Morgunblaðið - 25.08.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 25.08.2000, Qupperneq 6
6 C FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍOBLAÐIÐ The Godfather 2. eftirminnilega heild. En ef Apocal- ypse Now er afrek var sjálf gerð hennar það ekki síður: Fárviðri rústaði leikmyndum á tökustöðum á Filippseyjum, leikmunir eins og herþyrlur voru ítrekað teknir af Coppola til að skjóta á kommúníska hermdarverkahópa á eyjunum, einn leikarinn, Martin Sheen, fékk alvar- legt hjartaáfall, annar, Harvey Keitel, var rekinn, sá þriðji, Marlon Brando, var svo afmyndaður af fítu að leikstjórinn varð að skjóta í kringum hlassið, fjárhagsáætlunin •t rauk úr 12 milljónum dollara upp í 30 milljónir og myndin fór svo langt fram úr tímaáætlun að í Hollywood var farið að kalla hana Apocalypse Later. Coppola var sjálfur illa far- inn af álagi en gafst aldrei upp og lauk myndinni við illan leik. Apocal- ypse Now fékk almennt góða dóma en aðeins þokkalega aðsókn sem hvergi dugði til að ná inn fyrir kostnaðinum. Coppola tókst naum- lega að bjarga Zoetrope af barmi gjaldþrots. Niður, upp, niður í raun má halda því fram með rökum að kvikmyndahöfundurinn Francis Ford Coppola hafi aldrei náð sér aftur á strik eftir þetta áfall. Annar skellur fylgdi á eftir, mynd- versmúsíkalið One From the Heart (1982), sem varla nokkur maður kann að meta. Hann reyndi að bjarga fjárhagnum án þess að fóma metnaðinum með því að fiska á þétt- setnum miðum unglingamynda á fyrri hluta 9. áratugarins með vönd- uðum en hálfvandræðalegum út- færslum á æskusögum S.E. Hint- ons, The Outsiders og Rumble Fish (1983) og kynntist því að unglingar höfðu ekki áhuga á „listrænum “ unglingamyndum; það höfðu full- orðnir ekki heldur. Fortíðarhyggjan fann betri hljómgrunn í gamans- amri fantasíu, Peggy Sue Got Marr- ied (1986), en í millitíðinni kom enn einn fokdýr skellurinn, The Cotton Club (1984), sem þó hefur sitthvað til síns ágætis og sama má segja um Gardens Of Stone (1986). Coppola gerði tilraun til að endurheimta fyrri orðstír með þriðja hluta Guð- föðursins (1990). Það var góð tilraun en ekki meir. Hann gerði gamal- dags ævisögumynd, Tucker: The Man and His Dream (1988), gamal- dags, útblásna, tæknilega fullkomna en einkennilega gelda útgáfu af Dracula (1992), sökk djúpt í formúl- umar með hinni væmnu og vitlausu Jack (1996) og rétt slapp þolanlega frá The Rainmaker (1997) eftir sögu Johns Grisham. Þetta eru því miður heldur dap- urleg örlög eins helsta kvikmynda- höfundar Bandaríkjanna, manns sem sannanlega hefur gert nokkrar af bestu myndum sögunnar. Hann er ekki lengur fremstur meðal sinna gömlu jafningja. Þar stendur nú Martin Scorsese. Francis Ford Coppola virðist sem leikstjóri ofur- seldur þörf fyrir að þéna peninga, hvað sem það kostar. Sú var ekki tíðin. En ugglaust hefur hann sínar gildu ástæður. Hann hefur á hinn bóginn verið mikilvirkur og örlátur framleiðandi, veitt fjölda manna tækifæri til að gera bíómyndir og gerði m.a. Wim Wenders og Akira Kurosawa kleift að koma myndum sínum á bandarískan bíómarkað. Hann er jafnframt vínbóndi góður og gefur út bókmenntatímarit. Að mörgu leyti minnir Francis Coppola á annan jöfur bandarískrar kvikmyndagerðar, Orson Welles. Sameiginlega eiga þeir óbilandi dirfsku og þrjósku, metnaðarmikla hugsun og stórsniðna framkvæmd hennar, báðir