Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 37
36 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UMDEILD HEIMSÓKN Heimsókn Li Pengs, forseta kín- verska þingsins, hefur verið umdeild. Li Peng var forsæt- isráðherra Kína árið 1989 og bar sem slíkur mikla ábyrgð á því að friðsam- leg mótmæli námsmanna á Torgi hins himneska friðar voru bæld niður með valdi. Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá blóðsúthellingunum á torginu eru þau flestum enn í fersku minni. Sá vonar- neisti, sem mótmælin höfðu vakið, um að lýðræðislegar breytingar væru að verða að veruleika í Kína, urðu að engu. Þessi áratugur hefur vissulega verið umbrotasamur tími í Kína, hag- kerfið hefur verið opnað og með innlimun Hong Kong og Makaú hefur hinn frjálsi markaður hafið innreið sína fyrir alvöru. Kommúnista- flokkurinn hefur hins vegar ekki slak- að á völdum sínum og líður ekki frekar en fyrri daginn að þegnar landsins láti skoðanir sínar í ljós nema að takmörk- uðu leyti. Samskipti íslands og Kína hafa far- ið vaxandi á síðustu árum. Fjöldi hátt- settra kínverskra gesta hefur sótt okkur heim og margir íslenskir ráða- menn hafa farið í opinberar heimsókn- ir til Kína. Kínverjar hafa endurgoldið þær heimsóknir eins og tíðkast í samskipt- um þjóða og er heimsókn Li Pengs dæmi um það en einnig má nefna heimsókn Qian Qichens, utanríkisráð- herra Kína, árið 1995. í janúar 1995 opnuðu íslendingar sendiráð í Kína, um aldarfjórðungi eftir að stjórnmálasamband var tekið upp milli ríkjanna og hefur það orðið til að styrkja enn frekar tengsl ríkj- anna. Kína er eitt af voldugustu ríkjum veraldar. Þar býr um fjórðungur mannkyns og búast má við að áhrif Kínverja í heiminum fari stöðugt vax- andi næstu áratugina. Sú opnun, er átt hefur sér stað í kínversku efna- hagslífi, gerir jafnframt að verkum að Kína er orðið að mikilvægum markaði, ekki síður fyrir Island en önnur vest- ræn ríki. Samskiptin við Kína eru því mikilvæg fyrir okkur Islendinga og nauðsynlegt að efla þau enn frekar. Það breytir hins vegar ekki því að okkur ber skylda til að fordæma það sem okkur þykir miður fara í stjórnar- fari Kína og ekki hika við að vekja at- hygli á því í samskiptum okkar við kínverska ráðamenn. Þrátt fyrir að Island hafi átt veru- leg samskipti og viðskipti við Sovét- ríkin á meðan þau voru og hétu varð það ekkí til þess að við létum af gagn- rýni á stjórnarfarið þar í landi. Að sama skapi hafa Islendingar ekki sætt sig við að Kínverjar reyni að segja okkur fyrir verkum, til dæmis hvað varðar samskiptin við lýðræðisríkið Taívan. Staða mannréttindamála er að mörgu leyti hrikaleg í Kína og er sorg- legt að fjölmennasta þjóð veraldar skuli enn búa við þá andlegu kúgun er raun ber vitni. Tjáningarfrelsi og óheft skoðanaskipti eru grundvöllur okkar samfélags. Það sama á því miður ekki við um Kína líkt og greinilega kom í ljós er forseti kínverska þingsins ákvað að hætta við heimsókn sína í Alþingi Is- lendinga til þess að þurfa ekki að sjá fólk, sem notfærði sér lýðræðislegan rétt í okkar þjóðfélagi og mótmælti heimsókn hans. Þann sama rétt og námsmennirnir á Torgi hins himneska