega yfír
bakka sína um götur Aklavik. Inúvik
ber þess greinilega merki að vera
„skipulagður“ bær. Aðalgatan, Mack-
enziestræti, er samhliða ánni sem hún
dregur nafn sitt af, húsin eru keimlík,
reist á stólpum ofan á sífreranum. Um
allan bæinn liðast miklir stokkar (ut-
ilidors) með vatni og skólpi sem minna
helst á hitaveitustokka Reykjavíkur-
svæðisins. Allt fram á áttunda áratug-
inn skiptist bærinn í þijá vel afmark-
aða hluta, þar sem inúítar, indíánar
(einkum Gwich’in) og hvítir bjuggu
hverjir í sínum bæjarhluta. Með tíð og
tíma hafa þessir hópar blandast sam-
an og bærinn státar af friðsamlegri
sambúð kynþátta þótt framan af hafi
misskipting gæða og forréttindi hinna
hvítu einkennt samfélagið. Afkom-
endur Vilhjálms Stefánssonar mann-
fræðings og iandkönnuðar, sex bama-
börn hans og börn þeirra, hafa sett
svip á bæjarlífið.
Margt hefur verið ritað um ævi og
störf Vilhjálms. Hingað til hefur hins
vegar lítið sem ekkert verið hirt um að
segja sögu afkomenda hans og inúíta-
konunnar Fannýjar Pannigablúk. Þó
eru áratugir síðan fyrst var getið um
,;inúítafjölskyldu“ Vilhjálms á prenti.
I júlí síðastliðnum hélt ég ásamt
Hákoni Má Oddssyni kvikmynda-
gerðarmanni til norðvestursvæða
Kanada til að kynnast þessu fólki og
safna efni í heimildakvikmynd um líf
þeirra og vitneskju þeirra um sam-
skipti Vilhjálms við Pannigablúk og
hennar fólk. Ferðinni var heitið til
bæjarins Inúvik þar sem flest bama-
barna Vilhjálms búa. Einnig var
staldrað við á strönd Norður-Ishafs-
ins skammt frá Herschel-eyju þar
sem Vilþjámur bjó um skeið ásamt
konu og bami, og í Aklavik á vatna-
svæði Mackenzie árinnar, þar sem
sonur og tengdadóttir Vilhjálms
þjuggu lengst af ásamt Pannigablúk.
A leiðinni til Inúvik var auk þess
staldrað við í Yellowknife þar sem
geymd em margs konar skjöl er varða
líf og starf Vilhjálms.
Ein af helstu bókum Vilhjálms Stef;
ánssonar er „The Friendly Arctic“. í
bók þessari leiddi Vilhjálmur rök að
því að heimskautasvæðin væm nota-
legasti staður; ef menn bara ýttu til
hliðar þeim hefðum og nauðsynjum
sem þeir hefðu alist upp við, löguðu
sig að sveiflum náttúmnnar og semdu
sig að siðum inúíta, gætu þeir lifað
góðu lífi á norðurhjara. Þetta vom orð
í tíma töluð og þau skipuðu Vilhjálmi í
hóp fremstu heimskautafara íýrr og
síðar. Þótt lítið væri í bókinni að finna
um tilfinningar, ástir og munúð og
Vilhjálmur væri þögull sem gröfin um
einkalíf sitt, hér sem annars staðar í
verkum sínum (sjá grein mína í Morg-
unblaðinu 10. maí 1998), var bókin lát-
in heita „Heimskautalöndin unaðs-
legu“ í íslenskri þýðingu. Það er eins
og þýðandann hafi gmnað að mikil-
vægan þátt vantaði í ferðasögu Vil-
hjálms, hún væri aðeins sögð að hluta.
Nú er völ á margs konar vitneskju
sem gefur mun fyllri mynd af einkalífi
Vilhjálms í leiðöngmm hans.