lífsnautnamenn og fjárhagsbaslarar, óhræddir við að bjóða ráðamönnum í Hollywood birginn, mistækir og óheppnir, en óviðjafnanlegir snillingar þegai' best lætur. Coppola er orðinn rúmlega sex- tugur. Hann er ekki hættur að gera sjálfur myndir eins og Welles. Hann er heldur ekki dauður eins og Well- es. Þótt hann geri ekki fleiri snilld- arverk lifa þau sem að ofan eru nefnd um ókomna framtíð, rétt eins og bestu verk Welles. En hver veit? Lengi er von á einum. Frumsýning Laugarásbíó, Bíóborgin, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna gamanvestrann Shanghai Noon með Jackie Chan og Owen Wilson. Chan í villta ÞEGAR prinsessunni Pei Pei (Lucy Liu) er rænt frá Kína og hún flutt í böndum til Bandaríkjanna sendir keisarinn þrjá af sínum mestu og bestu stríðsmönnum til þess að greiða fyrir hana lausnargjaldið. Chon Wang (Jackie Chan) er ekki einn af hinum útvöldu en honum tekst að flækjast með hópnum með því að bera farangurinn fyrir frænda sinn, túlkinn í ferðinni. Ræningjarnir halda til í villta vestrinu, myndin gerist á átjándu öldinni, og þangað heldur hópurinn með lausnarféð en er rændur á leið- inni. Sjálfsvarnarlistir Chon koma þó í veg fyrir að illa fari en hann er skilinn einn eftir í Nevada- eyðimörkinni. Hann rekst á Roy (Owen Wilson), útlaga sem hann treystir illa en verður félagi hans, og kvænist óvænt indíánakonu (Drandon MerriII) þegar hann drýgir hetjudáðir og bjargar lífi indíánadrengs. Framundan er síðan prinsessan sem bíður björgunar. Þannig er söguþráðurinn í gamanvestranum Shanghai Noon, nýjustu mynd hasarmyndahetj- unnar Jackie Chans. Með helstu hlutverk auk hans fara Owen Wil- son, Lucy Liu og Brandon MerriII en leikstjóri myndarinnar er Tom Dey og er þetta hans fyrsta mynd en hann hefur áður unnið við gerð auglýsinga. Hugmyndin að Shanghai Noon varð til þegar tökur stóðu yfir á annarri mynd Jackie Chan, Rush Hour. Framleiðendurir, Roger Birnbaum og Jonathan Glickman, ræddu þá við Chan um þær hug- vestrinu myndir sem þeir höfðu um áfram- haldandi samstarf. „Jackie byrjaði að segja okkur þessa sögu sem á endanum fékk nafnið Shanghai Noon og við vissum strax að var frá- bært efni í kvikmynd," er haft eftir Birnbaum. Ráðnir voru handrits- höfundar til þess að víkka út söguna og handritið þróaðist ogvarð fullgert á mettíma. „Ég held ég hafi aldrei vit- að til þess að svo stuttur tími liði frá því að hugmynd kynnt og þar til fullbúið handrit Stökkkraftur í Chan; Jáckie Chan leikur Kínverja í villta vestrinu í Shanghai Noon. Shanghai Noon Leikarar: ________ Jackie Chan, Owen Wilson, Lucy Liu og Brandon Merrill. Lelkstjórl:_____________________ Tom Dey (fyrsta mynd). Kínverji stekkur inn í villta vestrið: Chan í Shanghai Noon. jfÖJ* var tilbúið," segir framleiðandinn. Jackie vissi svosem ekki mikið um villta vestrið þegar hann setti fram hugmynd sína en „það hefur alltaf verið draumur minn að vera kúreki og lifa lífi kúrekans,“ er haft eftir honum. „Ég hef einstakt dá- læti á kúrekum. Þegar ég var ungur drengur í Hong Kong klæddi ég mig í kúrekaföt og lét taka af mér myndir.“ Owen Wilson sem leikur á móti Chan er útlaginn í myndinni. „Hann hefur mjög rómantískar hugmyndir um hvað það er að vera útlagi," seg- ir Wilson um persónu sína. „Síðan kemur í Ijós að hann er ekkert sér- staklega flinkur útlagi. Aðalmálið í hans huga er að hanga inni á hóru- húsum og láta mannalega og mér fannst hann vera fyndinn karakter að því leytinu.