friðar börðust fyrir að kínversk al- þýða fengi en guldu fyrir með lífi sínu hina örlagaríku daga sumarið 1989. BLÓMSTRANDISMÁBÁTAÚTGERÐ Það er ánægjulegt að sjá, að veru- leg uppbygging hefur orðið í Bol- ungarvík í sjávarútvegi á undanförn- um árum, sem eingöngu byggist á smábátaútg.erð. Fyrr á árum voru þær kenningar uppi um skeið, að sjávarplássin gætu ekki þrifizt, nema í byggðinni væri að minnsta kosti einn skuttogari. Bolvíkingar og raun- ar ýmsir aðrir hafa afsannað þær kenningar. Með smábátaútgerð það- an og frá fleiri stöðum á Vestfjörðum hefur verið sýnt fram á, að nálægð við fiskimiðin skiptir enn máli. Einn viðmælenda Morgunblaðsins í Bolungarvík, Guðmundur Einarsson, sagði: „Það ríkir bjartsýni, þótt við séum í raun að stökkva marga áratugi aftur í tímann. Við erum eiginlega komnir í heilan hring í þróuninni - bátastærðin er svipuð og hún var í kringum 1930 til 1940.“ Frá Bolung- arvík eru nú gerðar út 15 trillur, sem hver er 6 tonn og þessir 15 smábátar skapa atvinnu fyrir vel á annað hundrað manns. Það hafa verið skiptar skoðanir um það hvert stefni í uppbyggingu fiski- skipaflotans. A tímabili urðu skipin stærri og stærri en mörg þeirra hafa verið seld til annarra landa. Hins veg- ar bættist nýtt, stórt og glæsilegt skip í flota Samherja um helgina. Líklegt má telja að fenginni reynslu, að engin ein stefna verði ráð- andi í skipasmíðum fyrir íslenzkan sjávarútveg eins og virtist ætla að verða á tímabili í upphafi skuttogara- aldar. Reynsla Vestfirðinga ekki sízt sýn- ir að smábátarnir standa fyrir sínu og vel það. Vel má vera, að þeir séu hag- kvæmari rekstrareining en stóru skipin og margir halda því fram, að þeir komi með betra hráefni að landi. Alla vega er blómlegur sjávarút- vegur í Bolungarvík um þessar mund- ir vísbending um, að sjávarútvegur á Vestfjörðum gæti eflzt á ný í krafti smábátanna. Á Vestfjörðum hefur sjávarútvegur lengi verið mjög öflugur. Þessi ára- tugur hefur ekki verið Vestfirðingum hagstæður og sumir telja, að þeir hafi verið of seinir að nýta sér kosti kvóta- kerfisins en einblínt um of á galla þess. En hvað sem því líður má vel vera, að með uppbyggingu smábáta- útgerðar séu Vestfirðingar að vísa veginn fyrir byggðarlög, sem liggja nærri gjöfulum fiskimiðum og að við slíkar aðstæður hafi smábátaútgerð meiri möguleika á að blómstra og dafna en útgerð stærri skipa. r ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 37 Gagnvegir liggja til góðra vina Morgunblaðið/Jón Svavarsson Wolfgang Thierse litast um á gamla þingstaðnum í Skaftafelli. Opinber heimsókn Valdas Adamkus, forseta Litháens, til Islands Morgunblaðið/Amaldur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Valdas Adamkus, forseti Litháens, fengu rigningu í ferð að Gullfossi og Geysi í gær. Styrkt viðskipta- tengsl efst á baugi Morgunblaðið/Jim Smart Davíð Oddsson og Adamkus fyrir fund þeirra í gærmorgun. