Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 14
J4 B SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 DÆGURTONLIST MORGUNBLAÐIÐ J Blake birtist MAGNÚS Jónsson hefur verið áber- andi á íslensku listasviði undanfarin ár sem leikari og tónlistarmaður. I tón- listinni var hann á sínum tíma liðs- maður ýmissa sveita, þar á meðal Silf- urtóna, og síðar Gusgus. Fyrir um ári hætti hann í Gusgus og um líkt leyti eignaðist hann aukasjálfið Blake sem gefur út sína fyrstu smáskífu í Bret- landi á næstu dögum. Magnús segir að Blake hafi orðið til um það leyti sem hann hætti í Gus gus, en það átti sé aftur lengri aðdrag- anda. „Eg var búinn að tilkynna félög- um mínum í sveitinni að ég hygðist hætta, en beið með það í þijá mánuði til að Ijúka við aiiar skuldbindingar okkar,“ segir Magnús og bætir við að hann langað að gera hluti á eigin spýt- ur, að prófa ýmislegt sem ekki passaði inna Gusgus. „Ég átti mjög góðan og lærdómsríkan tíma í Gusgus en leit alltaf á það sem aímarkað verkefhi frekar en ég væri í hljómsveit til lang- frama. Starf í hljómsveit er líka alltaf málamiðlun og mig langaði að gera eitthvað fyrir sjálfan mig, gera plötu sem þjónaði mér en ekki hljómsveit." Eins og fram kemur er smáskífa væntanleg með Magnúsi undir nafn- inu Blake á næstu dögum í Bretlandi, en breska fyrirtækið Sunday Best gefur hana út. Aðallagið á skífunni verður Asfarasfarcanbe og ekki löngu síðar kemur út önnur skífa með lag- inu Saturday Night. Að sögn Magn- úsar er fyrra lagið um þriggja mán- aða gamalt, en hitt heldur eldra. „Ég hef verið að vinna úr safni laga frá síð- ustu árum, 26 lögum í allt, og sé sjálf- ur um upptökustjóm að mestu. Minn nánasti samstarfsmaður í verkefninu er Ámi Kristjánsson gítarleikari, sem ég hef unnið með meira og minna í hálfan annan áratug. Herb Legowitz úr Gusgus á líka þátt í plötunni og líka félagi minn bandarískur sem heitir Kobe James. Annars leika á henni auk Áma og Kobe Þórir Baldursson á Rhodes og Hamond, Ragnar Aðal- steinsson og Jóhann Ásmundsson á bassa, Davíð Magnússon á gítar, og Jón Ólafsson á hijómborð. Sjálfur sé ég um forritun, takta og þess háttar og syng,“ segir Magnús en sum lag- anna eru reyndar án söngs. Lögin em úr ýmsum áttum stíllega og að sögn Magnúsar eru textamir ekki síður fjölbreyttir, margir súrreal- ískir en aðrir einfaldlega um ástina og r lífið; „það skipti miklu máli að taka sjálfan sig ekki of alvarlega í textum", segir Magnús og kfrnir. Magnús segir að tónlistin á piötunni sé af ýmsu kyni, allt frá rokki í fönk, í hús, í smáambient, í smátechno, í djass og svo megi telja. „Eitt af því sem veran í Gusgus gerði mér gott var að ég kynntist tölvum í tónlistarvinnu og hvað þær veita manni mikið frelsi, gerðu mér kleift að gera nánast allt sjálfur og þar á meðal að blanda sam- an töktum og trommuheilum, hþ'óð- gervlum og lifandi hljóðfæraleik." Magnús segist ekkert vera farinn ’ að spá í það hvemig tónlistin verði fiutt á sviði, hann sé rétt að ijúka við hijóðblöndun á stófunni og ekki tíma- bært að spá í tónleikahald. „Ég er þó með ákveðna hugmynd um stóra hljómsveit án þess þó að gera mér grein fyrir því hverjir yrðu í þeirri hljómsveit, vonandi þó Ámi og Kobe að minnsta kosti.