“ Frumsýning Bíóhöllin, Kringlubíó, Stjörnubíó, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna bandarísku kvikmyndina Coyote Uglymeð Maria Bello. HIN 21 árs gamla Violet Sanford (Piper Perabo) hefur góða rödd og er komin til New York að láta þann draum sinn rætast að gerast laga- höfundur en þegar hún byrjar að vinna á barnum Coyote Ugly fara hlutirnir öðruvísi en hún ætlaði. Coyote Ugly er vinsælasti barinn í borginni þar sem starfar hópur kynþokkafullra og uppátektasamra ungra kvenna. Lil (Maria Bello) er hinn harðsnúni eigandi staðarins og yfirmaður stúlknanna. Þær eru Cammie (Izabella Miko), Rachel (Bridget Moynahan) og Zoe (Tyra Banks). Þær eru kallaðar „coyotes“ eða Sléttuúlfarnir og vekja mikla at- hygli og aðdáun þeirra sem sækja staðinn. Myndin Coyote Ugly, sem frumsýnd er í fimm kvikmynda- húsum, fjallar um stúlkurnar á sam- nefndum bar og er henni leikstýrt af David McNally en handritið gerir Gina Wendkos. Framleiðandi er Jerry Bruckheimer, kunnur fyrir hasarmyndir sínar, en ungar og efnilegar leikkonur fara með aðal- hlutverkin eins og Piper Perabo, Maria Bello og Tyra Banks. „Þetta er saga um drauma," er Coyote Ugly Leikarar: Piper Perabo, Maria Bello og Tyra Banks. Leikstjóri: David McNally (fyrsta mynd). haft eftir framleiðandanum Bruck- heimer sem á að baki myndir eins og Top Gun, Con Air og nú síðast Gone in 60 Seconds. „Þetta er saga um að láta drauma sína rætast og þær hindranir sem verða á vegi þín- um.“ Leikstjórinn McNalIy er sama sinnis. „Þetta er tilfinningaþrungin saga og jafnvel þótt um gaman- mynd sé að ræða er rauði þráðurinn í sögunni mjög raunveruleg ástar- saga. Ég lít svo á að ef þú hlærð á gamanmynd þá ertu annaðhvort að sjá eitthvað í sjálfum þér sem er kómískt eða að læra eitthvað um sjálfan þig. Ef rétt er að farið á áhorfandinn að dragast inn í sög- una og gleyma öllu öðru.“ Bruckheimer hefur áður valið sér leikstjóra úr auglýsingageiran- um sem ekki hafa reynslu af gerð leikinna bíómynda og leyft þeim að spreyta sig. Mc- Nally var ákaflega spenntur yfir því að fá tækifæri til þess að gera sína fyrstu bíómynd og ekki var verra að gera hana fyrir súperframleiðand- ann Bruckheimer. „Jerry hefur svo mikla reynslu að baki og þekkir kvikmyndagerðina út og inn og Piper Perabo í hlutverki Violet; sleppir loks fram afsér beislinu á Coyote Ugly-barnum en Lil (Maria Bello) tekur undir með bargestum. hann veitti mér mikinn stuðning," segir hann. Myndin er lauslega byggð á grein í tímaritinu GQ eftir Elizabeth Gil- bert um barinn Coyote Ugly á Man- hattan þar sem einungis starfa kon- ur. „Coyote Ugly er frábært sögusvið fyrir dramatíska mynd,“ segir Bruckheimer. „Barinn sjálfur er einstakur í sinni röð og þegar bætt hefur verið við hann persónum handritshöfundarins Gina Wenkos fellur allt í réttar skorður." Með aðalhlutverkið í myndinni fer nær óþekkt leikkona að nafni Piper Perabo en hún hafði áður far- ið með lítil hlutverk í myndunum Ævintýri Rockys og Bullwinkles og Hvíturn drengjum. „Piper lagði mjög hart að sér,“ segir Bruck- heimer um hina ungu leikkonu. „Það fylgir því mikil ábyrgð að fara með aðalhlutverk í mynd af þessari stærðargráðu en hún stóð sig frá- bærlega."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.