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Ragnar Sigurbjörnsson, forstöðumaður Jarðskjálftarannsóknastöðv- arinnar á Selfossi, afhenti forseta Litháens krans að gjöf. Wolfgang Thierse, for- seti þýzka Sambands- þingsins, lauk opin- berri heimsókn sinni til Islands á sunnudag. I samtali við Auðun Arnórsson segir hann Þjóðverja bera mikla virðingu fyrir smáu en knáu eyþjóðinni í norðri. VIRÐING Þjóðverja fyrir hinni „mjög svo jákvæðu þróun ís- lands og því uppbyggi- lega hlutverki sem landið gegnir í utanríkismálum“ er ein forsendan fyrir þeim góðu sam- skiptum sem nú ríkja milli íslands og Þýzkalands. Þetta segir Wolfg- ang Thierse, forseti þýzka Sam- bandsþingsins, sem á sunnudag lauk opinberri heimsókn sinni til landsins í boði Aiþingis. í samtali við Morgunblaðið segir Thierse - einnig með tilliti til þess að kanzlari og utanríkisráðherra Þýzkalands leggja leið sína hingað í dag, þriðjudag - að Þjóðverjar álíti það eðlilegt og sjálfsagt að sýna litl- um vinveittum þjóðum sömu virð- ingu og hinum stærri og jafnsjálf- sagt sé að rækta góð samskipti við þau. Þessi útskýring Thierses er líka í samræmi við boðskap Hávamála, og gæti - að skáldaleyfi teknu - hljóðað svo: En til góðs vinar liggja gagnvegir þótt hann sé smár. Evrópumál efst á baugi viðræðna Heimsókn Thierses hófst á föstu- dag, en þá átti hann viðræður við þingmenn úr öllum þingflokkum Al- þingis og snæddi hádegisverð að Þingvöllum með Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Á laugardag fór hann í ferð upp á Vatnajökul og í þjóðgarðinn í Skaftafelli, en dagskrá heimsóknarinnar lauk á sunnudag með viðræðum þýzka þingforsetans við forseta íslands að Bessastöðum. Á sunnudagsmorgninum heilsaði Thierse einnig upp á Halldór Blön- dal á sjúkrabeði, en Thierse var nú að endurgjalda heimsókn Halldórs til Berlínar í vor. Aðspurður sagði Thierse mikil- vægasta umræðuefnið á fundum sínum með íslenzkum stjórnmála- mönnum - hann hitti fulltrúa allra þingflokka - hafi snúizt um Evrópu- mál. „íslenzkir stjórnmálamenn sýna evrópskum málefnum mikinn áhuga; þróun Evrópusambandsins, innri umbætur ESB og stækkun þess. Þar var spumingin alltaf ofar- lega á baugi, hvernig litið væri á þann möguleika að Island sækti um inngöngu í sambandið. Mér sýnist staða þessara mála hér á í slandi ein- kennast af því sem kalla mætti já- kvæða mótsögn. Allir segja að ekk- ert knýi á um inngöngu eins og sakir standi, en allir sýna Evrópu- þróuninni þó mikinn áhuga. Það sem mér sýnist jákvætt við þessa mót- sögn er að jafnvel þótt innganga í ESB sé ekki álitin tímabær viiji menn halda möguleikanum á aðild opinni og álíti þennan möguleika mikilvægt tækifæri," segir Thierse, og bætir því við að hann hafi í einu ávarpi sínu hér sagt - meira í gamni en alvöru: „Islendingar vilja bíða með að ganga í Evrópusambandið þar til eftir að öll vandamál þar á bæ hafaverið leyst.“ Ár er nú liðið frá því flutningum þýzku ríkisstjórnarinnar og Sam- bandsþingsins frá Bonn til Berlínar lauk. Það gekk á ýmsu fyrsta vetur- inn sem þingið var aftur starfrækt innan söguþranginna veggja Ríkis- þinghússins í Berlín. Hvernig álítur Thierse, sem sjálfur á sitt kjördæmi í austurhluta miðborgar Berlínar, að tekizt hafi til með þingstarfið eftir flutninginn? Hann segir flutningana sjálfa hafa verið gríðarstórt verkefni sem útheimt hafi mikla skipulagningu, en