“ JLk BANDARÍSKA rokksveitin Giant Sand á sér lengri aldur en flesta grunar, en finuntán ár eru frá því fyrsta breiðskífa hennar kom út. Fyrir stuttu kom út tólfta platan, en allar þykja þær framúr- skarandi. Howe Gelb stofnaði nýbylgju- sveit sem hann kallaði The Giant Sandworms með félögum sfnum Dave Seeger og Rainer Ptacek í Tuseon í Arizona fyrir tuttugu ár- um. Lítill hljómgrunnur var fyrir tónlist þeirra félaga í heimaborg- inni og því færðu þeir sig um set og settust að í New York. Eftir árs hark þar í borg rak Gelb félaga sína hélt aftur heim til Tuscon. Hann var þó fráleitt hættur í tón- list og á næstu árum samdi hann lög af kappi og tók einnig upp sveitasöngva undir heitinu The Band of... Blacky Ranchette. Eftir nokkurt hlé stofnaði hann hljómsveit um lagasafnið og kall- aði Giant Sand en fyrsta hljóm- plata hennar kom út 1985. Tónlist- in var kraftmikið rokk, allfrábrugðið því sem hann tók upp samhliða sem trúbadúrinn Blacky Ranchette, en hann héltþví auka- sjálfi næstu árin; tók upp síðustu lögin sem Blacky Ranchette 1990. Smám saman dró úr hamagang- inum í tónlist Giant Sand samhliða því sem Gelb færði sig upp á skaft- ið í tilraunamennsku og tók að hræra saman ólíklegustu hug- myndum í lögurn og útsetningum. Grunnurinn í tónlistinni var alltaf sveitaskotið bandarískt rokk, en á köflum svo fjölsnært að erfítt var fyrir leikmenn að lesa í það. Fjölniargir komu við sögu Giant Sand á næstu árum, allt frá ung- börnum í fjörgamalt fólk, en fastir meðlimir voru nokkrir, þar á með- al Rainer Ptacek sem var einmitt í Giant Sandworm á sínum tíma. Þegar Ptacek fékk krabbamein í heila fór Giant Sand útaf sporinu um tíma og Gelb eyddi miklum tíma í að setja saman skifu til að safna fé til læknisaðgerða, meðal annars með Robert Plant sem var aðdáandi Ptaceks. Ptacek lést 1997 og um tíma virtist sem Giant Sand væri búin að syngja sitt síðasta. Meðal annars stofnuðu tveir liðs- menn sveitarinnar, John Convert- ino og Joey Burns, sína eigin sveit, Calexico, sem sent hefúr frá sér þijár fyrirtaks skífur. Gelb náði sér upp úr þunglynd- inu um síðir, kallaði á þá Calexico- félaga og tók upp tólftu breiðskíf- una undir nafninu Giant Sand. Sú kom út fyrir stuttu og kallast Chore of Enchantment, en þess má geta að lokahljómar hennar eru grípandi stef sem Ptacek leikur á slide-gítar. Sjálfúr lýsir Gelb skíf- unni svo: „Hljómurinn er blanda af kraumandi heitum smjörkenndum Memphis-raka með skörpum brak- andi kyrrlátum Tuscon-þorsta; til- raun til að bjóða upp á ófyrirsjáan- lega fyrirsjáanlega hluti í stað hefðbundinna fyrirsjaánlegra ófyrirsjáanlegra hluta.“ Sykrað popp ogóþægileg framúrstefna FYRIR fimm árum kom út plata með frönskum listamanni, Lud- ovic Navarre, sem kallaði sig Sa- int Germain. Plata hét Boulevard og er í dag jafnan talin með helstu dansskífum áratugarins. Fyrir skemmstu kom svo út önnur plata Saint Germain og kallast Tourist. A Boulevard var að finna franska house-tónlist, fægða og slípaða, sem náði að heilla alla þá sem á hlýddu. Saint Germain ruddi brautina fyr- ir aðra franska danstónlistarsmiði og í kjölfarið fylgdi plötuflóð þar sem meðal annars var mik- ið um house- tónlist. Höf- uðpaurinn var þó þegar tekinn eftirÁrna að stefna í aðra Mcrtthíasson átt. Navarre segist ekki hafa haft mikinn áhuga á tónlist á sínum yngri árum, hann vildi helst stunda íþróttir. Slys varð aftur á móti til þess að binda enda á frama hans á íþróttasviðinu og á meðan hann var að ná sér sneri hann sér að tölvufikti sem leiddi hann í átt að tölvutónlist. Hann leggur áherslu á að hann sé ekki tónlistarmaður, hann kunni best við sig með músina í hendinni, og smám saman fór hann að semja eigin tónlist. Aðalkeppikeflið var að vera öðruvísi, en fyrstu lögin komu út undir heitinu Sub Syst- em. Fleiri aukasjálf fylgdu í kjölfarið, Deep Side, Soofle, Modus Vivendi, LN’s, Nuages og D.S. Framan af var tónlistin techno-kyns en smám saman hægði hann á taktinum til að gefa laglínum meira rými og skilaði það sér í rólyndislegri stemmn- ingu eins og heyra má á Boule- vard. Á næstu árum eftir að Boule- vard