Sambúð Vilhjálms
og Pannigablúk
Barnabörn Vilhjálms hafa frá
mörgu að segja um líf Vilhjálms, eig-
inkonu hans og sonar og sitthvað
leynist í skjalasafni Norðvesturhér-
aða Kanada í Yellowknife og í bóka-
safni Dartmouth háskóla í Hanover í
New Hampshire þar sem safn það er
Vilhjálmur lét eftir sig er geymt. Síð-
ast en ekki síst reit Vilhjálmur dag-
bækur í ferðum sínum, en úrval úr
þeim verður gefið út næsta vor undir
heitinu „Writing on Ice“. Raunar er
alls ékki úr vegi að ætla að Vilhjálmur
hafi átt unaðslegar stundir á norður-
hjara. Þar bjó hann um skeið með
Fanný Pannigablúk og syni þeirra Al-
ex, eina baminu sem vitað er að hann
átti. Nú er í undirbúningi heimildar-
kvikmynd um samskipti Vilhjálms og
inúíta og afkomendur hans, byggð á
þessari vitneskju. Myndin er fram-
leidd af Fossafélaginu Títan í sam-
vinnu við Islensku kvikmyndasam-
steypuna og verður hún sýnd í
Sjónvarpinu.
Hvítir menn sem ferðuðust um
norðurslóðir snemma á síðustu öld
eignuðust oft böm með inúítakonum í
kjölfar stuttra kynna. Samband Vil-
hjálms og Pannigablúk var þó miklu
meira en stutt kynni. í hugum inúíta
vora þau Vilhjálmur og Pannigablúk
hjón. Skilgreining inúíta á hjónabandi
var vissulega afar rúm á þessum
árum, en hér var ekki aðeins um
frjálslegan skilning inúíta að ræða;
hjúskaparstaða Vilhjálms og Pann-
igablúk og faðemi Vilhjálms vora
innsigluð í kirkjubókum Anglican
safnaðarins á Herschel-eyju, sem nú
era geymdar í Inúvik. Þar segir að
þann 15. ágúst 1915 hafi klerkurinn
C.E. Whittaker skírt „Fanný Pann-
igablúk, 45 ára gamla eiginkonu Vil-
hjálms“ og „fimm ára son þeirra (Al-
ex) Alik Alahúk til kristinnar trúar“.
Alahúk-nafnið er raunar frá fyrri eig-
inmanni Pannigablúk, en hún missti
mann sinn skömmu áður en hún
kynntist Vilhjálmi.
Þar sem Firth áin rennur í Norður-
íshafið skammt vestan við Herschel-
eyju reisti Pannigablúk sér skála þeg-
ar Alex var kornungur og hér bjuggu
þau Vilhjálmur og Pannigablúk um
skeið. Staðarvalið var alls ekki tilvilj-
un. Hér var fyrsti viðkomustaður in-
úvíúlita frá Alaska á leið þeirra austur
á bóginn í byrjun síðustu aldar, en
þeim hópi tilheyrði Pannigablúk.
Frumbyggjar stunduðu hefðbundnar
veiðar á land- og sjávardýram á þess-
um slóðum og rétt hjá er Herschel-
eyja, sem var mikilvægur áningar-
staður fyrir Vilhjálm og aðra ferða-
langa um norðurslóðir. Evrópskir
hvalfangarar veiddu hér hval í stóram
stíl á nálægum miðum og hér var
nokkur byggð, m.a. mikilvæg lög-
reglustöð eða allt til ársins 1964. Nú
er hér fáfarinn þjóðgarður Yukon-
svæðisins. Að sögn barnabamanna
nefndi Pannigablúk skála sinn „Nún-
alúk“, sem merkir „gömul jörð“ á máli
inúíta, en nú til dags er hann betur
þekktur sem „Skáli Stefánssonar".
ggpgpp
Systurnar Rosie Albert, Shirley Esau og Georgina Tochor spila sjónvarpsbingó á heimili Rosie.
Ljósmyndir/Gísli Pálsson
Rosie Albert Stefánsson syngur inúítavísur.
Frank Stefánsson við skálann sem Pannigablúk amma hans nefndi „Núnalúk" en er núna betur þekktur sem „Skáli Stefánssonar'
ÍMl
Hfei ...
i/ Æ
Nunaluk-tangi, skammt vestan Herschel-eyju við strönd N-íshafsins, þar sem Vilhjálmur og Pannigablúk bjuggu.