þeir hafi þó gengið vel að flestu leyti. Um stjómmálahliðina á flutning- unum leggur hann hins vegar áherzlu á að innihald þýzkra stjórn- mála hafi ekkert breytzt. „Ramma- stærðir þýzkra stjómmála era þær sömu eftir sem áður: Evrópusinnaða friðarstefnu, innávið sem útávið, viljum við líka reka frá Berlín. Talið um nýtt „Berlínarlýðveldi“ var því alltaf eitthvað sem ekki átti við,“ segir hann. Það sem hins vegar megi fullyrða að fylgi flutningnum til Ber- línar snerti ytra byrði stjórnmála- lífsins og helgast af því að borgin er stór; stjórnmálalífið hafi allt annan og minni sess í iðandi mannlífi stór- borgarinnar en í smáborginni Bonn, þar sem það gnæfði yfir aðra þætti borgarlífsins. Þessi fyrsti vetur þingstarfsins í Berlín var þó óvenjulegur vegna fjármálahneykslismála stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Kristi- legra demókrata. I marzmánuði varð það hlutskipti Thierses að gera CDU að greiða yfir 41 milljón marka, andvirði yfir 1.500 milljóna króna, í sekt fyrir brot á gildandi lögum um fjármögnun stjómmála- flokka. Hvaða áhrif hefur þetta haft á samskipti þingforsetans við full- trúa stjómarandstöðunnar? Langt í lyktir hneykslismála „Ekkert þessara hneykslismála tengist Berlín, þau eiga öll upptök sín í „Bonn-lýðveldinu“ og nú verð- um við að gera þessi mál upp í Berl- ín,“ svarar Thierse. Allar þær ásak- ann- sem fram hafi komið um ólögleg fjárframlög til stjómmálaflokka og mistök af hálfu áhrifamanna þess- ara flokka sé að rekja til Bonn-ára- nna. En hvernig miðar þessu „tiltekt- arstarfi“? Aðspurður um þetta segir Thierse, að hann sé hræddur um að langt sé í málalyktir. „Ég óttast að þetta muni halda okkur uppteknum lengi enn. Það er ennþá svo, að í blöðunum koma í hverri viku fram nýir fletir á hneykslismálunum. Saksóknarar era með mál í vinnslu í tengslum við þetta og sérskipuð rannóknarnefnd þingsins á mikið starf eftir. Og ég sem þingforseti neyðist því miður til þess á stundum að taka óblíðar ákvarðanir," segir hann. En hvemig taka þingmenn CDU þessum ákvörðunum þingforsetans? „Margir CDU-þingmenn gera sér fulla grein fyrir því að mér var ekki stætt á öðra, lögum samkvæmt, en að gera það sem ég gerði. Aðrir era mér gramir vegna þessa. En svona er þetta nú bara, ég get alls ekki komið mér undan því að gera það sem ætlazt er til af mér að lögum. Ég sízt af öllum! Það kann að vera að aðrir geti leyft sér að fara á svig við lögin, ég get það ekki,“ segir hann. Aðspurður, hvort hneykslismálin hafi ekki haft neikvæð áhrif á allt flokkakerfið, svarar hann því til, að þegar svo margar ásakanir koma fram sem ekki fást upplýstar nema með mikilli fyrirhöfn skapist and- rúmsloft tortryggni í garð allra stjórnmálaflokka. En þó sé það svo, að í skoðanakönnunum tapi CDU langmestu. Thierse er sjálfur Austur-Þjóð- verji og hóf ekki afskipti af stjórn- málum fyrr en Alþýðulýðveldið rið- aði til falls. Á ári sameiningarinnar, 1990, hét Helmut Kohl, þáverandi kanzlai-i, því að innan fárra ára yi'ðu „blómstrandi héruð“ í austurhluta landsins. Því liggur nærri að spyrja Thierse, hvort hann telji að nú, tíu áram eftir sameininguna, ætli