kom út hafði Navarre í ýmsu að snúast í endurvinnslu fyrir hina og þessa, en hann var líka tekinn að leggja drög að næstu skífu. Hann segir svo frá að hann hafi viljað ganga lengra í þá átt að blanda saman lifandi hljóðfæra- leik og tölvum, leiknum hlutum og tölvuunnum. Það má og heyra á Tourist að Saint Germain er að feta nýja braut, því tónlistin er mun jasskotnari en forðum, lif- andi hljóðfæraleikur í fyrirrúmi og í bland við það tölvutaktar og tónalykkjur. Það er við hæfi að svo djassskotin skífa sé gefin út af Blue Note, sem er ein helsta djassútgáfa sögunnar, enda hrærir Navarre sam- an á stófunni house og djass, sýrudjass og nýdjass með góðum árangri. Hann fær ýmsa gesti til að spila með sér og þar á meðal jamaíkanska gítarleikar- ann snjalla Ernest Ranglin. Það er mál gagnrýnenda sem um hafa fjallað að þó ekki sé að finna á stófunni eins grípandi lög og á þeirri fyrri sé Saint Germain enn að breyta gangi danstónlistarinn- ar. ÞAÐ ER alltaf jafn gaman að upp- götva eitthvað nýtt í tónlist, ein- hvern listamann sem er að gera eitthvað alveg nýtt eða eitthvað gamalt á nýjan hátt. Bandaríski tónlistarmaðurinn Beck hefur fyrir sið að hræra óteljandi tónlistar- stefnum saman og bera á borð og álíka hefst að Bretinn Damon Gough, sem kallar sig Badly Drawn Boy þegar hann sendir frá sér tónlist. Damon Gough segir svo frá að þó hann hafi haft áhuga á tónlist, var mikill þungarokkvinur og hlustaði á Saxon, Magnum og Spyder, hafi hann ekki ætlað sér að vera tónlistarmaður framan af. Hann stundaði fótbolta og ætlaði að verða atvinnumaður. Hann komst aftur á móti upp á kant við ungmennastjóra Manchester Un- ited og ekki var bara að hann hætti í fótboltanum, heldur segir sagan að hann hati fátt af meiri ákafa en liðið sigursæla fyrir vik- ið. Helsti áhrifavaldur Goughs er Bruce Springsteen, enda hefur hann legið yfir tónlist hans frá því hann var fjórtán ára. Vendipunkt- urinn var þegar hann fór á tónleika með Springsteen í Newcastle og lagðist í stífa plötusöfnun í kjölfar- ið. Hann hafði gutlað við að semja lög í nýrómantískum stíl á Casio VL hljómborð en fannst nú tími til að fá sér gítar og kenndi sjálfum sér að spila. Næst á dagskrá var að komast yfir upptökutæki, og vitan- lega sams konar tæki og Spring- steen notaði á sinni bestu plötu, Nebraska. Badly Drawn Boy, sem heftu- nafn sitt af teiknimyndafígúru í merkisblaðinu Viz, varð til fyrir þremur árum þegar Gough kom fyrst fram opinberlega og verður að teljast viðeigandi að hann hitaði þar upp fyrir Bill Callaghan / Smog. Næst heyrðist í kappa þegar hann átti lag á smáskífu með The Fall og tók síðan þátt í UNKLE-verkefn- inu með James Lavelle Mo’ Wax- bónda og DJ Shadow. í kjölfarið hófst mikill eltingarleikur útgáfu- fyrirtækja sem lauk með því að XL hreppti hnossið og fyrir skemmstu kom svo út fyrsta breiðskífan, The Hour Of Bewilderbeast, sú sem all- ur styrinn stendur um. Undanfarið hefur mikið verið látið með Damon Gough / Badly Drawn Boy og meðal annars hefur honum verið líkt við Beek Hansen sjálfan. Látum vera þó sá saman- burður sé út í hött eins og slíkur samanburður jafnan, en óneitan- lega fer Gough mjög víða í tónlist sinni, allt frá sykruðu poppi í óþægilega framúrstefnu og allt þar á milli á einni og sömu plötunni. Lunginn af lögunum er þó það sem menn myndu kalla popplög og vel grípandi, en hugmyndaauðgin er svo mikil að þeir sem yfirleitt forð- ast popp sem mest þeir mega hafa fallið fyrir pilti og hlaða hann lofi í tónlistartímaritum og nægir að nefna að plötudómari Q segir hana vera dæmi um allt það besta sem finna megi í bresku poppi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.