,Angló-Ameríski“ leiðangurinn, 1906-07
.Stefánsson-Anderson" leiðangurinn, 1908-12
\ Báthurst-
höfði
! BEA UFORTSHAF \ /
Amundsenf'ó1 >
\ \ 5ssk\
MARS
J912 *
larrisoríi
. flói I
MAl-1912 I
Richardseyt
ickenzie-m/
irvatn
svæði
KANADA
lírbanki
BANDARIKIN
+
Sagan hermir að í Núnalúk hafi
leiðir þeirra Vilhjálms og Panniga-
blúk skilið í lok annars leiðangurs Vil-
hjálms um 1912, þegar Alex var
tveggja ára eða svo. Barnabörnin
telja að þegar Vilhjálmui- hvarf á
brott í lok leiðangursins hafi hann
heitið því að koma aftur, en ekkert
hafi til hans spurst fyrr en þriðji leið-
angurinn var hafinn. Þá hafi Panniga-
blúk komið til móts við leiðangurs-
menn, þrifið um hálstau Vilhjálms og
lesið yfir honum skammimar að við-
stöddum samferðamönnum og syni
hans fimm ára gömlum. Það fylgdi
sögunni að lögreglan hafi ætlað að
skakka leikinn, en Vilhjálmur hafi
sagt að þetta væri sitt mál. Þau Pann-
igablúk og Vilhjálmur hafi þá tekið
upp þráðinn aftur. Pannigablúk talaði
ekki ensku og Alex gekk aldrei í skóla.
Engu að síður varð hann fljótlega tví-
tyngdur, jafnvígur á ensku, sem faðir
hans kenndi honum, og mál inúítanna,
inúvíaluktun, sem hann hafði frá móð-
ur sinni. Vilhjálmur vh'ðist hafa kennt
syni sínum að lesa og skrifa, sem kom
sér vel í viðskiptum við hvíta fólkið,
m.a. skinnakaupmenn og hvalfangara.
Börn Alex herma að Vilhjálmur hafi
ætlað að taka son sinn með sér af vett-
vangi að loknum þriðja leiðangrinum
(1914-1918). Hann hafi jafnvel búið
son sinn undir ferðalag, íyrst til Van-
couver og síðan til austurstrandar
Bandaríkjanna þar sem Alex myndi
alast upp í heimi hinna hvítu, þau
Pannigablúk hafi deilt harkalega um
þetta en hún hafi haft sitt fram. Pann-
igablúk hafi ekki ljáð máls á því að
láta af hendi eina son sinn, fjöratíu og
fimm ára gömul og með tvö hjóna-
bönd að baki. Alex hafi verið eina
trygging hennar fyrir lífsviðurværi.
Alex saga Stefánssonar
Alex ólst upp hjá móður sinni og
bræðram hennar. Móðir hans samdi
við vinafólk sitt um konuefni handa
honum, eins og títt var langt fram á
síðustu öld, og hann gekk að eiga in-
úítakonuna Mabel Okpik. Þau hjónin
áttu erfitt með að sætta sig við ráða-
haginn til að byrja með, en sagt er að
síðar hafi ástir tekist með þeim. Börn
þeirra vora sex, en auk þess tóku þau
um tíma að sér tíu munaðarlaus börn.
Lengst af hafði Alex framfæri af veið-
um að hætti inúíta. Hann þótti líkur
föður sínum í útliti og oft átti hann
erfitt uppdráttar sem „blendingur"
(half-breed). I æsku var hann skráður
„hvítur", en síðar á ævinni þegar
heilsu hans tók að hraka og hann
þurfti á þeirri opinberu aðstoð að
halda sem frambyggjum stóð sérstak-
lega til boða lét hann skrá sig sem in-
úíta.
Á vetuma bjuggu þau Alex, Mabel"
og Pannigablúk í búðum sínum á
Mackenzie-svæðinu, en á sumrin
flúðu þau eins og flestir aðrir hitann
og moskítóvarginn á vatnasvæðinu og
héldu til strandar. Síðustu æviár
Pannigablúk bjó fjölskyldan í bænum
Aklavik og þar var Pannigablúk jarð-
sett, en hún lést úr berklum árið 1941.
Börn Alex og Mabel gengu í heima-
vistarskóla í Aklavik. Þrjú þeirra vora
lengi berklaveik og lágu um tíma á
sjúkrahúsi. Þegar Alex lést flutti
Mabel til frændfólks síns í bænum
Töktoyaktúk við ströndina þar sem^
hún hafði framfæri af saumaskap.
Börnin fluttu hvert í sína áttina. Nú
eru fimm þeirra búsett í Inúvik, þau
Rosie (f. 1933), Alexander (f. 1939),
Frank (f. 1941), Willie (f. 1943) og
Georgina (f. 1947). Sjötta barnið,
Shirley (f. 1936), býr nú í Sachs Harb-
or á Banks-eyju. ÖIl era systkinin tví-
tyngd, en hér um slóðir á mál inúíta
undir högg að sækja. Börn Alex og