rílds- stjórn jafnaðarmanna og græningja að takast að láta austurhéraðin blómstra. „Þetta er loforð sem Helmut Kohl gaf á sínum tíma; enginn jafnaðai'- maður lét neitt svona útúr sér, og þessu loforði fylgdi meira að segja að þetta ætti að gerast á mjög stutt- um tíma,“ svarar þingforsetinn. Tíu áram eftir sameiningu lands- ins segir hann miklu hafa verið áorkað - húsakostur, samgöngu- og fjarskiptakerfi o.s.frv. hafi verið endurnýjað að miklu leyti, mörg nú- tímaleg fyrirtæki hafi fest sig í sessi og fleira. En vissulega sé mikið verk eftir, einkum á efnahags- og félags- lega sviðinu. Atvinnuleysi er enn miklu mema í austurhlutanum, með- allaun era lægri og uppbygging efnahagslífsins á enn langt í land með að verða jafnsterk og hún er vestan megin. „Við eigum því mikið verk fyrir höndum. Það kann að vera að við þurfum heil tíu ár til viðbótar til að sambærilegar aðstæður í efnahags- legu og félagslegu tilliti verði komn- ar á milli austur- og vesturhlutans. Og þá er enn eftir sá menningarlegi, andlegi og ef svo má segja „þjóð- háttalegi" munur sem einkennir íbúa hinna mismunandi landshluta. En það er munur sem fnTa væri að ætla að slétta út,“ segir Thierse. En hvað segir hann um þann „múr“ sem enn er sagður vera uppi í samskiptum margra Austur- og Vestur-Þjóðverja? Eitt sinn var haft eftir Thierse, að hann myndi alltaf vera „Ossi“, en það orð nota Þjóð- verjar almennt um fyrrverandi borgara Austur-Þýzkalands. „Með þessu var ég bara að orða staðreynd sem út af fyrir sig er ómerkileg," svarar hann. „Þegar ég var svo lánsamur að upplifa samein- ingu Þýzkalands var ég 47 ára gam- all. Það þýðir að mótun minnar pers- ónu var öll að baki, og hana hlaut ég - hvort sem það var nú gott eða slæmt - í Austur-Þýzkalandi. Þessa fortíð hristir maður ekki af sér. Hversv egna ætti maður líka að gera það? Ég fer heldur ekki fram á það við Bæjara eða Rínarhéraðabúa að hann segi skilið við sína persónulegu fortíð. En slíks er stundum krafizt af Austur-Þjóðverjum. Ég segi því: Ég verð til æviloka „Ossi“, þ.e. maður mótaður af fortíð sinni og mér dett- ur ekki í hug að afsaka mig á einn eða annan hátt fyrir það, þvert á móti.“ Og Thierse hefur lítið álit á þeirri algengu fullyi'ðingu, að enn sé eins konar múr eftir í hugum fólks, löngu eftir að Berlínarmúrinn sjálfur er fallinn. „Þetta er klisja sem verður ekki skárri við að vera endurtekin ótal sinnum. Vissulega er munur á fólki sem bjó í 40 ár sitt í hvora ríkinu sitt hvoram megin við járntjaldið. Fólk vandist mismunandi gildismati, mis- munandi viðhorfi til lífsins og mis- munandi sögulegri vitund, svo dæmi séu nefnd. Þessi mismunur er sýni- legur. Upp úr þessu hafa sprottið fordómar og ásakanir, sem hafa ekki bætt úr skák. Slíkt þurfum við að yf- irvinna - en ekki þó allt það sem ger- ir fólk ólíkt. Ekkert er skelfílegra en að fólk sé þvingað í sama mót. Þetta er mikilvægur lærdómur frá valda- tíma kommúnista. En eftir stendur að margir óska sér að aðrir séu eins og þeir sjálfir. Slíkt finnst mér leið- inlegur hugsunarháttur," segir Thierse ákveðinn. Styrkur PDS skiljanlegur En hvað segir hann þá um þá