Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 29 LISTIR Saga hag- fræði fram á öndverða 19. öld BÆKUR F r æ ð i r i t SAGA HAGFRÆÐINNAR Saga hagfræði fram á öndverða 19. öld eftír Harald Jóhannsson. Reykjavík, bókaútgáfan Akrafjall. 163 bls. 2000. RIT Haraldar Jóhannssonar, Saga hagfræði fram á öndverða 19. öld, er að stofni til byggt á fyrirlestrum sem höfundurinn hélt við háskóla í Mala- síu á sjöunda áratugnum en hefur nú þýtt á íslensku. Að því er fram kemur í inngangi hafa fyrirlestrarnir verið endursamdir og nýju efni verið bætt við fyrir þessa útgáfu. Hluti fyrir- lestranna hafði áður verið gefinn út á ensku. Þessi langi aðdragandi að útgáfu ritsins setur óneitanlega merki á það. Þótt fjallað sé um löngu liðna sögu hefur ýmislegt bæst við skilning manna á henni undanfarinn aldar- þriðjung en þess sér lítt stað í bók- inni. Það má eiginlega líta á hana sem heimild um það hvað vitað var um sögu hagfræði á sjöunda áratugnum. Heimildaskráin sýnir þetta ágætlega, allar heimildimar utan tvær eru eldri en þrjátíu ára og sú yngsta frá 1987. Haraldur blandar saman hagsögu og sögu hagfræðikenninga líkt og al- gengt er í kennslubókum um þetta efni. Það er eðlilegt því erfitt er að skilja slíka hugmyndasögu án þess að með fylgi nokkur lýsing á því um- hverfi sem höfundamir búa við og þeim vandamálum sem þeir hugðust leysa. Haraldur segir þó lítið um höf- undana sjálfa, lítið er lagt upp úr að glæða þá h'fi. Ekki er gert mikið af því að tengja eða bera saman hugmyndir ólíkra fræðimanna og raunar er heldur htið að finna af því sem kalla mætti vís- indasögulega greiningu. Höfundamir fá oftast að tala sjálfir í tilvitnunum sem Haraldur hefur valið. Það stíl- bragð gengur reyndar ágætlega upp, tilvitnanirnar virðast vel valdar og yf- irbragðið á þýðingu Haraldar hæfi- lega fomt í ljósi þess hve gamlir frumtextamir em. Hagfræðinemar, hvort heldur á Islandi eða annars staðar, fá yfirleitt htla kennslu í sögu fræðigreinarinn- ar. Þó hefur eitt námskeið verið kennt í henni við Háskóla Islands. Það er því ekki stór hópur sem er lík- legur til að setjast niður með rit Haraldar sem kennslubók. Hópurinn hefði sennilega orðið eitthvað stærri ef ritið hefði verið gefið út 30 áram fyrr. Ef marka má þessa íslensku út- gáfu hefur enska útgáfan á sínum tíma verið ágæt og háskólafyrirlestr- amir afskaplega vel undirbúnir. Gylfi Magnússon Vega dagur í Lyfju Lágmúla RáSgjöf frá kl. 14-17 í dag Kemur þér beint aó efninul hjálpar til við að losa hitaeiningar úr forðabúrum líkamans og koma þeim I orkuframleiðslu. Ýtir undir jafnvaegi blóðsykurs. Minnkar sykurþörf og dregur úr hungurtilfinningu LYFJA Lyf á lágmarksverði ; Lyfja Lágmúla t Lyfja Hamraborg eLyfja Laugavegi i Lyfja Setbergi * Útibú Grindavík « AWORD words AWOftD Verk eftír William Anastasi. William Anastasi í Galleríi Kambi SÝNING á verkum bandaríska lista- mannsins William Anastasi stendur yfir í Galleríi Kambi í Landsveit. Anastasi er fæddur 1933 og hóf feril sinn sem myndlistarmaður upp úr 1960. Hann tilheyrði hópi concept-listamanna sem sýndu í Dwan Gallery í New York. Á sýningunni í Galleríi Kambi eru aðallegatvær myndraðir. Blind- teikningar svokallaðar sem lista- maðurinn gerði í neðanjarðarlestum New York-borgar á leið sinni til og frá tónskáldinu John Cage, en myndskáldið og tónskáldið tefldu nánast daglega saman siðustu æviár tónskáldsins. Þeir kynntust um 1964 þegar Anastasi sýndi hljóð- teikningar og önnnur hljóðverk og urðu þeir ævarandi vinir upp frá því. Einnig eru grafíkverk sem unnin eru á síðari árum, þar sem Anastasi nálgast þann miðil á mjög sérstæðan og persónulegan hátt, má þar t.d. nefna notkun hans á orðinu „Jew“, gyðingur.Verk eftír William Ana- stasi eru í helstu söfnum Banda- ríkjanna og víða í Evrópu. Sýningin er samvinnuverkefni Gallerís Kambs og Gallerý Stalke í Kaupmannahöfn. Sýningin er opin daglega, nema miðvikudaga, kl. 10-22 og stendur til 1. október. J fcfi M-2000 Þriðjudagur 5. september KAFFI REYKJAVÍK 20.30 Jazzhátíð Reykjavíkur Trió Töykeát frá Finnlandi. Á sama stað leikur Kvartett Árna Heiðars síð- arum kvöldið. http://go.ta/ReykjavikJazz FAXASKÁLI OG LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚS Vindhátíð 2000 Auk fastasýninga verðurídag meðal efnis við Faxaskáiann gjörningur Hannesar Lárussonar kl. 16.30 og gjörningurinn Walkabout Stalk kl. 20.30. Frá kl. 17.30 verða listilegir japanskir flugdrekar við Faxaskálann og fyrirlestrar tengdir vindinum í Hafnarhúsinu. www. arkitekt.is/dus www.reykjavik2000.is - wap.olis.is rc IS Maria Schneider _ Islenska óperan Kaffl Rcykjavfk Mánaðarlegt þjónustugjald kr. 4.365,-. Einungis er greitt fyrir 10 mánuði á árí, þ.e. efclcl þarf að greiða fyrir Júli og dos&mb&r sam Jafngildir um það bil f 7% afsiætti eða kr. 3.63B,- á mánuði. Innlfalinn í tilboðl ar allur búnaður, uppsatnlng og þjónusta. í heimagæslu er innrfalinn búnaður sem nægir fiestum íslenskum heimilum en auðvett er að móta kerfið að hverju heimili fyrir sig eftir óskum og þörfum viðskiptavina. í heimagæslu er heimilið undir eftirtiti allan sólahrínginn, alla daga vikunnar, altt árið um kring. Öryggiskerfið er tengt viö Öryggismiðstöð íslands sem sér um útkallsþjónustu. Öryggismiðstöó Sími533 2400 © FRÍÐINDAKLÚBBURINN Verndaðu heimili þitt fyrir óboðnum gestum! Heimagæsla á sérstöku tilboðsverBi til korthafa VISA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.