staðreynd, að arftakar austur- þýzkra kommúnista í „Flokki hins lýðræðislega sósíalisma" (PDS) hafa sterka stöðu í öllum kosningum í austurhéraðunum? „Þetta er vissulega vandamál fyr- ir jafnaðarmannaflokkinn," segir hann, „en hinir flokkarnir eiga þar líka í vandræðum. Og þótt PDS hafi sterka stöðu í austurhlutanum þá á hann líka í vanda. Flokkurinn stækkar ekki, meðlimum í honum fækkar, og smátt og smátt kjósend- um einnig, vonandi. Sú þróun geng- ur þó hægar en við myndum óska okkur. Það ber þó að hafa í huga, að það er í raun ekkert skrýtið að arf- taki austur-þýzka gamla valda- flokksins njóti stuðnings svo margra. Ófáir borgarar Alþýðulýð- veldisins vora sannfærðir kommún- istar og stuðningsmenn kerfisins. Þeir halda sig enn við sama heyga- rðshomið og kjósa sína menn í arfta- kaflokki SED [Sósíalíska einingar- flokksins, a-þýzka kommúnista- flokksins]. Maður verður að horfast í augu við þetta, jafnvel þótt manni mislíki það. Að breyta þessu gengur ekki svo hratt fyrir sig,“ segir hann, og bætir við: „Og það má ekki gleyma því, að í áróðri kommúnista í Áustur-Þýzkalandi vora jafnaðar- menn útmálaðir hættulegustu and- stæðingarnir. Þessir hugmynda- fræðilegu fordómar sitja í mörgum." Að lokum: Nú era nærri því tvö ár frá því ríkisstjórn jafnaðarmanna og græningja tók við stjórnartaumun- um í Þýzkalandi, og því eins konar hálfleik kjörtímabilsins náð. Að mati Thierses er stjómin nú í góðri stöðu. „Jafnaðarmönnum og ríkisstjórn- inni gengur eins og er flest í haginn. Staðan í skoðanakönnunum er mjög góð. Umfangsmikil umbótaáform hafa orðið að lögum, þrátt fyrir að harðrar mótspyrnu hafi gætt gegn sumum þeirra. Utan frá séð fer ekki framhjá neinum að það er eitthvað að gerast í Þýzkalandi - framfarir á efnahags- og tæknisviðinu era komnar í gang á ný, svo að það er ekki hægt að segja annað en að „staðan í hálfleik" sé góð, séð frá bæjardyrum stjómarinnar. Fyrsta árið við stjórnartaumana var erfitt, en þeim mun meiri árangur náðist síðara árið. Það er bara hægt að vona að þau tvö ár sem eftir era af kjörtímabilinu verði þannig líka,“ segir Wolfgang Thierse. VALDAS Adamkus, for- seti Litháens, kom í sína fyrstu opinbera heimsókn til íslands á sunnudag. Forseti ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók á móti honum, eiginkonu hans og fylgdarliði á Bessastöðum. Á blaðamannafundi að loknum viðræðufundi þeirra forsetanna sagði Adamkus að auk þess að vilja styrkja tengsl milli ráðamanna ríkj- anna vildi hann með heimsókninni stuðla að auknum viðskiptasam- böndum milli þeirra enda er allfjöl- menn viðskiptasendinefnd með honum í för. Sagði Ólafur Ragnai' það vera sérstakan heiður að bjóða forseta Litháens velkominn hingað til lands; þetta væri í fyrsta sinn sem litháískur þjóðhöfðingi legði leið sína til íslands. Þetta væri því stór stund í sögu sambands landanna tveggja. , Sagði Ólafur ísland áfram mundu styðja viðleitni Litháa til að fá aðild að helstu fjölþjóðasamtökum okkar heimshluta, Átlantshafsbandalag- inu og Evrópusambandinu. Stuðning-ur við aðild að NATO ogESB „Island mun halda áfram stuðn- ingi við að Litháen og hin Eystra- saltslöndin tvö fái aðild að Atlants- hafsbandalaginu, en við höfum ennfremur sýnt stefnu Litháens um inngöngu í Evrópusambandið stuðning, þrátt fyrir að sjálfur séum við ekki aðilar að því; þegar að því kemur að Litháen fær inngöngu íESB munu möguleikarnir á við- skiptatengslum landanna aukast enn frekar í gegnum EES-sam- starfið," sagði Olafur Ragnar. Bætti hann því við að gesturinn, Adam- kus, myndi í heimsókn sinni verða ýmiss vísari um íslenskt nútíma efnahags- og þjóðlíf. Adamkus sagði Litháa enn þakk- láta Islendingum fyrir að hafa verið fyrstir til að viðurkenna formlega sjálfstæði Litháens „á ögurstundu“ árið 1991 og að hafa með því hjálpað landinu að komast á ný í hóp lýð- frjálsra ríkja heimsins. Ástin á frelsinu sé þjóðunum sameiginleg og eigi mikilvægan þátt í að tengja þær saman. Stuðningur íslands og annaira Norðurlanda við þá stefnu Litháens og hinna Eystrasaltsland- anna að vilja sem fyrst fá aðild að NATO og ESB væri mikilvægur og Litháar væra þakklátir fyrir þenn- an stuðning. Aðspurður sagði forsetinn að hann vonaðist til að með þeim við- ræðum sem meðlimir viðskipasend- inefndarinnar myndu eiga hérlend- is opnuðust augu fleiri íslenskra fyrirtækjarekenda fyrir viðskipta- tækifærum í Litháen. Sagði Ólafur Ragnar að góð reynsla hefði fengist af umsvifum íslendinga sem fjár- fest hafa í Litháen. I gær átti forseti Litháens fund með Davíð Oddssyni forsætisráð- herra í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, en því næst sótti hann Selfoss heim. Þar kom hann við í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Rann- sóknastofnun Háskóla Islands í jarðskjálftafræðum og Mjólkurbúi Flóamanna, áður en gengið var til hádegisverðar í boði Árborgar og Mjólkurbúsins. Forseti Islands var með í för á Suðurlandi, en í Jarðskjálftamið- stöðinni veitti dr. Ragnar Sig- bjömsson forstöðumaður gestun- um meðal annars innsýn í jarðskjálftafræðina og áhrif og afl jarðskjálftanna í sumar. Síðan af- henti Ragnar forseta Litháen krans með borða sem hann sagði tákn- ræna um styrk sem allir þyrftu á að halda í átökum náttúrunnar og einnig kvaðst hann vona að krans- inn gæti verið tákn um styrk tengsla landanna. Frá Selfossi var haldið að Gull- fossi og Geysi í Haukadal og þaðan var farið til Þingvalla. Gróðursetti forseti Litháens tré í Vinaskógi, kynntist sögu og náttúru Þingvalla og gekk niður Almannagjá ásamt gestgjöfum og föraneyti sínu. í gærkvöldi snæddu forsetahjónin kvöldverð í boði forsætisráðherra á Þingvöllum. Ræðir við utanríkis- ráðherra í dag Dagskrá verður fram haldið í dag, en Adamkus mun eiga fund með Halldóri Ásgrímssyni utanrík- isráðherra, áður en ráðstefna um viðskipti Islands og Litháens hefst í húsakynnum Verslunarráðs ís- lands í Kringlunni. Munu forsetar íslands og Litháen báðir ávarpa ráðstefnuna. . Forseti Litháens mun einnig heimsækja Höfða, þar sem Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri mun kynna honum sögu húss- ins, en litháíska forsetafrúin heimsækir Barnaspítala Hringsins og Hallgrímskirkju. Heimsókn forsetahjónanna lýkur síðdegis í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.